Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1994, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1994, Blaðsíða 6
Um aðföng og úrvinnslu RÆTUR íslandsklukkunnar“ komu út hjá Bókmenntafélagi íslands i 1981. Ritinu var tekið mjög vel ekki síst af þeim sem töldust færustu túlkarar skáldsagna Halldórs Lax- ness. Þeir töldu rit Eiríks Jónssonar vera lykilverk, sem ekki yrði gengið framhjá í síðari rannsóknum á vinnuaðferðum Hall- dórs Laxness. í hveiju eru þessar rannsóknir fólgnar? E.J. hefur kembt líklegustu fyrrimyndir í ' textum og skjölum að helstu persónum skáldsögunnar og einnig í öðrum skáldsög- um. „Við samningu íslandsklukkunnar hefur Halldór Laxness haft úr svo mörgum uppsprettum að ausa að á stundum er ógerningur að fullyrða hverja þeirra hann hefur nýtt...“ (Formáli að Rótum íslands- klukkunnar bls. 11). Síðan sýnir hann með samanburði hvernig höfundurinn hefur „nýtt ... upp- spretturnar" og aðlagað þær þeirri gerð sem hann að lokum fullkomnar, í skáld- sögu „sem er ekki sagnfræðileg skáld- saga, heldur lúta persónur hennar, atburð- ir og stíll einvörðungu lögmálum verksins sjálfs". (H.L.) E.J. heldur síðan áfram „Þrátt fyrir þessar viðvaranir verður ekki A fram hjá því gengið að íslandsklukkan er skáldverk sem stendur djúpum rótum í þjóðfélagsveruleik sögutímans." E.J. hefur fundið heimildir og aðföng í alþingisbókum, bréfum og skýrslum um atburðarás og athafnir og persónur, sem koma fram í skáldsögunni og eru „markað- ar þeim lögmálum sem verkið sjálft setur“. E.J. hefur sett sman heimildasafn, sem höfundur hefur sannanlega unnið úr þessa „sögulegu skáldsögu". Eiríkur Jónsson minnist á nokkrar persónur, sem eru lífæð- ar skáldsögunnar í inngangi. Hann finnur 4 fyrirmyndir úr persónusögu 17. og 18. aldar og einnig úr síðari tíma skáldsögum. Eins og öllum má vera kunnugt, nema þá analfabetum í bókmenntum, er engin skáldsaga né skáldsögupersóna algerlega frumleg sköpun höfundar síns. Þetta er viðurkennd staðreynd og er eitt fremsta leikritaskáld allra tíma gott dæmi um slíkt, William Shakespere, en umsköpunarmátt- ur hans er slíkur, að aðfengnar persónur öðlast nýtt líf, persónur Shakespeares. ÁSGEIR J. JÓHANNSSON Andvara- leysi / óráði tímans með hráslaga dauðans við hnakka og andvaraleysi æsku í fölnuðu grasi, berst hann á bleikum fák með brjóst við makka, bros á vör og heldur á lóðréttu glasi. Stormfölar bylgjur , steypast að ystu skeijum, straumlúnar elfur hníga að fremstu ósum. Hvetpr hann fák því kulið leitar á hnakka. Kneifar andvaraleysi úr botnfylltu glasi. Höfundur býr í Hafnarfirði. Fyrirmyndir úr sagnabálkum, skáldsögum og kveðskap og reynsluheimur samtíðar skáldsins verða hráefni til persónusköpun- ar. Fullyrðing Umbertos Ecos og reyndar fjölmargra annarra höfunda, er sönn: Bók getur af sér bók. Sú persóna íslandsklukkunnar sem er óljósust og líkust því að vera uppdiktuð skáldsagnapersóna er Snæfríður Islands- sól. E.J. telur að fyrirmynd hennar geti verið að fínna í einhverri mest lesnu og víðfrægustu skáldsögu fjórða áratugarins, sögu Margaret Mitchells, Gone with the Wind. Þessi skáldsaga kom út 