Lesbók Morgunblaðsins - 15.10.1994, Qupperneq 12
Hvort sem við köllum þau kommúnisma eða kapítalisma eru hugmyndakerfin í raun ávöxtur sömu við-
horfa til lífsins; þeirra viðhorfa að veröldin sé ekkert annað en leiksvið mannsins.
Mynd: George Grosz.
U ndanlátssemin
Iljóði úr flokknum Sonnettur til Orfeusar, hugleiðir
Rainer María Rilke hvaðan; úr hvaða eilíflega regn-
votu görðum ávextirnir sem verða á vegi okkar séu
komnir. Hann hugleiðir líka hversu unaðslegir og
þroskaðir þeir eru þegar við tínum þá upp af fátæk-
Samtíminn æðir
þindarlaust áfram í
krafti þeirrar trúar að
maðurinn sé öllu öðru
lífi æðri, fullkomnunin
holdi klædd.
Eftir ÞORVARÐ
HJÁLMARSSON
legri götu okkar. Við undrumst stærð
þeirra, fuilkomleik og að þeir eru okkar
og urðu okkar, áður en hamslaus fuglinn
gat hremmt þá, eða orminum í rótinni,
öfundsjúkum og skríðandi gafst færi á að
naga þá.
Hvaðan bárust ávextirnir höndum okk-
ar?
í sköpunarsögu Biblíunnar segir frá því
þegar Drottinn allsheijar skapaði manninn
í sinni mynd og fól honum það hlutverk
að ríkja yfir öllum skepnum jarðarinnar,
svo og fuglum himinsins og fiskum sjávar-
ins. I þeirri sömu bók er því haldið að
okkur að fegurðin sé okkar, hinn skyni
gæddi maður sé eina veran á jörðinni sem
skynji fegurðina og hafi í frammi viðleitni
til að auka hana, væntanlega af einskærri
fegurðarþrá.
„Maðurinn gerði endi á myrkrið," segir
í Jobsbók. Ránfuglarnir sveimuðu yfir vötn-
unum og sléttunum. Villidýrin reikuðu um
og drápu sér til matar. Gnægtarbúrið
óþijótandi. Þá ruddist undarleg vera fram
á sjónarsviðið, maðurinn með hendur sínar
og hugsun, atorku sína og athafnaþrá.
Hann gerði endi á myrkrið og tók sér það
vald sem honum stóð til boða frá önd-
verðu; vald Guðs í sínar eigin hendur. En
höfundur Jobsbókar slær varnagla: „Örn-
inn þekkir ekki veginn þangað og valsaug-
að sér hann ekki, hin drembnu rándýr
ganga hann ekki og ekkert ljón fær hann.“
Og okkur verður eftilvill ljóst hvaðan Rilke
fær hugmyndir sínar um ávextina sem féllu
okkur óverðugum í hlut áður en fuglinn
gat hremmt þá eða ormurinn í rótinni fékk
nagað þá.
Þetta nefna sumir menn dulhyggju vest-
urlanda. Hugmyndina um ófullkomleik
mannsins frammi fyrir skapara sínum og
veröldinni. En hún er fjarri því hugmynd
samtíma okkar, sjálfsagt ekki einu sinni
tekin gild lengur. Samtíminn æðir þindar-
laust áfram í krafti þeirrar trúar að maður-
inn sé öllu öðru lífi æðri, fullkomnunin
holdi klædd. Ofurtrúnni fylgir líka fullvissa
um að sá sannleikur sé ekki til sem taki
sannleika mannsins fram. Afsiðunin er al-
gjör.
Og með þessa trúarsetningu að leiðar-
ljósi höfum við skapað hugmyndakerfi sem
snúast fyrst og fremst um veraldleg gæði,
kerfi sem meta lífsgæði í hlunnindum, þó
aðallega krónum og aurum. Hvort sem við
köllum þau kommúnisma eða kapítalisma,
eru þau í raun ávöxtur sömu viðhorfa til
lífsins; þeirra viðhorfa að veröldin sé ekk-
ert annað en leiksvið mannsins.
