Lesbók Morgunblaðsins - 30.09.1995, Page 3

Lesbók Morgunblaðsins - 30.09.1995, Page 3
JÓHANN SIGURJÓNSSON LESBdK @[ö] [S (ö) [MHl E B 0 ® ® □ 0 B Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavik. Kjarval er til umfjölunar vegna þess að nú stendur yfir á Kjarvalsstöðum sýning á verkum frá mótunará- rum hans, þ.e. frá því fyrir aldamót og fram til 1930. Af því tilefni hefur verið gefin út skrá um mótunarár Kjarvals og stendur Kristín Guðna- dóttir listfræðingur að henni ásamt Ásmundi Helgasyni sagnfræðingi. Blaðamaður Lesbókar lítur á sýninguna og skrána. Carlo Levi skrifaði fræga bók um fátæka bændur á Suður-ítalíu árið 1945. Þar á Bjartur í Sumarhús- um sínar hliðstæður, segir Gerður Steinþórsdótt- ir, sem skrifar um bændamenningu án landa- mæra og að þessar bækur Carlos Levi og Hall- dórs Laxness um bændamenningu séu sprottnar úr sama tíma. Eistland á sér blóði drifna sögu og hefur þurft að sæta ágangi voldugra nágranna. Eftir nýfengið sjálf- stæði eru mörg ljón á veginum og eitt þeirra er rússneski minnihlutinn í landinu, segir Arnar Guðmundsson, blaðamaður, sem var þar á ferð. Sorg Vei, vei, yfir hinni föllnu borg! Hvar eru þín stræti, þínir turnar, og ljóshafið, yndi næturinnar? Eins og kórall í djúpum sjó varst þú undir bláum himninum, eins og sylgja úr drifnu silfri hvíldir þú á brjóstum jarðarinnar. Vei, vei! I dimmum brunnum vaka eitursnákar, og nóttin aumkvast yfir þínum rústum. Jóreykur lífsins þyrlast til himna, menn í aktýgjum, vitstola konur í gylltum kerrum. - Gefið mér salt að eta svo tungan skorpni í mínum munni og minn harmur þagni. Á hvítum hestum hleyptum við upp á bláan himinbogann og lékum að gylltum knöttum; við héngum í faxi myrkursihs, þegar það steyptist í gegnum undirdjúpin; eins og tunglsgeislar sváfum við á bylgjum hafsins. Hvar eru þau fjöll, sem hrynja yfir mína sorg, N hálsar, sem skýla minni nekt með dufti? í svartnætti eilífðarinnar flýgur rauður dreki og spýr eitri. Sól eftir sól hrynja í dropatali og fæða nýtt líf og nýja sorg. Jóhann Sigurjónsson, 1880-1919, var frá Laxamýri í Þingeyjarsýslu, en settist að í Danmörku og skrifaði á dönsku í anda nýrómantíkur. Þekktastur hefur hann orðið fyrir leikrit sín en hann orti einnig af- bragðs Ijóð. Sorg, sem hér birtist, er ort 1908-09 og hefur það verið talið fyrsta móderníska Ijóðið á íslensku. B B Perlum skreytt himinhlið Ekki veit ég hvenær nafn- orðið mennska varð til. Hitt veit ég að það hefur lítt verið notað nema í samsetningum, t.d. nesja- mennska. Merkingin „mannúð", að vera maður en ekki dýr, að standa undir þeirri heiðursnafnbót að kallast hátindur sköpunarverksins - sú merking fer leynt. Kannski er mennskan svo sjálfsögð að við þörfnumst vart orðs um hana. Samt heyri ég orðið notað oftar og oftar upp á síðkastið - af fólki sem saknar hennar. Vandinn að vera maður virðist sem sé al- veg einstaklega í brennidepli nú - og minnir á það að Albert Einstein taldi mennskuna svo brýna að hann lét hafa þetta eftir sér: - Mundu að þú ert manneskja og gleymdu öllu öðru. Hví skyldi vera svona erfitt að vera mann- eskja? Jú, það