Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1994, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1994, Blaðsíða 4
CUTLER liðsforingi rýnir í leyndarskjöl á skrifstofu ræðismanns Þjóðverja. Mynd af höfði Hitlers, sem dr. Gerlach hafði á borðinu sínu, virðist horfa á með greinilegri vanþóknun. Friðsamleg innrás í ísland MAÍ síðastliðnum voru fímmtíu og fjögur ár liðin frá því að bresk herskip sigldu inn á Reykjavíkurhöfn, hermnn stigu á land og tóku Reykjavík og þar með ísland. Hemámið fór eindæma kurteislega fram, enginn maður lét blóðdropa svo að vitað sé. Hér segir liðsmaður í innrásarher Breta frá förinni til íslands í maí 1940. Undirbúningurinn var ekki merkilegur, sjóveikum hermönnum var kennt að nota byssur á leiðinni og með í förinni var einn uppdráttur af Reykjavík, teiknaður eftir minni. Eftir MICHAEL McCONVILLE Þessi herför markar varla kaflaskipti í hern- aðarsögunni en hún olli meiru í íslandssög- unni. Þegar þetta var hafði heimstyijöldin staðið í átta mánuði. Stöðugt seig á ógæfuhliðina. Þjóðveijar höfðu nýlega vaðið yfir Danmörku og voru nú að ljúka við að leggja Noreg und- ir sig. Örlög Belga, Frakka og Hollendinga voru hér um bil ráðin. Bretar voru uggandi. Þeir áttu líf og sjálfstæði undir greiðum sigl- ingum yfír Atlantshafið. Ljóst var að þeir sem itök hefðu á íslandi mundu ráða miklu á þess- um siglingaleiðum og því hugðust Bretar koma hér upp flug- og flotastöðvum. Að öðr- um kosti gætu Þjóðveijar hreiðrað um sig og tekið fyrir flutningana sem Bretar reiddu Bi£ á. I fyrra kom út í Bretlandi bók sem nefnist „Nothing Much to Lose“ - Litlu að tapa - og er eftir Michael McConnell. Þar segir frá herförinni til íslands. Frásögnin byggist bæði á opinberum skýrslum frá stríðsárunum og á endurminningum hermanna sem þátt tóku í innrásinni. Hér verður gripið þar niður í bók- ina sem innrásarliðið er að leggja af stað. ****** ********* ***** Klukkan korter í fjögur að morgni áttunda maí árið 1940 lögðu beitiskipin Berwick og Glasgow úr höfn í Clyde-fírði á vesturströnd Skotlands. Þeim fylgdu tveir tundurspillar. Nú voru beitiskipin í farþegaflutningum. Hér var saman komið 2. herfylki Konunglega landgönguliðsins, sjö hundruð manns, þar að auki loftvamabúnaður, strandvamabúnaður og ekki má gleyma Sturges ofursta, sem stjómaði leiðangrinum, og liði hans sem manna átti höfuðstöðvamar á íslandi. Annað landgöngufylkið var ekki nema mánaðargamalt. Liðsforingjamir, bæði skip- aðir og óskipaðir, vom reyndir atvinnumenn en landgönguliðamir voru flestir nýgræðing- ar, höfðu verið kallaðir eða boðið sig fram til herþjónustu. Þeir höfðu gengist undir grundvallarþjálfun og vom orrastufúsir en óneitanlega vom þeir ekki orðnir eins vígfær- ir og best varð á kosið. Þegar þeir komu um borð í beitiskipin var þeim gert að'troða sér til rúms hvar sem þeir gátu. Mjög var þröngt á þingi og aðbúnaður- inn náttúrulega óbrotinn. En sjóliðamir gerðu eins vel við farþegana og þeir gátu og tóku því með stakri ró að hátt í þúsund manns mddust inn á þá með hergögn og vistir og annað hafurtask. Skipalestin var brátt komin á skrið, tuttugu og tveggja hnúta’ meðalhraða, en ekki leið á löngu þar til norðvestanstormur skall á henni og hraðinn fór niður í fímmtán hnúta. Veðrið seinkaði skipunum ekki aðeins, það olli líka annarri bölvun. Landgönguliðamir lögðust unnvörpum í Sjóveiki. Ekki varð það til að bæta umgengnina neðanþilja. Sjóveikin gerði líka að verkum að menn urðu mjög þreyttir og slæptir og lítt til stórræða búnir. Það má nefna Jimmy Wakeling undirlautinant til dæmis. Hann hafði verið hækkaður í tign í snatri fyrir leiðangurinn og gerður að starf- andi kapteini. Hann hélt upp á stöðuhækkun- ina í koju sinni og varð undirmaður hans að mæta í hans stað á alla þá áríðandi fundi sem haldnir vom seint og snemma og hér og þar um skipið. Efnt hafði verið til leiðangursins í skyndi, margt var lítt undirbúið og annað óundirbúið, herfylkið ekki fullþjálfað og enn vantaði ýmislegt á útbúnaðinn. Það var því ekki að undra þótt mikið gengi á. Vélbyssum og sprengjuvörpum hafði verið skipað umsvifalaust um borð þegar þær bár- ust frá verksmiðjunum og vom þær enn í kössum. Þeir vom svo opnaðir úti á rúmsjó, foringjar kenndu landgönguliðunum á vopnin og þeir æfðu sig með því að skjóta á sjó út. Þegar farið