Lesbók Morgunblaðsins - 11.05.1996, Side 10
!
1
I
sjálfum og öðrum alveg öruggum heimildum.
En svo loflegt sem það er að koma verki fram
án hættu á mengun frá hinu huglæga sviði,
mengun rangskoðana, villna, meinloka, sem
svo erfitt er yfirleitt að forðast um leið og
menn fara að taka saman efni og semja texta
á ritað tungumál, þýðir samt ekkert að reyna
að hliðra sér hjá því, að það er þekkingin en
ekki vitneskjan sem er markmið vísindagrein-
ar. Nánar tiltekið sú þekking sem ætíð ber í
sér þá megund að hún á það til að breyta
heimsmyndinni fyrir okkur.
Fyrir þann sem stendur á þessum stað
býður sig þá hér eðlilega fram sú ályktun -
og við ættum samkvæmt því að skapa mæli-
kvarða sem segði - að sú sagnfræðiiðkun sem
stanzaði við mörk vitneskjusafnsins og neit-
aði sér um eiginlega túlkun sé ekki vísinda-
leg (enda þótt slík verk séu oft óendanlega
miklu varanlegra og gagnsamara framlag
til vísinda en mjög mikill hluti annarra fram-
laga). Nú höfum við séð, að spennusöguform-
ið ber í sér það fyrirheit sem bókmenntateg-
und að skulu ekki breyta heiminum eins og
| hann er í meginhugmynd í huga lesanda eða
i áheyranda, heldur staðfesta þá heimsmynd
sem hann skynjar sig eiga sameiginlega með
þorra fólks í mannfélaginu sem er heim-
kynni hans. Þetta lögmál um fyrirheit teg-
undarinnar er afar merkilegt, því að það
gildir oft hjá neytandanum að verulegu leyti
í blóra við það þótt grunnhugmyndirnar, hin
goðsagnarlega afstaða sem er oft ósögð og
sjálfsögð í andrúmi textans, sé í andstöðu
við meðvitaðar hugmyndir hans sjálfs, og
hann sé textanum því ósammála og jafnvel
andvígur. Sá sem ekki leggur slíka bók ólesna
frá sér af því að hann getur ekki gert hana
að félagsskap sínum, hann mun ganga text-
anum á hönd sem sögu, stundum snilldarvel
sagðri í grípandi frásögn (eins og vera mun
í skírskotunarmiði okkar), og hann mun þá
einnig taka við hugmyndamötun textans með
sjónarmiðun höfundar hans í sögðu sem
ósögðu, að minnsta kosti meðan á neyzlunni
stendur. Hann tekur að einhverju leyti við
„hinni raunverulegu mynd“, verður henni
samþykkur nema svo vilji til að verkið hafi
á hann alls engin áhrif. En það er erfitt að
trúa á áhrifaleysi slíkra verka. Áhrifamáttur
þeirra býr ekki svo mjög í því sem þau segja
sem í manneskjumyndinni og heimsmyndinni
sem er sjálftjáð í og undir þeim. Þetta er
grundvallaratriði í allri (þjóð)menntafræði,
eins og allir áróðursmeistarar vita og allir
menningarfræðingar þyrftu að vita.
Ihugunin um (b) leiðir þá til þeirrar al-
mennu afstöðu, að sagnarit með hreinni form-
gerð og framsetningaraðferð spennusögu,
ofinnar í þá uppistöðu sem er allshetjar-hug-
myndin um átök góðs og ills í heimi, geti
TRYGGVI V. LÍNDAL
Skærulið-
inn Che
Guevara
Uppskar örlög í rigningunni
í ómerktri fjöldagröf:
alpahúfan löngu fokin.
Dreymnu augun voru orðin hörð,
kjálkaskeggið grárysjótt:
Þeygjandalegur einfari
eftir sigurinn á Kúhu,
þurfti verkefni
er aftökunum linnti.
