Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 13.05.1995, Qupperneq 2

Lesbók Morgunblaðsins - 13.05.1995, Qupperneq 2
syni. Þar fóru fram ýmsar ræktunartilraun- ir. Næsta sumar má segja að Klemenz hefji rannsóknastörf á eigin spýtur. Þá sáði hann komi, sem hann hafði fengið frá Noregi, í land Gróðrarstöðvarinnar. Einnig hóf hann ræktun á íslenskum túngrösum með fræi, sem safnað hafði verið fyrir atbeina Metúsal- ems og Valtýs Stefánssonar. Pjárhagur fjölskyldunnar var stöðugt bágur, enda voru Klemens og Guðrún stjúpa hans að berjast við að kosta Sverri til náms. Því tóku þau á leigu smábýlið Breiðaból, sunnan við Vatnsmýrina í Reykjavík. Þar var lítið íbúðarhús, fjós og hlaða. Þar höfðu þau þak yfir höfuðið, sex kýr og sumarvinnu fyrir Sverri. Tilraunastjóri á Sáms- STöðUM OG KORNVÖLLUM Vorið 1927 var Klemenz ráðinn tilrauna- stjóri að Sámsstöðum, jörð sem Búnaðarfé- lag íslands hafði tekið á leigu með það fyr- ir augum að byggja upp tilraunastöð. Á verðandi tilraunastöð vom húsakynni bág- borin, íbúðarhúsið var lélegur torfbær. Það var strax hafist handa um að byggja lítið timburhús við baðstofuna. I þessum vistarverum bjó Klemenz, ásamt starfsfólki sínu, fimm fyrstu árin á Sámsstöðum. Tún- ið var í upphafi lítið, en fjörutíu árum seinna, þegar Klemenz yfirgaf Sámsstaði, var rækt- að land, tún og akrar, sextíu hektarar. Eins og nærri má geta hófst Klemenz strax handa um tilraunir með korn og rækt- un á grasfræi. Á næstu árum fór tilrauna- stjórinn ungi að rækta kom á stærri ökrum, til að sýna að kornrækt gæti orðið búgrein hjá íslenskum bændum. Árið 1929 seldi hann Mjólkurfélagi Reykjavíkur þijú tonn af vel þroskuðu byggi. Það vakti verulega athygli. Árið 1929 kvæntist Klemenz, Ragnheiði Nikulásdóttur frá Kirkjulæk í Fljótshlíð. Þeim varð ekki barna auðið, en kjördóttir þeirra var Edda Kolbrun Klemenzdóttir, lengst af leigubílstjóri í Reykjavík, og upp- eldissonur Þórir Guðmundsson, viðskipta- fræðingur, sem starfaði lengst af hjá Fiski- félaginu i Reykjavík. Um Ragnheið segir Klemenz í ævisögunni:„Öll umsýsla innan- húss fór henni vel úr hendi og tókust með okkur góðar ástir. ... Heimili okkar þar ( í nýja húsinu á Sámsstöðum) var með skart- meiri heimilum í sýslunni þegar á leið.“ Ragnheiður féll frá haustið 1950. Síðari kona Klemenzar var Þórey Jónína Stefánsdóttir frá Brandsstöðum í Reykhóla- sveit. Hún kom árið 1951 sem ráðskona að Sámsstöðum. Um Þóreyju segir Klemenz í ævisögunni: Hún tók við ráðskonustarfinu og „að annast móttöku gesta og var það gert af fullum skilningi á því að framreiða góðan viðurgerning fýrir bæði erlenda og innlenda gesti, sem heimsóttu Sámsstaði. Hún reyndist ekki síður hög til utanhúss- starfa og var sérlega sýnt um að fást við vélar. Starf hennar léttu mjög undir með mér meðan hún hélt óskertum starfskröft- um.“ Þórey átti þijár dætur af fyrra hjóna- bandi, Hjálmfríði, Jónu Rut og Sigríði Auði. Þórðardætur, sem allar ólust upp að hluta á Sámsstöðum. Þórey og Klemenz eignuðust son, Trausta, rafvirkja í Reykjavík. Árið 1933 var lokið við að byggja myndar- legt íbúðarhús á Sámsstöðum, sem enn set- ur svip á staðinn. Næstu árin voru útihús byggð og hús fyrir starsfólk. Umsvifin á tilrauna- stöðinni voru allt af það mikil að þar var töluvert af starfsfólki. Árið 1940 voru sett lög um rannsóknir og tilraunir í þágu landbúnaðarins. Sam- kvæmt þeim tók ríkissjóður við rekstri Sáms- staða. Klemenz tók á leigu spildu úr landi Stór- ólfshvols, ræktaði það, gróðursetti skjólbelti °g byggði þar