var að huga að sjálfri land- göngunni kom á daginn að ekki voru nema þijú kort um borð. Eitt var lítið íslandskort, þá kort af Reykjavík og nágrenni, nokkm stærra en þó ekki nógu stórt, og loks upp- dráttur af Reykjavík sjálfri. Hann var eftir -L íslenskan túlk í förinni, teiknaður eftir minni. Þarf engan að undra að uppdráttur sá væri ekki hárnákvæmur. En hann dugði til síns brúks og flokksdeildarforingjamir fengu hver sitt afrit af honum. Enginn vissi með neinni vissu hvernig Is- lendingar mundu taka innrásinni. Enginn her var fyrir í landinu en vitað var að lögreglan hafði riffla undir höndum. Talið var að einir tvö hundruð Þjóðveijar væm í landi og sum- ir vopnaðir. Þó nokkrir þeirra voru taldir njósnarar en flestir vom þó venjulegir sjó- menn og höfðu orðið strandaglópar, skip þeirra ekki komist burt. Ráðgert var að hand- sama alla þá Þjóðveija sem gruna mátti um græsku. A Islendingum átti hins vegar að taka með silkihönskum. Liðið átti að sjálf- sögðu að ganga á land með bmgðin vopn. En skotfæri vom skorin við nögl og hermönn- unum var stranglega bannað að skjóta á ís- lending nema hann miðaði á þá sjálfur og gerði sig líkiegan til að hleypa af. Mjög var þó talið ólíklegt að til þess kæmi. Hermönnun- um var uppálagt að ögra landsmönnum alls ekki en sýna þeim vinsemd og virðingu. Ekki varð hjá því komist að hertaka byggingar og svæði sem mikilvæg yrðu í átökum, flugvelli og því um líkt, en hernámið átti að fara svo friðsamlega fram sem kostur væri og íslend- ingar skyldu hvattir til að láta eins og ekk- ert hefði í skorist og sinna sínum erindum. Kveðið var á um að ekki mætti taka Alþingis- húsið og skyldi engu liði stefnt þangað. Klukkan fimm að morgni tíunda maí sást til ljósa í Reykjavík og þótti liðsmönnum það heillandi sjón, því sjálfir höfðu þeir búið við myrkvun í átta mánuði. Í sama bili brast á hríðarél en það stytti fljótt upp aftur. Beiti- skipin sigldu upp undir ströndina og vörpuðu akkerum. Tundurspíllirinn Fearless sigldi upp að Berwick. Búið var að fylkja liði á þilfarinu á Berwick og biðu þar undirfylki A og þeir sem manna áttu höfuðstöðvarnar. Voru sum- ir allslæptir eftir sjóveikina. Menn fíkruðu sig nú niður mjóa og sleipa landganga og niður í Fearless, sem lagði síðan frá, sigldi inn á innri höfnina og lagðist að biyggju. Veður var mjög kalt en hins vegar orðið fullbjart þótt snemmt væri morguns. Þegar Fearless var lagst að klöngraðist Cutler majór upp á bryggju og undirfylkið á hæla honum og síðan kom flokkur merkja- manna undir stjórn George Landers liðþjálfa. Cutler, flokksdeildin sem Podmore lautinant stjómaði og merkjamenn Landers lögðu nú óðara leið sína þangað sem mikilvægast þótti, heim til ræðismanns Þjóðveija. Gekk liðið í halarófu og hafði hraðann á. Einn íslenskur lögregluþjónn hafði verið á bryggjunni þegar herinn gekk á land en hann hafði ekkert við innrásina að athuga. Á leiðinni í ræðismanns- bústaðinn mætti liðið stórum fólksbíl fullum af veislugestum. Ekki er gott að vita hvað þeir hugsuðu þegar þeir sáu erlent herlið þramma í fúlustu alvöru gegnum miðbæinn en hvorki námu þeir staðar né spurðu hvað um væri að vera. Ræðismaðurinn bjó í stóru einbýlishúsi. Cutler barði hressilega að dyrum. Liðsmenn hans tóku sér snarlega stöðu framan við húsið. Hár maður og horaður kom til dyra og skipaði þeim að hafa sig á brott. Hann sagði til nafns og kvaðst vera Walter Gerlach, ræðismaður Þýskalands á íslandi. Cutler sinnti ekki kröfu Gerlachs heldur skipaði hon- um að vekja konu sína, böm og starfslið og segja þeim að búast til brottferðar. Gerlach fór upp á loft. Þar misnotaði hann þann frest sem honum var gefínn til að klæð- ast og vekja starfslið sitt; sópaði hann saman allmiklu af leyndarskjölum, fleygði þeim í baðkerið og lagði eld að. Þegar brunalyktina lagði niður stigann snaraðist Cutler majór upp og á hæla honum landgönguliði einn. Cutler hafði verið svo forsjáll að láta þann mann taka með sér slökkvitæki. Þeir ruddust nú inn í baðherbergið og landgönguliðinn slökkti í skjalahaugnum. Það fer ýmsum sög- um af viðureigninni í baðherberginu og hugs- anlegt er að veruleikinn hafi lagast eitthvað NICK Williams ofursti í 2. landgöngufylkinu stjórnar aðgerðum innrásar- manna á hafnargarðinum í Reykjavík. 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.