Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.1996, Side 7
in. Nokkrir ljósskammtar skemma erfðaefn-
ið (DNA) í um 99% allra gerla í matvælum,
að sögn fyrirtækisins.
Ljóst er að nú er sem aldrei fyrr nauðsyn-
legt að fínna öruggar aðferðir til að halda
hættulegum örverum og eiturefnum í mat-
vælum í skefjun. Árið 2025 mun jörðin
þurfa að fæða þremur milljörðum fleira fólk
en hún þarf í dag, samkvæmt áætlunum
Sameinuðu þjóðanna. Það þýðir að fæðu-
framboð mun þurfa að aukast um 55%.
Þýðir það álíka aukningu dauðsfalla vegna
neyslu á menguðum mat? Þau eru nú a.m.k.
um 3000 á dag?
NÝIR Og Væntanlegir
SÝKLAR
Einn af skæðustu „upprennandi" sýklun-
um er 0157:H7 afbrigðið af Eschericia coli
sem er sérstaklega sækið í hakkað nauta-
kjöt sem gjarnan er notað í hamborgara.
Það gefur frá sér eitur sem drepur frumur
í meltingarvegi og nýrum. Afleiðingin er
kvalafullur og jafnvel blóðugur niðurgangur
og allt að 10% sjúklinga, aðallega unga-
börn, fá alvarlegan sjúkdóm sem einkennist
af meðvitundarleysi og nýrnabilun. Læknar
tengja oft einkennin við aðra sjúkdóma eins
og botnlangabólgu eða bólgur í ristli.
• Yersinia enterocolitica, ættingi Yersinia
pestis, ber ábyrgð á plágu sem hefur lengi
heijað á mannkynið en það er ekki langt
síðan að sýkilinn var tengdur við mat, aðal-
lega mjólk. Matarsýkingatilfelli af völdum
sýkilsins lýsa sér í magaverkjum, sótthita,
niðurgangi og hálsbólgu en þau eru allal-
geng núorðið í Evrópu og þá aðallega í
Skandinavíu en einnig í Bandaríkjunum. Það
er aðallega tvennt sem er áhyggjuefni í
sambandi við þennan sýkil; læknar tengja
sjúkdómseinkennin mjög oft bráðri botn-
langabólgu (eða í um þriðjungi tilfella) og
gerillinn lifir góðu lífi við lágt hitastig, þ.e.
í ísskáp.
• Matarsýking af völdum Listeríu monocy-
togenes á sér aðallega stað vegna neyslu
mjólkurafurða og þá helst mjúkra osta og
mjólkur en einnig vegna neyslu á sumu kjöti.
Þó listeriusýkingar séu enn ekki algengar
þá hefur fjöldi tilfella tvöfaldast síðustu ár
í sumum löndum. Flestir fá væg sjúkdóm-
seinkenni en sýkillinn er þó banvænn
20-30% þeirra sem sýkjast. Þeir sem eru
viðkvæmastir eru ófrískar konur, ungabörn
og fóstur og fólk með veikt ónæmiskerfi
eins og alnæmissjúklingar. Sýkillinn dafnar
vel í ísskáp.
• Salmonellagerlar geta valdið alvarlegum
sjúkdómum þó þeir leiði sjaldan til dauða
nú orðið, þökk sé sýklalyfjum. Salmonella-
gerlar menga aðallega kjöt, kjúklinga, mjólk
og egg. Aukning Salmonellusýkinga hefur
verið svipuð og aukning matarsjúkdóma af
völdum annarra sýkla en frá árinu 1985
hefur ein tegund, S. enteríditis verið megin-
orsök salmonellusýkinga í stað S. typhi áð-
ur. Þetta gerir líf gæðastjóra erfiðara, t.d.
í eggjabúum þar sem S. enteríditis getur
brotið sér leið inn í gegnum eggjaskurnina
sem aðrar salmonellutegundir geta hins
vegar ekki.
• Campylobacter-gerlar eru mjög algengir
í þróunarlöndunum. Ein tegund, C. jejuni,
sem hreiðrar aðallega um sig í mjólk og
kjúklingum, er talin bera ábyrgð á um 15%
allra innlagna barna á sjúkrahús vegna nið-
urgangs. Sjúkdómseinkennin eru oftast væg
en þó er stöðug aukning í alvarlegri einkenn-
um taugasjúkdóms (Guillain-Barré) sem er
fátíður meðal almennings en einn algeng-
asti taugasjúkdómurinn í sjúklingum sem
leggjast inn á bandarísk sjúkrahús.
