Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 11.05.1996, Qupperneq 4

Lesbók Morgunblaðsins - 11.05.1996, Qupperneq 4
 SOPWITH Pup, brezk orrustuflugvél frá 1916. Margir fyrrum flugmenn þessarar tegundar hafa talið hana haft bestu flugeiginleika allra flugvéla frá þessum tíma. Þróun lofthernaðar skyti á milli blaðanna þannig að úr varð að brynveija skrúfublöðin. Innan tveggja vikna hafði flugmaður vélarinnar, R. Garr- os, skotið niður fimm óvinaflugvélar. Flug- vélin var nú orðin öflugt árásarvopn. I ap. 1915 var Garros skotinn niður og áður en honum tókst að eyðileggja vélina höfðu Þjóð- veijar lagt hald á hana. Um mitt sumarið höfðu Þjóðveijar endurbætt sínar flugvélar og ellefu nýjar Fokker Eindekker 1 voru teknar í notkun. Vélin var knúin áfram af eitthundrað hestafla vél og skaut vélbyssan á milli skrúfublaðanna. Þessi flugvél gerði Þjóðverja að herrum himinsins og það var ekki fyrr en um vorið 1916 sem bandamönn- um tókst að finna svar við Eindekker vél- inni. En Adam var ekki lengi í paradís eftir að þýska vélin Albatros D var kynnt. Albatr- os D var tvíþekja, knúin áfram af 160 hest- afla vél og var mjög hraðfleyg. Það sem mestu máli skipti var að vélin var búin tveimur Spandau vélbyssum sem gátu skot- ið 1.000 skotum á mínútu sem var marg- falt meira en vélar bandamanna gátu. Þessi nýja þýska vél flaug hringi í kringum vélar bandamanna, hún var hreyfanlegri og hafði meiri skotkraft og varð eina hlutverk henn- ar að skjóta niður óvinavélar. Meðal líftími breskra flugmanna þá var einungis ellefu dagar á vígstöðvunum, slíkir voru yfirburð- ir Albatros D vélarinnar. Bandamönnum tókst þó að lokum að binda enda á sigur- göngu þýsku vélarinnar. Sopwith Camel hét ein þeirra véla og náði að halda 112 mílna hraða á klst. í 10.000 feta hæð og var 10,5 mín. að klifra upp í þá hæð. Þýska seiglan var þó ekki lengi að segja til sín og Fokker D VII birtist á vígstöðvunum. Flugvélin hafði 160 hestafla Mercedes vél, klifraði upp i 10.000 fet á 9,5 mín. og náði 118 mílna hraða á klst. Það sem mestu máli skipti var að þessi vél gat „hangið á skrúfunni", þ.e. hún stollaði ekki þegar hún skaut beint upp öfugt við vélar bandamanna. Fokker D VII sópaði flugvélum bandamanna á brott, slík- ir voru yfírburðir hennar. Þessi vél kom þó of seint til að snúa stríðs gæfunni Þjóðveij- um í hag. í upphafi stríðsins voru flugvélar óvopnaðar en í styijaldarlok voru þær hrað- fleygar og vel vopnaðar þannig að mikil þróun átti sér stað. Stríðsaðilar notuðust líka við sérstaklega gerðar sprengiflugvélar og urðu framfarir mjög örar á því sviði í stríðinu. I styijaldarlok voru stórar sprengi- flugvélar farnar að bera allt að 4 tonn af sprengjum að skotmörkum í 800 mílna fjar- lægð. I fyrri heimsstyijöldinni verður flug- vélin að vopni sem nauðsynlegt er að hafa í huga við framkvæmd hernaðaraðgerða og vegur hennar átti enn eftir að vaxa. m þessar mundir eru liðin 5 ár frá því að Fjöl- þjóðaherinn hóf árásir sínar gegn írökum fyrir botni Persaflóans. 31 þjóð sameinaðist í því að hrekja íraka frá Kúvæt sem þeir höfðu hernumið nokkrum mánuðum áður. Áður en landherinn hrakti íraka í burtu höfðu þeir mátt þoia linnulausar Ioftárásir allan sólarhringinn í um sex vikur. Flugvél- ar léku lykilhlutverkið í glæstum sigri á írökum. I tilefni þessa er vert að líta um öxl og skoða þróun lofthernaðar. Flugvélar voru fyrst notaðar í hernaði í fyrri heimsstyrjöldinni og fyrst aðeins til könnunar. En hlutverk þeirra breytt- ist brátt. Eftir FRIÐJÓN E. JÓNSSON Upphafið 17. desember 1903 tókst Wright-bræðr- unum að fljúga fyrir afli og hafa stjórn á fluginu. Flugvél þeirra bræðra var knúin áfram af tólf hestafla vatnskældri vél. Þessi fyrsta flugferð heimsins stóð í 12 sekúndur og flaug Orville um 500 fet (ca. 160 m). Þijár aðrar flugferðir voru famar þennan dag og stóð sú lengsta í 59 sek. og flaug vélin rúmlega hálfa mílu í þeirri ferð. Fyrri Heimsstyrjöldin Þegar fyrri heimsstyijöldin braust út vom hernaðartól háloftanna ekki hátt skrifuð og lítil áhersla var lögð á það svið hernaðar- ins. Fyrir lok styijaldarinnar urðu fyrmefnd hernaðartól þó einn af mikilvægustu þáttum styrjaldarrekstursins. Þýska herráðið sagði í sept. 1914 að hlutverk flugmanna væri að afla upplýsinga, ekki beijast („see, not to fight“). Þjóðveijar unnu mikinn sigur á Rússum við Tannenburg því að þeir þekktu stöðu þeirra. Hindenburg segir í minningum sínum að án flugmanna hefði sigurinn við Tannenburg ekki verið mögulegur. Frakkar nýttu flugvélina í sama tilgangi og fjand- menn þeirra og kom það bandamönnum til góða í septemberbyijun 1914. Frakkar vom fyrstir til að átta sig á enn einu notagildi flugvélarinnar. R. Saulnier útbjó brynplötur á skrúfur flugvéla sem fram að þessu höfðu verið óvopnaðar. Honum hafði ekki heppn- ast að haga málum þannig að vélbyssan HIN FRANSKA Coudron GIII. Hún var í upphafi fyrri heimsstyrjaldarinnar mikið notuð, bæði af Frökkum og Bretum; fyrst í könnunarflugi og síðar við flugkennslu. FOKKER Dr.l (Dreidecker 1 eða þríþekja) Þessi þríþekja Fokker varð ein þekktasta orrustuflugvél fyrri heimsstyrjaldar, og þá ekki síst vegna þess að hinn frægi flugkappi, Manfred von Richtoven flaug slíkri vél og var skot- inn niður í henni eftir að hafa grandað 80 flugvélum bandamanna. 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.