Lesbók Morgunblaðsins - 16.03.1996, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 16.03.1996, Blaðsíða 3
jSL^a xi:' • M M13 H EE B B EIU Bl E11H Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Fljúgandi vængir - svo eru þær nefndar nýju farþegaflugvél- arnar, sem eiga að taka uppí 800 manns í sæti og verða næsta þróuanrstigið í farþegaflugi. Þar verður unnið á þeim nótum sem menn hafa séð í Northrop-huliðsvélinni, einu háþróaðasta hernað- artæki nútímans. Baldur Sveinsson kennari þýddi greinina og hann skrifar eftirmála. [ Þekkingarstirjl skúlamanna uorra. "JiáZt*.. ..¦ 12mk \ ^»r--~ _ - _^^0f^ ............-. ... " ¦ ' ,¦: Jónas Jónsson frá Hriflu varð kennslu- og menntamála- ráðherra 1927 og hafði þá í nokkur ár talað fyr- ir þeirri skoðun að takmarka ætti aðgang að Menntaskólanum í Reykjavík og koma í veg fyrir fjölgun háskólamenntaðra manna. Um hættuna af „lærðum öreigalýð" eins og Jónas komst að orði, skrifar Jón Ólafur ísberg, sagnfræðingur. Qaqortoq er einn þeirra staða á Grænlandi s'em mannfræði- nemar frá Háskóla íslands sóttu heim á síðasta ári. Þeir komu víða við og tveir þeirra standa að grein um Kalaalit Nunaat - Land fólksins - en svo nefna Inúítar föðurland sitt. FREDERICO GARCIA LORCA Reiðmanns- raul Jón Ármann Héðinsson þýddi. Córdoba. Svo fjarlæg, svo ein. Fyljan blakka, fullur máni, forði olíva í mal mínum. Þó ég kenni krákustíga, kemst ég ei til Córdoba. Heid um hæðir, vafínn vindi, fyljan blakka, rauður máni. Dauðinn gjóar að mér augum, efst úr turnum Córdoba. 0 þú langi krákustígur 0 þú fyljan fríska 0 hve dauðinn væntir mín, áður en næ til Córdoba. Córdoba. Svo fjarlæg, svo ein Frederioo Garcia Lorca er eitt af höfuðskáldum Spánar á þessari öld; fæddur 1898 og myrtur af ofstækismönnum í ágúst 1936. Ljóðið að ofan hafa nokkrir íslenzkir Ijóðaþýðendur spreytt sig á að þýða. B B SÍÐASTLIÐIÐ haust skipaði menntamálaráðherra fjórar eða fimm nefndir til að skoða upplýsinga- og tölvu- mál á íslandi. Einni þessara nefnda var m.a. falið að gera tillögur um tengingu allra landsins bókasafna í eitt stafrænt upplýsinganet með notkun nýjustu tækni og vísinda, þ.e.a.s. Internets- ins. Þetta er mikið fagnaðarefni og vonandi vísbending um að gengin sé í garð ný öld skilnings ráðamanna þessarar þjóðar á hlut- verki bókasafna og möguleikum þeirra sem miðstöðvum upplýsinga og þekkingar. Til gamans má geta þess að bandarískir bóka- verðir hafa síðustu daga rætt sín á milli ,á umræðulistum sínum á Internetinu um ræðu Bills Clintons forseta nýlega þar sem hann lýsir yfir þeirri ætlan sinni og stefnu að öll bókasöfn í Bandaríkjunum skuli tengjast Internetinu fyrir aldamót. Að manni læðist sá grunur að Bill hafí komist í heimasíðu Björns og fengið þar þessa góðu hugmynd. I spjalli bandarísku bókavarðanna á Inter- netinu kom og fram að þá rekur ekki minni til þess að hafa áður heyrt bandarískan for- seta taka sér í munn orðið bókasafn. Satt að segja létti mér nokkuð við að lesa þetta, vegna þess að ég óttaðist lengstum að þes- slags fávísi um grunnmenntastofnun samfé- lagsins væri einskorðuð við íslenska ráða- menn. Svo sjaldan taka þeir sér í munn þetta orð, bókasafn, að þegar það gerist heyrir það til tíðinda í stétt bókavarða. Bæði hér heima og erlendis. íslenskir bókaverðir fylgjast mjög vel með þvf sem gerist í heiminum á sviði upplýsinga- tækni og eru fljótir að tileinka sér þær nýj- Sparkvellir og bókasöf n ungar, sem gagnast í þjónustu við notendur bókasafna. Bókasöfn hafa tölvuvæðst á síð- ustu árum og sum þeirra bjóða nú þegar almenningi aðgang að Internetinu. Helsti þrándur í götu safnanna hefur verið og er enn, því miður, skilnings- og áhugaleysi ráðamanna, að því er virðist bæði alþingis- manna og sveitarstjórnarmanna, á bóka- söfnum. A sama tíma og víðsvegar rísa glæstar íþróttahallir undir handbolta, tenn- is, sund