Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.1996, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.1996, Blaðsíða 5
ÚR kvikmyndinni 79 af stöðinni. Róbert Arnfinnsson og Gunnar Eyjólfsson í hlutverkum sínum. ræns stílsháttar og því hversu liðlega höf- undur færir sig á milli hlutlægrar og hug- lægar lýsingar. Tökum sem dæmi stuttan kafla úr sögunni Heiður landsins í Þeir sem guðirnir elska. Sviðið er dregið upp í fáum dráttum og síðan sett á hreyfingu: Gistihúsið Brattahlíð stóð undir heiðinni að norðan. Það var þrifalegt hús oggljámál- aðir bensíngeymar olíufélaganna stóðu í röð á breiðu hlaðinu. Bak við gistihúsið voru peningshús og gróðurhús og ekki langt frá stóð gamalt samkomuhús við nýja sundlaug og kartöfluflög til hliðar sundurskorin af heitum lækjum frá uppsprettunni ofar í heiðinni. Daníel ók rösklega í hlaðið og sveigði þunga bifreiðina í stórum boga upp að bensíngeyminum. Hann hratt hurðinni upp og steig út í sólskinið. Það var heitt en hann vissi það mundi kólna bráðlega; á þessum tíma dags fór að blása af hafi í Bröttuhlíð. Hár og grannur maður kom heiman frá húsinu. Þetta líkist kvikmynd. Við sjáum ef að er gáð hve nákvæmlega textinn er unninn. Fyrst kemur fjarmynd; gistihúsið undir heiðinni og bensíngeymamir fyrir framan sem valda því að bílstjórinn stansar. Síðan hvarflar augað umhverfis, bak við gistihús- ið til peningshúsa, samkomuhúss og sund- laugar sem verður raunar aðalsvið sögunn- ar. Þessu næst ekur bílstjórinn rösklega inn í kyrralífsmyndina, hann sveigði bifreiðina i stórum boga, hratt upp hurðinni og steig út í sólskinið. Einungis val sagnorðanna sýnir hve kunnáttusamlega er stílað. Og þegar þarna er komið má söguhöfundur flytja sig inn í hugarheim bílstjórans: Hann vissi það mundi kólna bráðlega. Sagan í fásinninu lýsir leiða manna í samfélagi þar sem ekki gerist neitt: Tveir menn láta brennivínsflösku ganga á milli sín og tala um kvenfólk, Dóri ekur fullur og drepur kött, vekur eiganda hans upp um hánótt til að bjóða bætur og kaupa bensín. Þegar fullnægingu hvatanna sleppir ‘hafa menn ekkert við að vera: „Ég segi enn: þeir ættu að sjá til þess kæmu almin- legar stelpur í sveitina. Þeir í pólitíkinni tala um fólksflótta og rafvæðingu og ný- býlasjóði: hvað stoðar það.“ Hér er komin áþekk mannlífsmynd og lesendur Indriða þekkja best úr Landi og sonum. - Þriðja smásagnasafnið var Mann- VIÐ kvikmyndun á Landi og sonum, 1980. aðist ekki menningarvitum og alþýðuvinum í Reykjavík. Þeir sem mest gerðu úr Hemingwaystæl- ingunni létu í það skína að Indriði hefði lítið fram að færa frá sjálfum sér, klæddist einungis lánsflíkum. Meir að segja fundu menn út að hesturinn í Mælifellshnjúk væri stældur eftir hlébarða í Kilimanjaro hjá Hemingway. Er þó sagan um hestinn í Hnjúknum arfsögn í Skagafirði. Það var furðuleg glámskyggni að sjá ekki að í Sjötíu og níu af stöðinni tókst Indriða að nýta í eigin þágu þá stíltækni, sem hann hafði numið, skapa verk sem gætt er persónulegu inntaki, mótað og meitlað af því innsæi og listfengi sem skil- ur milli feigs og ófeigs. Þessu gerðu glögg- ir og smekkvísir bókmenntamenn sér auð- vitað grein fyrir, eins og Þórarinn Guðna- son læknir sem skrifaði ritdóm undir fyrir- sögninni „Rösklega skrifuð saga“. Hann segir: „Mönnum hefir orðið tíðrætt um stíl þessarar sögu. Hann er sagður fenginn að láni hjá erlendum meistara, og víst hefir mörgu verið logið meira en því, að höfund- ur hennar sé undir áhrifum mikils töfram- anns. í rauninni er ekkert við það að at- huga, þótt ungir höfundar gangi á reka og gerist djarftækir til efniviðar, en Indriði hefði vel getað dregið viðinn heim eftir að skyggja tók og telgt hann ofurlítið meira til, áður en hann smíðaði úr honum fram- hlið og forstofuhurð ... Vonbrigði þau, sem ýmsir hafa orðið fyrir við lestur þessarar sögu, má sennilega rekja til þess, hversu hvatvíslega hún var auglýst fyrirfram. En þarflaust er að láta höfundinn gjalda þess, og álíti einhveijir, að I.