Lesbók Morgunblaðsins - 16.03.1996, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 16.03.1996, Blaðsíða 6
Kalaallit Nunaat Land fólksins EftirEIRÍKH. SIGURJÓNSSON og KRISTÍNUÁSTRÍÐI ÁSTGEIRSDÓTTUR AÐ ER undarlegt hversu Grænland virðist fjar- lægt okkur íslendingum. Sjaldan hugsum við um Grænland eða þjóðina sem þar býr en þeg- ar svo ber við eru hugmyndirnar oft skrýtnar og fullar af hindurvitnum. Raunin er sú að Grænland er heillandi land og menningar- saga íbúa þess er einstök og lærdómsrík. Grænland allt er heimskautaland, ólíkt ís- landi sem er sunnan heimskautasvæðisins. Heimskautasvæðin miðast við að meðalhiti hlýjasta mánaðar sé 10° C eða lægri. Þau einkennast af stuttum sumrum og miklum vetrarkuldum og er þvi' gróður og dýralíf þar með öðrum hætti en annars staðar. Fyrstu íbúar Grænlands komu þangað fyrir um 4000 árum. Menning þess fólks var aðlöguð heimskautinu en í gegnum árþús- undin breyttist menningin nokkuð og lagað- ist enn betur að þeirri náttúru sem Græn- land hefur að bjóða. Fólk sem tilheyrði svo- kallaðri Thulemenningu kom til Grænlands um árið 900 e.Kr., rétt um það leyti sem Eiríkur rauði og föruneyti hans settist að í landinu. Thulefólkið bjó fyrst á því svæði sem Thule tilheyrir nú, þ.e. norðarlega á vesturströnd Grænlands. Það notaði hunda- sleða, kajaka (veiðibáta) og umiaka (konu- og/eða flutningabáta) en þessir hlutir buðu upp á hreyfanleika. Ennfremur byggði þetta fólk sér smágerð hús úr grjóti og torfí sem það bjó í yfir vetrarmánuðina og eru leifar eins slíks húss m.a. við Bröttuhlíð. Thulemenningin breyttist lítið fram á þessa öld. Þeir Inúítar sem nú búa í Græn- landi eru komnir af því fólki sem bjó við Thulemenninguna. Og þótt Thulemenningin sé nú blönduð danskri menningu eru enn víða leifar Thulemenningarinnar sjáanlegar, t.d. í hugmyndaheimi og sögu Inúítanna auk þess sem enn eru smíðaðir húðkeipar líkt og í gamla daga og hundar eru látnir draga sleða um ísbreiður. Reyndin er sú að Inúítar hafa mikinn áhuga á gömlu menningunni sinni og gera margt til að forða henni frá gleymsku eða tortímingu. Orðið Inuit (ísl: Inúítar) þýðir „fólk" og í eintölu er það Inuk (ísl: Inúki), „maður". Hópar fólks sem skylt er Inúítum kalla sig líka „fólkið,". Orðið eskimói er af sumum talið komið frá indíánum í Norður-Ameríku og að það þýði „hrákjötsæta." Ef til vill má segja að orðið eskimói sé samheiti yfir þær þjóðir sem búa eða bjuggu á heimskauta- svæðunum, meðal annars Inúítana. En Inúít- unum líkar ekki eskimóaorðið og minna stöð- ugt á inúíta. Landið sitt, sem Eiríkur rauði nefndi Grænland, nefna Inúítar Kalaallit Nunaat, þ.e. „Land fólksins". Undir lok maímánaðar 1995 fór hópur Hópur mannfræðinema úr Háskóla íslands fór til Grænlands sl. vor og skoðaði fornar slóðir norrænna manna í Eystri- byggð, sunnarlega á vesturströndinni. Hér segir hinsvegar frá því sem fyrir augu bar á Grænlandi nútímans, í fjallaparadísinni Igaliko, Brattahlíð, Hvalseyjar- firði, Qaqortoq, Narsaq og víðar. mannfræðinema í vikuferð til Grænlands undir leiðsögn Haraldar Ólafssonar dósents í mannfræði við Háskóla íslands. Græn- lenska ferðaskrifstofan South Greenland Tourism skipulagði ferðinaog fulltrúi henn- ar, Salik Hard, heimsótti ísland og kynnti hópnum ferðatilhögunina til hlítar qg leið- beindi honum með útbúnað og fleira. I stuttu máli var ferðatilhögunin á þá leið að heim- sóttir yrðu fjórir staðir á Suður-Grænlandi. Flogið yrði til Narssarssuaq í botni Eiríks- fjarðar en þar biði bátur sem flytti hópinn til Narsaq. Dvalið yrði þar í tvær nætur en síðan lægi leiðin til Qaqortoq. Eftir þriggja daga dvöl þar myndum við sigla til Igaliko með viðkomu í Hvalseyjarfjarðarkirkju. JOKULTUNGUR teygja sig frá ísbreiðunni niður á inillí granít- i'jíiila. ísinn sverfur og mótar land- ið og firðirnar dýpka. Myndin er tekin nærri Eystri-byggð. VIÐ NARSSARSUAQ.. Nær éru nokkrir ísjakar komnir á land en handan fjarð- arins eru beitilönd. Orskammt frá þessum stað valdi Eiríkur rauði sér bólstað og nefndi Brattahlíð. MANNFRÆÐINEMAR úrHáskóla Islands virða fyrir sér stórbrotið iandsiag Grænlands. Myndirnar tók Eiríkur H. Sigurjónsson nema annað sé tekið fram.. Endapunkturinn yrði sleginn í Bröttuhlíð og gist þar í eina