Lesbók Morgunblaðsins - 11.05.1996, Síða 3
MfgPrtg
dlö] g] [5] [u| ® GE) IH 0 n ® [T] ® B
Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík.
Vorid
er komið og ungar skríða úr eggjum, þar á meðal
æðarungar og kollurnar taka þá með sér út í
strauminn, en blikarnir hverfa frá. Þetta er við-
kvæmt líf, vargurinn sveimar yfir, og_á varpjörð-
inni verður bóndinn að vera vakandi. Á einni
mestu hlunnindajörð landsins, Laxamýri í Þíngeyj-
arsýslu, er æðarvarp og um það og dúntekjuna
að fornu og nýju skrifar Atli Vigfússon, bóndi á
Laxamýri.
Þróun
lofthernaðar, er heiti á grein eftir Friðjón E. Jóns-
son. Þar er rakið hvernig byijað var að nota flug-
vélar til könnunar í fyrri heimsstyrjöldinni. í þeirri
síðari var flugvélin búin að fá vægi sem geysilega
mikilvægt hernaðartæki og flestir þekktu þá fræg-
ar vélar eins og Spitfire, Hurricane og Messersc-
hmidt, sem nú eru áhugaverðir forngripir við hlið-
ina á hinum nýjustu huliðsvélum.
Barok
var stíll í húsagerð, klæðnaði og myndlist, sem
mótaðist af íburðarmiklum glæsileika, einkum á
17. öldinni. Módernisminn á þessari öld er and-
stæða þessa stíls, en nú þykjast menn sjá nýtt
barok í húsum bandaríska arkitektsins Franks
0. Gehrys, sem er höfundur athyglisverðra nýrra
bygginga í Hollandi og Þýzkalandi.
JÓN HELGASON
Vordagur
Hve skín, þarsem spornarðu flugstígu himna, þitt fax,
ó fákur, sem glóbjartur dregur hið lýsandi hjól!
æ hærra þú stefnir, unz allt það sem örbjarga kól
er umvafið hlýju frá geislum hins vorlanga dags.
Hve vanmegna drúpir nú vetrarins hrímkalda sax,
hve vesalleg reynast um síðir hans pyndingatól,
er óðfluga brunar um loftið hin signaða sól,
við sigurför hennar þau sljóvgast og bráðna sem vax.
Lát streymast úr brunnum hjarta míns, ljóðsins lind,
í léttstígum kliði sem falli við þíðunnar söng!
Þú aflþrota kvistur sem áður lást krepptur í þröng,
rís upp til að seilast í bláhvolfsins ljós og vind!
Og reika þú, vordís, um hugar míns hallargöng!
Eg heyri þitt skóhljóð og sé þína ljúfu mynd.
Jón Helgason, 1899-1986, var frá Rauðsgili í Borgarfirði, en bjó lengstan hluta
ævinnar í Kaupmannahöfn, þarsem hann var textafræðingur, forstöðumaðurÁrna-
safns og prófessor í norrænum fræðum við Hafnarháskóla. Eina Ijóðabók hans,
Úr landsuðri, kom út 1939.
B
B
Atvinnulíf
og ekkert líf
Fyrir nokkrum árum var ég
einhveiju sinni sem oftar
staddur þar hjá sem menn
ræddu atvinnulíf þjóðar-
innar yfir kaffibolla. Þar
kom í umræðunum að mig
langaði að láta mitt daufa
ljós skína — sem reyndist
eitt margra frumhlaupa minna í lífinu. Skipti
engum togum að einn ræðuskörungurinn
leit á mig með ægilegum fyrirlitningarsvip
og spurði með þjósti hvað ég ætlaði mér
eiginlega upp á dekk, sjálfur ríkisstarfsmað-
urinn og ómaginn. Þessi gullkorn mannsins
vöktu þegar í stað mikinn fögnuð annarra
viðstaddra.