íbúðarhús. Býlið nefndi hann Kornvelli. Þangað fluttist hann þegar hann hætti störfum á Sámsstöðum, árið 1967, eftir fjörtíu ára starf sem tilraunastjóri. Þó að Klemenz væri kominn á áttræðis aldur, notaði hann landið á Kornvöllum til að gera tilraunir, aðallega í komrækt. Þess má geta að árið sem hann kom að Kornvöllum, á elliheimilið, eins og hann kallaði það, tók hann bílpróf. KORN- OG FRÆRÆKT Klemens hefur á nokkrum stöðum ritað um sögu kornræktar á íslandi (Klemenz Kristjánsson, 1944, 1946 og Siglaugur Brynleifsson, 1978). Hann hefur bent á það að saga kornræktar á íslandi sé jafngömul landnáminu og á siðustu öldum hafi menn oft reynt að hefja kornrækt að nýju. Klemenz var ómótmælanlega forgöngu- maður um kornrækt á þessari öld. Það varð hann vegna þess að hann hafði til þess kunnáttu, sæmilegar aðstæður, dugnað og BYGGAKUR með skrífum á Korn- völlum. Stórólfsvellir í baksýn. óbilandi trú á framtíð kornræktar á íslandi. Það hjálpaði til að á starfsævi hans var veðurfar hagstæðara gróðri en það hafði verið í langan tíma áður. Tilraunir Klemenz- ar beindust að því að skapa búfræðilegan grundvöll undir kornrækt. Á Sámsstöðum voru árlega gerðar af- brigðatilraunir með bygg og aðrar kornteg- undir. Alls gerði Klemenz tilraunir með' 186 afbrigði af korntegundunum fjórum, byggi, höfrum, hveiti og rúgi. Árið 1962 hóf hann tilraunir með nýtt afbrigði, Mari, sem síðan hefur Jengi verið mikilvægasta byggafbrigð- ið á íslandi, þó að það sé nú að víkja úr þeim sessi. Eftir 18 ára tilraunir ályktaði Klemenz að það væri mjög mikilvægt að sá korninu snemma vors. Líklega eru allir kornræktar- bændur sammála því. Á árunum 1929 - 1939 voru gerðar til- raunir með sáðmagn korns, sáðaðferðir og sáðdýpt. Þessar tilraunir voru allar gerðar til að gera bændum, sem áttu aðeins lélegan vélakost, kleift að fást við kornrækt. Þá voru gerði margar tilraunir með áburð á korn, fyrst með búfjáráburð en síðar með tilbúinn áburð. Klemenz hafði mikla trú á sáðskiptum, eins og nútíma áhugamenn um vistvæna og lífræna ræktun. Þess vegna gerði hann töluvert af tilraunum með sáðskipti, þar sem sáð var á víxl í sömu spilduna komi, kartöfl- um og grasi. í sambandi við tilraunir með korn voru ætíð gerðar rannsóknir á grómagni, korn- þyngd og rúmþyngd. Eftir að Klemenz var hættur sem tilraunastjóri gerði hann slíkar athuganir fyrir eftirmann sinn á Sámsstöð- um, Kristin Jónsson. Þó að komrækt á Islandi hafí aukist hægar en Klemenz hafði óskað, hefur þó miðað nokkuð á leið. Það er enginn vafi á því að bændur og búvísindamenn, sem nú fást við komrækt, byggja þekkingu sína að hluta á rannsóknum Klemenzar og líta á hann sem óumdeilanlegan brautryðjanda. Á fyrstu ámm sínum á Sámsstöðum hélt Klemenz rannsóknum á grasfrærækt áfram, sem hann hafði starfað við í Gróðrarstöð- inni í Reykjavík. Ræktun fræs af túnvingli, vallarsveifgrasi háliðagrsi og snarrótarpunti heppnaðist vel. Grænfóður og kartöflur. Arið 1928 fékk Klemenz styrk til að fara stutta ferð til Norðurlanda til að kynna sér starfsemi á tilraunastöðvum þar. Meðal þeirra staða sem hann heimsótti í ferðinni var tilraunastöðin í Tromsö. Sú heimsókn varð til þess að árið eftir fékk hann sent kartöfluafbrigðið Gullauga. Afbrigðið var árum saman í tilraunum á Sámsstöðum og var það borið samar. við mörg önnur af- brigði. I skýrslunni frá því 1953 segir Klem- enz: „Gullauga hefur gefið langbestu upp- skeru í þessum tilraunum." Enn í dag er Gullauga meðal mikilvægustu afbrigða, sem ræktuð eru á íslandi. Á Sámsstöðum var