nótt áður en haldið yrði heim á leið. I þessari grein verður stiklað á nokkru því sem hópurinn upplifði. TlL Kalaallit Nunaat Þegar flugvélin tekur að nálgast áustur- strönd Grænlands má sjá ís með ströndum landsins svo langt sem augað eygir. Og ísinn þéttist er nær dregur landi. Við strönd Græn- lands mætast svo ísinn og háreist gráleit fjöll. Inni á milli fjallanna sjást víða ístungur skriðjökla en af ísbreiðunni miklu sem ein- kennir Grænland renna óteljandi skriðjöklar niður milli stórskorinnar strandarinnar. Þar sem skriðjöklarnir renna í sjóinn lyftast þeir og brotna í óteljandi ísjaka. Þetta ferli er sífellt virkt. Um 90% allra ísjaka á norður- hveli jarðar eiga upptök sín í þessum græn- lensku jökultungum og við Diskóflóa á vest- urströndinni verða til stærstu ísjakarnir, sumir allt að 100 metrar upp úr sjó. Þegar flogið hefur verið yfir ísjakafjöldann úti fyrir austurströndinni og yfir fjöllin og skriðjöklana við ströndina tekur við slétt ísbreiðan sem teygir sig norður út fyrir sjón- deildarhringinn. Isbreiðan er um 1,8 milljón ferkílómetrar og þykkust um miðbikið, um 3200 metrar. Til samanburðar má geta þess að Vatnajökull er um 8.400 ferkílómetrar og þykkastur um 1000 metrar. Við vestur- stróndina er ísinn ekki jafn þéttur og við austurströndina þótt víða séu ísjakaslæður í fjörðunum. Fyrsti áfangastaðurinn átti að vera Narss- arssuaq í botni Eiríksfjarðar en vegna þoku var ekki hægt að lenda þar svo flogið var í um klukkustund norður eftir vesturströnd- inni til Syðri-Straumfjarðar. I seinni heims- styrjöldinni byggðu Bandaríkjamenn þrjár flugbrautir í Grænlandi sem þjónuðu mílli- lendingum milli Labrador og íslands. Braut- unum var valin þannig staðsetning að ávallt væri hægt að nota eina þeirra þótt tvær þeirra væru lokaðar vegna veðurs. Þannig voru byggðar brautir í Ammasalik á austur- strönd Grænlands og í Syðra-Straumfirði og Narssarssuaq á vesturströndinni. Og reyndin er sú að þær eru sjaldan lokaðar allar í senn vegna veðurs. Flugvélin renndi sér niður milli fjalla og inn Syðri-Straumfjörð og settist á flugbraut- ina. Þegar út úr vélinni kom mætti okkur mikill hiti og framandi fólk. Andlit margra voru asísk ásýndum þótt sumir væru bland- aðir. Engu var líkara en við værum komin langt suður til Asíu, en þó vantaði ýmislegt inn í myndina s.s. eins og þróttmikinn græn- an gróður og raka í loftið auk þess sem ísjak- ar úti fyrir ströndinni stungu í stúf. Við biðum úti við litla flugstöð Syðri- Straumfjarðar ásamt mörgu fólki eftir því að þokunni í Eiríksfirði létti. Eftir þriggja stunda sólbað hóf svo stór Boeing-fugl Flug- leiða sig til flugs á ný og tók stefnuna á Narssarssuaq. Narssarssuaq Flugbrautin í Narssarssuaq var mest not- uð í seinni heimsstyrjöldinni af þeim þremur flugbrautum sem Bandaríkjamenn byggðu í Grænlandi. Þar byggðu þeir skála ýmiskon- ar, ratsjárstöð og bryggju og á stríðstíman- um var þarna bandarískt herstöðvarsamfé- lag. í Kóreustríðinu byggðu þeir upp spítala- bragga skammt frá flugstöðinni en svo virð- ist sem spítalinn hafi aldrei verið notaður. Danir tóku alfarið við stöðinni árið 1958 og fljótlega var hafist handa við að fjarlægja skálana og ýmsa hluti sem tilheyrðu stríðs- tímanum. Enn má þó sjá steyptar einingar síðan úr stríðinu og hótelið við Narssarssuaq og flugstöðin er hvort tveggja frá stríðstím- anum, a.m.k. að hluta. Handan fjarðarins, skammt frá þeim stað sem Bandaríkjamenn völdu brautinni, kaus Eiríkur rauði sér bólstað fyrrum sem hann nefndi Brattahlíð. En Brattahlíð var síðasti viðkomustaður okkar í þessari ferð og verð- ur því sagt frá honum síðar. NARSAQ Frá Narssarssuaq í botni Eiríksfjarðar þarf að fara með bátum eða þyrlum til ann- arra staða. Næsti bær frá flughófninni í Narssarssuaq er utarlega í Eiríksfirði, yst á Dýrnesi. Bærinn heitir Narsaq, sem þýðir „Sléttan", og var næsti áfangastaður okkar. Frá Narssarssuaq fór hópurinn með litlum, fallega máluðum stálbáti, Sapangaq að nafni, eða „Perlunni", sem danskur skip- stjóri, Erling að nafni, stjórnaði. Skipstjórinn sagðist hafa dvalið í Grænlandi í 29 ár og talaði með áfergju um náttúru Grænlands. Siglingin frá Narssarssuaq til Narsaq tók

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.