Mér krossbrá vitaskuld en lét það ekki
sjást eins og háttur er hraustra manna af
fornfrægu víkingakyni. Ég tilkynnti við-
stöddum að ég væri búinn að vinna eins og
vitlaus maður í 30 ár og gerði nú tilkall til
að vera fullgildur limur í atvinnulífinu. Þetta
þótti engum vel mælt og fékk ég að launum
aðhlátra og háðsglósur. Ég sá á sumum við
borðið að þeir fundu til með mér innst inni
fyrir þessa heimsku sem nú opinberaðist svo
lítt dulin.
Eftir því sem umræðurnar ágerðust kom
nú æ betur í ljós að mikil vinna manna
væri engin trygging þess að maður heyrði
til atvinnulífi þjóðarinnar. Til er hugtak sem
hvergi er skráð neinnar merkingar, hugtak-
ið að vera í atvinnulífinu. Sá sem þetta rit-
ar er kennari og slíkt atferli er víst, heyrð-
ist mér við hringborðið, svo óralangt frá
því að teljast atvinnulíf að sumum við-
staddra varð beinlínis orðfall. Raunar full-
yrti einn viðstaddra hringborðsriddara að
ég hefði komist einna næst því að teljast í
atvinnulífinu þegar ég var handlangari fyrir
smiði sem unglingur í skólaleyfum.
Eins og alkunna er getur manni sárnað
og ég lét það eftir mér en reyndi þó allt
hvað ég mátti til að fá þessa góðu menn til
að fallast á að ég heyrði atvinnulífi þjóðar-
innar til en allt kom fyrir ekki. Maður sem
handléki penna og krít og umgengist nem-
endur væri síst til þessa sæmdarheitis fall-
inn. Sæmdarheitis, ritaði ég. Það kom nefni-
lega þegar í ljós að viðmælendur mínir
töluðu um þetta undarlega kvikindi, atvinnu-
lífið, af svo mikilli lotningu að engu var lík-
ara en að um væri að ræða trúarbrögð frem-
ur en störf. Ég fékk sem sé að vita heil
ókjör um „skilyrði atvinnulífsins", „ástand
atvinnulífsins", „vaxtarbrodda atvinnulífs-
ins“ og ég veit ekki hvað.
Ég hef lengi haft mikinn áhuga á merk-
ingum íslenskra orða, merkingarbreytingum
og öðru sem snertir notkun þeirra í munni
manna. Síðan fundum mínum og þessara
atvinnulífsmanna bar saman hef ég marg-
oft orðið þess var að þeir höfðu rétt fyrir
sér en ég rangt. Ég hef einnig ekki komist
hjá að veita því eftirtekt að það „að vera í
atvinnulífinu" verðskuldar slíka lotningu að
menn setja gjarna upp væminn helgisvip
er þess er getið, líta til himins og slá saman
hælum svo við hinir, sem vinnum eins og
vitlausir án þess að vera í atvinnulífinu,
fáum hellu fyrir eyrun.
Nú veit ég að lesendur mínir eru farnir
að hugsa með sér að helv ... maðurinn ætli
nú enn einu sinni að fara að vatna músum
vegna launa kennara. Það ætla ég hins veg-
ar ekki að gera nú, heldur bera hann minn
og minna í hljóði um sinn. Samt kemst ég
ekki hjá því að nöldra svolítið vegna þess
óréttlætis heimsins sem hvarvetna blasir við.
Nú er það svo að í skóla mínum starfar
feikigott bókasafn allmikið að vöxtum. Þetta
bókasafn er stærst sinnar tegundar í land-
inu og sinnir nemum Kennaraháskóla ís-
lands, kennurum skólans öllum auk mikils
fjölda starfandi grunn- og framhaldsskóla-
kennara og margir fleiri leggja leið sína í
safnið í þekkingarleit. Útlán safnsins eru
gríðarleg og innkaup einnig enda brýnt að
safninu berist jafnan allt það nýjasta efni
sem varðar kennslu- og uppeldismál, bækur
jafnt sem tímarit. Við safnið starfa fjórir
bókasafnsfræðingar auk lausafólks. Bóka-
safnið er ákaflega vel rekið og þjónusta öll
annáluð.