Hann sem hafði í æsku
leitað Ameríku á vélhjóli
og flekað marga heimasætuna,
(eða tekið með valdi,
að sögn heimsvaldasinna),
dulúðugi læknaneminn;
horfði nú tómlega í byssukjafta,
vænti ekki framar lífs,
hjartað þakið örum.
Augun bleik í skini Ijóshunda.
En efþú varst svo gjaldþrota; Che;
af hverju snérir þú þá heim
og attir bændunum á foraðið?
Höfundur er þjóðfélagsfræðingur og
rithöfundur.
ekki orðið vísindalega tækileg sagnfræði,
a.m.k. ekki ef heimsmynd rannsakandans
sjálfs er hin sama, þ.e. ef hann lítur sjálfur
þessum sömu augum bæði á mannlíf og um-
heim. Varðandi spuminguna (a) er við slíkar
aðstæður það eitt að segja að órannsökuðu
máli, að hafi höfundur rits siíka afstöðu,
væri mjög ósennilegt að afstaðan orkaði ekki,
við sköpun textans í spennussögustakkinn,
til nokkurrar hliðleitni í úrvali og áherzlum á
sannfræðileg aukaatriði sem upp væru tekin,
meðan önnur yrðu skilin eftir ótínd. Aldrei
verður jöfn grein gerð fyrir öllu.
En eigi að síður getur svarið við (c), úrslita-
spurningunni, orðið já, ef vissum skilyrðum
er fullnægt: Að höf. eigi ekki meira af sjálfum
sér inni í „hinni raunverulegu mynd“ höfuðátt-
arinnar en hann veit vel sjálfur og hefur á
því fulla stjórn og skilgreining, sem hann
geri lesendum sínum grein fyrir - og að hann
beiti gagnrýninni höfundarvitund sinni stöð-
ugt í textanum til þess að rýna í og sýna
lesanda innviðu og eðli farartækisins sem
hann hefur boðið honum upp í að ferðast með
sér. Já, þá getur spennusöguaðferðin verið
tækileg í vísindalega gildri sagnfræði. En það
verður að beita henni með því (ég bið forláts)
útúrskarandi lagi að sagnaritarinn sé sívök-
ull og sígrípandi af eigin rýni og viti fram í
fyrir sögunni sinni, sem fer vitanlega fram
því höfuðáttarviti sem felur í sér sjálfsögðu
hlutina, hin almennu lífssannindi höfuðáttar
leynt sem ljóst. Sé reyfaraaðferð á annað
borð beitt í sagnfræðiritun, verður þessi sjálf-
stæða og gagnrýnandi höfundarvitund að
vera með í leik vísindarits sem viðmælandi
og eftir atvikum andmælandi meginstraums-
ins sem er óhjákvæmilegur eðlisþáttur
spennusöguformsins.
Gangi höfundur á hinn bóginn fram í því
að segja með ákefð sannrar frásagnargleði
frá því, sem hann lifir sig sjálfur inn í eftir
heimildum sínum, sem spennusögu og í sam-
ræmi við óvéfengda höfuðáttarheimsmynd
sína og lesenda sinna, þá verður svarið vitan-
lega nei. Úr verkinu verður þá nokkurs konar
sagnarit, frásögurit og heimildasafn, sem
vissulega getur verið afar gagnlegt og merki-
legt verk. Vissrar gætni þyrfti við að neyta
þess í undirstöður annarra verka. En það
gæti ekki heitið vísindaleg sagnfræði, því að
vitsmunaleg gagnrýni á heimsmyndina er for-
senda hennar. Ef til vill þarf að vera sjálfstæð
hugmyndagreining með skilgreiningu á af-
stöðu höfundar í hveiju vísindalegu sagn-
fræðiriti.