1936 og var þýdd á allar helstu þjóðtungur og einn- ig á íslensku af Amóri Sigurjónssyni ynd- ir heitinu „Á hverfanda hveli". Engin skáldsaga 20. aldar hefur hlotið slíka út- breiðslu - 1965 hafði hún verið prentuð í 12 milljónum eintaka (Kindlers Lieratur Lexikon). Minnisstæðasta persóna sögunn- ar er Scarlett O’Hara. E.J. telur að höfund- ur hafi tekið mið af þessari persónu í tils- vörum og hátterni Snæfríðar og nefnir dæmi því til sönnunar. Fleira er líkt með Snæfríði og Scarlett O’Hara, þær endur- heimtu ættareignir, giftast vonbiðlum sín- um og fóstrumar eru ekki ósvipaðar. En munurinn á skáldsögupersónunum er mik- ill, O’Hara af holdi og blóði en Snæfríður „skáldleg draumsýn". Aðrar höfuðpersónur íslandsklukkunnar eru gamalkunnar úr íslenskum heimildum, eins og E.J. rekur skilmerkilega. Ámi Magnússon lýsir sjálfum sér í bréf- um sínum og álitsgerðum, þar er af nógu að taka og sá óvandaði strákur Jón Hregg- viðsson spásserar í Alþingisbókunum og víðar. E.J. hefur eins og áður segir kembt heimildimar. Veislunni á Jagaralundi má finna í bréfum spænska sendiherrans í Kaupmannahöfn o.s.frv. o.s.frv. Upp- sprettan er fjölmargar en höfundi, H.L., tekst að skapa sögu, móta hana og um- skapa efniviðinn, svo að úr verður íslenskt ævintýri, sem er sjálfstæður heimur. Þýðing starfs E.J. er fólgin í því að hann rekur forsendur sögunnar í hráum heimildum 17. og 18. aldar og á þann hátt skrifar hann hluta íslandssögunnar og setur saman heimildasafn sem verður mjög forvitnilegt sem verk í sjálfu sér. Eins og áður segir var riti E.J. mjög vel tekið í fyrstu. En skyndilega breyttist af- staða þeirra sem lofuðu ritið. Ritið var lagt fram til doktorsvamar við Háskóla íslands, dómnefnd skipuð, og með loð- mullulegri álitsgerð var ritinu hafnað, en dómendur gengu svo langt í fordæmingu sinni á ritinu og umsögnum um höfundinn Eirík Jónsson að eftir málshöfðun höfund- ar vegna ærumeiðandi ummæla dómnefnd- armanna, voru ummæli þeirra dæmd dauð og ómerk. Þetta mun vera einsdæmi í háskólasögu veraldarinnar, að starfsmenn og tilkvaddir álitsgerðarmenn um rit lagt fram til doktorsvamar séu dæmdir vegna æmmeiðandi ummæla um höfund fram- lagðs rits. Síðan þetta gerðist 1. nóvember 1985, þ.e. uppkvaðning dómsins, hefur verið hljótt um Rætur íslandsklukkunnar. Og það gekk svo langt að í nýrri útgáfu Is- landsklukkunnar á þessu ári, minnist út- gefandi og formálshöfundur ekki orði á þessa merkilegustu bókmenntaumfjöllun um Islandsklukkuna. Nú er komin út önnur prentur Róta íslandsklukkunnar, kiljuútgáfa á vegum Hins íslenska bókmenntafélags. Rann- sóknir Eiríks Jónssonar og þekking á verk- um Halldórs Laxness hvað snertir íslands- klukkuna er staðfesting á fæmi og rit- snilld H.L. Nú er vitað að E.J. hefur þeg- ar lagt mikla vinnu í rannsóknir á öðrum verkum höfundarins, þ.e. samtímaskáld- sögum. Með frekari úrvinnslu og könnun- um á tilurð þeirra verka og aðfanga höf- undar má ætla að Eiríkur Jónsson myndi ekki aðeins auðga bókmenntasöguna held- ur enn frekar samtíðarsögu 20. aldar, með því að opna og gera öllum ljósar þær „upp- sprettur" sem H.L. hefur „nýtt“. Með þeirri rannsókn yrði skæru ljósi varpað á íslensk- an raunveruleika 20. aldar. SIGLAUGUR BRYNLEIFSSON FRANK ERIKSEN AÐALSTEINN GÍSLASON Hraunlíf /ísland Sigurjón Rist Nú, ríður þú ekki á hestbaki og Atlantshafi, en hristist á þvottabretti eftir hraunbílvegi til afkomenda Jóns forseta. Ávallt þegar mest er misst, mér finnst bresti strengur. Þeim var Ijóst, sem þekktu Rist, að þar fór góður drengur. Látum svo vera með, einstaka ráðvillta sauðkind, misheppnaða meðferðarstöð inni í þessari auðn. Þetta er byijun: Geldingahnappur og þúfur setnar fjólubláu lambagrasi eins og það séu lömb hér... Og þegar mosagrænar skófír nokkrum skjálftaleifum seinna stansa í grænu Ijósi frá garðholustórum beitarteigum með gijótgarðsgirðingu í kring. Sé ég menn á meðal vor, sem messa í dýrum höklum, en fara aldrei í 'hans spor uppi á háum jöklum. Þar barðist hann við hret og hríð, hörkufrost og bylji. En orkan sama ár og síð og einnig þrek og vilji. Öræfin með allt sitt grjót ávallt Rist sér kynnti. Fyrstur yfir ár og fljót hann oftast jafnan synti. Berst það til þín að það þýðir ekki að stinga skóflu í þessa jörð án þess að rekast á álf. Rist var stofn af sterkri rót, sem stöðugt treysta mátti, Minning góð er meinabót. Hann marga vini átti. Höfundur er norskt Ijóðskáld, . Höfundurinn er ellilífeyrisþegi í Kópavogi. Þjóðmálaþankar Yerri eru ólög en engin OFT er æskulýðnum bölvað í fjölmiðl- um. Þar gleyma njenn því að um stóran hóp er að ræða. Ef við miðum við að í árgangi séu 4.000 til 4.500 manns þá eru nú 80.000 til 90.000 manns undir tvítugu á landinu. Af þeim stóra hópi fær aðeins lítið brot af umfjöllun vegna vandræðamála. Spumingin er bara eftir hverju eru þau að sækjast? Hver eru þeirra viðmið? Af hveiju hanga þau úti um nætur, drekka brennivín og gera annað sem þau vita að þau mega ekki? Ég hef kynnst því víða erlendis að lög og reglur em helgur bókstafur en hér á landi virðast þau fremur vera viðmið. Þeir sem framfylgja lögum eru hundskammaðir fyrir að láta svona. Ég hefi oft vel því fyrir mér hvers vegna svo sé. Ef við lítum til sögunnar þá má finna fordæmi. í íslandssögubókum má lesa m.a. að þegar menn tóku kristni hafi þeir mátt stunda heiðna siði ef ekki komst upp um þá. Eitt af því sem einkennir einmitt samfélag okkar er að mönnum finnst í lagi að bijóta af sér á meðan þeir komast upp með það. Þá voru á árum sjálfstæðisbar- áttu ræktaðar í bijóstum okkar frásagnir af píslarvottum sem lentu í klóm útsendara konungs, - bóndinn Hólmfastur var hýddur fyrir launverslun, Skúli landfógeti fékk fyrir- mæli um að mæla rétt og svindla þannig á bændum. Fleiri dæmi finnast. Það var hetju- legt að standa upp í hárinu á kónginum - ríkinu. Viðhorfið er slæmt en verra er þegar lög hafa fengi það orð á sig að vera lög sem enginn fylgir. Hugleiðum hversu frámuna- lega úrelt lög um útivistartíma og áfengis- mál eru orðin. I mörg ár.hafa unglingar og aðstandendur þeirra, svo ekki sé nú talað um skemmtistaði og félagsmiðstöðvar, brotið þessi lög. í raun má segja að löggjöfin sé svo úrelt að það sé þjóðfélagslega hættu- legt. Það er tæplega hollt að ala