Lesbók Morgunblaðsins - 16.03.1996, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 16.03.1996, Blaðsíða 10
1918. Frá þeim degi var ísland frjálst og fullvalda ríki í samfélagi ríkja heims. Þar með varð þessi hávetrardagur, 1. desem- ber, þjóðhátíðardagur í þessu norræna landi, en 2. ágúst var þeim einum eftir skilinn, sem sérstaka tryggð höfðu við þann dag bundið, og eru þeir áður nefndir. Ég minnist þess frá því að ég var barn hér í Reykjavík, hvernig ytri hlið þessara hátíðarhalda leit út. Þeir sem öðrum fremur settu svip á daginn og nærri stappaði að allt frá upphafi gerðu hann að sínum degi, voru stúdentar, einkum hinir yngri, sem enn voru við nám, en einnig hinir eldri mennta- menn, sem voru virkir í Stúdentafélagi Reykjavíkur. Dagurinn einkenndist af sölu merkja og blaða stúdenta og ýmissa félaga þeirra eða samtaka. Þá var ævinlega boðað til útifundar á Austurvelli og ræðumaður fenginn til þess að tala yfir fundarmönnum af svölum Alþingishússins. Voru hlið vallar- ins höfð opin, en það var býsna sjaldgæft, meðan járnrimlagirðing umlukti hann. Þá eins og nú deildu Háskólastúdentar oft hart um ræðumann dagsins. En skylt er að leggja áherzlu á, að aldrei örlaði á ágreiningi meðal þeirra um, að segja bæri sambandslagasamningunum upp jafnskjótt og leyft væri, og lýðveldi stofnað í stað konungsríkisins. Ástæðan til þess, að ræða dagsins var haldin af svölum Alþingishússins, var sjálf- sagt einkum sú, að allt frá stofnun Há- skóla íslands, 1911, ogtil 1940, var Háskól- inn til húsa í Alþingishúsinu á fyrstu hæð þess, jarðhæðinni. Eftir að Gamli Garður var kominn upp, þ.e. 1934 eða 1935, fóru stúdentar þaðan fylktu liði undir blaktandi fánum og hornablæstri niður í miðbæ. Þá þarf naumast að geta þess, að eftir að Rík- isútvarpið tók til starfa, sem var í árslok 1930, var dagskrá þess 1. desember að verulegu leyti helguð fullveldishátíðinni. Það var vitaskuld allt frá upphafi ljóst, að vart gat óheppilegri árstíma fyrir þjóðhá- tíðarhöld á íslandi en 1. desember. Olli því bæði skammdegið og hitt, að sjaldan mátti með meiri sanni segja, að þá væri allra veðra von. Samt fór nú svo, að ótrúlega sjaldan megnaði veður að spilla að ráði þeim stutta þætti hátíðarhaldanna, sem reynt var að hafa utanhúss. En þá verður auðvitað að kannast við, að þar hafí ein- bert glópalán ráðið, en ekki fyrirhyggja. Allt frá 1911 (ef ekki lengur) var sérstak- ur hátíðardagur tekinn að keppa við alla aðra daga um hylli landsmanna. Þá var aldarafmælis Jóns Sigurðssonar minnzt hinn 17. júní, og þann dag var Háskóli ís- lands stofnaður. Einkum voru það svokölluð ungmennafélög og íþróttafélög landsins, sem helguðu sér á þessum árum afmælis- dag Jóns forseta. Fleiri komu í humáttina á eftir, og má til dæmis geta þess, að þann tíma sem hér starfaði nazistaflokkur, fóru félagar hans ævinlega að morgni hins 17. júní fylktu liði í kirkjugarðinn við Suður- götu og lögðu krans á leiði Jóns. Munu þeir síðast hafa gert þetta sumarið 1939. Árin 1943-1944 var leikinn síðasti þátt- urinn í hinni gömlu sjálfstæðisbaráttu þjóð- arinnar. Heimurinn stóð þá í björtu báli ófriðarins mikla, og ísland var hersetið af tveimur stórveldum. Eftir talsvert þref var almennt fallizt á, að allir hefðu vitað og aldrei hefði það dult farið, að íslendingar hygðust segja upp konungssambandinu við Danmörku við fyrsta tækifæri. Var þá und- inn að því bráður bugur að ganga formlega frá þessum málum, að vísu einhliða. Hörm- uðu margir það, en sögðu sem satt var, að sízt væri þar íslendinga um að saka. Nú var stillt þannig til í samræmi við eindregnar óskir allra, sem til sín létu heyra, að lýðveldið nýja yrði stofnað hinn 17. júní, Jóni Sigurðssyni til heiðurs, en landi og þjóð til heilla. Var svo gert sumarið 1944, og upp frá því hefur sá dagur verið hinn eini og sanni þjóðhátíðardagur okkar, þó að aldrei hafi hann verið lögtekinn sem frí- dagur eða helgidagur. Hefur sú venja skap- azt, að árlega auglýsir ríkisstjórnin, að það séu vinsamleg tilmæli, að atvinnurekendur fari að dæmi hennar og veiti öllum starfs- mönnum sínum leyfi frá þeim störfum, sem ekki er lífsnauðsynlegt að sinna. Eftir 1944 fór vegur 1. desember smám saman minnkandi. Þar kom, að hann var numinn úr tölu frídaga - nema í skólum landsins. Má nú næstum segja, að stúdent- ar.sitji orðið einir að deginum. Enn deila þeir hart um umræðuefni og ræðumenn dagsins hveiju sinni. En fundi