Lesbók Morgunblaðsins - 02.09.1995, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 02.09.1995, Blaðsíða 6
endursýnd reglulega næstu þrjátíu árin við stöðugar vinsældir og hefur því komist næst því allra íslenskra kvikmynda að geta talist sígild kvikmynd. Haustið 1951 er eftirminnilegt í sýningar- sögu þessara ára en þá kepptu Oskar og Loft- ur um sömu áhorfenduma, þar sem Keykjavík- urævintýri Bakkabræðra og Niðursetningurinn voru um tíma sýndar samtímis í bænum, Reykjavíkurævintýrið í hinu nýreista Stjömu- bíói, fmmsýnd 19. október og Niðursetningur- inn í Nýja Bíói, frumsýnd 3. nóvember. „Mik- ill er nú völlurinn á íslenskum kvikmyndafram- ieiðendum“ stóð í Velvakanda og var ekki örgrannt um að nokkurs háðs gætti í skrifum hans: „Bkki hefðu menn trúað því fýrir fýrir nokkmm ámm, að tvær íslenskar „stórmynd- ir“ yrðu fmmsýndar í einum og sama mánuði á því herrans ári 1951. Þeir em aldrei smátæk- ir íslendingar." Viðtökur vom annars ágætar, eins og biðröð frá miðasöiuopi Stjömubíós út fyrir næsta götuhom vottar og dómar jákvæð- ir. Þegar Ágimd var tekin til sýningar í desem- ber 1952 kom ritskoðun til sögunnar. Verðir laganna birtust skyndilega uppi í sýningar- klefa skömmu eftir að farið var að sýna mynd- ina og kröfðust þess að sýningu myndarinnar yrði hætt, þar sem í myndinni þótti gæta ósæmilegrar lýsingar á prestastéttinni. En Óskar barðist gegn þessari ritskoðun og var að lokum sæst á að sýning myndarinnar yrði flutt úr kvikmyndahúsi Háskólans (Tjamar- bíói) yfir í Hafnarbíó. Engin íslensk bíómynd var fmmsýnd árið 1953. En ári síðar var Nýtt hlutverk framsýnd í Stjömubíói á páskum (20. apríl). og Salka Valka frá Edda film og Nordisk Tonefilm undir lok ársins (4. desem- ber). Ari síðar eða 1955 var „Tunglið, tunglið, taktu mig“ tekin til sýningar á vegum SÍS og hún höfð sem aukamynd á undan Sam- bandsmyndinni Viljans merki. Morgun lífsins varð jólamynd Gamla bíós árið 1956 og í febrúar árið 1957 er Giiitrutt fmmsýnd í Bæjarbíó í Hafnarfirði, sem er fyrsta og eina fmmsýning íslenskrar bíómyndar þar í bæ, svo vitað sé. Fullyrt var að ekki færi á milli mála að með myndinni „Gilitrutt“ hafði verið stigið drjúgt spor fram á við í íslenskri kvik- myndagerð, þótt ýmislegt mætti að myndinni finna. ÚTI ERÆVINTÝRI En þar með var ævintýrið úti. Það átti ekki fyrir þeim mönnum að liggja, sem skópu þetta ævintýri, að sjá hugsjónir sínar og fram- tíðarsýn rætast. Og síðan hefur yrkisefni mynda á borð við Síðasta bæinn í dalnum og Gilitrutt ekki verið aðkallandi í íslenskri kvikmyndagerð. Loftur Guðmundsson hafði haft nokkrar myndir í undirbúningi, þegar hann féll frá árið 1952, m.a. mynd um Jón biskup Arason. Óskar Gíslason hafði alla tíð haft mikla trú á framtíð íslenskrar kvik- myndagerðar og hafði hug á að gera fleiri myndir í stíl Síðasta bæjarins í dalnum og Reykjavíkurævintýris Bakkabræðra og raun- ar útvíkka starfsemina yfír í alhliða kvik- myndagerð, þ.m.t. auglýsingamyndagerð með stofnun kvikmyndafélagsins íslenskar