Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1994, Side 5

Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1994, Side 5
til í endurminningu liðsmanna. Ein sagan er á þá leið að Gerlach hafí meðal annars miðað skammbyssu á Cutler. í annarri segir að frú Gerlach hafí staðið við að skara í eldinn og hafí Cutler látið alla hefðbundna kurteisi lönd og leið og slegið hana niður svo að ekki þurfti meira til. En hvað sem líður smáatriðum voru allir húsbúar teknir höndum. Mikið bjargaðist af leyndarskjölum þótt sum væru sviðin af eldi og rök af slökkvifroðu og komust leyni- þjónustumenn þar í feitt. Lander liðþjálfí setti upp loftskeytatæki í einu svefnherbergjanna. Cutler kallaði til stjómstöðvarinnar og lét vita að áhlaupið hefði gengið að óskum. En stríðsfangamir vom færðir niður á bryggjVi. Fearless hafði lagt frá undir eins og hann var búinn að skila þeim fyrstu á land og lagð- ist næst að Glasgow og sótti það sem eftir var af fylkinu. Um það leyti vom Reykvíking- ar famir að tínast niður að höfn. Sumir höfðu verið á leið til vinnu, aðrir höfðu heyrt undar- leg hljóð neðan úr bæ og komið fyrir forvitni sakir. Auk þeirra vora nokkrir breskir þegnar og fór ræðismaður Breta fyrir þeim. Hann þreif í höndina á fyrsta liðsforingja sem fyrir honum varð, bauð hann velkominn og benti honum á bílaflota, leigubíla og vömbíla, sem stóðu þama á hafnarbakkanum. Hafði ræðis- maðurinn pantað þá án þess að geta þess hvað um væri að vera. Undirfylkin fylktu sér nú og hröðuðu sér hvert á sinn ákveðna stað í bænum. Það voru nokkrir gististaðir, sím- stöðin, loftskeytastöðin, pakkhús og því um líkt. Allt var þetta tekið vandræðalaust. Her- flokkar vom sendir eftir Þjóðveijum þeim sem gmnaðir vom um njósnir. Deild úr undirfylki D hélt norður í land til að handsama fleiri og fór hún sjóleiðina. Herfylkið hafði ekki haft önnur samgöngu- tæki meðferðis en þijú vélhjól og þau til- heyrðu eiginlega merkjamönnunum. Nú hafði ræðismaðurinn bætt úr þessu. Deild úr undir- fylki B var ekið inn í land og var ákvörðunar- staðurinn fámenn byggð sem Kaldalnes nefndist. (Hér er að líkindum átt við Kaldaðar- nes við Ölfusá, þar sem herstöð var síðan og flugvöllur. Lesbók.) Tundurspillamir Fearless og Foxhound voru í stöðugum flutningum allan daginn og feijuðu vistir, skotfæri og annan búnað. Var þessu skipað upp á bryggju og það síðan flutt áfram til þeirra herstöðva sem upp vom komnar og gekk það greiðfega. Um kvöldið var liðið búið að hreiðra um sig og ná á sitt vald öllum þeim stöðum sem taka átti. Nick Williams ofursti hafði brýnt fyrir liðs- mönnum að sýna íslendingum kurteisi og til- litssemi hvernig sem á stæði og vom þau til- mæli virt út í æsar. Stjómmálamenn og emb- ættismenn tóku innrásinni með ró og voru hinir samvinnuþýðustu, allir nema lögreglu- stjórinn í Reykjavík („sem virtist vera hallur undir nasista" eins og segir svo ískyggilega í dagbók herfylkisins). Þeir lögðu fúslega til húsnæði og flutningatæki. Alþýða manna brá ekki heldur skapi og var innrásarmönnum hin vinsamlegasta. Hún var þó til vandræða að einu leyti. Landgönguliðar áttu nefnilega