sína og mann- fagnað þann dag hafa þeir nú lengi einung- is haft innan húss, enda er útvarpið flestum þægilegri ræðustóll en svalir Alþingishúss- ins, ég tala nú ekki um, ef hann blæs á norðan. Höfundur er sagnfræðingur. SEYTJÁNDAJÚNÍ-hátíðahöld á Arnarhólstúni í Reykjavík fyrir um aldarfjórðunjri, .Ola Ljósm. OlafurK. Magnússon. íslenzkir þjóð- hátíðardagar ú mun svo komið, að flestar eða allar þjóðir heimsins - eða að minnsta kosti ríki - eiga sér þjóðhátíðardag,^ sumar meira að segja fleiri en einn. Við íslendingar höfum tollað í þessari tízku í rúma öld eða frá árinu 1874, Hvert mannsbarn á Is- landi veit um þjóð- hátíðardaginn okkar og flestir vita að 1. desember var þar áður í sama hlut- verki. Hitt vita kannski færri, að frá 1874 til 1918 var litið svo á að 2. ágúst væri þjóðhátíðardagur íslendinga. Eftir BERGSTEIN JÓNSSON þegar hér var í fyrsta sinn haldin veraldleg þjóðhátíð og þess minnzt, að liðin voru þúsund ár frá komu fyrsta landnámsmanns- ins hingað til lands. Auðvitað vissi enginn hvaða dag Ingólfur steig hér á land, þó að allir teldu sig vita með vissu hvaða ár það var. En danska stjórnin leysti þennan vanda, enda var hún eins konar stjúpmóðir íslendinga í þá daga. Ráðgjafar Kristjáns 9. konungs felldu þann úrskurð, að hinn 2. ágúst 1874 skyldi þjóð- hátíð íslendinga haldin, fyrst og fremst í Reykjavík, stjórnaraðsetrinu og verðandi höfuðstað landsins. Þann dag skyldi líka messað alls staðar, sem því yrði við komið. Annað mál er það, að íslendingum fannst sjálfum aðalhátíðin vera sú, sem fram fór á Þingvelli við Öxará dagana 5.-7. sama mánaðar. Þá voru hliðstæð hátíðarhöld á samkomustöðum víðsvegar um landið um svipaðar mundir, og á nokkrum stöðum erlendis sameinuðust íslendingar og vinir þeirra um mót af þessu tilefni. Má sem dæmi nefna, að í Kaupmannahöfn komu íslendingar saman í tvennu lagi, og í Norð- ÞJÓÐHÁTÍÐ á ÞingvölIum 1874. Fréttateikning úr London Illustrated News. Ákveðið var að 2. ágúst yrði þjóðhátíðardagur. ur-Ameríku áttu þeir fagnaðarfund með sér í Milwaukee. Upp frá þessu og allt til 1918 var talið, að 2. ágúst væri þjóðhátíðardagur íslend- inga, þó að hátíðarhöld þá væru aldrei al- menn. Þess ber að geta, að snemma gerðu verzl- unarmenn, einkum i Reykjavík, þennan dag að sérstökum frídegi sínum. Löngu seinna eða rétt fyrir 1940 breyttu þeir þannig til, að þéir helguðu sér fyrsta mánudaginn í ágúst. Þá hafa Vestmannaeyingar haldið tryggð við þessa hátíð, þó að dagurinn hafí einnig hjá þeim færzt lítið eitt til. En þeir halda þjóðhátíð árlega snemma í ágúst, og stendur hún að jafnaði í tvo eða þrjá daga. Loks má hér nefna vesturíslendinga, að minnsta kosti þá þeirra, sem búa í Man- itoba i Kanada. Þeir hafa að minnsta kosti frá því um eða rétt eftir 1890 haldið hátíð- legan íslendingadag í byggðum sínum við Winnipegvatn hinn 2. ágúst eða því sem næst. Allt frá 1848, þegar Danir fengu stjórn- frelsi og konungur afsalaði sér einveldi sínu að afstaðinni frönsku febrúarbyltingunni, háðu íslendingar baráttu fyrir stjórnfrelsi í eigin málum. Einum markverðasta áfanganum náðu þeir 1874, þegar þeir fengu sérstaka stjórnarskrá, sem var þegin, þó að flestum fyndist þar heldur smátt skammtað. Öðrum áfanga var náð 1904, þegar heimastjórn fékkst, þ.e. innlendur ráðherra, búsettur á íslandi og ábyrgur fyrir Alþingi. Loks var það 1918, þegar leið að lokum heimsstyijaldarinnar fyrri og menn bjugg- ust almennt við, að reglur Wilsons Banda- ríkjaforseta yrðu látnar gilda við væntan- lega friðarsamninga. Þá settist nefnd danskra og íslenzkra þingmanna á rökstóla, og náðist þar vonum fyrr samkomulag um samninga. Var þar kveðið á um, að ísland yrði frjálst og fullvalda ríki í konungssam- bandi við Danmörku, og yrði stjórnin þing- bundin. Framvegis átti Danakonungur að kalla_ sig konung Danmerkur og íslands - eða íslands og Danmerkur — eftir því að hveijum hánn sneri. Þessir samningar áttu að gilda í 25 ár, en þá mátti hvor aðilinn sem var segja honum upp. Þjóðaratkvæðagreiðsla fór fram um samningana á íslandi, og voru þeir sam- þykktir með yfírgnæfandi meirihluta at- kvæða í kosningum, sem fram fóru seint á hausti og voru lengi alræmdar fyrir ótrú- lega litla þátttöku. En margar viðhlítandi afsakanir eru fyrir þessari litlu þátttöku, þó að ég fari ekki frekar út í það hér og nú. Fullveldið gekk í gildi hinn 1. desember 10

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.