Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.1996, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.1996, Blaðsíða 3
l-BSBftg 11 (ö] 0 ® 0® 1! E10 ® S tD 11B Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Indriði G. Þorsteinsson varð sjötugur fyrirtveimur dögum og af því tilefni skrifar Gunnar Stefánsson bók- menntafræðingur um skáldið sem hann las ungur heima á Dalvík og segir síðan af kynnum sínum af verkum Indriða, allt frá Blástararsögunni til síðari bóka hans og fullyrðir að fæstir hinna yngri manna komist með tærnar þar sem Indriði hefur hælana í list sagnaskáldsins. Heims- mynd norrænnar trúar er hvergi sett fram í heillegri mynd en í Snorra-Eddu. Þetta verk Snorra hefur haft mikil áhrif á sögu og menningu Islendinga og ávalit verið lifandi rit með þjóðinni, segir Pálmi Agnar Franken kennari, sem skrifar um arfleifð Snorra. Guðfinna Halldórsdóttir var eyfirsk kona, ógift og barnlaus og tilheyrir hinum smáu og gleymdu. Hún flutti til Akureyrar 1862, varð lausakona þar í sífelldri ónáð af ótta við að hún yrði baggi á borgurunum. Hún þijózkaðist samt við; bjó i Fjörunni með móður Nonna rithöfundar. Sögu þessarar alþýðukonu skrif- ar Jón Hjaltason sagnfræðingur. SNORRI HJARTARSON Þjófadalir - brot - Hjarnbreiðan lykur sóllaus svöl og grá um svartan eyðidalinn, skolug á steypist í fossum fram um hamraþil flughátt og dökkt í úfinn löðurhyl, og yfir grúfa regnský rökkurgrá. Hér grær ei blað né blóm á fljótsins leið, það byltist niður urð og leir og snjó, og jökulhrönnin brotnar löng og breið við blakkan malarkamb í þungri ró, með hola dimma hella úr sendnum snjó. Það hnípir varða bleik sem skoluð bein við brimgrátt fljótið, vofuföl og ein, sem vofa manns er varðist einn í neyð og vökin opnum faðmi í snjónum beið; svo voveiflega vofuföl og ein. Hér vefur móðurfaðmi hlíðin há og hlúir ftjómild lífsins smæstu þjóð og allt í kring er auðnin köld og grá, ísköld og járngrá, slungin fölri glóð. Mín blómahlíð, mitt land, mín litla þjóðl Snorri Hjartarson fæddist á Hvanneyri 22. apríl 1906 og hefði því orðið niræð- ur eftir tvo daga. Ljóðið er birt af því tilefni. Snorri er eitt listfengasta skáld þessarar aldar á Islandi, meistari í túlkun náltúrumynda eins og fram kemur í Ijóðinu sem hér birtist. Skáldferill Snorra hófst með skáldsögu á norsku, en síðar gaf hann út fjórar Ijóðabækur og bókmenntaverðlaun Norðurlanda- ráðs hlaut hann 1981. Snorri lézt 1986. B B Um for- gangsröðun etta ljóta orð „forgangs- röðun“ er nú skyndilega á allra vörum. Ekki þarf að ijölyrða um ástæður þessa, þær þekkja allir. Framfarirnar í heilbrigð- isþjónustu virðast hafa ýtt heiibrigðiskerfinu fjárhagslega út á yztu nöf. Lausnarorðið er forgangsröðun. í orðinu felst að leysa megi vanda heilbrigðiskerfisins með því að raða verkefnum þess í skipulega forgangsröð. Ég er sannfærður um að forgangsröðun hefur engan slíkan töframátt og raunar held ég að í þessu hugtaki felist varhugaverður hugsun- arháttur. Mér detta í hug þtjár ástæður til þess að hafa áhyggjur af forgangsröðun. I fyrsta lagi virðist það felast í hugmynd- inni um forgangsröðun að sumir sjúklingar muni eiga greiðari aðgang að meðferð en aðrir. Það virðist við fyrstu sýn vera eðlilegt og skynsamlegt. Þannig sé sjálfsagt að láta meðferð á lífshættulegum sjúkdómum á borð við bráða hjartabilun ganga fyrir meðferð á langvinnum sjúkdómum eins og gigt eða bakveiki sem kreijast ekki aðgerðar þegar í stað. Vandinn er hins vegar í því fólginn að í umræðunni um forgangsröðun er oft gefið í skyn að þeir sjúklingahópar sem lenda aft- ast í forgangsröðinni eigi alls enga meðferð að fá. Þetta viðhorf hefur valdið ótta hjá almenningi, einkum hjá hópum sem standa höllum fæti í samfélaginu, svo sem meðai aldraðra og fatlaðra. Þótt flest rök hnígi að því að þessi ótti sé að mestu ástæðulaus, þá er það mikilvægt markmið að haga um- ræðunni þannig að þegnum samfélagsins standi ekki ógn af. Þetta bendir til þess að sjálf raðarhug- myndin sé villandi. Þessi línulega hugsun gefur í skyn að aðgengi manna að heilbrigð- isþjónustunni verði sett upp í eina allshetjar biðröð. Sumir muni fá toppþjónustu þegar í stað, aðrir þurfi að bíða mislengi í röðinni og enn aðrir munu aldrei ná í hús. Fyrir utan það að gefa algjörlega ranga mynd af því verkefni sem framkvæma þarf, felur þessi hugmynd í sér slæmar viðmiðanir fyr- ir heilbrigðisstefnu yfirleitt. Hún elur á þeirri ríkjandi hugsun að þau bráðatilfelli sem liggja vel við tæknilegri heilbrigðisþjónustu eigi að hafa skilyrðislausan forgang miðað við bæði heilsuvernd