Lesbók Morgunblaðsins - 02.09.1995, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 02.09.1995, Blaðsíða 7
ER ÞAÐ VIRKILEGA rétt hjá Lúter að það sé hægt að hlíða yfirvöldum em þegn annarsvegar, en vera hinsvegar sem kristinn einstaklingur alls ekki samábyrgur þeim ? Nútímastríð Eitt verðum við að hafa í huga, að þegar þetta var skrifað var ennþá eitthvað til, sem hét vígvellir, þar sem fagmenn í hernaði börðust við aðra hermenn. Nútíma hernaður frá og með heimsstyijöldum okkar aldar er allur annar og sjálfsagt hafa Lúter og sam- tímamenn hans ekki getað ímyndað sér þess háttar hernað á vegum svonefndra siðaðra þjóða. Nú eru börn, konur og gamalmenni orðin að skotmörkum. Ibúðarbyggingar, sjúkrahús og leikskólar eru jöfnuð við jörðu. Þ.e.a.s. stríðsrekstur dagsins í dag er gjöreyð- ing fremur en stríðsátök. Markmiðið er ekki það eitt að ná völdum, heldur að bijóta and- stæðingin niður siðferðilega og félagslega. Kerfisbundnar nauðganir eru fyrirskipaðar, þjóðarmorð, þ.e.a.s. útrýming þjóðar eða kynþátta, eru undirbúin og skipulögð. Fólki er haldið föngnu og látið svelta heilu hungri. Fangabúðir eru yfirfullar svo að fólk verður að matast og hafa hægðir á sama fermetran- um. Hver er tilgangurinn? Sá að niðurlægja andstæðinginn þar til hann er sjálfur orðinn að skepnu. 50 ÁRA AFMÆLI Ó ARG ADÝRSIN S Fyrir 50 árum, er annarri heimsstyijöld- inni loksins lauk, er ekki hægt að segja að friður hafi komist á. En stáðhæfa má að frá þeim tíma er útrýmingarbúðir nasista urðu opnar fijálsum almenningi vissi öll heims- byggðin endanlega fyrir víst hvílíkt óargadýr maðurinn getur orðið. Og það var viss áfangi. Þá vissu höfum við aftur fengið staðfesta fyrir augum okkar síðustu árin og misserin. Við horfum til atburðanna á Balkanskaga, þar sem eitt sinn hét Júgóslavía. Einnig til þeirra ríkja í Afríku sem hvað verst urðu úti í viðurstyggilegum grimmdarverkum á síð- asta vetri, og fleiri átakasvæði mætti víst nefna. Við skoðum átökin í Tsjetsjníju þar sem vígvél Rússlands malaði undir sig hvað sem fyrir varð. I hernaði nútímans er satt að segja ill- mögulegt að greina hönd Guðs að verki við það að halda vondum skríl í skefjum. Rök hinnar hefðbundnu guðfræði, sem vestræn kristni hefur byggt afstöðu sína á, halda ein- faldlega ekki lengur. Hin gömlu guðfræðirök eru hreinlega fallin. í fyrrnefndu riti fullyrð- ir Lúter að „það gerist alltaf og mun alltaf verða að sá sem upphefur stríðsátök án góðr- ar ástæðu tapar“. I dag eru þetta einfaldlega grátleg og barnaleg ósannindi. „Hvenær drepur maður mann og hvenær drepur maður ekki mann?“ Þessi spurning er ekki lengur sniðug, heldur hrollköld al- vara, sem við komumst ekki hjá því að skoða. TVÆR SAMVISKUR Getur kristinn maður vikið sér undan rang- læti heimsins með því að taka bara þátt í því? Með því að vera bara réttu megin við hælinn, vegna þess að það er ekki jafn sárt? Er það virkilega rétt hjá Lúter að það sé hægt að hlýða yfirvöldum sem þegn þeirra annars vegar, en vera hins vegar sem krist- inn einstaklingur alls ekki samábyrgur þeim? Er ekki sá tími veraldarsögunnar liðinn að nokkur maður geti skýlt sér að baki fávis- kunnar og réttlætt sig þannig fyrir Guði og mönnum? Þurfum við frekari vitna við eða þurfum við enn aðra heimsstyijöld til þess að skilja að það getur enginn lengur unnið stríð. í nútíma stríði tapa allir, nema vopna- framleiðendurnir. Hvað á að gera? Hver veit það? Einstakl- ingar geta að sjálfsögðu farið leið friðar- sinnans og píslarvottsins, sem Lúter sjálfur benti á að væri