• Kólera, sem orsakast af sýklinum Vibrío
cholerae, er ein af banvænustu plágum í
þriðja heiminum. Faraldur sem átti upptök
sín í Perú árið 1991 og barst þaðan til ná-
grannaríkjanna hefur náð að sýkja 1,7 millj-
ónir manna og þar af hafði hann lagt í
valinn um 35.000 manns í október 1994.
Sjúkdómurinn berst með menguðu sjávar-
fangi, aðallega skelfiski og óhreinu vatni.
Bóluefni gegn sýklinum finnst en það virkar
i aðeins að hluta til. Það er t.d. gagnslaust
1 gegn nýju afbrigði af kóleru, 0139 afbrigð-
1 inu, sem fyrst kom fram á lndlandi árið
1992 og 1993 í Bangladesh.
I • Blöðkur eru örsmá sníkjudýr sem vísinda-
i menn hafa ekki fyrr en nýlega tengt við
eina af helstu heilsuváum í heiminum.
Skýrsla sem gefin var út í september á síð-
asta ári áætlar að 40 milljónir manna, aðal-
l lega í þróunarlöndunum, béri blöðkur í
I líkömum sínum eftir að hafa neytt fersk-
vatnsfiska, aðallega vatnakarfa, og vatna-
gróðurs eins og vætukrasa en þar eru aðal-
heimkynni ormanna. Ein tegund blaðkna
veldur oft lifrarkrabba.
Þýtt og endursagt af Sigurði Einarssyni, kennara í
örverufræði við Hótel- og veitingaskóla íslands, úr
New Scientist, 17. desember 1994.
Ár rottunnar í Kína
Nýárið er mikilvægasta hátíð Kín-
veija, en þeir kalla það vorhátíð
og varir hún í marga daga.
Nýársdagurinn er ekki sá sami
og hjá okkur, þar að auki er hann hreyfan-
legur; hann er einhvers staðar á tímabilinu
frá síðustu viku janúar til síðustu viku
febrúar, skv. okkar tímatali. Ástæðan fyr-
ir þessum hreyfanleika nýárs Kínveija er
að þeir fara eftir gangi tunglsins, en ekki
eftir gangi sólarinnar við setningu alman-
aks síns. Þeim er þó ekki gangur sólarinn-
ar alveg óviðkomandi, því nýár þeirra byij-
ar við annað nýtt tungl eftir vetrarsólhvörf.
í Kína er mikið um að vera í sambandi
við vorhátíðina. Heimilin eru tekin í gegn,
allt er þvegið og fágað, bæði hýbíli og
fatnaður. Heimilin eru skreytt, að utan sem
innan, og er utandyraskreytingin sérstak-
lega athyglisverð. Það er utandyraskreyt-
ing í orðsins fyllstu merkingu, því sjálf
útidyrahurðin er skreytt. Á hana eru límd-
ar pappírsmyndir af svokölluðum dyraguð-
um.
Meiningin með þessum guðamyndum
er ekki í fyrsta lagi að skreyta hurðina
heldur að veija heimilið gegn illum öndum,
en af þeim er fjöldinn allur í kínverskri
þjóðtrú. Vitað er að á Zhou-tímabilinu,
fyrir þijú þúsund árum, voru myndir af
dyraguðum málaðar á útidyrahurðir. Það
var svo í lok Tang-tímabilsins (618-907),
að farið var að prenta myndir með dyra-
guðunum, sem síðan hafa verið límdar á
hurðirnar á sjálfan nýársdaginn. Þar eru
þær látnar vera til næsta nýársdags, að
skipt er um myndir, en þær gömlu eru
þá orðnar heldur ræfislegar eftir að sól,
regn og vindar hafa leikið um þær í heilt
ár. Litur þeirra, sem frá byijun var skær
og fallegur, hefur fölnað, það er sannar-
lega þörf á endurnýjun guðanna. Hveijir
eru þá þessir dyraguðir?