kvik- myndir hf. En það fyrirtæki varð hins vegar fljótlega gjaldþrota af ástæðum, sem hér gefst ekki tóm til að fara nánar út í. Meira að segja kvikmyndagerð ungu mannanna, þeirra Asgeirs Long og Valgarðs Runólfsson- ar, sem stofnað var til sem andófs gegn ein- hliða og lélegu framboði á barnakvikmyndum, tókst ekki að skapa sér fjárhagsgrundvöll fyrir áframhaldandi starfsemi. í sýningarskrá segir að Gilitrutt veki í heild vonir um það, „að íslensk kvikmyndagerð eigi framtíð fyrir sér, - í höndum unga fólksins". Og í fyrir- sögn blaðaummæla um Gilitrutt segir enn- fremur: „Framleiðendur myndarinnar líklegir til frekari afreka í íslenskri kvikmyndagerð. Margir em ákaflega vantrúaðir á framtíð ís- lenskrar kvikmyndagerðar, en sú vantrú er með öllu ástæðulaus, jafnvel þótt fullkomnun á því sviði eigi langt í land. Það er óneitan- lega mikill kjarkur í þeim ungu mönnum sem hafa borið hitann og þungann af töku Gili- truttar en óvíst að launin verði önnur en þau að verða með tímanum taldir meðal brautryðj- enda íslenskrar kvikmyndagerðar.“ Því miður reyndist gagnrýnandinn sann- spár hvað þetta síðast talda atriði varðaði. Eftir sem áður hljóta árin tólf á milli 1944 - 1957 að gera tilkall til þess að vera álitin marktækur kafli í sögu íslenskrar kvikmynda- gerðar. Samtíðin trúði á raunveruleika þessa kvikmyndaævintýris alveg fram undir það síðasta. Hrunið sáu menn ekki fyrir frekar en hmn síldarstofnsins. Kvikmyndavorið upp úr 1978-9 er því ekki hið raunverulega upp- haf alvöra bíómyndagerðar á Islandi, heldur miklu fremur upprisa hennar til nýs lífs, sem minnir á orð Óskars Gíslasonar sjálfs í blaða- viðtali í mars árið 1979 þar sem hann segir: „Nú, hvað íslenska kvikmyndagerð snertir, þá tel ég hana vera að lifna við“. Greinaröðin er unnin á vegum Kvikmyndasafns íslands og Lesbókar. Höfundur er kvikmyndagerðarmaður. Hvenær drepur maður mann? venær drepur maður mann og hvenær drepur maður ekki mann?“ sagði Jón Hreggviðsson í íslandsklukkunni. Af þessari óskammfeilnu setningu hefur þjóðin haft nokkra skemmtan, allt frá því sagan kom á prent. Sennilega Hin gömlu guðfræðirök eru hreinlega fallin. Lúter fullyrti að það gerist alltaf og mun alltaf verða að sá sem upphefur stríðsátök án góðrar ástæðu, tapar“. í dag eru þetta einfaldlega grátleg og barnaleg ósannindi. Eftir BJARNA KARLSSON emm við samt ein af fáum þjóðum veraldar, sem brosa við setningu eins og þessari. Af hveiju? — Vegna þess, að við höfum aldrei þurft að drepa fólk. ' Þegar ég var unglingur kynntist ég manni, sem hafði drepið fleira fólk en hann gat tal- ið. Við sóttum sumarlangt sömu lútersku kirkjuna í smábæ inni í miðju Þýskalandi. Hann hafði verið forystumaður í einhverri ungliðadeild undir handarjaðri Hitlers. í huga þessa manns var spurning Jóns Hreggviðs- sonar ekki gamanmál. Stálpaður sonarsonur horfði á hann spurnaraugum og vildi vita hver þáttur hans hefði verið í stríðinu. „Ég ók flutningabílum," var svarið. Að Vinna Friðinn Þessa daga og mánuði minnist