Oðrum kosti er hætt við að reyfarinn þessi
orki sem heimsmyndarstaðfestingin ein (og
ber, og eftir atvikum röng og einhæf og
hættuleg), þ.e. sem óbeinn áróður sem gerir
þjóðir máske samhuga, en líka sljóhuga í
EYJÓLFUR
GUÐMUNDSSON
Hið heil-
aga af-
langa fjall
Við hið heilaga aflanga fjall,
þar sem húmsvalir vindar
næða,
vil ég sitja að sumbli einn,
og við sjálfan mig ræða.
Þegar kvöldið komið er
kneifa ég vínið og bjórinn.
Horfi á skipin við sker,
þar skær er himinn og sjórinn.
Ég bið þig almátki Ás,
sem okkur afföður var sendur.
Legðu yfir alla oss
almátkar þínar hendur.
Þörfnumst hjálpar frá þér,
þú ert vor faðir og bróðir.
Herra hjálpa nú oss
yfir háska og válegar slóðir.
Við hið heilaga aflanga fjall,
stendur hnarreist vakandi
gydja,
og andar sem eiga ból,
innan blágrýtisviðja.
1 Ég vil sitja að sumbli einn,
og við sjálfan mig ræða,
við hið heilaga aflanga fjall,
þar sem húmsvalir vindar
næða.
Höfundurinn býr í Reykjavík.
hlýrri höfuðáttinni, en við það verða þær
stjórnlyndari og auðrækari valdhöfum sínum.
Vísindi verða ekki til án afls og kviknunar
hugarstarfsins, máttarneista sem kemur úr
öðrum heimi en skynseminnar. Þetta er dul-
rænt afl, því að við kunnum ekki skilning á
hvaðan það er sprottið, það er frumkraftur
náttúru að verki á svæði vitsmuna okkar. Öll
hugvísindi, þ.m.t. raunvísindi að því leyti sem
þau eru hugvísindi, verða til - að ætla verður
- með þátttöku þess skáldskapar og skáld-
skapareðlis sem líklega er bæði samferða, og
er, sjálft hugboðið að því samhengi eða þeirri
líkingu, sem er frumspor manns á leið til
túlkunar og þekkingar. Nú hefur lengi ríkt
vísindaviðhorf mótað af efnisveruleikahug-
mynd, ekki óháðri miklum árangri raunvís-
indagreina ýmissa og tæknibyltingum í heim-
inum. Þetta viðhorf hefur sett raunveruleika-
hugmynd í stað sannleikshugmyndar á stall
æðsta goðs í stað Guðs. Þetta heitir, sem
kunnugt er, raun(vísinda)hyggja. { sagnfræði
deila menn oft um það, hvemig eitthvað hafi
verið eða orðið - í raun og veru. Á bak við
þetta vakir hjá þeim sú alls ekki vafa- né
vandalausa hugmynd, að sannleikurinn sé
aðeins einn. Raunhyggjan veldur hér miklu
um og stuðlar að því að menn gleyma, að
sannleikurinn eini í sagnfræði í dag verður
áreiðanlega ekki sannleikurinn eini á morgun.
Raunhyggjan hefur og valdið því þegar Björn
Bjamason, nú menntamálaráðherra, viðhafði
orðin„hin raunverulega mynd“ um sannleiks-
hugtakið í sagnfræði, í þannig samhengi að
ljóst yar að þessi mynd gæti ekki verið nema
ein. Ármann Jakobsson notaði í grein sinni
skoðanir Bjöms Bjamasonar á hlutverki sagn-
fræðinnar sem viðmiðun, og„hina raunvem-
legu mynd“ hans sem eins konar stef í texta
sínum. Stef þetta gefur textanum visst líf og
er áminning til lesanda að líta til merkinga
að baki textans. En Bjöm Bjamason og „hin
raunverulega mynd“ hans hafa einnig orðið
Ármanni að leið til að byggja grein sína þann-
ig að spumingin um gild eða ekki gild söguvís-
indi varð þar ekki að ásteytingarsteini. Ég
viðurkenni með þakklæti, að grein Ármanns
hefur orðið mér bæði að tilefni, og að vissu
leyti einnig tækifæri, til þessarar hugleiðingar
um beitingu spennusöguaðferðar í sagnfræði.
