Lesbók Morgunblaðsins - 20.07.1996, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 20.07.1996, Blaðsíða 4
SJÁLFSÆVISAGA Benedikts Gröndals, listamanns, nátt- úrufræðings og skálds er ótrúleg uppspretta fróðleiks um nítjándu öldina.Við lestur þessarar merku bókar er les- andinn sífellt að uppgötva eitthvað nýtt og kemst á spor- ið í eftirgrennslan um menn og málefni síð- ustu aldar. Má með sanni líta á ævisöguna sem aldarspegil. í Dægradvöl er minnst á flesta andans menn íslenska á 19. öld. Bene- dikt ólst upp á Eyvindarstöðum á Álftanesi hjá foreldrum sínum, Sveinbirni Egilssyni skáldi og rektor Bessastaðaskóla og Helgu Gröndal, en hún var fræg fyrir að spila á langspil með bumbu. Að loknu námi í Bessa- staðaskóla sigldi Benedikt út í hinn stóra heim „svona út í bláinn“ að hans eigin sögn haustið 1846 til náms. Hann tók sér far með skipi til Kaupmannahafnar. Til fróðleiks má geta þess, að hann byijaði á að fá sér her- bergi á Hotel du Nord, en það þekkja íslend- ingar sem Magasin du Nord nú á dögum. Einnig má segja frá því til gamans, að þegar hann sté á land, sýndist honum allt í kringum sig eins og fagurt málverk. Hann hefur séð þetta með augum listamannsins. Finnur leyndarslcjalavöróur Þar kom að því, að hann hélt á fund Finns Magnússonar, sem átti að vera fjárhaidsmaður hans. Finnur Magnússon var kunningi föður Benedikts. Finnur var fæddur 27. ágúst 1781 og dáinn_ 24. desember 1847. Faðir hans Magnús Ólafsson lögmaður var einn hinna nafnkunnu Svefneyjabræðra. Föðurbróðir Finns var Eggert Ólafsson náttúrufræðingur og skáld. Móðir Finns var Ragnheiður Finns- dóttir biskups. Finnur varð prófessor að nafn- bót og forstöðumaður leyndarskjalasafnsins í Kaupmannahöfn. Var og fulltrúi íslands á stéttarþingum Danaveldis á tímabili. Hann var í miklu áliti meðal samtíðarmanna sinna. Et- ÞANNIG hefur það litið út þegar þeir óku saman um Kaupmannahöfn, Finnur Magnússon og Alexander von Humboldt með konunglegu föruneyti. Pl?¥ * r i^PjR * : MM. * ifiit .. É! 7 fjfiN -«p : Émg Lo * J 1 | Jll l %;■#, ,H Hf i i Wv' HL ■ : 1 ! h Í M&í: j LANDKONNUÐURINN OG LEYNDARSKJALAVÖRÐURINN atsráð varð hann sem er tignarheiti án emb- ættis. Hlaut hann orður, heiðursdoktorsnafn- bót og var félagi í mörgum vísindafélögum víðs vegar um heim. Var m.a. forseti Kaup- mannahafnardeildar bókmenntafélagsins frá 1839 til dauðadags. Sem dæmi um það, hve Finnur var í miklu áliti, má geta þess, að þegar Jón Sigurðsson þjóðskörungur okkar Islendinga kom til náms í _ Kaupmannahöfn haustið 1833 (Páll Eggert Ólason : Jón Sig- urðsson : Hið íslenska Þjóðvinafélag, 1929. I b. s.171-172.) „var Finnur Magnússon mest virður allra íslendinga í Danmörku. Stóð þá vegur Finns sem hæst, svo að engin þóktu þá ráð vel ráðin um forna hluti né um sameig- inlega sögu Norðurlanda, að eigi væri Finnur til kvaddur." „Enn var eitt, sem veitti Finni eigi alllítinn stuðning á framabraut hans. Svo var mál með vexti, að á sínum tíma, er Jörundur Jörgensen (Hundadagakonungur) braust til valda í Reykjavík, hafði Finnur verið einn þeirra, er snerust allfastlega gegn honum, og neitaði hann með öllu að taka að sér embættisstörf í þjónustu hans. Þetta kom honum að miklu haldi við konung sjálfan, og sýndi konungur það með ýmsum hætti síðar, hversu mikils hann mat Finn.“ (P.E.