sannast æ betur að það er miklu auðveldara að vera skepna en maður - svo auðvelt að mennskan er á undanhaldi fyrir skepnuskap. Það verður að virða fólki það til vorkunnar þótt það leiti nú skýringa á svo öfugsnúinni þróun; því þykir að vonum stórundarlegt að hafa reynt að vera menn svo lengi og þegið til þess ómetanlega aðstoð andans stórmenna og viðurkennds guðs og hans einkasonar - og gefist síðan upp eins og ekkert væri sjálf- sagðara. Á öndverðum síðasta áratug varð til meðal ungs fólks í Evrópu þetta slagorð: „Tækifærin eru gengin okkur úr greipum; við skulum færa okkur þau í nyt.“ Eins og sjá má byggir slagorðið á þver- sögn. Hvernig er hægt að nýta sér þá mögu- leika lífsins sem þegar eru horfnir í hafsauga? Við förum ekki í grafgötur um að slagorð- ið á rætur í mikilli svartsýni ungra manna og kvenna; þeirri voðalegu heimssýn að ekk- ert sé framundan og öll von úti - ekkert ann- að að gera en njóta þess hér og nú sem lífið hefur enn að bjóða. Þau mikilsverðu sannindi gleymdust hins vegar að framtíðin kemur ekki seinna - heldur nú; hvert andartak breyt- ir framtíðinni. Slagorðið varð að einkunnarorðum. Hvert sem litið er sjáum við fólk sem lifir í sam- ræmi við þau, ekki síst þá sem við ætluðum að færu í fararbroddi með gott fordæmi. Ef við lítum okkur nær sjáum við æðstu embætt- ismenn landsins fullvissa lýðinn um að „nú sé ekki lag“. Litlu síðar sjáum við það sama fólk ganga á lagið sem ekki var til og hrifsa til sín þá mola sem ekki voru til. (Fólk hlýtur að fara að fá allgóða tilfinningu fyrir þver- sögnum.) Óllum er nú ljóst, nema þeim sem aldrei verður eitt eða neitt ljóst hvort sem er, að mannkynið stendur á krossgötum. Okkur er sagt að hinn vestræni heimur hafi átt sér gullöld á árunum frá 1850-1950. Sú gullöld er nú liðin - ef fólk kýs á annað borð að sæma þetta tímaskeið þvílíku nafni. Á eftir gullöld kemur venjulega hnignunarskeið. Á því skeiði erum við nú, skilst mér - og höfum víst litla ánægju af. Eg held að við ráðum því hvort við göngum hnignuninni á hönd. Ég er þess raunar full- viss að „hnignuninni" megi snúa fólki í hag. Gullöldin var sem sé ekki sú gullöld sem af er látið. Gullöldin var náttúrlega öld glæstra tæknisigra - en hún var líka öld taumlausrar græðgi, öld svívirðiiegrar eyðingar og öld sem engu þyrmdi til þess að lítið brot jarðarbúa gæti hreiðrað þægilega um sig og eignast bíl og síma og ryksugu. Það er ekki hnignun að þurfa að láta af þessu að einhveiju leyti. Hvernig getur það talist hnignun er menn bæta ráð sitt? Kínverski rithöfundurinn Lin Yutang segir sögu sem ég endursegi hér stytta nokkuð. Maður nokkur kom til Guðs og kvartaði sáran yfir plánetu sinni. Hann saknaði hins vegar perlum skreyttra himinhliða. Guð varði sköpun sína og benti hinum hnuggna rnanni á skínandi mánann á himninum, fjöllin fagur- bláu, litskrúðug blómin, formfegurð fiskanna í sjónum, trén sem bærðust fyrir andvaranum og ljómandi fjallavötnin. Manninum þótti lítið til alls þessa koma. Guði þótti þá einsýnt að maðurinn væri þeirrar gerðar að hann hrifist fremur af hinu stórfenglega í náttúrunni en