gert töluvert af til- raunum með áburð á kartöflur, bæði með búfjáráburð og tilbúinn áburð. Einnig voru ÞÓREY Stefánsdóttir við uppskerustörf. gerðar tilraunir með eyðingu arfa úr kart- öflugörðum. Ein af niðurstöðunum ætti að gleðja þá sem fást við vistvæna eða lífræna ræktun. Klemenz (1953) sagði: “Venjuleg hreinsun með illgresisherfi, raðhreinsara og arfasköfu hefur reynzt nægileg til þess að halda arfaríku landi það vel hreinu fram eftir sumri, að lítið tefji vöxt kartaflanna." Arfahreinsun með vélum og verkfærum lagðist að mestu niður þegar ný örgresisefn- in komu fram um miðja öldina. Allt frá 1928 voru gerðar tilraunir með grænfóður á Sámsstöðum. Ýmsar tegundir voru reyndar, t.d. hófst ræktun á fóður- mergkáli árið 1933. Líklega mun þeim sem eru andvígir notkun tilbúins áburðar, þykja áhugaverðastar tilraunir með grænfóður- blöndur, sem ræktaðar voru án köfnunarefn- isáburðar. Um það segir Klemenz (1953): „Rækta má með góðum árangri belgjurta- og hafragrænfóður bæði á mýrar- og móa- jörð, og fá sæmilega uppskeru án köfnunar- efnisáburðar, eða með mjög litlum köfnunar- efnisáburði." Þarna voru þeir samstíga fé- lagarnir og jafnaldrarir Ólafur Jónsson, til- raunastjóri á Akureyri, og Klemenz, eins og raunar um margt annað á sviði jarðrækt- ar. Túnrækt Klemenz kynntist framræslu í Danmörku á námsárunum. Trúlega hafa þau kynni orðið til þess að hann fór að athuga hvaða áhrif framræsla hefði á mýrlendi. Hann lét ræsa fram flatlenda mýri á Sámsstöðum árið 1935 með handverkfærum og hóf þá að mæla uppskeru af landinu. Framræslan jók uppskeru af landinu mikið. Það er auð- velt að geta sér til hvaða áhrif þessar og aðrar athuganir, sem gerðar voru á Sáms- stöðum, hafa haft á áhuga bænda á fram- ræslu. Þetta varð til þess að þegar skurð- gröfurnar koma til landsins eftir stríðið, nýttu bændur þær vel, hugsanlega of vel, ef miðað er við náttúruverndarsjónarmið nútímans. Mikið var gert af tilraunum með áburð og kalk á tún. Fyrstu árin var mest gert af tilraunum með búfjáráburð og annan líf- rænan áburð. Seinn var meiri áhersla lögð á tilraunir með tilbúinn áburð. Sumar þess- ara tilrauna standa enn og eru mjög áhuga- verðar, vegna þess að þær sýna áhrif veður- fars, lagvarandi notkunar mismunandi áburðar og annara aðstæðna á jarðveg og gróðurfar. Á Sámsstöðum var ætíð gert mikið af tilraunum með stofna af ýmsum tegundum grasa og smára, svo og með gras- fræblöndur. Sandrækt Og Skjólbelti Klemenz gerði tilraunir með slg'ólsáð og hafði mikla trú á þeirri aðferð. Hann sáði saman korni eða grænfóðuijurtum og gras- fræi og uppskar kornið að hausti, en lét grasfræið um að mynda grassvörð framtíðar túnsins. Þegar Klemenz kom að Sámsstöðum fékk hann strax áhuga á að rækta sandanna á Suðurlandi. Árið 1940 stofnuðu Klemenz, Hákon Bjarnason, skógræktarstjóri, Hákon Guðmundsson á Stórahofi og Hermann Jón- asson, forsætisráðherra, félag sem þeir nefndu Sameignarfélagið Sandyrkja. Þeir létu girða sandspildu úr landi Stórahofs og þar gerði Klemenz tilraunir á vegum félags- ins. Þar sáði hann byggi, höfrum, grsfræi og kartöflum. Þetta heppnaðist vel og fékkst fullþroskað korn og góðar kartöflur. Klem- enz (1978) sagði: „Síðari tilraunir í sand- græðslu byggðust á þessum frumtilraunum með notkun útsæðis og tilbúins áburðar. Að sá í sand án áburðar reyndist þýðingar- laust.