Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.1996, Page 3
JAAN KAPLINSKI
@ (g [r| @ @0 [b] [g ® [g [5] [T| ® ®
Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík.
Aukning
matarsjúkdóma í heiminum er efni greinar þar sem
fram kemur að lífshættulegum gerlum í matvælum
hefur fjölgað geigvænlega. í skýrslu WHO kemur
fram að þreföld aukning hefur orðið á matarsjúk-
dómum í Evrópu á síðasta áratugi.
Reykjavíkur slær í Kirkjustræti, segir Jón ÓLafur
Isberg, sagnfræðingur, í grein um húsin þar, en
öfugt við þróunina víðast hvar í Reykjavík, hefur
íbúum í Kirkjustræti fækkað frá því sem var.
Með byggingu hússins að Kirkjustræti 10 mótar
fyrir nýrri stefnu í útliti húsa í Reykjavík, segir
höfundurinn.
Rússar
eiga afreksmann í norrænum fræðum, sem er Ste-
blín-Kaminskíj, sem sagt hefur að fornar íslenskar
bókmenntir hafi orðið sér álög. Um hann og fleiri
Rússa, sem til dæmis hafa þýtt Hallgrím Péturs-
son á tússnesku, skrifar Árni Bergmann í grein
sem heitir: Að kveða dýrt á rússnesku.
n033 Hil
CKAAbAOB
Haganiie nogroTOBHíi*
C. B. nBTPOB,
M. B. CTEBJIUU-KAMEHCKHR
HBAATEJIbCTBO «HAVKA*
JíennarpagcKoe OTflenenae
JleuHHrpefl • 1979
Greniskóginn
manstu
Hjörtur Pálsson þýddi
Greniskóginn manstu polla og býflugnabú
þú stökkst og skimaðir í kringum þigsól á himnigras ájörðu
og vissir ekki að veturinn 1940
hafði sprengt hjartað í eplatrénu
að 1944 kemur þýskur lautínant með eldsverð
hver garður er dapurleg sjón hver garður
er glötuð paradís
þú varst paradísarfugl í búri í brenndum bænum
spruttu rósir malurt þistlar
villt á sumrin á víðavangi
hvað sem þú varst þar
þá varðst þú að læra að ganga að syngja að fljúga
aumi fangi úr háskólagötunni í Tartu
uns einu sinni kom þar í þorpinu Kailuka á Ösel
að grasið í varpanum straukst við iljar þínar talaði
til þín án orða á skýru máli héðan ert þú
hér verður þú hjá hleinunum hesliskógihum högunum
lævirkjasöngn um
haustið dreifði sorg þinni og gleði það
sem eftir var áttir þú engin orð yfir
þá og ekki heldur nú
Jaan Kaplinski, f. 1941, er talinn fremstur eistneskra Ijóðskálda. Hann er pólskur
í föðurætt, en faðir hans átti ekki afturkvæmt úr fangabúðum Stalíns. Sem skáldi
voru Kaplinski gefnar gætur, honum var gefin að sök kapítalískur uppruni og
óæskileg sambönd. Um tíma var hann í feröabanni og bækur hans fengust ekki
gefnar út.
B
B
Tjáning á lífi sem
sífellt breytist
Tungan er það tæki sem
flytur með sér reynslu
einnar kynslóðar til
þeirrar næstu. Það gildir
enn að svo mæla börnin
sem fyrir þeim er haft.
Börnin mæla hinsvegar
ekki lengur eins og góð-
um foreldrum þætti æskilegst, því uppalend-
urnir eru orðnir margir. Það mál sem börn
og unglingar tala núna er bræðingur úr því
sem lært var á heimilinu, í leikskólum, öðr-
um skólum og ekki sízt í félagahópnum.
Hæ-og-bæ-kynslóðin er vel að sér um Inter-
netið og veit miklu meira um „cyberspace"
en Snorra Sturluson. Hún kærir sig kollótta
um reynslu fyrri kynslóða og orðaforðinn
þaðan vill glutrast niður. Einhver orðtök,
munntöm eldri kynslóðinni verða óskiljanleg
og ónothæf.