bágt með að komast leiðar sinnar fyrir áhorf- endum. Jimmy Wakeling, starfandi kapteinn, minnist vem sinnar á íslandi enn með ánægju. Í endurminningu hans er krökkt af ljóshærð- um stúlkum, kaffíhús hafa ijómakökur á borðum, sígild þýsk tónlist hljómar úr útvarp- inu, harðfiskur fæst í hverri búð, menn ferð- ast mikið í leigubílum og lífskjörin eru að flestu leyti mjög góð. Og mjög þótti honum koma til þess að hús í Reykjavík vom hituð með hveravatni. Að sjálfsögðu reið á því að vera á varð- bergi. Þjóðveijar hefðu getað reynt innrás. En af því varð ekki. Þegar vika var liðin fékk herfylkið skipun um að búast til heimferðar. í staðinn kom stórfylki úr fótgönguliðinu á tveimur skipum, Lancastria og Franconia, og tók við allri gæslu. Enn var vistum og bún- aði hlaðið og skipað um borð. Flokkar sem farið höfðu út á land vom kallaðir aftur í bæinn. Previte lautinant, foringi flokksdeild- arinnar sem farið hafði norður í land að leita Þjóðveija, kom aftur með einn fanga og vom fangamir þá orðnir sextíu og fímm alls. Að skilnaði var efnt í fótboltalið. Keppti lið her- fylkisins við íslenskt lið og vann með tveimur mörkum gegn einu. Svo skiptust menn á kveðjum og ámaðaróskum. Herliðinu, háum sem og lágum, var hælt í blöðum og útvarpi fyrir drengilega framgöngu í hvívetna. Aðeins einn fjölmiðill var með nöldur og leiðindi. Það var blað kommúnista og hafði svo sem verið von á því. Breska sendiherranum sagðist svo frá að fslendingar kynnu landgönguliðinu miklar þakkir fyrir góða framkomu. Nick Williams ofursti hældi herfylkinu fyrir það að enginn blettur hefði á skjöld þess fallið, aldrei hefði komið til neinna árekstra. Og svo hélt 2. Konunglega landgöngufylkið um borð í Lancastria og Franconia. Lander liðþjálfí og nokkrir merkjamenn urðu einir eftir til aðstoðar í höfuðstöðvunum nýju í Reykjavík. Innrásarliðið hafði skilað sínu. Höfundurinn býr í Englandi. Stefnumót við Móður Meeru Eftir ÁGÚSTU STEFÁNSDÓTTUR MÓÐIR Meera. FYRIR um það bil einu ári fór ég í ferðalag. Þegar ég kom heim úr þessari ferð, voru margir sem spurðu mig hvemig ferðin hefði verið, en ég svar- aði fáu. En núna, ári síðar, finn ég þörf hjá mér til þess að skrifa litla sögu um þessa ferð. Ég hafði ekkert heyrt minnst á Móður Meera fyrr en ég kom heim úr sumarfríinu. Þá beið mín bréf frá manni úti í heimi, sem ég heyri mjög sjaldan frá. í bréfinu er þessi kunn- ingi minn óðamála út af einhverri ind- verskri konu, sem býr í Þýskalandi, og er kölluð Móðir Meera (Míra). Næstu daga og vikur var eins og allir væru að tala um eða spyija um þessa konu, hvert sem ég fór og hvem sem ég talaði við. Þannig síaðist hún inn í huga minn. I fyrstu var ég forvitin, en á stuttum tíma, var ég orðin altek- in af löngun til að hitta hana. Nú verð ég að skjóta því inn í hér, að trúarhugmyndir Indveija vom mér alls ekki ókunnar, frá fyrri tíð, þegar ég átti indverskan gúrú og elti hann út um víðan völl.' Ég minntist þess nú, að eitt af því sem hefur alltaf heillað mig mest á Indlandi er sá sess sem móðirin skipar í þjóðarsáliimi og er sprottinn upp úr andlegri hugmynda- fræði landsins. Kona, sem