Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.1996, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.1996, Blaðsíða 4
Vetr ar kv íði Sigurðar í Katadal KKI er það ný bóla að alþekktar vísur séu rang- feðraðar. Hitt er svo annað mál, að þegar reynt er að leiðrétta og láta það koma fram sem sannara reynist, verður árangurinn af því oft lítill eða enginn og vísumar ganga áfram und- ir röngum höfundamöfnum. Það er tilefni þessa pistils, að 20. janúar sl. var þess minnst í Lesbók, að 200 ár voru liðin á síð- ustu Þorláksmessu frá fæðingu Rósu Guð- mundsdóttur, sem þjóðin þekkir betur ann- aðhvort sem Skáld-Rósu eða Vatnsenda- Rósu. Teknar voru saman nokkrar frægar ástarvísur Rósu og hafa menn gert því skóna gegnum tíðina, að tilefni þeirra hafi verið ástir Rósu og Páls Melsteðs. Vísumar em t.d. eignaðar Rósu í nýrri Guðrúnar P. Helgadóttur, „Skáldkonur fýrri alda“, sem var ein af heimildunum í téðri afmælis- grein. Þetta tækifæri skal og notað til þess að leiðrétta það sem sagt var ranglega, að Rósa hafi dáið á Stóra-Núpi og sé jörðuð þar. Það rétta er að bærinn heitir Efri-Núp- ur og em lesendur beðnir velvirðingar á þessum pennaglöpum. Skömmu eftir að Lesbók kom úr með greininni um Rósu, barst bréf frá lesanda blaðsins, þar sem bent er á að vísurnar tvær; „Þó að kali heitur hver“ og „Verði sjórinn vellandi", séu alls ekki eftir Rósu, heldur Sigurð í Katadal, föður Friðriks þess sem tekinn var af lífi fyrir morðið á Natani Ketilssyni.Ljóðlínan hefur einnig breyzt í meðförum; á að vera „Þó að kali heitan hver.“ Vísur Sigurðar bera sumar með sér slíkan ástarhita að menn hafa trúlega viljað heimfæra þær upp á ástir Rósu og Páls; annars er það óskiljanlegt hvemig villa af þessu tagi fer af stað og skýtur rótum. Trúlega gerist það með því að einn gizkar á og næsti maður fullyrðir. Rósa þarf hins vegar ekki á neinum lánsfjöð- Skáld-Rósu eru ranglega eignaðar alþekktar vísur eftir Sigurð í Katadal. Hér er sagt frá hinum sorglegu heimilisástæð- um Sigurðar og ljóðabréf- inu til konu hans, þar sem vísurnar eru. I EINANGR- UN, fyrírlitn- ingv og skorti varð Sigurður að ala upp hörn sín í Katadal því hús- móðirin var í betr- unarhúsi og flestir höfðu snúið baki við heimiJinu eftir áfall- ið. mm að halda, svo gott skáld sem hún var. Um Sigurð í Katadal er hægt að lesa í „Sagnaþáttum úr Húnaþingi“ sem út kom 1941 og er eftir Theódór Arinbjarnarson, ráðunaut frá Stóra-Ósi í Miðfirði. Til þess að bregða Ijósi á Sigurð og atburðinn sem varð til þess að hann orti Vetrarkvíða, þar sem ljóðabréfið er birt, verður gripið niður í bókinni þar sem segir frá Sigurðií Katadal og hans fólki. Gísli Sigurðsson. Katadalsfólkið Svo segja gamlir Vatnsnesingar, er muna þá menn vel, sem vom samtímismenn Sigurð- ar Bjamasonar, að hann væri einstakur maður að háttprýði og vinsældum. Lýsingu á Sigurði hefur Benedikt Gabríel Benedikts- son fýrir meira en tuttugu ámm ritað eftir gömlum manni, sem var Sigurði samtíða á Alftanesi syðra, og gamalli konu, sem þekkti hann nyrðra. Bar þeim seman og lýstu hon- um á þessa leið: »Vart meðalmaður á hæð, en vel og þétt vaxinn og að burðum í góðu meðallagi, fríður maður, fremur kringluleitur og fölleitur, dökkhærður, skegglaus, skar- peygur, fjöreygur og blíðeygur, þýður og snjall í máli, lipur í umgengni og snyrti- menni, gáfaður, glaðlyndur og fjömgur, en þó stilltur vel og orðvar, gefínn fýrir fróðleik og bókmenntir, gamansamur og lét oft fjúka í kviðlingum, reglusamur, sjómaður góður.« Fyrst Sigurður Bjamason var svo einstak- ur maður, sem allar sagnir um hann benda til, virðist mér eðlilegt, þótt einhveijir spyrðu, hveijir ættmenn hans hefðu verið, og hvílíkir. Skal ég nú leitast við að gera því nokkur skil, og fer ég þá einkum eftir sögnum gamalla og merkra Vatnsnesinga. Föðurforeldrar Sigurðar vom hjónin Sig- urður Ólafsson og Þorbjörg Halldórsdóttir í Katadal í Vatnsnesi. Voru þau bæði, eins og auðvelt er að sanna með ættfærslu, kom- in af góðu og greindu bændafólki í Skaga- firði og Húnavatnsþingi, (hvað sem iíður ummælum Jóns Espólíns og Gísla Konráðs- sonar). Bjuggu þau við mjög lítil efni og nokkra ómegð, en jörðin nytjarýr og í af- dal. Þorbjörg er sögð hafa verið greind kona og myndarleg, en nokkur svarri. [Hún var síðari kona Sigurðar, en áður var hann gift- ur Ingibjörgu ísleifsdóttur.] Sigurður var þýðlyndari og prýðilega skáldmæltur. Elzta bam Sigurðar var Elinborg, fædd 1807. Hún giftist 1830 og bjó í Katadal eftir föður sinn, dó um fertugt og lét eftir sig eina dóttur. Næst að aldri þeirra systkina var Friðrik, sá er drap Natan Ketilsson, en Natan vildi tæla heit- mey Friðriks frá honum, og skal því ekki lýst hér. Hann var fæddur í Katadal 6. maí 1810. Árið 1822 fær hann þann vitnisburð við húsvitjun: »Hefur góðar gáf- ur.