“ Árið 1947 tók tilraunastöðin á Sámsstöð- um við rekstri sandtilraunanna af Sand- yrkju. Upp úr þessu fór sandrækt að breið- ast út á Suðurlandi. Klemenz fékk áhuga á skógrækt og rækt- un skjólbelta og þakkaði þann áhuga kynn- um sínum af Hákoni Bjarnasyni, skógrækt- arstjóra. Þó verður að telja neistinn hafi kviknað þegar hann sá árangur Dana af skjólbeltarækt. Árið 1942 hóf Klemenz ræktun skjólbelta úr íslensku birki. Hann bar saman þroska korns ræktuðu á bersvæði og í skjóli tijánna, bæði á Sámsstöðum og síðar á Kornvöllum. Kornið í skjóli náði mun betri þroska heldur en kornið á bersvæði, einkum í köldum sum- rum. Grasmjöl Árið 1948 keypti Klemenz vélar til gras- mjölsframleiðslu. Að hluta lánaði hann fjár- magn til kaupanna af eigin fé. Grasmjöls- gerðin gekk vel og framleiðendur kjarnfóð- urs keyptu mjölið. Klemenz var samt ekki fyllilega ánægður með gæðin, vegna þess að danskt grasmjöl var að meðaltali betra. Trúlega hefur það verið vegna þess að á Sámsstöðum var grasið forþurrkað á túninu í einn sólarhring og hráefnið var hrein grös, en ekki grös og belgjurtir eins og í Dan- mörku. Lengi vel fylgdu ekki aðrir í fótspor Klem- enzar, en árið 1961 hóf S.Í.S. starfrækslu grasmjölsverksmiðju á Hvolsvelli. Það var góður vinur Klemenzar, Jóhann Franksson, sem stóð fyrir uppbyggingu verksmiðjunnar og rak hana alla tíð. Síðar voru fleiri gras- mjöls- og graskögglaverksmiðjur stofnaðar. Gengi grasmjöls- og graskögglaverk- smiðja hefur verið misjafnt, samkeppni við útlent fóður, sem oftar en ekki er niður- greitt, hefur reynst þeim þung í skauti. Þrátt fyrir það eru nokkrar verksmiðjur enn starfandi, sem bæta fóður búfjár á Islandi. Klemenz var óumdeilanlega faðir þessa at- vinnurekstrar. LÍFSSTARF KLEMENZAR Þegar litið er yfir æviferil Klemenzar Kristjánssonar er með ólíkindum hve miklu hann hefur afkastað. Hann byggði upp til- raunastöð á Sámsstöðum og býlið Korn- velli. Hann rak mikla starfsemi á tilrauna- stöðinni um fjörutíu ára skeið og starfaði í tímafrekum félagsmálum. Mikið kom af gestum að Sámsstöðum eins og ætíð er á slíkum stöðum. Það hlýtur að hafa tekið ómældan tíma frá öðrum störfum. Að sjálf- sögðu gerði hann þetta ekki einn, hann naut stuðnings og starfskrafta eiginkvenna sinna og samstarfsmanna. En hann var óvenjulega duglegur maður, var t.d. að jafn- aði kominn á fætur tveimur tímum á undan öðru starfsfólki á tilraunastöðinni og farinn að vinna. Það sem gerir menn að brautryðj- endum eru mismunandi eiginleikar. Það sem gerði Klemenz að brautryðjanda voru góðar gáfur, mikið starfsþrek, hugmyndaflug og hentug menntun. Hann fékk notið atgervis síns vegna þess að á fyrri hluta aldarinnar höfðu landsmenn, sérstaklega sveitafólkið, trú á landið og landbúnaðinn. Hugmynda- fræði sem stundum er kennd við ungmenna- félögin. Klemenz hneig til foldar með skóflu í hönd 9. maí 1977. Þar lauk ævistarfi sem áreiðanlega verður lengi minnst í búnaðar- sögu íslands. Heimildir: Klemenz Kr. Kristjánsson, 1944: Fóðuijurtir og korn. Búfræðingurinn, 11. árg. bls. 5 - 100. Klemenz Kr. Kristjánsson, 1946: Kornræktartilraunir á Sámsstöðum og víðar - gerðar 1923 - 1940. Atvinnu- deild Háskólans, Rit landbúnaðardeildar B-flokkur - nr. 1, 107 bls. Klemenz Kr. Kristjánsson, 1953: Skýrsla tilraunastöðv- arinnar á Sámsstöðum 1928 - 1950. Atvinnudeild Háskól- ans, Rit landbúnaðardeildar B-flokkur - nr. 5, 115 bls. Siglaugur Brynleifsson/ Klemenz Kristjánsson, 1978: Klemenz á Sámsstöðum. Útg. Iðunn, Reykjavík, 152 bls. Höfundur er tilraunastjóri og kennari við Bændaskólann á' Hvanneyri. VINNA við áburðartilraunir KLEMENZ Kr. á Sámsstöðum 1958. Kristjánsson, 81 árs. 2

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.