á því við- horfi að lög megi bijóta ef það hentar manni. Ég efast um að unglingar sem eru milli 15 og 16 ára gamlir geri sér grein fyrir þeirri reglu að þeir eigi að vera komnir í heimahús fyrir klukkan 10 á kvöldin. Og ég veit að foreldrar margra hirða lítt um að standa á þeirri reglu. Þeir hafa alist upp við það sama. Þá má taka skemmtanahald, sem er orðið ríkur þáttur í starfi flestra framhaldsskóla. Nemendahópurinn þar er á aldrinum frá 16 ára til tvítugs að jafnaði. Samkvæmt lögum mega félög nemenda ekki standa fyrir skemmtunum án uppáskriftar skólans. Lög- regluyfirvöld mega veita leyfi til slíkra skemmtana sem standa ekki lengur en til kl. 1 eftir miðnætti. Undanþágur eru þó veittar til kl. 2 eða kl. 3. Reyndin er sú að undanþág- urnar eru orðnar venjan. Menn spyija hvers vegna börnin geti ekki mætt fyrr og hætt fyrr. Líklega er fordæmið fengið frá fyrir- myndum um góða hegðun og lífshætti - þeim sem fullorðnir kallast. Ég hygg að það séu fáir sem fylla knæpur og skemmtistaði um helgar fyrr en einmitt um miðnætti. Er það þá ekki hin rétta hegðun þeirra sem mætla að skemmta sér? Þá vil ég nefna áfengisnotkun. Samkvæmt lögum má enginn neyta áfengis sem er und- ir tvítugu. Að sögn er feiknalegt framboð af ýmiskonar áfengi á götunni og margir foreldrar eru fegnir meðan það er ekki eitt- hvað sem börnin sækja í. Rannsóknir sýna að það er algengara að ungmenni „smakki það“ en að þau smakki það ekki. Áfengið fá þau hjá vinum, sölumönnum og jafnvel foreldrum. Átján ára unglingur getur unnið á vínveitingahúsi en hann má ekki fá sér í glas - þó svo vinnan felist í að uppvarta þá sem eldri eru og sjá hegðun þeirra. Allir þekkja lögin um lögaldur en þau eru nú orð- in mjög lítils virði í samfélaginu. Ég þekki a.m.k. tvö dæmi þess að vertshúsaeigendur hafi beínt og blákalt reynt að leigja húsnæði sitt til hópa fólks sem að langstærstum hluta var undir lögaldri - með bar og tilheyrandi. Slíkt sýnir hversu slævð dómgreindin fyrir lögunum er orðin og brýnt annað hvort að skerpa hana eða að laga lögin að raunveru- leikanum. Ég ætla ekki að hefja hér upp söng um áfengismenningu. Þau rök hafa verið notuð, oftast á blekkjandi hátt, til að markaðssetja áfengistegundir og veitinga- staði. Sú áfengismenning sem nú blómstrar á sjötta ári löggiltrar bjórneyslu á íslandi sýnist mér á harla lágu plani. Ég held að það sé brýn nauðsyn á að taka til umfjöllunar, fordómalaust, hvaða lög eigi að gilda í landinu og endurskoða þau sem ekki virðist hægt að fylgja. Á meðan það viðgengst að lög séu brotin af almennum borgurum, eftir hentugleikum og á meðan það er auðvelt að komast upp með það, hverf- ur tilgangur þess að foreldrar og skólar reyni að kenna lífsreglur og vinnulag. Börnin læra annað. Ég ímynda mér að löggæsluyfirvöld myndu fagna slíku endurmati sem ég gat um, enda er erfitt að binda fjölda lögreglu- þjóna á vakt við að halda utan um ólöglegt skemmtanahald. En stóra spurningin er samt: Hvað vilt þú að barnið þitt sé að gera í frístundum? MAGNÚS þorkelsson kenn8lustjóri Menntaskólans við Sund. 6

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.