Sagan segir frá guðunum Shen-Tu og
Yu-Lei, sem voru leiknir í að snara illa
anda, sem ætluðu inn til fólks, og.fleyja
þeim í kjaft tígrísdýranna. Með þessu at-
ferli sínu gerðu þeir fólki mikinn og góðan
greiða.
Menn fóru að hengja upp reipi fyrir
ofan útidyr sínar og setja upp myndir af
þeim Shen-Tu og Yu-Lei á hurðirnar og
koma á þann hátt í veg fyrir heimsóknir
illra anda. Fyrir utan guðamyndirnar setur
fólk upp pappírsræmur með fallegum
blómamyndum sitt hvorum megin við dyrn-
ar og þriðju ræmuna fyrir ofan dyrnar, en
á hana eru prentuð kínversk skriftákn, sem
boða heimilinu hamingju, á sama hátt og
við setjum stundum gamlar skeifur fyrir
ofan okkar dyr.
V ORHÁTÍÐ AHÖLDIN
Vorhátíðin er sannkölluð fjölskylduhá-
tíð. Heimsóknir til ættingja og vina eru
tíðar og þar sem margir fá frí úr vinnu
dögum saman gefst tími til að umgangast
og njóta samvista. Börnin fá ný föt og
þeim eru gefin rauð umslög með aurum í.
Matargerðin er í fyrirrúmi; aldrei er
borið eins mikið í mat og á vorhátíðinni.
Margir hefðbundir réttir eru lagaðir og
allir í fjölskyldunni taka þátt í matargerð-
inni. Svo má ekki gleyma hávaðanum; það
er með ólíkindum hvað Kínveijar hafa
gaman af hávaða. Hann framleiða þeir
með allskonar sprengjum, enda fundu þeir
upp púðrið sér til skemmtunar. Flugeldar
eru líka kínversk uppfinning og láta Kín-
veijar þá óspart fljúga á vorhátíðinni.
Annars bönnuðu yfirvöld í Kína, fyrir
tveimur árum, notkun sprengja á nýárinu.
Margir hrökkva nefnilega upp af klakknum
vegna hávaðans, ef þeir eru hjartveikir
fyrir. Erfitt reynist Kínveijum að fylgja
þessu banni, enda fleiri alda hávaðahefð
í landinu.
Almanakið
Hvert ár er kennt við dýr í Kína. Dýrin
eru tólf og dýrahringurinn er því tólf ár.
Eftir að þessum tólf ára dýrahring er lok-
ið byijar hann aftur. Frysta árið í hringn-
um er ár rottunnar og það er einmitt árið
sem byijar núna, þann 19. febrúar. Það
þykir langbest að vera fæddur á ári rott-
unnar, en hin ýmsu dýr dýrahringsins
hafa mismunandi eiginleika. Eftir ár rott-
ÍSLENSK hjón, Friðrík Ingþórsson og Lára Vilhelmsdóttir, hér á ferðalagi í
Kína, standa við húsdyr með hefðbundnum dyraguðum.
DYRAGUÐIRNIR tveir,
Shen Tu og Yu Lei.
HÁLFTÍMA tók að sprengja svo-
nefnt „Kínabelti“ fyrir ofan hótel-
dyr, svo ekki var hægt að ganga þar
um á meðan.
EFTIR tvo daga hefst ár rottunnar
í Kína, en þar er hvert ár kennt við
dýr. Samtals eru þessi viðmiðunar-
dýr 12 og því er allur dýrahringur-
inn 12 ár.
Eftir UNNI
GUÐJÓNSDÓTTUR
unnar, sem endar 6. janúar 1997, koma
ár eftirfarandi dýra: uxans, tígrísdýrsins,
kaníunnar, drekans, slöngunnar, hestsins,
geitarinnar, apans, hanans, hundsins og
gríssins. Það er einfalt mál að reikna út
á hvaða ári maður er fæddur samkvæmt
kínversku almanaki. Þar sem 1996 er ár
rottunnar þarf aðeins að snúa aftur í tím-
ann, út frá henni. Höfundur þessa pistils
er fæddur 1940, en það var ár drekans
samkvæmt kínverska dýrahringnum.
Höfundur er listdanshöfundur og fyrirliði „Kina-
klúbbs Unnar".
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 17. FEBRÚAR 1996 7