Málunnandi og nýyrðasmiður frá síðustu
öld eins og Jónas Hallgrímsson, mundi verða
dolfallinn ef hann sæi dagblöðin núna. Þá
ræki hann augun í fjölda orða sem ekki
voru til á hans tíð og væru honum líklega
óskiljanleg; orð eins og Kántrýkvöld, Qark
Press-námskeið, tölvupóst, pizzustað, hús-
bréf og Mackintosh-notendaskil. Hann
mundi sjá algeng orð eins og þotuhreyfill,
farsími, jeppadekk og bílbelti án þess að
vita hverskonar amboð þetta kynnu að vera,
sem Iandinn væri farinn að nota.
Nýlega var ég að hjálpa ungum vini mín-
um, sem raunar er aðeins 8 ára, en hefur
ríkulegt hugmyndaflug og mikinn áhuga á
skrýtnum fyrirbærum eins og hverskyns
skrímslum. Hann spurði mig hvort ég ætti
ekki eitthvað í bókum um dýr á borð við
nykra og skrímsli. Mér kom óðar til hugar
að leita í þjóðsögum Jóns Árnasonar og þar
var af nógu að taka. Fyrir utan sagnir af
sjóskrímslum er minnst á urðarbola, sækýr
og sæmenn. Stutt frásögn er af fjörulalla
og nú las ég fyrir drenginn orðrétt úr bók-
inni:
Fjörulalli segja menn gangi á land upp í
eyjum og við sjóarsíðu á sumum stöðum
um brundtíma sauðfjár og nýtist við ærnar,
hvar af orsakist ýmislegur van- og ofskapn-
aður sem ærnar fæða af sér. Hér er einkum
ein ey, hólmi erliggur undir Geiteyjar, Mikil-
nefna kölluð, hvar ekki má láta ær vera
um fengitíma. í fyrra vóru þar nokkrar ær
og áttu flestar ýmislegan óskapað í vor,
t.a.m. munn neðan á hálsi, sex-átta fætur,
langa róu sem hunds...“
Hér stöðvaði drengurinn mig í lestrinum
og sagði: „Ég skil þetta ekki“. Mér þótti
raunar ofur skiljanlegt að hann skildi það
ekki. Þessi texti er auðvitað eins og hver
önnur hebreska fyrir hæ-og-bæ-kynslóðina.
En þjóðsögur Jóns Árnasonar eru nú bara
frá um 1860, sem telst ekki langt farið
aftur í tímann. Hér er heldur ekki eitt ein-
asta orð sem elzta kynslóðin er ekki klár á.
Við teljum okkur þekkja allvel þá íslenzku
sem töluð var á ritunartíma íslendingasagna
á 13. öld. Þó kann vel að vera að mörg
þeirra orða sem skrifuð voru á skinn, hafí
verið borin eitthvað öðruvísi fram en við
höldum. Ýmsu í málblæ verður ekki komið
til skila í rituðu máli. Af nútíma norsku rit-
máli væri til dæmis engin leið að skynja
þann sönglanda sem einkennir norsku og
gerir hana að minnsta kosti í mínum eyrum
að afskaplega óáheyrilegu tungumáli.
Hvort sem forfeður okkar voru flökkuþjóð
samkvæmt kenningu Barða Guðmundsson-
ar, eða alveg sama þjóð og bjó í Noregi á
landnámsöld, þá er hitt víst að allt norrænt
fólk hafði einhverntíma í fyrndinni komið
að austan; að öllum líkindum frá Kákasus-
svæðinu og þaðan vestur um Rússland. Á
þetta er minnst í hinni prýðilegu bók Að
elska er að lifa, frá 1994, þar sem Gunnar
Dal heimspekingur greinir frá skoðunum
sínum á svo að segja öllu milli himins og
jarðar í samtali við Hans Kristján Ámason,
sem hefur skráð bókina.
Gunnar Dal hefur margt skrifað um dag-
ana og er glöggskyggn greinandi. Ritum
hans hefur ekki verið haldið fram sem skyldi
og á ugglaust einhvern þátt í því, að pólitísk-
ar skoðanir hans hafa ekki verið vinstrisinn-
uðum menningarvitum að skapi. Hann sá
snemma í gegnum heila móverkið hjá Stalín
og sporgöngumönnum hans og hefur ekki
legið á skoðunum sínum.