heims- byggðin þess með blendnum huga, en fjöl- þættum hátíðahöldum, að 50 ár eru liðin frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. Hér á landi vom stríðslokin fólki fagnaðarefni og m.a. safnaðist mannfjöldi framan við Alþing- ishúsið til að hlýða á ávörp fyrirmanna þjóð- arinnar. í stuttri ræðu sem Ólafur Thors, forsætisráðherra, flutti þá af svölum Alþing- ishússins mælti hann m.a. þessi orð: „Vjer eigum enga ósk heitari en þá, að þeir, sem unnu styrjöldina, beri einnig gæfu til að vinna friðinn." Þetta vom viturleg orð, en hiaðin beyg og kvíða þess manns sem e.t.v. sá lengra en margir samtímamenn. Á þessum 50 friðarárum hefur sú þróun orðjð, að aldrei í sögu veraldar hefur meiru verið til kostað til uppbyggingar herja. Ár- lega nemur vígbúnaður veraidar sömu upp- hæð og það kostar að sjá öllum jarðarbúum fyrir mat. Við höfum auk þess náð því frá- bæra takmarki á 50 svokölluðum friðarámm, að nú getur mannkynið eytt öllu lífi á jörð- inni mörgum sinnum. Við eigum svo mikið af gereyðingarvopnum, tækjum, sem ekki er hægt að nota til neins annars en að eyða lífi, að við gætum drepið allt fólk á jörðinni hvað eftir annað. Þar fyrir utan er talið að á þessari tæknivæddu öld okkar, sem brátt líður, hafi um 50 milljónir manna látið lífið vegna styijalda eða hernaðar. 50 milljónir! Það er tæplega 200 sinnum íslenska þjóðin. Og þær þjóðir, sem fremstar ganga í flokki slátraranna, em kristnar, hugleiðum það. Já, hvenær drepur maður mann og hvenær drepur maður ekki mann? Því er við hæfi á þessum afmælisdögum friðsældarinnar að huga ögn að guðfræði kirkjunnar, hvað varðar vígbúnað og styijald- „Slíðra Þú SVERÐ ÞITT“ Ef kirkjusagan er könnuð kemur í ljós að hinir fyrstu kristnu menn tóku eindregna afstöðu gegn allri þátttöku í hverskyns hern- aði eða ofbeldi. Kirkjufeðurnir Tertulían og Origenes, sem uppi voru um aldamótin 200, tóku afdráttarlausa afstöðu gegn því, að kristinn maður bæri vopn. Vitnar sá fyrr- nefndi til orða Krists er hann mælti við Pétur í Getsemanegarðinum: „Slíðra þú sverð þitt. Allir sem sverði bregða munu fyrir sverði falla.“ (Matt. 26.) Taldi hann að með þeim orðum hefði frelsarinn afvopnað alla sanna fýlgjendur sína. Origenes byggir vörn sína m.a. á þeim rökum að hinir kristnu séu ekki síður gagn- legir veraldlegum hermm í því að vera her fyrirbiðjenda og biðji þess að réttir valdhafar haldi uppi lögum og reglu. Á þeim tíma, er Tertúlían og Origenes lifðu, var kristin trú ekki orðin að ríkistrú í Rómaveldi. Hinir kristnu voru hópur sértrúar- safnaða sem aðgreindu sig mjög klárlega frá umhverfí sínu. Þeir gegndu almennt ekki opinbemm embættum, áttu ekki beina hlut- deild í tíðaranda þjóðfélagsins heldur héldu sig til hlés og iðkuðu sértrú sína. Svo urðu þau tíðindi að nýr keisari settist á valdastól er Konstantín hét. Á valdatíð hans var kristni lögtekin í Róm og því tala menn um kirkjuna fyrir og eftir Konstantín. Nú vora hinir kristnu komnir í þá erfiðu aðstöðu að móta þjóðlífið og halda um