fær, og hafnað fyrir sitt leyti öllu vopnaskaki. En þjóðríki sem Iegði frá sér allar varnir, hvað yrði um það? Ef Banda- ríkin og Rússland legðu frá sér vopn og hættu vígbúnaði sínum á morgun! Ylti þá ekki af stað keðja ógnarverka. Yrðu þá ekki aðrir og verri aðilar til þess að halda leiknum áfram? Vígbúnaður og stríð eru rótgrónar hefðir, samofnar hugsunarhætti okkar og lífi. Hagkerfi okkar eru háð hernaðarumsvifum. Það er ljóst, að afvopnun að einhveiju marki myndi valda efnahagshruni víða um heim og almennri upplausn á fjölmörgum sviðum, sem enginn veit hvert myndi leiða. — Er ég þá ekki kominn í hring í þessari rökfærslu? Jú, ég er sannarlega kominn í hring. Annars vegar fullyrði ég að öll nútíma- stríð séu ranglát og enginn maður eigi að taka þátt í þeim, hins vegar verði vart hjá þeim komist að svo stöddu, einhveijir verði að vera reiðubúnir að beijast, — drepa eða deyja fyrir vafasaman málstað. VÍTAHRINGUR VALDSINS Veröld okkar er stödd í vítahring ógnar- jafnvægis, sem enginn treystir sér til þess að upphefja eða ijúfa. Það sem verra er, hjól vígvélarinnar snúast hraðar og hraðar. En við höfum ekki kjark og sjáum heldur ekki fyrir endann á því upplausnarástandi og þjáningu sem því yrði samfara, ef einu sönnu alheimsíþróttinni, skipulögðum manns- drápum, yrði hætt. Væri það þá ekki tvískinn- ungsháttur af hálfu kristinna kirkjudeilda ef þær segðu sem svo: „Ógnaijafnvæginu í heiminum verður fyrir alla muni að halda, þótt það kosti milljónir mannslífa, en kristn- um manni sæmir ekki að vinna skítverkið.“ Er ekki fyrsta skrefíð í áttina út úr öllum vanda það að viðurkenna staðreyndirnar? Eigum við kristnir menn ekki að viðurkenna að við erum sekastir allra jijóða í þessum efnum sem flestum öðrum? I 50 ár hefur sú staðreynd legið á borðinu. Græðgin og illskan hefur fengið að hreiðra um sig í okkar fijálsu samfélögum. Við unnum styijöldina, en við höfum ekki borið gæfu til að vinna friðinn. Við erum innilukt í vítahring valdsins, við ráðum ekki gjörðum okkar, við erum ekki með sjálfum okkur, — og með hveijum erum við þá? Iðrun og yfirbót er það eina sem bjargað getur heiminum frá eyðileggingu. Að þjóðirn- ar iðrist og bæti gjörðir sínar gagnvart mann- lífi og náttúru allri. Iðrun og yfírbót í þessu samhengi merkir það, að við hugsum upp á nýtt stöðu okkar og hlutverk í veröldinni. Að við endurskoðum rætur hagkerfa okkar og allt samskiptamunstur þjóða og samfé- Iaga. Að við endurskipuleggjum nýtingu auð- linda með það að markmiði, að þjóna lífinu en ekki að græða á því. Mannkyn er frá upphafi kallað til þess að gera sér jörðina undirgefna, en ekki með græðgi heldur í umhyggju og kærleika fyrir öllu lífí. Þar höfum við, hinar svonefndu kristnu þjóðir, sannarlega allar brugðist. Ekki síst við íslendingar, sem urðum rík og komumst í tölu vestrænna velmegunarþjóðfé- laga fyrir um 50 árum vegna gróðans af síðustu fjöldaslátruninni. Helstu heimildir: Robin Gill: 1985 „A Textbook of Christian Ethics" 3. kafli „War and peace“ bls. 295-343. Marteinn Lúter: „Whether Soldiers, too, can be saved." Lut- hers Works, Vol. 46, 1967, Fortress Press. Lesbók Mbl. 6.5. ’95, siðari grein Gisla Sigurðssonar: „50 ár frá stnðslokum í Evrópu." Biblían. Höfundur er sóknarprestur í Vestmannaeyjum LÁRUS MÁR BJÖRNSSON Ástir jökla Og þú varðst til undir Jökli. varðst svo ótrúlega mikið til, að engin ljósmynd fær sýnt þig svart á hvítu. Engin orð málað þig í vatnsbláu litunum mínum. Og þessi varðeldur sem heldur augum mínum opnum: Ast mín var slysaeldur sem