því smágerða og fagra og benti honum því á klettaíjöllin háu og hyldjúp gljúfrin, vellandi hveri og víðáttumiklar sandauðnir, snjódyngj- ur Himalajafjallanna og Niagarafossana óviðj- ananlegu. Manninum fannst fátt um þessi undur og hélt fram fegurð hinna perlu- skreyttu himinhliða. Nú reiddist guð ægilega og hrópaði: „Er þessi jörð ekki nógu góð fyr- ir þig! Ég skal þá senda þig til helvítis þar sem þú munt aldrei sjá skýin á siglingu um himinhvolfin, trén í blóma sínum né niðandi ár og læki - og þar skaltu þreyja um alla eilífð." Guð setti manninn í borg eina og fékk fyr- ir hann íbúð þar. Maðurinn hét Kristinn. Þetta er sagan um manninn sem fyrirleit gjafír Guðs. Kínverski rithöfundurinn trúir því að það sé upphaf mikillar ógæfu margra manna að þeir trúa því að til hafí verið Para- dís sem síðan glataðist - og gleyma því að þeir eru í Paradísinni miðri þar sem veisluborð- in svigna. Umhverfís þau standa gestirnir ei- líft vansælir, og það sem verra er; sumir gest- anna vilja sitja einir að réttunum. Þessi vor Paradís líður fyrir það að allt of margir hafa glatað trúnni á hana og gæði hennar. Framtíðin verður því óhjákvæmilega glórulaus. Mennirnir vilja aðra jörð en þá sem í boði er. Stundum hefur móður jörð verið líkt við geimskip. Þannig hefur því skipi verið lýst: Geimskipið jörð er í nokkrum vanda. En ástandið er ekki vonlaust. Við getum sigrast á vandanum og tryggt bærilega ferð ef við tökum meira tillit til allra farþeganna og far- kostsins sjálfs. Þegar allt kemur til alls er það hugsjóna- þurrð og draumleysi sem hijáir okkur meira en flest annað. Félagi minn einn og allmikill hugsuður fullyrti að íslenska þjóðin ætti sér tvo drauma: I. Að verða mjór (án þes náttúrlega að verða mikils vísir) - ég held að það sé kallað að vera fitubrenndur- álfakroppurinn fitu- brenndi myndi sóma sér vel í Islandskiukk- unni. II. Að fá að éta ótakmarkað af innfluttum kjúklingum. Sé þptta rétt er vart að undra þótt hugsjóna- eldurinn í augum þjóðarinnar brenni ekki glatt. Við tökum þátt í fjölmörgum ráðstefnum um víða veröld sem allar eiga það sameigin- legt að þar skal kappkostað að „taka á vand- anum“. Þangað virðast menn mæta að því er virðist staðráðnir í að hvika í engu frá helstefnu „gullaldarinnar". Þar, segja mér fróðir menn, sitja fulltrúar þjóðar einnar í Norðurhöfum og telja dagpeninga. Allar þess- ar ráðstefnur eru gagnslausar af því að þær byggja á vanahugsun og ævinlega er þess vandlega gætt að menn leiti ekki nýrra leiða. Guðinn Hagvöxtur er dauður og það er það besta sem hann hefur gert - hann var alltaf leiður guð. Ráðamenn þjóða og aðrir ráð- stefnufíklar og dagpeningafólk munu ekki grafa hagvaxtarguðinn - það munu grasrótar- hreyfingar gera - og mættu fara að auglýsa jarðarförina. Best að taka undir með rokkur- unum sælu sem sungu við raust: Við lýsum yfir stríði gegn leiða. Við lýsum yfir stríði gegn hugsjónaleysi. Við lýsum yfir stríði gegn framtíð með skítalykt. ÞÓRÐUR HELGASON. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 30. SEPTEMBER 1995 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.