og hestasport kúldrast bókasöfn víðast í bráðabirgðahúsnæði, allt of litlu, óhentugu og illa búnu. Á sama tíma og bæjarfulltrúar kaupstaða um allt land „fara á völlinn" til að láta sjá sig og látast fylgj- ast af áhuga með kappleikjum af öllum gerðum sjást þeir hinir sömu nánast aldrei stíga inn fyrir dyr á bókasafni, t.d. til að ná sér í bók að lesa. Þó þurfa þeir ekkert að látast lesa þær - þeir þurfa ekki annað en velja bók og fá hana skráða í útlán; síð- an geta þeir geymt hana á náttborðinu heima hjá sér, já, eða bara uppi á skáp og skilað henni síðan án þess nokkur geti séð hvort þeir hafa lesið hana eða ekki. Sé það vanda- málið! í allri þeirri umræðu sem nú fer fram um unga fólkið, fíkniefni og ofbeldi, heyrist aldrei minnst á bókasöfn eða bóklestur sem fyrirbyggjandi þátt. Settar eru á laggirnar nefndir með fulltrúum meðferðarstofnana, sálfræðinga og félagsráðgjafa og íþróttafor- kólfa. Helstu niðurstöður flestra þeirra eru að brýna nauðsyn beri til að fjölga fótbolta- völlum og körfuknattleikshöllum. Það sé svo hollt fyrir unga fólkið að sparka bolta. Fyrir stuttu sagði vinur minn einn við mig eitthvað á þá leið að lestur væri íþrótt. Þegar ég hváði, rökstuddi hann það með því að benda á að íþróttir ættu það flestar sameiginlegt að þær þarf að læra, iðka mik- ið og æfa alla ævi. Og klykkti síðan út með þeirri speki að árangurinn ætti að verða betri líðan og betra líf: heilbrigð sál í hraust- um líkama. Ég gat auðvitað ekki annað en samsinnt honum. Nokkru síðar hitti ég hann á ný og bóklestur barst í tal. Ég sagði hon- um þá frá því að í haust yrði haldin Stóra norræna lestrarkeppnin og að þar með hefði ég fengið endanlega sönnun fyrir því að kenning hans um lestraríþróttina væri á rökum reist. Þá brosti hann út í bæði og sagði: Þarna sérðu vinur. Nú getið þið bóka- verðir hætt að gráta um peninga- og skiln- ingsleysi hins opinbera. Nú stofnið þið orð- fimleikafélög í öllum sveitarfélögum, lands- samtök leshringja, lestrarhestafélög og sam- tök áhugafólks um lestrarleikni; sækið síðan um aðild að ÍSÍ og fáið ykkar hlut úr veltu Getrauna og Lottóa eins og önnur íþrótta- samtök. Leitið einnig til Vísa og Flugleiða um að kosta og veita verðlaun í Landshrað- lestrardeildakeppni og Vel-læsisbikarkeppni í öllum aldurshópum. Og ef þið hafið eitt- hvert vit í kollinum sækið þið líka inn á Smugu popptoppsins í tónlastinu og efnið til Evrópsku upplestrarkeppninnar og nor- rænu Varalestursleikanna. Með þessu móti verður ykkur og bókasöfnum ykkar vel borg- ið um alla framtíð. Ekki svo galið, hugsaði ég: Ef þú ekki getur sigrað þá, láttu þá sigra þig, og helg- ar ekki tilgangurinn meðalið? Það er mér löngu farið að skiljast m.a. af því fári sem nú gengur yfir land og þjóð með allri happa- þrenningunni með þátttöku jafn virðulegra og háleitra stofnana sem Háskóli íslands var. Nú hefur Lottó þjóðin tekið við af bóka- þjóðinni. En góðu fréttirnar eru þó þær að sem forðum blóta menn á laun: því hvort sem lestur er íþrótt eða ekki þá stunda tug- þúsundir íslendinga þessa hollu og upp- byggilegu dægradvöl allan ársins hring og þurfa hvorki til þess velli né hallir. Og þrátt fyrir dyggilega aðför hins sama opinbera og fyrr er nefnt í þessu rabbi að bókum, bókaútgáfu og bóklestri fer notkun almenn- ings á þjónustu bókasafna sívaxandi með hverjum degi. Hvað sannar það? Jú, að á Islandi býr enn dugmikil, bjartsýn og vel gefin þjóð, sem kann að nota sér hið ritaða orð til að efla andann og auðga mannlífið. Og forðast önnur hættuleg ávanaefni. Lest- ur er nefnilega líka ávanabindandi. Enn veit ég þó ekki til þess að lestrarfíklar hafi hrifsað veski af gömlum konum né rænt banka til að fjármagna útvegun bóka. HRAFN A. HABÐARSON. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 16. MARZ1996 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.