Lesbók Morgunblaðsins - 30.09.1995, Page 4

Lesbók Morgunblaðsins - 30.09.1995, Page 4
 _L LANDSÝN til Tallinn, höfuðborgar Eistlands. Hæst ber turnspíruna á kirkju heilags Ólafs, þar sem KGB var með njósnabúnaðinn. Eistland Fagurt land með blóði drifna sögu egar siglt er yfir Finnskaflóa til Tallinn og borg- in rís úr hafi ber einn turn hæst; turninn á kirkju heilags Ólafs, sem í eina tíð var næst hæsta bygging heims. A Sovéttímanum komu Eistlendingar til kirkju til að þjóna guði sínum, Eistland hefur alla tíð þurft að sæta ágangi voldugra nágranna. Eftir friðsamlega byltingu og nýfengið sjálfstæði er við margan vanda að etja og þar á meðal er rússneski minnihlutinn í landinu. Eftir ARNAR GUÐMUNDSSON Á EYNNI Muhu hefur framtaks- samur eyjaskeggi gert upp þessa vindmyllu við þjóðveginn og malar þar hveiti auk þess sem hann sker út ilmandi minjagripi í eini, ein- kennistijátegund svæðisins. grunlausir um að í turninum fyrir ofan þá leyndist fullkominn njósnabúnaður sovésku leyniþjónustunnar KGB, sem notaði kirkju- turninn til að fylgjast með samskiptum á fló- anum. Sem nýfijáls þjóð þurfa Eistlendingar að glíma við efnahagslega uppbyggingu á samhliða erfiðu uppgjöri við fortíðina. Eistland hefur aila tíð þurft að sæta ágangi voldugra nágranna. Frá miðöldum hefur landið tilheyrt Dönum, Þjóðveijum, Svíum og Rússum. í lok heimsstyijaldarinnar fyrri lýstu Eistlendingar yfir sjálfstæði og eftir tveggja ára frelsisstríð við keisaraher Þýska- lands og bolsévískt Rússland vár friðarsamn- ingurinn, sem kenndur er við borgina Tartu, undirritaður. Þar viðurkenndu Rússar sjálf- stæði Eistlands skilyrðislaust um alla fram- tíð. Þessi samningur aftraði Rússum þó ekki frá því að gera leynilegt samkomulag við ríkisstjórn Hitlers um yfirráð yfir Eistlandi. 17. júní 1940 hernámu Rússar Eistland og innlimuðu í Sovétríkin. Eftir að Þjóðveijar réðust inn í Sovétríkin réðu þeir landinu frá 1941 til 1944 þegar Rússar náðu því til baka. Rússar eyðilögðu stjórnmálakerfi Eistlands markvisst. Þeir fluttu fólk nauðungarflutn- ingum frá landinu og sendu rússneska inn- flytjendur í þeirra stað. Eistland skyldi gert hluti af Rússlandi. Eftir að vopnað andóf var brotið niðurtók við menningarleg sjálfstæðis- barátta Eistlendinga sem staðið hefur óslitið fram á þennan dag og átti mikilvægan þátt í að endurreisa sjálfstæði landsins. Byltingin í Eistlandi hefur verið kölluð .syngjandi bylt- ingin“ og fór að mestu friðsamlega fram. 11. september 1988 markar viss þáttaskil en þá söfnuðust 300 þúsund manns, eða nærri þriðjungur eistnesku þjóðarinnar, sam- an á söngvanginum við Tallinn. Fólkið söng ættjarðarsöngva og krafðist fulls sjálfstæðis á meðan rússneskir hermenn máttu sín einsk- is gegn margmenninu. Byltingin í Eistlandi var einnig friðsamleg vegna þess hve varlega sjálfstæðissinnar fóru í sakimar. Þeir þekktu nágranna sinn í austri og tóku eitt skref í einu. Það var ekki fyrr en 20. ágúst 1991 að Eistlendingar lýstu því yfir að landið hygð- ist endurreisa sögulegt sjálfstæði sitt. En sjálfstæðið markaði aðeins upphafið að erfiðu tímabili. Endurreisa varð efnahaginn, ákveða hvað gera skyldi við þúsundir Rússa sem bjuggu í landinu og