« Sigurður faðir Friðriks var dæmdur til hýðingar fyrir vöntun á aga gagnvart Friðrik o.fl., en Þorbjörg var dæmd til betrunarhússvinnu úti í Dan- mörku fyrir grun um vitorð og send utan til að taka úr til- dæmda hengingu. Friðrik var dæmdur til dauða og tekinn af lífi 12. janúar 1830. Við þetta áfall var Katadals- heimilið brotið svo niður, sem verða mátti, og sneru nú flestir við því baki. í einangrun, fyrirlitn- ingu og skorti, varð Sigurður að ala upp börn sín í Katadal, og geta nú fáir gert sér í hugarlund, hvílík mannraun það var. Sem lítið dæmi, skal hér ein sögn tilfærð: Skömmu eftir að Friðrik var tekinn af lífi, en Þorbjörg færð utan til hegn- ingar, var mjög harður vetur (1834-35?). Þá lá í stórhríðum frá því á jólaföstu og fram yfir jól. Vildi þá það óhapp til í Katadal á Þorláksmessu, að eldurinn dó, og ekki unnt að sækja eld á aðra bæi vegna hríða, fýrr en ijórða dag jóla. Allan þennan tíma var ekki hægt að kveykja ljós í Katadal, og engan mat að hita, hvað þá sjóða. Kallaði Sigurður þetta »svörtu jólin«. Aldrei æðraðist hann um þetta né annað; þarf enginn annan að spyija, hvílíkt þetta var, ef hann þekkti stórhríðir í skammdegi norðanlands. Hitt þekkir eng- inn, hve aðrar ástæður lágu miklu þyngri á fjölskyldunni í Katadal heldur en alger vöntun elds og ljóss. Eina ljósið, sem Sigurði var ekki varnað að kveykja fyrir sér og sínum, var að ríma stöku við og við. Er nú fátt til eftir hann, og veldur því mest, hve mjög hann einangr- aðist í ógæfu sinni. Þó er eitt kvæði til heilt eftir hann en það er ljóðabréf, er hann sendi Þorbjörgu konu sinni, er hún var í fangelsinu, og nefndi hann það Vetrarkvíða. Var Sigurði sagt, að svo væru bréf til fang- anna grandskoðuð og af mikilli tortryggni, að ekki væri vert að hafa í þeim nokkuð það, er misskilja mætti; aðeins um daginn og veginn. Ber Vetrarkvíði nokkur merki þess. Fer það kvæði hér á eftir, en það sýnir betur en allt annað ástæður Sigurðar á þessum missirum: Allra gæða fylling flest foldin klæða þér veitist. Nái að græða mein þín mest mildings hæða líknin bezt. Leiði og styðji hönd þig hans, hver þess biðji tunga manns. Þrauta- ryðji -kvala krans Kristur, niðji skaparans. Hugdillandi gleðin góð, guð elskandi hringaslóð, þels um landið mýki móð, meingræðandi Jesú blóð. . Koss þig hæfa má ei minn. Mein þau svæfa, ég ráð til finn: Bæn þá æfa, að einn Drottinn allan kæfi mótgang þinn. Ekran dúka dyggðug mín, Drottins mjúka höndin fín tengi ósjúka tiyggð við sín tár að strjúka virðist þín. Það ég letra: Hjúkrun hans í hyggjusetri aumingjans á neyðar vetri í kvala krans kossi er betri syndarans. Fyrst mig kala forlögin, í fjarlægð ala barm við þinn, þig vi hjala í þetta sinn Þórs árgala sendi minn. Angursskeytum ð kastar. Á mér steyta raunimar. Að þér leita alstaðar, ei hér veit, hvað líður þar. Siðan ljóma- græðis -gná gjörði róma því mér frá, að mastra lómi ein varst á angurs dróma bundin þrá. Þinn er lúrinn vigraver. Vinur ei kúrir neinn hjá mér. Er því stúrinn út af þér oft nær dúrinn taka fer. Gleðja lyndið hyggur hann hún sér byndi í faðmi þann sviptan yndi. — Kæta hann kveindúk vinda támngan. Skipt um prýði orðið er. Áður tíðin lénti mér ástar þýðu athafnir yndisblíðu í sæng hjá þér. Lítt nú deyfir mótgang minn, mér þó leyfi svefnhöfginn tæm dreifa tári á kinn og tóm um þreifa rúmfdtin. Hmnd- þar -veiga fyrst ei fínn, fækka mega vilkjörin. Hugmóð eiga hlýt ég minn, harma- teyga -bikarinn. Augað grætur óhöpp sín, yndis glæta dauf því skín, dofna bætur, dafnar pín, daga og nætur sakna ég þín. Faðm út breiða myndi minn, motursheið’ ef sorgbitin, fn' við neyðar fádæmin, fengi að leiðast hingað inn. Álmanjóti örmæddum upp rann bót í þankanum: Með tryggðarhóti tveim höndum tek þér móti’ í himninum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.