hefur náð fullorðins aldri, er kölluð móðir, í virð- ingarskyni, hvort sem hún hefur eign- ast böm eður ei. Móðirin er einfald- lega tákn fyrir þá sem fæða og næra aðra í sem víðustum skilningi. Sá einstaklingur, sem er gæddur þessum eiginleikum, að geta gefið af sér í ríkara mæli en aðrir, á alger- lega óeigingjaman hátt, er eins og móðirin. Hún sem elskar og nærir bamið sitt, er í æðra veldi hún, sem elskar allt mannkynið, og hún sem elskar allar lífverur alheimsins. Þessar hugmyndir, að óeigingjörn þjónusta og ástin sem fylgir móðurhlutverkinu sé dyggð og eftirsóknarverðir eiginleikar, vöktu athygli mína á Indlandi. Þær eru náttúrlega í hrópandi andstöðu við ríkjandi viðhorf á Vesturlöndum og ekki síst héma, í okkar litla þjóðfélagi. Því hér em það hefðbundnir kar- leiginleikar, sem em í hávegum hafðir, hvort sem er hjá konum eða körlum. Af hvaða orsökum þetta kann að vera veit ég ekki. Getur það verið loftslagið? Eða hörð lífsbar- áttan? Ég veit það ekki. Ekki er samt hægt að segja að loftslagið sé milt víðast hvar á Indlandi og lífsbaráttan er mörgum sinnum harðari þar en hér, ef eitthvað er, samt er allt mikið hægara og rólegra þar. Það hlýtur því að vera andlegur hugarheimur þjóðanna sem gerir muninn. En svo ég víki aftur að ferðasögu minni. Ég hafði fyllst svo mikilli löngun til að hitta þessa konu, að ég ákvað að ég skyldi fara. Það fyrsta sem ég gerði var að hringja þang- að út og parita tíma fyrir sjö manns í byijun desember. Ég þóttist viss um að ég fyndi svo marga til að koma með mér. Erfiðara mál var hvernig ég átti að fjármagna ferðina. Ég átti enga peninga í bankabók eða falda undir kodda heima hjá mér. Engin ráð voru sjáanleg. Ég hafði samt mjög sterka tilfinn- ingu fyrir því að ég myndi komast út, svo ég hálfgert beið eftir kraftaverki. í byijun október gerðist það, að ég eignaðist 65 þús- und krónur úr alveg óvæntri átt og var það alveg nóg fyrir ferðinni og uppihaldi í fjóra daga. Þannig að hjálpin sem ég vonaðist eftir kom alveg ótvírætt. Hópurinn sem ætlaði að fara, hittist áður en við gengum endanlega frá ferðaáætlun- inni, yfir kaffí og kökubita á Hótel Borg. Þar var ákveðið, að við skyldum vera tvær nætur í Trier og fara svo á lítið sveitagistiheimili nálægt þar sem Meera býr í þá tvo daga sem við gátum fengið að hitta hana. Þannig gátum við gert jólainnkaupin í leiðinni. Ég lét ekki mikið á því bera, en mér leist mátulega vel á að blanda andlegri pílagilmsferð saman við jólainnkaupaferð! En hvað um það, það gæti orðið gaman að þessu, hugsaði ég. Þetta var spennandi, að fara bara burt frá öllu saman í góðum vina hópi, og eiginmaðurinn ásamt mömmu ætluðu að sjá um drengina. Betra gat það ekki verið, og þau gátu örugglega öll lifað án mín í fjóra daga! Strax og við vomm lent í Lúxemborg náð- um við í bílaleigubflinn og ókum af stað til Trier. Þegar við höfðum fundið hótelið okkar byijaði strax búðarrápið. Buxur, pils, peysur og jakkar voru mátaðir, Edlskonar drasl var handfjatlað og skoðað. Velt var vöngum yfír hvort þetta eða hitt myndi passa á krakkana og hvort væri flottara. Næsti dagur var