Lesbók Morgunblaðsins - 13.05.1995, Síða 1
O R G U N
L A Ð S
Stofnuö 1925
18. tbl. 13. maí 1995 — 70. árg.
KLEMENZ Kr. Kristjánsson á hafraakriá Kornvöllum 1956.
KLEMENZ Kristjánsson fæddist 14. maí 1895
í Aðalvík á Hornströndum. Foreldrar hans
voru Hornstrendingar. Hann missti móður
sína, Júditi Þorsteinsdóttur, þegar hann var
þriggja ára. Klemenz ólst upp á ýmsum stöð-
SÁMSSTAÐIR í Fljótshlíð í tíð Klemenzar Kr. Kristjánssonar.
Klemenz Kr.
Kristjánsson var merkur
forystumaður í
íslenskum
ræktunarmálum. Um 40
ára skeið var hann
tilraunastjóri á
Sámsstöðum í Fljótshlíð.
Eftir
MAGNÚS ÓSKARSSON
um, ýmist hjá föður sínum, Bárði Kristjáni
Guðmundssyni, eða hjá öðrum. Bárður
kvæntist aftur árið 1904, Guðrúnu Vigdísi
Guðmundsdóttur, frá Ánanaustum. Sonur
Bárðar Kristjáns og Guðrúnar var Sverrir
Kristjánsson, sagnfræðingur. Bárður Krist-
ján átti fleiri börn, sem komust til fullorðins-
ára. Þau voru; Ingibjörg Amelía, Þóra og
Guðmundur.
Þegar Klemenz var 11 ára fluttu þeir
feðgar til Reykjavíkur. Hann hlaut stutta
skólagöngu og fór strax að vinna og hann
hafði getu til.
Árið 1916 fór Klemenz til Danmerkur og
fór að vinna á herragarði. Um þetta segir
Klemenz í ævisögu sinni, sem Siglaugur
Brynleifsson skrifaði (1978) : „Fyrstu kynni
mín af landbúnaðarstörfum í Danmörku ollu
mér undrunar og furðu, reglusemin og þrifn-
aðurinn var allt annar en heima á Islandi,
vinnubrögðin önnur og skipting manna eftir
störfum ákveðin. Sem sé, stéttaskiptingin
eins og hún var þarna var mér nýnærni."
Haustið 1917 fór Klemenz í búnaðarskól-
ann að Tune á Sjálandi. Um búfræðinámið
segir hann í ævisögunni: Allt var „nýtt fyr-
ir mér og var sem ég væri kominn í annan
heim. Mér þótti mikið til þeirrar þekkingar
koma, sem danskur búskapur byggðist á.
Sjóndeildarhringur minn víkkaði og ég öðl-
aðist skilning á þeim verkefnum, sem mér
virtust liggja framundan." Eftir búnað-
arnámið starfaði Klemenz í Danmörku við
jarðræktartilraunir og framræslu.
í maí 1919 lést faðir hans. Þá varð honum
ljóst, að hann kæmist ekki til náms í Land-
búnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn, eins
og hann hafði hugsað sér. Hann fór því
heim til Islands og gerðist fyrirvinna stjúpu
sinnar og bróður.
Um haustið 1921 fór Klemenz út til frek-
ara náms. Hann innritaðist í Visborggárd
Græsmarksskole - túnræktarskóla - og var
þar í verklegu og bóklegu námi í eitt ár.
Næsta ár dvaldist Klemenz við Landbúnað-
arháskólann að Ási í Noregi, sem óregluleg-
ur nemandi. En fjárhagurinn leyfði ekki
lengri dvöl.
Vorið 1923 kom Klemenz heim. Hann
segir í ævisögunni:
„Sultur var í búi hjá fjölskyldu minni og
skuldir, svo að einhvern veginn varð að
bægja vandræðum frá dyrum.“ Hann fékk
sumarvinnu við Gróðrarstöð Búnaðarfélags
íslands við Laufásveg, sem stjórnað var af
Metúsalem Stefánssyni og Ragnari Ásgeirs-