Hugmyndafræði byggð á svo veikum
grunni hlýtur að dæma sjálfa sig úr leik.
„En alla hluti skildu þeir jarðlegri skiln-
ingu ...“ segir í Prologus Snorra Eddu.
Við höfúnl tekið allt frá heiininum, án þess
þó aó gefa nokkuð tii baka. þó ætti okkur
að vera það ljóst að við verðum að finna
samræmi við náttúruna og lifa í sátt við
heiminn sem við erum þrátt fyrir allt sprott-
in úr og erum einungis hluti af. Við alda-
lok tuttugustu aldar sjáum við það vel að
auðlindir jarðarinnar eru ekki óþijótandi.
Dýrin reika ekki lengur í stórum hjörðum
um slétturnar, villt dýr eru víðast hvar í
útrýmingarhættu. Veran sem batt endi á
myrkrið, hefur borið með sér meira myrkur
en hún sigraðist á.
ELLEFTA BOÐORÐIÐ
Þetta myrkur og þennan jarðlega skiln-
ing hafa menn kallað nauðhyggju. Þá hugs-
un að maðurinn geti ekki skilið neitt annað
en það sem hann hefur beinlínis not fyrir
eða nýtur augnabliks ágóða af. Ekkert sið-
ferðislegt gildismat er ríkjandi. Allir hutir
eru afstæðir, munurinn á réttu og röngu
er ekki lengur til. Allt er jafnrétthátt,
hversu skaðlegt sem það kann annars að
vera.
Kjörorð nútímans kalla þessir sömu
menn ellefta boðorðið og er það svohljóð-
andi: „Ef ég geri þetta ekki, þá gerir ein-
hver annar það.“
Oneitanlega læðist að manni sá grunur
að ellefta boðorðið setji mark sitt á samtíð-
ina og skjóti um leið styrkum stoðum und-
ir þá firringu sem mörgum þykir orðið nóg
um; undanlátssemina við það illa.
Kynslóðir eftirstríðsáranna í Evrópu
voru eins og bornar út á hjarnið. Álfan öll
hólfuð af í hugmyndafræðileg áhrifasvæði,
jafnvel múruð inni. En önnur hlið var líka
á málinu. Manninum hafði loksins tekist
að fullkomna draum sinn og taka sér end-
anlegt alræðisvald í hendur. Með einni
snertingu gat hann tortímt sjálfum sér og
veröldinni með í kaupbæti.
Svo langt aftur sem um miðja síðustu
öld, á tímum Edgars Allans Poes, skrifuðu
menn um dauðadýrkun hins vestræna
manns og ofurást hans á hinu illa. Samfé-
lögin þóttu stjórnast af blindri efnishyggju
og eftirsókn eftir vindi. Og dauðadýrkunin
blasir allsstaðar við. Á götum stórborganna
liggja eiturlyfjafíklar í hrönnum og sjá
engin úrræði önnur en að stela og myrða
til að fjármagna neyslu sína. Hin hliðin á
volæðinu er að aðrir menn sjá sér hag í
að notfæra sér auðnuleysið til að maka
krók sinn. Harmleikur eins og ónýtt manns-
líf er vandamál hvers og eins.
Ellefta boðorðið sýnir enga miskunn.
Vandinn er raunverulegur. En ofurtrú á
pólitíska hugmyndafræði eða efalaus Guðs-
trú held ég að veiti ekki svar við nokkrum
vanda. Vafalaust má þó draga nokkurn
lærdóm af hugsun Rilkes, sem kannski
má kenna við háspeki sem ekki þykir leng-
ur fín eða eftirsóknarverð. Því hvað sem
ávöxtum þessa heims og annars líður, hlýt-
ur stærsti ávöxturinn alltaf að vera sjálft
lífið.
Höfundur er rithöfundur.
2