Lesbók Morgunblaðsins - 01.06.1996, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 01.06.1996, Blaðsíða 6
( KRINGLUBLAÐIÐ. Elsta hlað sem varðveitt er af Heimskringlu Snorra Sturlusonar — frá um 1260 (Lbs fragm 42). ' c Ö ! t E C T A K, tyutynbltt /w^« w »(pl'jf”5u a1?t® í;lw ýjs«*ptt»4 tjlvm'/a'' >ují<w rt> 3^1" $*** • S!^ UPPHAFSSTÁFUR úr handriti Jóns lærða Guð- mundssonar að CoIIectum og pistlum frá 1596 (Lbs 1235 800). MINNISBÓK Steingríms Jónssonar biskups frá um 1835 (Lbs 341 800). Handritadeild Landsbókasafns 150 ara FORN menningararfur okkar íslendinga er að mestum hluta fólginn í efni sem er handrita- eða bókakyns. Öllum er kunnugt um hina víð- tæku handritasöfnun, er fram fór hér á landi, einkum á síðari hluta 17. aldar og framan af Handritadeildin var stofnuð árið 1846 og frumstofninn má rekja til Steingríms Jónssonar biskups. Árið 1879 voru fest kaup á handritasafni Jóns Sigurðssonar forseta og þar að auki eru í safninu skinnbækur og Qöldi pappírshandrita, þar á meðal handrit eftir kunnustu skáld okkar og rithöfunda. Eftir ÖGMUND HELGASON 18. öld, og hefur fyrst og fremst verið tengd nafni Áma Magnússonar, prófessors í Kaup- mannahöfn. Þótt stundum mætti e.t.v. ætla, meðal annars af skrifum um íslenska handrita- sögu, að Árni hafi rakað öllum þeim efnivið saman, sem hér var að hafa, og ekkert skilið eftir er það ekki alls kostar rétt, þótt hann hafi rösklega staðið að verki. Að líkind- um hefði þá orðið það sem kalla mætti menningarhrun, sem er fjarri sanni. Lands- menn héidu áfram að nýta sér eigin arf- leifð, m.a. með uppskriftum eldri handrita, auk þess sem sífellt bættist við nýtt efni, jafnvel þeim mun meira en áður að „bók- fellsöld" var liðin en „pappírsöld" gengin í garð og pappír miklum mun ódýrara efni til bóka- eða bréfagerðar, þegar hér var komið sögu. íslenskir fræðimenn sátu heldur ekki all- ir í Kaupmannahöfn. Hér heima voru forn og ný fræði einnig stunduð af miklu kappi, bæði af skólalærðum mönnum og alþýðu- mönnum. Sögulegar rætur þess handritasafns, sem myndaði frumstofn deildarinnar, má rekja til séra Jóns Halldórssonar (1665-1736), prófasts í Hítardal, samtímamanns og bréfa- vinar Árna Magnússonar, er taldi, að Jón væri einn lærðasti og mesti fræðimaður hér á landi um sína daga. Ritaði hann m.a. Biskupasögur og Hítardalsannál. Finnur Jónsson, biskup í Skálholti, tók STEINGRÍMUR Jónsson biskup. Handrit hans urðu frumstofn að handritasafni Landsbóka- safns árið 1846. við bóklegum arfi föður síns. Finnur stund- aði háskólanám, þegar bruninn mikli varð í Kaupmannahöfn árið 1728, en þá eyddist hluti af handritasafni Árna Magnússonar, og var hann einn þeirra íslendinga, sem hjálpuðu til við að bjarga því, er bjargað varð af handritunum úr þeim óbætanlega eldsvoða. Hannes Finnsson, bisk- up í Skálholti eftir föður sinn, var mikill lærdómsmaður og iðk- aði bæði forn og ný fræði. Steingrímur Jónsson biskup varð síðari maður Valgerðar Jónsdóttur, ekkju Hannesar bisk- ups, og eignaðist með henni handritasafn forvera síns. Hann lét sér mjög annt um handritin og jók safnið umtalsvert um sína daga. Steingrímur sat lengi í stjórnamefnd Stiftisbókasafns- ins, sem stofnað hafði verið árið 1818, eða allt til dauðadags 1845. Safnið hlaut síðar það nafn, sem er heiti þess enn í dag, þ.e. Landsbókasafn íslands. Eftir lát Steingríms . biskups var hið 393ja binda handritasafn boðið til sölu og gaf konungur yfirvöldum leyfi til kaupa á því 5. júní 1846. Er stofndagur handritasafnsins, sem síðar varð að handritadeild, miðaður við þetta konungsleyfí og talinn umræddur dagur. Þau handrit, sem hér var um að ræða, eru mjög íjölbreytileg. Auk efnis áðurnefndra presta og biskupa eru gögn ýmissa manna víðs veg- ar af landinu í þessum stofni, allt frá 17. öld. Hafa margir þeirra markað djúp spor í ís- lenska sögu. Nafngreina má t.d. Guðbrand Þorláksson biskup, Brynjólf Sveinsson bisk- up, Jón Vídalín biskup, Pál Vídalín lög- mann, Skúla Magnússon landfógeta, Bjarna Pálsson landlækni, Eggert Ólafsson skáld og varalögmann, séra Jón Steingrímsson eldprest og Svein Pálsson lækni og náttúru- mSfc '0á ilfi jggg 11 ÚR HANDRITAGEYMSLU handritadeildarinnar í Þjóðarbókhlöðunni. Lesbók/Ásdís. HANDRIT Halldórs Laxness að íslandsklukkunni er út kom árið 1943 (lbs 4249 470). 0 c.r (X/VV-vS <Xs CO SAclci. 'iCetXLojl iMÁc. VAaaJ L-«»aXvvv cr ÍáJcL «Y' LS< CA/Vvv ■VVA'W/ (VVwCL , oý (lAaS- v. <V^vvT . ÚR HANDRITI Tómasar Guðmunds- sonar skálds að Fögru veröld, er út kom árið 1933. 6

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.