Þ. sé hermikráka og annað ekki, skal þeim einungis ráðlagt að lesa bókina betur.“ Um Sjötíu og níu af stöðinni hefur margt verið skrifað og hún hefur komið oftar út en aðrar bækur höfundarins. Ástæðan tik þess hve vel sagan hitti í kviku margra lesenda var sú að með henni tókst Indriða að bregða upp skýrri mynd af lífsvanda sem margir þekktu af sjálfs reynslu. Það er til- finning þess sem rifinn hefur verið upp úr jörð átthaganna og verður að finna sér nýjan jarðveg. Á rithætti sögunnar má sums staðar sjá nokkur áreynslumerki og tilgerð eins og títt er hjá ungum höfundum. En kannski verður hún flestum lesendum rík- ust í minni af skáldsögum Indriða, enda þótt aðrar séu skrifaðar af þroskaðri stíl. Enn Um Smásögur - Dæmi Um Stíl Stílþróun Indriða er annars merkileg. Næst á eftir Sjötíu og níu af stöðinni kom smásagnasafnið Þeir sem guðirnir elska (1957). Þar sýnir höfundur aukið vald á smásagnaforminu og persónulegri stíltök en fyrr. Sögur eins og Áð enduðum löngum degj, Heiður landsins, í fásinninu og Eftir stríð eru hver annarri betri. Þekktust er sú fyrsttalda, sagan af feiga bóndanum sem er á heimleið til að deyja. Hér sem víðar notar Indriði bílinn sem eins konar hlut- gervingu mannsins, samsamar hann mann: legri harmsögu. Þetta gerði hann líka í Sjötíu og níu af stöðinni eins og frægt er. En í smásögunni dregur hann upp um- hverfismynd af mikilli natni og lætur glitta í sögu milli línanna; slík er list smásögunn- ar. Smásögur Indriða eru vel fallnar til að athuga og skýra frásagnarhátt höfundar- ins, hina nærfærnu, stílfærðu raunsæisað- ferð sem hann hefur ræktað og nýtur sín hvergi eins vel og í bestu smásögum hans. Aðferðin byggist á markvissri beitingu sjón- þing( 1965), ellefu sögur. Þetta er ekki síðra safn en Þeir sem guðirnir elska; ég nefni hér þijár sögur, Dagsönn við ána, bernsku- minning frá réttardegi í sveit, nátengd Landi og sonum, Hófadynur um kvöld og Vor daglegi fiskur. Sú síðastnefnda er ljós- lifandi þorpsmynd, með bílstjóra í sjpnarm- iðju eins og oftar hjá höfundinum. í Hófa- dyni um kvöld er sjálf sagan löngu að baki; tveir menn á hóteli og annar rifjar upp tuttugu ára gamalt ástarævintýri. Eftir Mannþing leið tuttugu og eitt ár án þess að Indriði gæfi út smásagnasafn. í millitíðinni kom ágætt úrval úr sögum hans sem Helgi Sæmundsson gerði, Vafur- logar (1984). Þar eru tólf sögur úr fyrri bókum höfundar og þijár að auki sem birst höfðu í tímaritum. Ein þeirra er meðal snjöllustu smásagna Indriða, Lífið í bijósti manns, sagan um Mýrarhúsa-Jón og hest- ana hans sem konan seldi og þá má einu gilda um bæinn, enda brennur hann ofan af Jóni drukknum. Önnur saga í Vafurlog- um er Aprílsnjór. Hún er efnislega hliðstæð skáldsögunni Unglingsvetri og gæti raunar heitið sama nafni, frásögn af unglingi sem fer í fyrsta sinn að heiman til vetrardvalar í skóla. í sögunni er ágæt svipmynd af því hvernig Reykjavík kemur sveitapilti fyrir sjónir. Árið 1986 kom stórt smásagnasafn frá Indriða, Átján sögur úr álfheimum. Þetta eru nokkuð misgóðar sögur, en sumar i fremstu röð sagna hans að hárfínni stíltil- finningu, eins og Morgunn á brúnni og þó einkum Símtal yfir flóann. - í smásagna- bókum höfundarins er alls að finna fimm- tíu og eina smásögu, en þijátíu og tvær þeirra hefur hann tekið upp í ritsafn sitt, Fyrstu sögur og Seinni sögur (1992). Rit- safnið færir mönnum heim sanninn um, hafi þeir ekki vitað það áður, að Indriði er smásagnahöfundur í allra fremstu röð. Úr safninu má raunar sakna góðra sagna sem iar hefðu átt áð vera. En höfundurinn held- ur áfram að skrifa smásögur