Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 03.12.1994, Qupperneq 2

Lesbók Morgunblaðsins - 03.12.1994, Qupperneq 2
Klukkan átta á laugardagsmorgun fór ég tæplega klukkustundarferð með rútu út að feijunni sem hélt áætlun til Whalsay. Langferðabíllinn var tímanlega á leiðarenda svo bílstjórinn bað mig vera bara rólega í bílnum, stökk út og fór að gá til kinda. Sauðburður á fullu. Á túnblettinum voru u.þ.b. tuttugu kindur með nýborin lömb. Bílstjórinn kom aftur og benti mér á eina ána sem stappaði niður fótunum og vaggaði til beggja hliða, spöl- korn frá hinum, og ætlaði hann því að vekja son sinn svo hann gæti fylgst með fæðingu lambs. Á Hvalsey, sem er um hálftíma sjóferð, fannst mér ég vera að upplifa eitthvað stór- merkilegt; í líkingu við að vera komin heim ... Ég gekk rakleiðis frá borði á eftir nokkr- um bílum sem báru syfjaða verkamenn og steypuvél uppeftir. Fylgdi veginum þar til hann endaði og síðan enn áfram, út eftir hömrum hátt yfir hafi. Mávurinn sveif um þögull og sólargeislar glömpuðu á haffletin- um. Sker sem litu héðan út sem selir lágu fyrir neðan og ég sá til Sunburg í fjarska, þar sem er flugvöllur Hjaltlendinga, ásamt hinum merku rústum Jarlshofs Gissurs jarls frá víkingaöld. Ég, þessi mannvera — ein í heiminum — söng og hlój hristi höfuðið og kallaði aftur og aftur: „Ég hef verið hér áður, hér hef ég verið áður!“ Tók ljósmyndir. Sat og hugs- aði og sat og horfði. Söng og las. Hér, á stað sem hafði seitt mig til sín; öfl sem öllu stjórna ef þau náðu til manns. Góð öfl? Tengdist þetta skáldinu skoska Mac- diarmit? (fæddur Christopher Grieve) sem ég upplifði svo sterkt, en hér á eyjunni bjó hann í tíu ár vegna tilviljunar, er hann og ófrísk kærasta hans, Valda, voru að flýja grimman heim. En einnig vegna óreglu og veiklunar skáldsins. Þau bjuggu hér frá 1933 til 1942. Ég hafði keypt ljóðabók í tilefni 100 ára fæðingarafmælis hans. Las nú ljóð sem gat hafa verið ort á þeim sama steini sem ég sat á nú: I have known all the storms that tvll / have been a singer after the fashion Ofmy people - a poet ofpassion. AII that is past. HVALSEY - gustur af hafi leikur um þvott á snúru og hlaðnar tóftir bæjar þar sem enginn býr lengur. vellíðan ferðamanns. Á Hvalsey er ekkert kaffihús, þessu um það bil þúsund manna samfélagi: „Ber sig ekki, sagði unga konan sem lánaði mér lyk- il að verbúð Hansakaupmanna frá sautján hundruð og súrkál — og leyfði mér auk þess að nota salemið. „Hingað koma varla nokkrir ferðamenn, það er líka svo dýrt að fara þessa leið með skipi, alla þessa leið t.d. frá Aberdeen." Ég hafði komist á mjög hagstæðum kjömm, þar sem enn var vetrar- gjald og greiddi því krónur 4.600 krónur fram og til baka, en án matar og án koju. Hjaltlenska konan hélt áfram: Ég þurfti að greiða meira í kostnað vegna kaffihússins en ég fékk nokkkurn timann út úr því. — Þannig fór kaffihúsadraumur minn, — Ha, ertu frá ísiandi? Maðurinn minn var að kaupa bát frá íslandi í fyrrasumar." Ég átti dálítið erfítt með að skilja mál- lýsku fólksins sem ég hitti þarna á Hvals- eyju, eiginlega er málið ekki viðurkennt, það mun trúlega valda vandkvæðum þegar unga fólkið fer burt í skóla, þá skilur næstum enginn kennari nemendurna og þeir síðar- nefndu falla oft á prófum vegna þessa, alla vega skilst mér að þetta sé „vandamál“ í orðsins fyllstu merkingu! (Það hlýtur að eiga við fleiri eyjar en aðeins Whalsey.) Ég sá að feijan var að koma og unga konan búin að heimta af mér lykilinn að verbúð þýsku sjófaranna, en þar inni sá ég að sjór hafði flætt inn í safnið og þurrkaði saltfískurinn sem þar var til sýnis var renn- blautur. Verkefnið beið ferðamálanefndar Hvalseyjar. Segir nú ekki margt af ferðinni heim til Oreblaa í Lerwick, ég varð mér úti um ljúf- fengan, steiktan fisk með frönskum kartöfl- um á veitingastað sem er bara venjuleg físk- búð þar sem kokkað er um leið. Maður sest bara innfýrir og minmm, þvílíkt góðgæti, og te með. Namm-namm. Frú Hudginson beið spennt heima og spurði hvemig þetta hefði nú allt gengið. Ég skilaði regnkápunni sem hún hafði lánað mér ónotaðri og við sátum og röbbuðum við rafmagnsarineldinn eða þar til húsráð- andinn hélt á kóræfíngu í kirkjunni sinni. Ég fór og þvoði af mér ferðarykið, skellti í HÖFUÐSTAÐNUM Leirvík. Húsin eru með lagi sem tíðkaðist víða um Skotland og írland: Reykháfar uppúr göflunum, allt hiaðið úr steini og gluggar afar smáir. „WELCOME to Shetland" - velkomin til Hjaltlands, stendur á skilti og fyr- ir neðan á íslenzku: Með lögum skal land byggja. í HÚSI skáidsins Macdiarmids, þar sem mynd af honum er uppi á vegg. Á neðri myndinni er greinarhöfund- urinn með bókina Macdiarmid á Hjalt- landi. Quit(e) has come into my soul. Lives tempest is done. 1 iie at last A bird ciiff under the midnight sun. (Lausleg þýðing mín: Ég hef lifað allskon- ar veður, hagað seglum eftir vindi, skáld tilfinningaflæðis. Þetta er liðin tíð. Friður hefur færst yfír sál mína, óveðrum hefur slotað. Ligg loksins. Fuglabjarg undir mið- nætursól.) Ég geng sömu Ieið til baka. Tek Ijósmynd af þrem litlum steinum, lyfti upp hörpudiski úr enn gulu grasinu. Lítinn hnullung sem glampar á sem gull set ég í jakkavasann. Syng: „You are my sunshine, my only suns- hine“... Hér-vil-ég-vera, áhrifín hverfa ekki Ég geng þangað sem ég hafði áður séð verslun og eftir að hafa náð mér í ávaxta- safa, butterscots karamellur og póstkort, spyr ég afgreiðslustúlku um „hús skálds- ins“? Nokkrum mínútum síðar var ég komin á staðinn þann, í bíl með eldri manni, og stóð brátt við hvítt hús bak við önnur hús og þar gat ég gengið beint inn um ólæstar dyr á húsi skáldsins Macdiarmit. Þarna sat ég inni skamma stund. Hér var aðeins ein stofa og eldhúsið, þar sem ég sat á bekk, háaloft, en enginn stigi þangað upp í dag. Þykkur steinveggur. ískalt og rakt. Ég notaði tímann og skrifaði „einkamál" fremst á kápu eintaks bókarinnar áður- nefndu. Þar standa þessi Einkamál: „Ég sit núna í húsi skáldsins á eyjunni Whalsay á Shetlandi. Ég er að hugsa um að búa hér á eyjunni sem nefnd er stundum Bonnie isle (Fagraeyja) frá 1995-1997. Hér mun ég skrifa mikil verk. (Hm-hm.) Ég er aftur komin upp á veg og geng framhjá búðarholu, hika, sný við, og geng inn. Þarna inni eru epli í kassa að mygla og ávextir aðrir að skemmast. Tveir menn eru í búðinni. Annar utan búðarborðs að fletta dagblaði, hinn eldri, innanbúðar. Ég bauð góðan dag og bað um frímerki sem ekki reyndust til. Einhvern veginn æxlaðist það þannig að ég spurði hvort auðvelt væri að fá leigða íbúð á staðnum ... að ég byggi þessa dagana hjá frú Hudginson í Leirvík; hún væri nú reyndar frá Whalsay ... og. Afgreiðslumaðurinn var þá frændi hennar — þaur voru systkinabörn — og bróðir hins mannsins, sem þarna var staddur, hafði nú svona, til dæmis, hús á leigu (eða bróðir hans). „Best að sýna henni það — ég hef ekkert sérstakt að gera þessa stundina" sagði hann við frændann sem ég hefði gjarn- an viljað spjalla lengur við. í ökuferð komst ég og sá alla eyjuna (u.þ.b. 15 mínútna akstur). „Þarna býr læknirinn, hérna býr presturinn, þarna upp í hlíðinni — þú sérð rústirnar — var hús afa míns. Hann var danskur. í þessu húsi héma bjó gamall kall sem var mjög fróður í ætt- fræði, nýdáinn blessaður." „Þetta hús leigi ég nú sjálfur út, ung hjón sem hafa aðeins verið gift í tvo mán- uði. Og þetta hér er húsið sem bróðir minn á og ég tók ljósmynd af húsinu. Því miður er ég ekki með lykla á mér. í þessu húsi eru aðflutt miðaldra hjón og búin að fá sér geitur. Allt of margar geitur á svona litlum skika! Þau eiga mikið eftir að læra, but very nice people ..." Þegar ferðin var á erida og hann búinn að benda mér á svanina hvítu er voru ný- komnir á Fagureyju bað ég hann að skrifa heimilisfang sitt og „þessi bróðir minn, sem leigir húsið sitt út, býr við sömu götu og frú Hudginson í Lerwick ...“ Það heilsa allir öllum á Hvalseyju. Það sögðu allir undantekningarlaust „halló“ við mig þennan dag, jafnt smábörn sem hinir eldri. Fólk í bílum brosti. Það jók enn á mér því næst ofan á volgt rafmagnslakið og undir 4 ullarteppi, las Ijóðið YOAR og sofnaði síðan eins og steinn. Vorið var að koma. , ELEANOR A. BLACK VOAR. Da wind blaas waarm an da days growe bricht an da iaast snaas melt ta da baeto dy drum. Da blaeds brack trowe an da girse tums green as da eart growes waarm ta da baet o dy drum. Þetta eru tvö fyrstu erindin. Hulda V. Ritchie hefur þýtt þau svo: Vor. Þegar vindurinn hlýnar og dagarnir lengjast og síðustu snjóar leysast þá slá trumbu þína Blöðin þrútna og grasið grænkar þegar jörð hlýnar þi slá trumbu þína. Höfundur er Ijóðskáld og rithöfundur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.