Lesbók Morgunblaðsins - 11.05.1996, Page 1
O R G U N
L A Ð S
S tofnuö 192 5
18. tbl. 11. mai 1996— 71. árg.
Ljósmynd: Christian Mehr.
Varpið á
Laxamýri
ÆÐARVARPIÐ á Laxamýri á sér langa
sögu, en í tíð Sigurjóns Jóhannessonar
var vegur þess mestur þá hann sat jörð-
ina á síðari hluta 19.aldar. Hann lét ós-
part skjóta varginn, erni, hrafna, svart-
Þegar líður á vorið fer
blikinn. Æðarungarnir
taka að skríða úr eggjum
og í móðurfylgd út á ána.
Stórar breiður unga og
mæðra myndast og láta
berast norður eftir ánni
hægt og hægt. Þegar
kemur norður á Mjósund
í nánd við Æðarfossa,
stíga sumir hóparnir á
land.
Eftir ATLA
VIGFÚSSON
baka og vali og lagði fé til höfuðs þeim.
Hann lét hætta að beita hólmana og óx þá
víðirinn sem veitti fuglinum skjól og eggja-
taka var minnkuð. Allt þetta stuðlaði að
fjölgun fuglsins.
í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls
Vídalíns segir að Laxamýrarvarpið hafi
gengið til rýrðar og hlunnindi af því ekki
teljandi, en þá var vitað að varp hafði verið
þar lengi enda bendir örnefnið Æðarfossar
til þess að þarna hafi verið varp frá fyrstu
tíð.
Um eggver þetta hefur margt verið skrif;
að sem hér er rifjað upp og gluggað í minn-
ingar fólks sem ólst upp við „úið“ í fuglinum.
„Varpið er sá þáttur í búskaparsögu jarð-
arinnar sem teljast verður stór frá fyrstu
byggð á staðnum," segir Hallgrímur Jónsson
í bók sinni um Laxamýri.
„Snemma í maímánuði tekur æðarfuglinn
að fljúga norðan frá Skjálfandanum og suð-
ur á Mýrarvatn ef tíð er skapleg. Kollurnar
fara þá að laga til í hreiðrum sínum og blik-
arnir að þéttsitja eyjabakkana, einkum í
Lang og Stórey. Þegar varpið er komið á
skrið er þörf á að ganga það til umhirðu.
Mannshöndin tekur hóflega úr hreiðrum
sem margt er í en fyrir kemur að tvær eða
jafnvel þijár kollur verpi í sama hreiðrið þar
Ljósmynd: greinarhöfundur.
SNEMMA í maímánuði tekur æðarfuglinn að fijúga norðan frá Skjálfandanum
og suður á Mýrarvatn ef tíð er skapleg. Kollurnar fara þá að laga til í hreiðr-
um sínum og blikarnir þéttsitja egjabakkana.
sem þéttast er varpið. Gamlar og ráðsettar
æðarkollur sitja á hreiðrum sínum sem
fastast þótt um sé gengið og sumar þó þeim
sé strokið.
Hríðar og votviðri eru oft þess valdandi
að mikið verður afrækt af hreiðrum. Mikil
hitatíð getur valdið hinu sama en þá hækk-
ar í Laxá svo að hreiðrin flæðir, einkum í
Stórey þar sem láglendast er inn til eylendis-
ins.
Þegar líður á vorið fer blikinn. Æðarung-
arnir taka að skríða úr eggjum og í móður-
fylgd út á ána. Stórar breiður unga og
mæðra myndast og láta berast norður eftir
ánni hægt og hægt. Þegar kemur norður á
Mjósund í nánd við Æðarfossa, stíga sumir
hóparnir á land vestan ár ofan fossanna og
ganga niður að Breiðu, þar sem haldið er út
á ána að nýju og aftur gripið til sundfitjanna.
Veiðibjöllur sveima þegar hér er komið,
hlakkandi yfir bráð sinni á leið ti! sjávar
og þar hverfa oft ungar í vargaginin.
Áðrir hópar unga og mæðra fara niður
vestari fossakvíslarnar. Slysist ungar i
austustu fossana sleppa þeir trauðla lífs
úr straumkastinu. Þriðja leið téðra hópa
liggur upp á austurbakka Mjósunds þar sem
sneitt er hjá fossunum með því að ganga
norður yfir Ærvíkurhöfða og á sjó út í
Litlusaltvík.
Þessi síðastnefnda leið er sporadrjúg
stuttstigum fótum og ef síðla dags eða und-
ir kvöld er lagt upp í hana, má sjá æður
og unga nátta sig á Ærvíkurhöfðanum,
yfir hengiflugi Ærvíkurbjargs.
Frá ómunatíð hafa ábúendur Laxamýrar
reynt að veija varpeyjarnar fyrir vargi. Á
lyngigrónu holti norðvestur af hinu forna
túni Laxamýrar stóð kofi sem var kallaður
Vökukofi. Af honum dró holtið nafn. Þar í
kofanum hélt maður vöku sinni um nætur
yfir varptímann. Hafði hann byssu að vopni
og beindi gegn vargi svo sem tófum, hröfn-
um, fálkum og örnum. Þá var minna um
svartbakinn og minkar ekki til sögunnar
komnir á landi hér.
Ernir verptu til forna í klettadragi er
Össur nefnist og skagar upp undir Ærvíkur-
bjargi norðarlega. Það er fyrir landi Saltvík-
ur. Össur er umflotinn sæ á flóði en gengur
á lágijöru og er þá farið sunnan frá Laxár-
ósi og norður með og undir Ærvíkurbjargi.
Leiðin er ekki hættulaus sakir grjóthruns.
Innflutta plágan, minkurinn, er skæðasti
vargurinn og nú verður að leita minka í
Laxamýrarhólmum áður en varpið hefst og
má segja að hann sé erfiðasti vágestur
varpsins í dag.
Vinna ekki lítil var að annast dúntöku
fyrir, en einkum eftir útungunina. Til þess
starfa þóttu vel liðgeng stálpuð börn. Dúnn-
inn var þurrkaður heima við og að því búnu
geymdur til hreinsunar sem venjulega fór
fram fyrri hluta vetrar.
Fjórir karlmenn bættust þá í hóp heimilis-
fólksins og hreinsuðu dúninn í svonefndu
Dúnhúsi sem stóð í lægðardragi suður af
bæjarhúsum og um leið neðan svokallaðrar
Litlumýrar. Stóð dúnhreinsunin yfir 4-5 vik-
ur.
Að aflokinni hreinsun í Dúnhúsinu var
fínast ruslið sem lítið var tínt úr honum í
húsum inni, aðallega af kvenfólki og börn-
um, því ekkert mátti sjást af óhreinindum."