Vonandi getur það sem hér hefur verið bent
á orðið upphaf umræðu um það efni. Umræða
um grunn sagnfræðinnar verður að fást bæði
við sjálfa hugmynd sagnfræðinnar um sig og
við raunveruleikann, svo raunverulegur sem
hann getur orðið í hugmynd okkar.
í byijun árs 1996. D. E.
Höfundur er dósent við Háskóla íslands.
Draumvísa
13. tbl. Lesbókar, 20. jan. sl. er birt
greinargott yfirlit um ævi og skáld-
skap Vatnsenda-Rósu, samantekið af
Gísla Sigurðssyni. Við lestur þeirrar
greinar rifjaðist upp fyrir mér vísa ein, sem
ég lærði í æsku, en minnist ekki að hafa
séð á prenti eða heyrt getið síðar.
Amma mín og fóstra, Guðrún Jónsdóttir
frá Hausastöðum á Álftanesi, húnvetnsk í
föðurætt, f. 1863, sagði oftar en einu sinni
frá því að sonur Vatnsenda-Rósu hefði í
draumi fengið vitneskju um lát móður sinn-
ar. Sá draumur var víst lítið annað en það
að hann heyrði nokkuð annarlega rödd, sem
þó líktist rödd móður hans, hafa yfir eftirfar-
andi:
Á hausti fölnar rósin rauð
reifuð kvítum hjúpi.
Móðir þín er í Drottni dauð,
hún dó á Stóra-Núpi.
í ljós kom að vísuna hafði soninn dreymt
sömu nótt og móðir hans lézt. Hann vissi
þá ekki að hún hafði verið á ferðalagi og
veikzt mjög snögglega þar sem hún var
gestkomandi á bæ einum í Miðfirði nyrðra.
Það heitir á Efra-Núpi. Hér læt ég þó gerð
vísunnar halda sér eins og ég lærði hana,
og rita hana líka samkvæmt húnvetnskum
framburði þeirrar tíðar.
En hvaðan hafði amma mín þessa vísu?
Því kann ég ekki að svara og man ekki til
að hafa spurt hana að því. Ekki er ólíklegt,
að hún hafi heyrt hana fyrst af vörum föð-
ur síns, Jóns Erlendssonar silfursmiðs frá
Sveinsstöðum í Þingi. En hún kann líka að
hafa heyrt hana síðar. Sem ung stúlka
dvaldist hún um árabil á heimili sýslumanns-
ekkjunnar Þórdísar Thorstensen í Skóla-
stræti 5 í Reykjavík. Sú kona kann að hafa
sagt frá draumnum og farið með vísuna -
en hún var einmitt dóttir sjálfs Páls amt-
manns Melsteds, sem svo eftirminnilega
kom við sögu Vatnsenda-Rósu.
ELÍAS mar.
Eftirminnilegt fólk
Seinasta
förukonan
Af Viggu á Hvoli
MARGIR telja, að Vigga á Norður-
Hvoli hafí verið seinasta föru-
konan á íslandi. Ég mun seint
gleyma því, þegar ég sá hana í
fyrsta sinn. Eg var að húsvitja í fyrsta sinn
á Hvoli í Mýrdal hjá hjónunum Kristínu Frið-
riksdóttur og Kristjáni Bjarnasyni. Ég sat
inni í stofu.og var að tala við fólkið, þegar
ég fann, að einhver nálgaðist mig aftan frá
og skræk rödd sagði:
,sGef mér krónu!“
Ég leit um öxl og þá blasti andlit hennar
við mér, gamalt og hrukkótt. Mér brá ónota-
lega, því að ég hafí ekki hugmynd um, hver
þetta var. Enginn hafði þá sagt mér frá Viggu
á Hvoli.
