Lesbók Morgunblaðsins - 03.12.1994, Page 1

Lesbók Morgunblaðsins - 03.12.1994, Page 1
ENDUÍtÖMÐUR Jft altiái' batr A tijáítlhtM. Ve&gír er Oir hlöðnum steÍHl, eit s Þetía bygging&ri&g tíákadkíá tíjnltkmli, öfkMxjum ognyt'stíSkotíán SMÁHMTAItNttt á Hjaltlándi eeu kanmki ekki glmitegnstn hestekyn íheítni, en þeit etu engu að niðut hluti afnáttúrueyjanm. WkÁíú StofnuÖ 192 5 42. tbl. 3. DESEMBER 1994-69. árg. Ein á ferð á Hjaltlandi AÐ ER bjartur dagur í apríl 1994 er ég þramma götur skosku borgarinnar Aberdeen. Kirsu- berjatrén eru í bleikum kjólum sem endalaust er hægt að dásama, eða alveg þangað til „þeir verða síðar fagurgrænir og ég á brott“. Ég ferðast eftir algjörlega óskipulögðu Ég átti dálítið erfitt með að skilja mállýsku fólksins sem ég hitti þarna á Hvalseyju. Eiginlega er málið ekki viðurkennt; það mun trúlega valda vandkvæðum þegar unga fólkið fer burtu í skóla. Eftir NORMU E. SAMÚELSDÓTTUR plani og ákveð (óskipulega þó) að taka mér ferð með skipi til Shetlandseyja, vegna þess að ekki er farið héðan til írlands ... en þang- að hélt ég að ég væri að fara. Þrettán klukkustunda sigling er til Lerwick á Hjaltlandi frá Aberdeen og sit ég sem fastast um borð í St. Clair, les, et og sef, eins og þær sex manneskjur aðrar sem kjósa að ferðast án kojurýmis, enda er um 300 sætarými að ræða. Ég vissi lít- ið, og veit enn, lítið um Shetlandseyjar, en ég átti eftir að undrast æ ofan í æ, hina miklu víkingararfleifð og að sjá ýmis staðar- nöfn sem voru sem íslensk. Meira að segja landslagið og loftslagið var svipað og á Is- landi (t.d. lítið um tijágróður). „Heilög Klara“ lagði svo að bryggju tæp- lega átta næsta morgun og eftir þægilega sjóferð gekk ég með tösku mína í land ... og inn í borgina Lerwick, u.þ.b. tuttugu mínútna göngu. Á Shetlandseyjum var ég síðan í sex daga og það var ekki fýrr en í flugvél á leið heim til íslands að íslendingur sagði mér að þetta Shetland mitt héti reyndar Hjaltland á mínu móðurmáli! Vart sást ferðamaður hér um slóðir á þessum árstíma — ekki bólaði á þeim fyrr en eftir 1. júní. En þótt ekki væri neitt um skipulagðar ferðir þá held ég að ég hafi séð það sem máli skipti: Ég sá Shetlandshestinn smáa, íkorna á akri, rottu í fjörunni á Bressay, seli í sjón- HJALTLAND Esjunes Stoinhú^J?yidls' Útsker p Hvalsey rs;y JW: \-l> Megin-Wfnes V Ausl v - florðungur . Þveit ■ , Eij Austrbólstaðr Eið8víkurmúli Borgarey Ut „ <v A-O :;o-j P \ f.Húsavik Hellunes Fitfuglahöfdi V ► Öxnabær Dynröst 25 km-1 NORRÆN örnefni á Iljnltlnndi skipta þúsundum. Á korti sem sýnir þau helztu, má sjá Dynröst syðst, en Her- mundarnes nyrsk Þarna er Vémunda- rey, Útsker, Öxnabær, Friðarey, Kollafjörður, Reyðarfjörður, Gloppa, Tóft, Þingvöllur, Rauðey mikla, Sól- heimar, Dalaþing, Dalur, Grýtingur og Haraldsvík. um. Einnig: húsið Sjónarhól, Tingvelli, Jarls- hof, frænku Wilmu Young fiðluleikara. Ég sá ótal margar kirkjur og í einum búðar- glugga sem ég gekk daglega framhjá — þar voru 4-5 tegundir eggja og í gluggakist- unni stóð eftirfarandi uppá íslensku: „Það hryggir okkur að tala ekki þitt tungumál, en komdu inn og verðu miklum peningum!!“ í bókasafninu í Leirvík (Lerwick þýðir einfaldlega Leirvík) lærði ég að setningin „Cogito, ergo sum“ þýðir: „Eg hugsa, þess vegna er ég“ og að það var Descartes (1596-1650) sem þetta mælti (u.þ.b. annan hvern dag!) og í sundhöllinni þar sem ég skellti mér í sturtu þurfti að ýta á vatns- rennslið á tíu sekúndna fresti til að fá vatn. Hversu íslensk kona má meta sitt heita vatn á Fróni. Ég tók ljósmynd af skjaldarmerki Hjalt- lands: Welcome to Shetland stóð þar efst — en undir stóð: Með lögum skal land byggja! Hér var ég komin á skoska eyju, sem ég þekkti ekki neitt og mæti áhrifum sem segja að þetta sé nú rétt eins og ég sjálf: skoskt- íslenskt fyrirbrigði (eða hjaltlenskt-norskt) og það var merkileg upplifun! Ég átti eftir að finna enn betur fyrir teng- ingunni er ég tók mér ferð á hendur til Whalsay (Hvalseyjar), en frú Hudginson, ekkjan sem ég bjó hjá á Oreblaa (Strand- enda) í Lerwick, reyndist ættuð þaðan. Til gamans má bæta því við að hún býr í tveim- ur húsum frá Young-hjónunum, hvers dótt- ir Wilma, er að fara að gifta sig á íslandi (innskot: búin að gifta sig, og það á sjálfum Snæfellsjökli eftir frétt í dagblaði að dæma) enda búin að búa þar í mörg ár. Og vegna íslandstengsla þessara var platti í eigu frú Hudginson, sem var undir tekönnuna mína frá Þingvöllum og teskeiðin í sykurkarinu frá Geysi í Haukadal!

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.