í bókinni er athyglisverður kafli um upp-
runa íslenzkunnar og reyndar annarra Evr-
ópumála einnig. Gunnar Dal segir þar að
þau hafí borizt til Evrópu frá Asíu með
fólki sem var í leit að nýrri búsetu og fann
hana - sumir raunar ekki fyrr en á Islandi
og höfðu þá marga fjöruna sopið. Ekki hef-
ur það flakk allt verið af ævintýraþorsta.
Takmörkuð landgæði og mannfjölgun hafa
neytt fólk til þess að leita að nýjum veiði-
lendum og síðar meir að nýju ræktunar-
landi. Þjóðflutningar og líf við nýjar aðstæð-
ur hljóta að hafa breytt þeirri tungu sem
töluð var, því „tungumál er tjáning á lífi
sem sífellt er að breytast", segir í bókinni.
Á svo sem tveimur árþúsundum fyrir
Krists burð komu þjóðir að sunnan og aust-
an og dreifðust um Evrópu. Suðurhluti álf-
unnar hafði að minnsta kosti verið byggður
síðan á dögum Neanderdalsmannsins og
lengur, svo landvinniningamenn að austan
hafa víða rekizt á fólk og ekki skilið tungu
þess. Svo fór, segir Gunnar Dal i bókinni,
að öll þessi gömlu Evrópumál dóu út, nema
mál Baska á Norður-Spáni.
Ef við ættum þess kost að hitta forfeður
okkar á þessu flandri vestur á bóginn, segj-
um fyrir um 2500 árum, er eins víst að lít-
ið yrði um samræður. Við mundum að öllum
líkindum ekki skilja þá, og þeir ekki okkur.
Uppruna allra þessara mála má rekja til
móðurtungunnar, sem Gunnar Dal nefnir
svo og segir að hafí komið fram fyrir 6
þúsund árum, þó aldrei sem hreint mál. En
hvar var hún töluð?
Móðurtungan hefur verið töluð á svæði,
sem alla tíð hefur verið suðupottur mann-
legra árekstra og er enn. Það er að hluta
í Tyrklandi og nær síðan yfír Kákasuslönd-
in þar sem stríðandi fylkingar þjóðarbrota
og trúarbragða eru enn að beijast. Leið
þeirra þjóða sem töluðu móðurtunguna lá
fyrst í austur, sunnan við Kaspíahaf og all-
ar götur til Tókaríu við landamæri Kína.
Þaðan lá svo leiðin um Mið-Asíu og vestur,
en með tímanum gat móðurtungan af sér
sjö börn.
Svo aðeins sé litið á það sem að okkur
snýr, þá er móðurtungan nú aðeins til sem
endurskapað mál. Eitt afkvæmi hennar
nefna fræðimenn baltnesk-slavnesk-ger-
mansku. „Það er einnig endurskapað mál
og ekki til öðruvísi", segir Gunnar Dal.
Ennfremur: „Það deyr eins og önnur tungu-
mál og endurfæðist sem frum-germanska.
Og frum-germanskan er líka endurskapað
mál. Hún deyr og fæðir af sér mál sem
heitir norður-germanska. Það er líka endur-
skapað mál. Norður-germanskan deyr og
fæðir af sér nýtt tungumál, sem er kölluð
skandinavíska. Skandinavískan er dauð, en
hún fæddi af sér meðal annars mál sem
heitir íslenska.“.
Sú íslenzka sem við tölum og skrifum er
með öðrum orðum komin langa leið. Á þeirri
leið hefur andóf gegn breytingum eða mál-
vernd ekki verið til. Við gerum okkur hins-
vegar ljósa þá hættu sem steðjar að íslenzk-
unni núna og vonandi tekst okkur að halda
í horfmu. Þegar til langs tíma er litið, mun
tungan þó ugglaust lúta sömu lögmálum
og fyrirrennarar hennar, hvernig sem við
streytumst á móti.
GÍSLI SIGURÐSSON
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 17. FEBRÚAR 1996 3