Þótt ég þekki ekki gjörla ævi hennar, sýn-
ist mér hún hafa verið allmerkileg borið sam-
an við okkar kynslóð. Svo miklar þjóðfélags-
legar breytingar lifði hún á langri ævi.
Barn að aldi var hún komin á framfæri
sveitarinnar og henni var lengstum ráðstafað
þannig, að sem minnstur kostnaður yrði af
henni. Ætli hún hafi ekki notið takmarkaðr-
ar umhyggju og kærleika í uppvextinum?
Hún var ekki fermd á réttum tíma, af því
að hún var ekki talin kunna fræðin sín.
Undarlegt þykir mér það, því að ég hef
enga manneskju fyrirhitt, er kunni meir af
versum og sálmum en hún. Mikið vildi ég,
að ég hefði skrifað eitthvað af því niður!
Og hugsa sér, ef fermingarbörnin í okkar
samtíð kynnu jafnmikið af versum og sálmum
og hún Vigga!
Ýmsar sögur heyrði ég um Viggu, þótt
fæstar verði tíundaðar hér.
HÚN Bauð Yfirvaldinu
BYRGINN!
Hún gjörði ekki víðreist um ævina. Mýrdal-
urinn og Eyjafjöllin voru hennar heimur. Hún
heyrði afar illa, en hafði þann sið á göngu
sinni að halda sig alltaf á miðjum veginum.
Gat það oft valdið truflunum í umferðinni,
þótt hraðinn væri langtum minni þá en nú.
Og lítið gagn var að því að þeyta bílflautuna,
því að Vigga heyrði ekki í henni. Eitt sinn
átti sýslumaður, er var nýtekinn við embætti,
erindi austur undir fjöll og sá konu ganga
eftir miðjum þjóðveginum. Hann flautaði, en
hún vék ekki fyrir honum, svo að hann komst
ekki fram hjá henni. Fauk nú í yfirvaldið, sem
stöðvaði bíl sinn, snaraðist að konunni, valds-
mannslegur í embættisbúningi sínum, og þreif
í öxl hennar, um leið og hann sagði:
„Hvað á það að þýða að ganga á miðjum
veginum og trufla umferðina?"
Vigga stanzaði, horfði á sýslumann og
sagði síðan:
„Þakka þér kærlega fyrir!“
Síðan gekk hún að bílnum og settist upp
í hann.
Sýslumaður horfði agndofa á hana, en sá
síðan þann kost vænstan að aka af stað með
Viggu!
Svipuðu máli gegndi með brezka heims-
veldið, eftir að enskir hermenn hernámu land-
ið. Það varð einnig að iúta í lægra haldi fyr-
ir henni Viggu.
Hún hélt hætti sínum að ganga á þjóðveg-
inum miðjum og þegar hermennirnir ætluðu
að stugga við henni, þakkaði hún bara fyrir
sig og settist upp í bílinn hjá þeim.
Smám saman skildu þeir, að eina ráðið í
samskiptum þeirra við Viggu var að leyfa
henni að halda sérkennum sínum.
Níræðisafmæli Yiggu
Eitthvað var óljóst um aldur Viggu og
afmælisdag. Afmælisdagurinn var miðaður
við gamla tímatalið.
Mig langaði til að reyna að komast til
botns í málinu, er ég átti leið suður til Reykja-
víkur. Ég fór á Þjóðskjalasafnið og tókst að
fínna afmælisdaginn hennar og komst þá að
því, að hún var að verða níræð. Að kvöldi
afmælisdagsins skrapp ég út að Hvoli til að
óska henni til hamingju með níræðisafmælið.
Heimilisfólkið kom auðvitað af fjöllum, því
að það hafði haldið upp á 91 árs afmæli
hennar í vikunni á undan.
En Kristín húsfreyja Friðriksdóttir á Hvoli
var ekki lengi að útbúa smáveizlu í tilefni
af komu minni og sat ég þar í góðum fagn-
aði fram undir miðnætti.
JÓNAS GÍSLASON
vígslubiskup.
10