Ó.: J.S. I b. s. 174). Finnur var mjög vinnusamur og ritaði fjölda bóka og ritgerða um ýmsar greinar íslenskra fræða og á ýmsum tungumálum, en flest er það úrelt, því að hugmyndaflugið bar oft dóm- greindina ofurliði. Vert er að hafa það í huga, að svona er oft munur á dómi samtímans og tímans sem á eftir kemur. Á hvorn veginn getur farið. Þeir sem eru lítils metnir á líð- andi stund geta verið hafðir í hávegum þegar fram líða stundir. En þótt lítið standi nú af verkum Finns, þá má samt jafnan meta það við hann, að hann glæddi mjög áhuga manna víða um lönd á fornum fræðum, einkum goða- fræði. Hafa verður líka í huga, að víða var þar um brautryðjandastarf að ræða. Sagt er um Finn, að hann hafí verið mikill öðlingur og mannvinur. Hann var jafnan stórskuldug- ur, ekki síst vegna eyðslu konu sinnar, og neyddist því til að selja í þremur slumpum handritasafn sitt til bókasafna í Bretlandi. Hjónin skildu að ósk frúarinnar, en sagt var, að hún hafi verið biluð bæði á heilsu og geði, En þó að Finnur fengi allmikið fé fyrir hand- EFTIR HELGU SKÚLADÓTTUR OG SIGFÚS A. SCHOPKA Um þessar mundir réói Kristjón konungur VIII ríkjum í Danmörku og var hann mikill áhugamaóur um vís- indi. Þegar Friórik III Prússakonungur var hjá honum í heimsókn, hafói hann fríherrann, baróninn, kam- merherrann og vísindaráóió Alexander von Hum- boldt meó í för. Og Finnur sem var mikill vinur Danakonungs ók í vagni meö Alexander von Hum- boldt eins og Gröndal segir frá. ritasöluna, væri einhleypur maður og hefði góð laun og tekjur, varð samt bú hans þrotabú að honum liðnum. Benedikt Gröndal lýsir sam- skiftum þeirra Finns á eftirfar- andi hátt í Dægradvöl (Benedikt Gröndal. Dægradvöl. Rvk., MM, 1965,. s.115-116): „FinnurMagn- ússon var raunar kunningi föður míns, en hann var svo gamall og þar að auki í svo hárri stöðu, að ég gat hvorki hænst að honum né samlagast. Finnur átti að hafa Ijárvarðveislu mína, og því varð ég að koma til hans: hann þjó í Klausturstræti á fyrsta sal, hafði átt danska konu, sem skildi við hann, að sögn fyrir það, að henni þótti Finnur ekki nógu kvensam- ur; var hann nú einn og ógiftur, en kerling einhver var fyrir framan hjá hon- um. Finnur var nokkuð hár meðalmaður, en þá orðinn lotinn og laslegur, grannvaxinn og kraftalítill að sjá, mjög lágtalaður og velti nokkuð völunni; ekki var hann fjörlegur, hvorki í tali né hreyfingum, og var auðfundið, að honum létu betur vísindalegar rannsóknir og bókagrufl, heldur en það praktíska líf. Herbergi hans voru há, en ekki mjög rúmleg, og þar sem hann sat inni var allt alsett bókum. Finnur var frægur um öll lönd, og fékk hin dýrustu verk að heiðursgjöf, svo sem ferðaverk Gaimardsferðar- innar; hann ók og með Alexand- er von Humboldt og Jakob Grimm, þegtar þeir komu til Hafnar.“ Kynni Finns og Humboldts En ástæðan fyrir því, að þetta er riíjað upp allt hérna um Finn, er setningin í Dægradvöl, er seg- ir að Finnur hafí ekið með Alex- ander von Humboldt í Höfn. Það var vitað að Alexander von Hum- boldt fór eitt sinn til Kaupmanna- hafnar, nánar tiltekið árið 1845. Kristján VIII Danakonungur, sem hafði mikinn áhuga á vísindum, hafði mikið álit á Alexander von Humboldt og skrifaðist á við hann. Athyglisvert er, að í frumútgáfunni á Dægra- dvöl er ekkert minnst á Alexander von Hum- boldt. En í seinni útgáfu á þessari skemmtilegu bók Benedikts er setningin um hina merkilegu ökuferð, sem sýnir svart á hvítu, að kunnings- skapur var með íslendingnum Finni Magnús- syni og Þjóðveijanum Alexander von Humboldt. FINNUR Magnússon, leyndarskjalavörður í Kaupmannahöfn. ALEXANDER von Humboldt í bókasafni sínu i Berlín 1856. Vatnslitamynd eftir Eduard Hildebrandt. 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 20. JÚLÍ 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.