stjórn- artauma. Ríki og kirkja voru skyndilega orð- in samheijar en ekki andstæðingar. Átti þá kirkjan að hafna því að ríkisvaldið gæti grip- ið sverðið? Að segja ríkinu að leggja frá sér vopnin, hætta hernaði og allri valdbeitingu hefði verið jafn gáfulegt og að segja keisaran- um að hætta að draga andann. Réttlátt Stríð Kirkjufeðurnir, Ambrósíus og Ágústínus, sem uppi voru á 4. og 5. öld, þróuðu guð- fræði kirkjunnar á þá lund að til væri eitt- hvað sem héti „réttlátt stríð“. Stríð sem rétti- lega væri til stofnað og hefði réttan tilgang. Töldu þeir báðir að kristinn maður gæti með góðri samvisku barist fyrir föðurland sitt. Utskýrði Ágústínus að Jesús hefði bannað Pétri að skylmast í Getsemanegarðinum vegna þess að kristnum manni sæmdi ekki að grípa til vopna í fljótfærni og á eigin spýtur heldur mætti einungis betjast og deyða menn að tilskipan réttra yfirvalda. Um 1100 árum síðar, eða árið 1526, skrif- ar Lúter rit sem hann nefndi: „Hvort geta hermenn einnig orðið hólpnir?" Þar notar hann sömu rök og Ágústínus kirkjufaðir. Hann fullyrðir að réttlát stríð sé í raun ekki annað en hóprefsing af hálfu yfirvalda. Rök- færsla hans er eitthvað á þessa leið: a. Yfirvöld verða að refsa þjófum og ræn- ingjum og öðram glæpalýð..Stundum verður hópur illvirkjanna stór og samstæður, þá þarf að hirta þá alla í einu með hernaði á hendur þeim. b. Slík refsing er ill nauðsyn í föllnum heimi og kristinn maður, sem kallaður er af veraldlegum yfirboðara sínum til þess að vinna það böðulsverk, verður að hlýða, ekki sem einstaklingur og jafnvel ekki sem krist- inn maður, heldur sem hlýðinn þjónn þeirra yfírvalda sem yfir hann eru sett. „En hafi nú yfirvöldin rangan málstað?“ spyr Lúter fyrir hönd lesanda síns. Og hann svarar sjálfur á þessa leið: c. Ef þú veist fyrir víst að þau hafi á röngu að standa, þá skaltu fremur óttast Guð en menn. Og þá verður þú líka að vera reiðubú- inn að taka þeirri refsingu sem yfirvöldin kunna að leggja á þig vegna óhiýðni þinnar við þau og treysta orðum Jesú er hann seg- ir: „Hver sem hefur yfirgefið heimili, bræður eða systur, föður eða móður, börn eða akra sakir nafns míns, mun fá margfalt aftur og öðlast" eilíft líf.“ (Matt. 19.) Því skaltu enn frekar og óhikað yfirgefa þín veraldlegu yfir- völd, ef það er köllun þín og samviska þín fyrir Guði að gera slíkt. d. En sértu í vafa um tilgang stríðsrekstr- arins og getur ekki komist að niðurstöðu með sjálfum þér skaltu frekar hlýða og treysta yfirvöldum þínum í góðri trú. Því sá sem slíkt gerir getur haft góða samvisku fyrir Guði. — Eitthvað á þessa lund virðist Lúter hafa réttlætt þátt kristinna manna í vígbún- aði og hernaði. ír. NÚ ERJU styrjaldir án víglínu. Börn, konur og gamalmenni eru orðin skot- mörk. Ibúðabyggingar, sjúkrahús og leikskólar eru jöfnuð viðjörðu. Markmið- ið er að brjóta andstæðinginn niður siðerðilega og félagslega. Myndin sýnir fórnarlömb stríðsins í Bosníu; fólk sem hefur misst allt sitt.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.