Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.1996, Page 1
U N B L A Ð
StofnuÖ 1925
7. tbl. 17.Jébrúar 1996 — 71. árg.
VAL
FÓLKSINS
skoðanakönnun
Hagvangs á
myndlistmekk
almennings á íslandi. Til
vinstri er„Eftirsóttasta“
og að neðan er „Síst
eftirsótta“ málverk
þjóðarinnar.
Sýningu Kjarvalsstaða
á þessum málverkum
lýkur á morgun.
Hinn fullkomni listræni glæpur
ar hver í kapp við annan að þetta væri það
sem hún þráði. Og viti menn, almenningur
virtist vilja það, rétt eins og hvað annað
sem að honum er haldið nógu stíft.
ísland var markaðssett fyrir íslendinga
löngu fyrir daga Hagvangs hf. Þjóðskáldun-
um og brautryðjendum íslenskrar málara-
listar „var falið“ að sameina landsmenn
undir einu skjaldarmerki, þjóðernishyggju
og frelsi, og veita okkur „íslenska sýn“.
Þeir gerðu okkur virkilega stolt af ættjörð-
inni, svo hinir nýju landsfeður gætu mjólk-
að hana betur, en þess ber að geta að það
að vera „íslendingur“ var mun loðnara
hugtak hér áður fyrr. Fólk sá ekkert sér-
takt við landið, sem hafði kvalið það öldum
saman, nema það væri ræktanlegt — uns
Jónas og félagar tóku að dæla út ljóðum
um heiðarvötnin blá og fannhvíta jöklanna
tinda, og Kjarval opnaði augu okkar fyrir
því hvað blessað hraunið væri eftir allt
saman glettilega „mikið við“. í fornsögun-
um er nánast engar landslagslýsingar að
finna. Nafnið ísland er fúkyrði sem á að
hafa hrotið af vörum Hrafna-Flóka eftir
að fannhvítir jöklanna tindar höfðu gengið
að sauðfénaði hans dauðum.
þákomþar
Galdrakerling Inn ...
Kjarval, þórarinn B. Þorláksson og Ás-
grímur Jónsson „hönnuðu" nýja ímynd af
landinu, ekki ólíkt og Komar og Melamid
hafa gert á Kjarvalsstöðum. Sá er hins
Anti-listamennirnir
Komar og Melamid, og
hinn blauti koss þeirra á
varir íslenskrar
menningar.
Eftir HANNES
SIGURÐSSON
Yisir kunna að furða sig
á hvað „eftirsóttustu
málverk" þjóðanna eftir
Komar og Melamid eru
keimlík. Næstum alveg
eins! Hvað gengur þeim
eiginlega til? Hvernig
voga þeir sér að slá því
föstu að Úkraínumenn og Keníubúar hafi
sama smekk og við, að þeir sjái fegurðina
með sömu augum, hvort heldur sem þau
eru svört eða blá? Við erum ekki eins og
allir hinir. Við erum íslendingar. Við erum
eitthvað sérstakt. Ég meina alveg virkilega
„spes“. Þess vegna erum við íslendingar.
Þess vegna sjáum við hlutina öðruvísi en
allir aðrir, það gefur auga leið. Skynjun
okkar er tær og kröftug eins og ástsælustu
listamenn þjóðarinnar hafa margsinnis
sannað í túlkun sinni á land-
inu, hijóstugu umhverfinu
og sterku samspili lita og
forma — enda þótt blind-
rammarnir, striginn og lit-
irnir sem þeir notuðu sé allt
komið að utan. Og stílbrigð-
in líka. En það skiptir nátt-
úrlega engu máli. Okkar ís-
lenska náttúra skín hvar-
vetna í gegn. Þeir sem áttu
því von á að sjá Kjarval eða
Ásgrím í rússnesk- amer-
ískri endurtúlkun urðu fyrir
miklum vonbrigðum. Ekki
bætir heldur úr skák hvað
„eftirsóttasta" myndin er „illa gerð“. Hrein-
asta móðgun. Bara helvítis dónaskapur, ef
þú spyrð mig. Og svo eiga þetta að vera
einhveijir stórir karlar úti í heimi, alvöru
listamenn. Færir málarar með pottþétta list-
menntun að baki. Hvað halda þeir eiginlega
að við séum? Einhveijir menningarsnauðir
útkjálkabændur sem þekkja ekki skil á
góðu handbragði og láti bjóða sér hvað sem
er? Má ég þá frekar biðja um Jón Reykás.
Hún Þyrnirós
VarBestaBarn...
Skoðanakönnun Hagvangs á myndlistar-
smekk landans má túlka á ótal vegu, og
þeir Komar og Melamid hafa greinilega
tekið þann pól í hæðina að samræma útkom-
una við „eftirsóttustu málverk" annarra
þjóða. En hvers vegna? Og af hverju vönd-
uðu þeir sig ekki meira? Komar og Mel-
amid hefur ekki einungis heppnast af fremja
hinn „fullkomna listræna glæp“ — og það
í málverki á þessum síðustu og umburðar-
mestu tímum. Þeir láta sér ekki nægja að
flagga óskapnaðnum í einu virðulegasta
safni borgarinnar, heldur bera þeir salt í
sært þjóðarstoltið með því að nauðga „ís-
lenskukennd okkar. Hin þjóðernislega
áreitni þeirra felst í því, að hafa klínt litum
á léreft eftir sínum eigin (óíslenskulega)
geðþótta og fullyrt að þetta sé það sem við
viljum. Hjá Kjarvali og Ásgrími var þessu
öfugt farið. Fyrst máluðu þeir verk sín og
síðan kunngerðu menningarvitar þjóðarinn-
Þannig er niðurstaðan í