kviknaði undir öðrum jökli, óravegu frá þínum. Og svo mættust þeir fæðingaijökullinn þinn og ástatjökullinn minn, fóru með Ijóshraða um landið, ölvað af birtu. Þar elskuðumst við lengur á mosagrænu hörundi hraunsins, brenndum landið með berum fótum okkar og hlógum í mjólkurhvítri dögg. Og þeir komu, báru okkur til sjávar, vermdu okkur í ísfaðmi sínum. Ævintýrið um konuna sem beið svo fallega Eftir JENNÝJU A. BALDURSDÓTTUR Ljósm.: Atli Már Hafsteinsson. Höfundurinn er Ijóöskáld og Ijóöaþýðandi. ÚR INNSETNINGU eftir Julio Galán að speglinum, leit þó aldrei í átt til hans. Hún sat eins og lífið hennar hefði íjarað út. Konan sat svona tímunum saman. Hún beið aðeins eftir þessu eina andartaki. Há- punkti biðarinnar, þegar maður stakk lykli í skrá, sneri lykli og opnaði, lokaði aftur og hóf göngu sína upp stiga. Mínúturnar áður en það gerðist, hríslaðist um konuna sem beið sæluhrollur þess sem veit að brátt er biðin á enda. Þegar hins vegar lyklinum var stungið í skrána, fékk konan sem beið, sína fullnægju, hún var algjörlega ham- ingjusöm. Þegar maðurinn sem hún beið svona fallega eftir, kom upp stigann, hafði konan skellt á sig svuntunni, sí svona, og hafið kjötbollu- eða ýsusteikingu. Málið var, með þessa bíðandi konu, að henni var ekki tiltak- anlega hlýtt til þessa manns, sem hún þó í sífellu ástundaði biðina eftir. Henni fannst hann fremur ófríður, svifaseinn, nokkuð vitgrannur og hundleiðinlegur elskhugi. Maðurinn var hins vegar al- gjörlega ómeðvitað- ur um hlutverk sitt í lífi þessarar konu sem beið eftir honum svona fallega. Eins og málið horfði við honum var hún fremur geðvond kona, með ljóst hár, í sífellu að vasast í pottum og pönnum íklædd spari- kjólnum, vart kastandi á hana kveðju. Þetta var ævintýrið um konuna sem beið svona fallega og manninn hennar sem hafði ekki hugmynd um bið hennar. Konan bíður þó enn og maðurinn heldur áfram að stinga lykli í skrá. Þannig var nú það og þannig var það þó ekki. Höfundur er rithöfundur. ÞETTA er ævintýri um konu sem beið fallega og hafði ástundað biðina svo lengi sem hún mundi. Þetta var fögur kona. Hún hafði gyllt hár, sem náði henni til hnésbóta, því hún hafði safnað hári á meðan hún beið. Svona var hár hennar sítt, svona lengi hafði hún beðið. Konan hafði rauðar varir og djúpblá augu. Hún var ótrúlega falleg. Bið þessarar fögru konu fól í sér full- nægju eins andartaks hvern dag. Þetta and- artak fól einfaldlega í sér, að lykli væri snúið í skrá, hurðar- húninum ýtt niður, hurðin opnuð, henni síðan lokað aftur og fótatak heyrðist í stiganum upp. Þessi kona beið svona eftir mannin- um sínum, hvern dag, allan ársins hring. Hann kom alltaf. Konan hóf biðina upp úr hádeginu. Hún fór í bað. Hún kembdi síðan hár sitt vand- lega. Konan rauð salva á varir sínar og setti svertu á augna- hár sín. Hún gerði sig fegurri en nokkur gæti ímyndað sér. Konan klæddi sig síðan, með viðhöfn, í hárauðan silkikjól. Að þess- ari athöfn lokinni hóf konan biðina. Það er. hægt að ástunda bið á marga vegu. Þú getur hangið með höfuðið í kjöltu þinni, einnig getur sá sem bíður rifið í hár sitt, gengið um gólf, litið á klukku og stokk- ið í sífellu að glugga og litið út. Þeir sem verst bíða, slá höfði sínu utan í vegg, öskra og gráta. Konan í ævintýrinu kunni hins vegar að bíða með reisn. Hún beið hljóð, hreyfingarlaus. Hún sat í fallegri stellingu, nánast eins og stytta. Hún sneri vanganum LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 2. SEPTEMBER 1995 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.