byggja upp samskipti *■, :~f .j—r_ I DÆMIGERÐ hús og bakgarðar fyrir Vesturlandið. GAMLA torgið í hjarta Tallinn, umkringt veitingastöðum, börum og verslun- um þar sem verðlagið getur ekki annað en komið ferðamanni á óvart, ekki síður en fegurð miðaldastrætanna. við Rússland. Þetta eru enn meginverkefni Eistiendinga. Efnahagsleg Endurreisn Eistneskir ráðamenn ákváðu að besta leið- in til efnahagsbata væri að láta óhjákvæmi- legt áfall ríða yfir af fullum þunga og vinna sig svo úr þeirri stöðu. Samhliða mjög hraðri breytingu á efnahagskerfinu og hröðum bata hefur því ríkt mikið atvinnuleysi og sums staðar mikil nauð. Harri Tido, stjórnmálarit- stjóri útvarpsstöðvarinnar Kuku í Tallinn segir að stjórnarstefnan hafi að mörgu leyti verið athyglisverð. Ráðherrar hafi flestir ver- ið reynslulitlir og ríkisstjórnin í raun ekki haft neina sérstaka stefnu. ,Þeir hræddust ekkert því þeir vissu ekki hvað skyldi óttast en komu landinu samt merkilega áleiðis," segir Tido. í apríl sl. urðu ríkisstjórnarskipti og við tók ríkisstjórn mið- og bændaflokka undir forsæti Tiit Vahi. Sú stjórn lofar mild- ari aðgerðum og bótum til handa bændum og ellilífeyrisþegum. Tumme Kelam, sem sæti átti í síðustu ríkisstjórn, kveðst harma þessa sveigju til vinstri og segir skýringuna vera þá að fólk vilji ekki leggja á sig vinnu út úr erfiðleikunum. Váhi segir stefnubreyt- ingu hafa verið nauðsynlega og meginverk- efnið nú sé að laga öll lög landsins að lögum Evrópusambandsins með aðild í huga. Hann bindur miklar vonir við evrópska samvinnu og nú þegar eru í gangi verkefni á borð við ,Eurohouse“, sem er samvinnuverkefni hér- aða og eyja í vesturhluta Eistlands og Born- hólms um atvinnuuppbyggingu. RÚSSNESKIMINNIHLUTINN í Eistlandi í samtölum við eistneska stjórnmálamenn kemur fram hve erfitt það er fyrir Eistlend- inga að fást við rússneska minnihlutann. Tumme Kelam segir að þrátt fyrir sjálfstæði landsins hafi stór hluti rússneska hersins aldrei farið, þeir hafi bara farið úr búningn- um og reynt að blandast þjóðinni. En rúss- neski minnihlutinn í Eistlandi á sér mun lengri sögu en frá því 1940 þegar landið var hernumið af Rússum. Öldum saman höfðu Rússar búið í landinu. Eftir að kommúnistar komust til valda í Rússlandi 1917 myndaðist stórt samfélag landflótta Rússa í Eistlandi. Þeir nutu réttinda sem minnihlutahópur og skipulögðu sig í menningarlegu og pólitísku samstarfi við aðra hópa á alþjóðlegum vett- vangi. Eftir hernám Rússa hófust skipulagð- ir flutningar til landsins með það að markm- iði að gera Eistland rússneskt. Á árunum 1940 til 1989 fjölgaði Rússum meira en sex- falt í landinu og voru á tímabili um 35% þjóð- arinnar. í dag eru rússneskumælandi um 30% af einni og hálfri milljón íbúa landsins. Vegna þessara flutninga fólks til landsins á hernámstímanum var ákveðið að lögin um ríkisborgararétt í fijálsu Eistlandi skyldu miðast við það að allir sem bjuggu í landinu 16. júní 1940 eða væru beinir afkomendur þeirra, fengju sjálfkrafa ríkisborgararétt. Aðrir þurfa að sækja um ríkisborgararétt og uppfylla kröfur um tungumálakunnáttu og þekkingu á Eistlandi. Rússneskir hermenn 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.