fram- hald af þessu sama; sem sagt var hugurinn alveg sokkinn ofaní efnisveruleikann og lítið pláss fyrir andlegar hugleiðingar eða inn- blástur. Ég vildi nú ekki láta þetta eyði- leggja eða skyggja á megintilgang ferðarinn- ar, svo ég ákvað að draga mig í hlé, og líta svolítið inn á við. En það var erfiðleikum háð í svona litlum hópi. Eina ráðið var, fannst mér, að sveija þagnareið. Ég ákvað, að segja ekki orð allan næsta dag og borða aðeins fijótandi fæðu. Það var fyrri dagurinn sem við máttum hitta Móður Meeru. Ég þagði því allan daginn, þar til um kvöldið eftir fundinn. Ég hafði áður reynt þögn í nokkra daga og fundist það styrkja og kyrra hugann og hjálpa mjög mikið til við að hugleiða. Enda fann ég það, að hugleiðslan kom eins og af sjálfu sér þennan daginn. Hinir í hópn- um bmgðust við með undmn og jafnvel pirr- ing í fyrstu, og reyndu að stríða mér, svo ég léti af þessari „vitleysu", en sættu sig við sérviskuna í mér þegar á leið. Kannski hafa sumir líka verið fegnir að þurfa ekki að hlusta á sífellt blaðrið í mér. Stutt frá gistiheimilinu var gömul hlaðin Maríu-kirkja. Við vissum ekki af henni, vin- kona mín og ég, fyrr en við gengum beint að henni þennan dag. Þar inni var andrúms- loftið svo þrungið af tilbeiðslu og fallegum tilfínningum, að ég varð fyrir vemlegum áhrifum þar inni. Ég skynjaði í fyrsta skipti hvað María guðsmóðir er yndisleg og mikil- vægur þáttur í kristinni trú. Það er sorglegt hvað lútherska kirkjan hefur gert lítið úr móðurinni og hlutverki hennar. Eftir heim- sóknina í kirkjuna fannst mér ég vera tilbúin að fara á fund hinnar helgu Móður. Ég hafði einhveijar væntingar, en samt vissi ég ekki við hveiju ég átti að búast. Mér leið vel og fannst ég vera í nokkuð góðu andlegu ástandi. Vaninn er að þeir sem ætla að hitta Móður Meeru safnist saman á torgi, nálægt húsinu hennar, og bíði eftir leiðsögumanni, sem fylgir hópnum að húsinu hennar. Þau sem voru að koma í fyrsta skipti, gengu fremst, og áttu rétt á að fá bestu sætin. Við náðum í sæti þar sem við gátum séð Meeru allan tímann, en ekki mjög framarlega samt. Einn og einn í einu gekk upp til Meera, þar sem hún sat, og heilsuðu að austrænum sið. Þá tók hún um höfuð viðkomandi og hélt í kjöltu sér. Hvað var að gerast á meðan, var allavega hulið venjulegum mennskum aug- um,- en eitthvað var það og alls ekki það sama hjá öllum, það var augljóst af viðbrögðum fólksins. Síðan lyfti hún andliti viðkomandi upp til móts við sitt og horfði beint í augun. Ekki var heldur hægt að sjá hvað var að gerast þá, og greinilegt var, að allt fór fram á innri sviðum hvers og eins. Allan tímann sem ég sat þarna inni, var ég bæði spennt og afslöppuð í senn, en mér fannst ég vera tilbúin að taka á móti blessun fagurrar og guðlegrar vem. Þegar við horfðumst í augUm, reýndi ég í fyrstu að horfa hana og sjá hana, en ég fann fljótt, að það var hún sem var að „sjá“ mig og hún sá mig alla, alveg inní sálina. Þetta skynj- aði ég allt á svipstundu og það sem meira var, að alveg sama hvað hún sá í mér, hvort heldur það var myrkrið í mér eða ljósið, þá var engin dómur yfir mér kveðinn. Hjá venjulegu- fólki má sjá í augum þess votta fyrir vænt- ingum, fordómum eða fyrirfram ákveðnum hugmydum. En þama voru augu, sem endurspegluðu dýpt án nokkurra skugga, og þau beindust að mér. Ég fann að þetta var nýtt og óvænt, en eitthvað sém ég hafði lengi beðið eftir. Þegar ég kom aftur í sæt- ið mitt, lokaði ég augunum og hélt áfram að hugleiða. Þá heyrði ég greini- lega inní höfðinu á mér, röddu sem segir við mig: „Komdu eins og bam, komdu eins og barn.