Ég býst við að lesendur mínir sjái fyrir
sér himinháar upphæðir vegna þessa um-
fangsmikla reksturs, kannski hundruð millj-
óna á ári. Nei, öðru nær. Raunar er öll
þessi starfsemi rekin fyrir svo lítið fé að
finna má nokkra bankastjóra á íslandi sem
hafa talsvert hærri laun á ári en fjáveiting-
in nemur sem bókasafninu er ætlað. Mér
telst auk þess til að reka mætti bókasafn
Kennaraháskóla íslands í u.þ.b. 80 ár fyrir
það fé sem ýmsir snillingar úr atvinnulífinu
tóku sér fyrir húsaviðgerðirnar á Bessastöð-
um. Fjárveitingin til safnsins nemur sem
sé u.þ.b. tólf og hálfri milljón á ári, til stafs-
mannahalds, innkaupa, útlána og alls þess
starfs sem krafist er af nútíma bókasöfnum
— sem er ærið.
Svo sem allir viti bornir menn sjá gengur
það kraftaverki næst að unnt er að gera
svo miklu starfi skil sem safnið sannarlega
megnar. Samt leynir sér ekki að á slíkri
stofnun fer ekki fram atvinnulíf — eins og
það orð er notað í munni manna. Fáum
mönnum dettur víst í hug að telja bóka-
verði til þess hóps manna sem „eru í atvinnu-
lífinu“. Við skulum samt gera okkur í hugar-
lund um skeið að á bókasafni Kennarahá-
skóla íslands sé stundað atvinnulíf. Við
skulum gera yfirbókavörðinn okkar að for-
stjóra og safnið að fyrirtæki. Hvað skyldi
blasa við?
Hvað skyldi forstjóri slíks atvinnufyrir-
tækis hafa í laun? Hver yrðu fríðindi hans?
Hvers kyns bifreið skyldi fyrirtækið setja
undir bakhluta hans? Og ég spyr enn: Hve
mikill hluti fjárveitingarinnar færi í rekstur
sjálfs forstjórans? Nú er augljóst mál að
forstjóri fyrirtækisins Bókasafn Kennarahá-
skóla íslands þyrfti að kaupa þijá daga í
Norðurá til laxveiða og bjóða með sér for-
stjóra Bókhlöðunnar nýju á Melunum og
bera með sér miklar vistir, allt á kostnað
bókasafnsins — í þeirri fullvissu að forstjóri
Bókhlöðunnar byði á móti upp á sama daga-
fjölda í Laxá á Ásum. Auk þess er jafnljóst
að forstjórinn okkar yrði til að „efla tengsl
erlendis" að bjóða yfirmanni Konungsbók-
hlöðunnar í Kaupmannahöfn til laxveiða í
Laxá í Kjós fyrir fé fyrirtækisins ... Og hér
er fátt eitt talið af þeim „skyldum" sem
legðust á forstjórann.
En við erum heppin. Yfirbókavörðurinn
hefur lág laun, rekur sjálfur bíl sinn — og
hefur engan áhuga á laxveiðum. Ríkissjóður
getur prísað sig sælan að bókasöfn landsins
heyra ekki atvinnulífinu til. En, kæri les-
andi, getur það bara talist normalt að stór-
ar og auk þess verulega gagnlegar stofnan-
ir landsins séu reknar fyrir fé sem einn
bankastjóri stingur í vasa sinn? Hefur ekki
einhvers staðar orðið veruleg reiknings-
skekkja í því dæmi?
ÞÓRÐUR helgason
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11. MAÍ 1996 3