og heilbrigðisþjónustu við þá sem þarfnast einkum umönnunar og endurhæfingar. Þetta er bæði óskynsamlegt ogóréttlátt. í öðru lagi kann forgangsraðarhugsunin að beina sjónum okkar frá vandamálum sem brýnast er að leysa, en þar á ég við með- ferð íjármuna í heilbrigðiskerfinu og skipu- lag heilbrigðisþjónustunnar. Mér finnst það út af fyrir sig athyglisvert að þeir sömu læknar og hafa barizt hatrammlega gegn breyttu skipulagi heilbrigðisþjónustu - svo sem til að efla heilsugæzluna en draga úr þjónustu sérfræðinga - ganga fúslega í lið með stjórnvöldum þegar ræða skal forgangs- röðun. Þessi afstaða virðist benda til þess að læknar vilji frekar styðja aðgerðir sem kunna að bitna á sjúklingum heldur en skipu- lagsbreytingar sem kynnu að hrófla við for- réttindum þeirra sjálfra. Sé gengið út frá þeirri forsendu að hlutverk heilbrigðisþjón- ustu sé að efla heilbrigði og betjast gegn sjúkdómum, fer vart á milli mála að leita verði allra leiða til þess að endurskipuleggja heilbrigðiskerfið og hagræða í rekstri þess áður en farið er að neita lasburða fólki um heilbrigðisþjónustu. Þetta felur það í sér að ekki má ganga útfrá því að spilin séu rétt gefin áður en farið er að forgangsraða. Ef vitlaust er gefið er upphafsstaðan röng og því verður að huga að möguleikum þess að stokka kerfið upp áður en settar eru fram tillögur um hvaða sjúkdómstilvik eigi að hafa forgang. í þriðja lagi kann umræða um forgangs- röðun í heilbrigðiskerftnu að beina sjónum okkar frá meðferð opinbers fjár á öðrum sviðum þjóðlífsins. í þessu ljósi er það athygl- isvert að sá stjórnmálaflokkur sem hæst hefur látið um sóun almannafjár í landbúnað- inn hafí einbeitt sér að atlögum að heilbrigð- iskerfinu þegar á reyndi. Aður en gengið er lengra í niðurskurði í heilbrigðiskerfínu eða forgangsröðun innan þess verða stjórn- málamenn að gera það upp við sig hvort þeir ætla - svo dæmi séu tekin - að láta sérhagsmuni bænda og útvegsmanna ganga fyrir hagsmunum almennings. Það er óverj- andi að draga úr gæðum heilbrigðisþjónustu - sem ótvírætt þjónar almannahag - meðan sóun almannafjár í þágu þröngra pólitískra sérhagsmuna viðgengst á öðrum sviðum samfélagsins. Því er oft haldið fram að þjóðin geti ekki leyft sér að eyða stærra hlutfalli útgjalda sinna til heilbrigðisþjónustu. Ljóst er að ákveðið verðmætamat liggur þessari afstöðu til grundvallar. Það stendur hvergi skrifað í skýin hversu hátt þetta hlutfall á að vera og þjóðin - valdhaftnn í lýðræðisríki - hefur aldrei verið spurð að því eða gert það upp við sig. Þó eru ýmsar vísbendingar um að þjóðin sé reiðubúin að halda uppi öflugu heilbrigðiskerfi. Einn vandinn er hins vegar sá að stjórnarhættir í þessu landi koma skipu- lega í veg fyrir að lýðræði nái fram að ganga. Stór hluti þingmanna stundar skammsýna fyrirgreiðslupólitík sem gerir það að verkum að fíármunum er oft sóað í verkefni sem nýtast illa fyrir þjóðarheildina. Þetta á bæði við um það fjármagn sem fer til annarra málaflokka en heilbrigðisþjónustu og um uppbyggingu heilbrigðisþjónustunnar sjálfr- ar, þar sem margar óskynsamlegar ákvarðan- ir hafa verið teknar. Hér verður líka að hafa í huga að fjár- magn til ýmissa annarra málaflokka en heil- brigðisþjónustu geta eflt heilbrigði og dregið úr sjúkdómum meðal landsmanna. Öflugt atvinnulíf, öruggar samgöngur og gott menntakerfi geta til dæmis hvert um sig skapað skilyrði fyrir heilsuvernd með því að draga úr atvinnuleysi, minnka slysatíðni og upplýsa þegnana. Þetta sýnir hve erfitt getur verið að eyrnamerkja sérstaklega þá fjár- muni sem nýtast til heilbrigðismála. Einn mikilvægasti þáttur heilbrigðisstefnu eru for- varnir og þær verða ekki skipulagðar af skyn- semi nema heildstætt rnið sé tekið af sem flestum þáttum samfélagsins. í ljósi þessa má segja að hæpinn ávinningur gæti orðið af því fyrir heilbrigði þjóðarinnar ef framlög til heilbrigðismála væru aukin á kostnað menntamála, svo dæmi sé tekið, því fólk er færara um að taka ábyrgð á eigin heilsu eftir því sem það er betur menntað. í ljósi þessara atriða legg ég til að í þeirri umræðu sem nauðsynlegt er að fari fram um úrbætur á vanda heilbrigðisþjónustunnar verði fremur talað um heilbrigðisstefnu en forgangsröðun. Og þetta er ekki bara spurn- ing um orðalag og hugsunarhátt, því takist okkur að móta skynsamlega heilbrigðisstefnu getum við komizt hjá mörgum þeint óheilla- vænlegu ákvörðunum sem forgangsröðun fæh t ser. VILHJÁLMUR ÁRNASON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 20. APRÍL 1996 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.