“ Seinna um kvöldið hætti ég í þagn- arbindindi mínu. Allir í hópnum voru hátt uppi og hrifnir af Meeru, en við töluðum samt ekki mikið um hvað hver fyrir sig hafði upplifað, og var greinilegt að allir vildu eiga það fyrir sig. Daginn eftir_ var ákveðið að fara enn í verslunarferð. Ég var ekki spennt fyrir því, en valdi þó, að fara með, frekar en að vera ein allan daginn og bíða eftir þeim. Og auð- vitað lenti ég á kafi í efnishyggjunni, í búð- arrápi og hömlulausu áti. Ólíkt deginum áður leið mér nú ekki mjög vel, átti erfitt með að einbeita huganum og fannst ég hafa óhreinkað mig dálítið. Um kvöldið fómm við eins og áður á torg- ið. í þetta sinn kom ég ekki hrein og tær, búin að hreinsa mig og hugleiða allan dag- inn. Nú kom ég bara eins og ég er, ófullkom- ið og ósjálfbjarga manneskjubarn og m.a.s. flakandi í þeim sámm sem lífið hafði veitt mér. Þannig leið mér allavega. Þegar ég kom til hennar og beygði höfuðið í kjöltu hennar var eins og stífla væri að bresta inní mér. Allt, sem ég hafði gengið með á herðunum fram að þessari stundu, vildi nú komast út. Hún hélt dágóða stund um höfuð mér og svo þegar ég leit upp og mætti beinu augnaráði hennar í þetta sinn. var það öðruvísi en kvöld- ið áður. Hún horfði á mig og ég vissi að hún þekkti mig vel og hún fann það sem ég fann, og skildi, og gaf mér ást sem kom frá djúp- um stað í sálinni. Þegar ég kom aftur í sæt- ið mitt, mnnu tár óhindrað og í stríðum straumum niður kinnarnar á mér. Og ég grét það sem eftir var af fundi okkar þetta kvöld hjá Móður Meera. Ekki af því að mér liði illa heldur mnnu tárin bara viðstöðulaust eins og flóðbylgja, þegar stífla brestur. Mér leið eins og baminu, sem leitar ásjár hjá móður sinni þegar því líður illar. Móðirin tekur barnið til sin og með kærleika sínum fullvissar hún bamið um, að það eigi alltaf skjól í og hjá sér, sama hvað gengur á í storm- um lífsins. Löngu gleymd tilfinning öryggis og trausts á æðri mátt kærleikans gagntók mig. Það sem átti sér stað þarna, var lengi að geijast í mér. Það er í svo mikilli andstöðu við dag- legt líf og lífsbaráttu hversdagsins, að innri skoðunar og friðar er þörf, til að kalla fram minninguna. En það er ótrúlega gott, að vera orðin fullorðin, en finna að maður er samt barn hinnar miklu Móður,- sem elskar allt og alla án nokkurra skilyrða. Móðir Meera er fædd á Indlandi árið 1960, en býr nú í litlu sveitaþorpi í Þýskalandi. Hún er ein af birtingum hinnar heilgöu Móð- ur. Hún tekur á móti fólki fjögur kvöld í viku í þögn. Höfundur er ung stúlka í Hafnarfirði. •rY LESBÓK MORGUNIBLAÐSINS 19. NÓVEMBER 1994 ' 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.