og hafa tvær birst nýlega hér í Lesbókinni. SeinniSkáldsögur í viðtali við Valgeir Sigurðsson frá 1975 segir Indriði að sér finnist Sjötíu og níu af stöðinni vera fullrædd saga, „henni er fullriðinn hnútur," segir hann, og ef til vill er það rétt. Nú er sagan orðin að nokkru leyti sögulegt plagg, en vel lifandi samt; það sannaðist síðast í fyrra þejgar flutt var ný útvarpsleikgerð hennar. I fyrrnefndu viðtali kveðst Indriði játa að vegna æsku sinnar sé sagan skrifuð á mörkum þess sem leyfilegt sé að segja á yfirborðinu án þess að sagan verði sentimental. „Þetta eru ákaf- lega viðkvæm mörk, og við mörg vandamál að stríða í textanum, ef takast á að hindra það að fara yfir í væmni.“ Á þessum við- kvæmu mörkum hrærist sagan. Höfundurinn hefur greinilega áttað sig á hversu mjótt gat verið á mununum; það sést á því að átta ár liðu þar til hann gaf aftur út skáldsögu, Land og syni (1963). Hún er að efni til eins konar forsaga Sjö- tíu og níu af stöðinni. Hér segir frá feðgum í sveit á kreppuárunum. Sagan gerist á nokkrum haustdögum; sonurinn, Einar, fer í göngur, en á meðan veikist faðir hans og deyr. Einar hefur misst trú á búskapnum því að föðurarfurinn er skuld í kaupfélag- inu. Hann ákveður að selja jörð og bústofn og yfirgefa' allt sem honum er kært. Jafn- vel stúlka á næsta bæ sem elskar hann getur ekki fengið hann til að vera kyrran I sveitinni. Að stíl táknar Land og synir verulega breytingu og meiri myndugleika höfundar- ins. Hún er þrautvönduð að gerð. Stíllinn er mýkri, fyllri og skýrari en fyrr, sjón- gáfan þroskaðri. „Margar myndir Lands og sona eru dýrmæt listaverk; og raunar hygg ég að fegurri prósi sé ekki ritaður hér á landi en sá sem lesinn verður í einstök- um lýsingarköflum þessarar sögu,“ sagði Bjarni Benediktsson frá Hofteigi í ritdómi. Samtölin settu menn hins vegar fyrir sig og át hver eftir öðrum að þau væru „óeðli- leg“, eins og sagan ætti að vera frumstæð raunsæiseftirlíking. Hitt er ljóst að það hattar fyrir í stíl milli lýsinga og frásagnar annars vegar og samtala hins vegar. í seinni sögum höfundar er fullt jafnvægi komið á og Indriði orðinn ótvíræður meistari stíls síns. Land og synir er sögulega skoðað megin- verk Indriða G. Þorsteinssonar og geymir kvikuna í skáldskap hans. í henni er fólgin lifuð reynsla sveitamannsins. Ef til vill eig- um við enga sögu sem betur túlkar hin sársaukafullu líftengsl við landið og gamla sveitamenningu, á því skeiði þegar þessi tengsl eru að trosna og rakna hjá stórum hluta þjóðarinnar. Land og synir er ekki þjóðfélagsádeilusaga, því síður uppreisnar- saga eins og haldið var fram þegar átti að sýna pólitíska þróun höfundarins „frá upp- reisn til afturhalds.“ (Vésteinn Ólason). Það er markverð ábending hjá Hallberg Hall- mundssyni í ritgerð um sögur Indriða, að Land og synir er persónusaga með þjóðfé- lagslegu ívafí, ekki öfugt, - saga um tvo sonu landsins, feðga, sem báðir unna því. Straumur tímans ræður því aðeins að sá yngri tekur aðra stefnu en faðirinn. Mynd feðganna í sögunni speglar tíðarandann og breytingar þjóðfélagsins. Yfir sögunni allri er mildur hausttregi. í næstu skáldsögu, Þjófi íparadís (1967) bregður Indriði upp nokkuð fegraðri mynd sveitarinnar. Sagan er í rauninni öll í björt- um lit og skortir því nokkuð á dýptina, þótt hún sé afbragðsvel skrifuð, líklega jafnbest af öllum skáldsögum höfundarins. Hins vegar sýnir hún líka takmarkanir hans, að staðnæmast við ytri lýsingar. Hið illa, í framferði þjófsins Hervalds í Svalvogum, kemur inn í samfélag sögunnar eins og óskiljanlegt eyðingarafl, höggormurinn í Edensgarð. í þessari sögu er drepið á hin myrku meginlönd mannshugans, en lýsing LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 20.APRIL1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.