Lesbók Morgunblaðsins - 14.09.1996, Page 2
GEFIN FYR-
IRDRAMA
ÞESSI DAMA
NÝTT leikverk eftir Megas verður frumsýnt
í Hafnarhúsinu fimmtudaginn 19. septem-
ber sem ber heitið Gefin fyrir drama þessi
dama. Það er leikkonan Sigrún Sól Ólafs-
dóttir sem stendur fyrir sýningunni en hún
er jafnframt eini leikarinn í sýningunni.
„Verkið fjallar um sex mjög svo ólíkar kon-
ur og fylgifiska þeirra úr ólíkum afkimum
þjóðfélagsins. Þetta er verk um íslenskan
samtíma — og fortíð — og gefur mjög sér-
stæða sýn á ólík kjör fólks og stéttaskipt-
ingu, bæði á fyndinn og sorglegan hátt,“
segir í kynningu. Leikstjóri verksins er
Kolbrún Halldórsdóttir.
Samhliða leiksýningunni opnar Spessi
ljósmyndasýningu í hliðarsal sem fjallar um
svipað þema og verkið; hvunndagshetjur.
Þessar tvær sýningar eru upphafið að
frekari menningarstarfsemi í Hafnarhúsinu
í haust sem verður af ýmsum toga.
KOLBEINN KETILSSON
RÁÐINN VIÐ ÓPER-
UNAI DORTMUND
KOLBEINN Ketilsson tenórsöng-
vari hefur skrifað undir tveggja
ára samning vip Óperuhúsið í
Dortmund í Þýskalandi, sem er
með u.þ.b. 100 manna hljómsveit
og tekur 12-13.000 manns í sæti.
Meðal verkefna Kolbeins á fyrsta
starfsári í Dortmund eru hlutverk
Enee í Les Troyens eftir Berlioz
og Cavaradossi í Tosca eftir Pucc-
ini.
í vetur mun Kolbeinn líkt og
síðastiiðið ár starfa við leikhúsið
í Hildesheim og einnig koma fram
sem gestasöngvari í óperettunni
Wienerblut eftir J. Strauss (yngri)
í Óperuhúsinu í Damstadt. Þá mun
hann fara með hlutverk Max í
Töfraskyttunni eftir Weber í maí
og júní á komandi ári í Dortmund.
Kolbeinn
Ketilsson
Á síðasta ári söng Kolbeinn
m.a. aðaltenórhlutverkin í Ævin-
týrum Hoffmanns og Töfraflaut-
unni og nú nýlega í La Boheme
í Duisburg.
Kolbeinn Ketilsson lauk námi
frá Nýja tónlistarskólanum í
Reykjavík vorið 1988, þar sem
kennari hans var Sigurður De-
metz. Vorið 1994 lauk hann prófi
frá óperudeild Hochschule fúr
Sang und darstellende Kunst í
Vín. Hann hefur sungið víða í
Evrópu m.a. við Óperuna í Prag.
Hér heima hefur hann m.a. sung-
ið á ljóðatónleikum í Gerðubergi,
í La Travitata hjá íslensku óper-
unni og í 9. sinfóníu Beethovens
með Sinfóníuhijómsveit íslands.
. ^ MorgunblaðiÓ/Golli
SIGRUN Sól Olafsdóttir frumflytur nýjan einleik eftir Megas næstkomandi fimmtudag.
JUDITH GANS
í DIGRA-
NESKIRKJU
BANDARÍSKA sópransöngkonan Judith
Gans heldur tónleika í Digraneskirkju í
Kópavogi í dag kl. 17. Tónleikar þessi eru
liður í tónleikaröðinni Við slaghörpuna.
Judith Gans kemur frá Fort Woth í Tex-
as þar sem hún starfar sem söngkona og
kennari. Fyrir tilviljun komst hún í kynni
við íslensk einsöngslög og má segja að það
hafi verið ást við fyrstu sýn. Hún er hingað
komin til að kynna sér íslenska tónlist nán-
ar og halda tónleika í samvinnu við Jónas
Ingimundarson píanóleikara. Á efnisskránni
eru nokkrar af perlum íslenskra sönglaga,
auk viðfangsefna eftir Schubert, Donaudy,
R. Strauss og fjórir negrasálmar.
ERU KARLAR FRÁ MARS
OG KONUR FRÁ VENUS?
Morgunblaðió/Golli
I LEIKÞÆTTINUM Venus/Mars er brugðið upp kunnuglegum myndum af samskiptum
karla og kvenna. Á myndinni eru Gunnar Gunnsteinsson, Valgeir Skagfjörö og Margrét
Kr. Pétursdóttir í hlutverkum sínum.
VIÐ HÖFUM ekki fundið neina
allsheijarlausn á þeim fjöl-
mörgu vandamálum sem
koma upp í samskiptum kynj-
anna en við viljum með þessu
verki reyna að koma af stað
umræðu um þau,“ segir Edda
Andrésdóttir, höfundur og
leikstjóri leikþáttarins, Venus/Mars, sem
frumsýndur verður á Kaffi Reykjavík á morg-
un, sunnudag kl. 12. „Verkið er byggt á met-
sölubók síðustu jóla hér á landi,“ heldur Edda
áfram, „Karlar eru frá Mars, Konur eru frá
Venus en boðskapur hennar er sá að konur
og karlar eigi að sýna hvort öðru umburðar-
lyndi. Að konur og karlar séu ólík og við eig-
um að leyfa þeim að vera það. Þannig sé það
fullkomlega eðlilegt að einhver ágreiningur
komi upp í samskiptum þessara tveggja vera
sem gætu þess vegna verið hvor frá sinni plá-
netunni."
Sifellt karp og sif wr
Það er Ieikhópurinn Draumasmiðjan og
Menningar- og fræðslusamband alþýðu sem
standa að baki sýningunni og verður hún í
boði fyrir vinnustaði, starfsmannafélög og
félagasamtök um allt land í vetur. Leikþáttur-
inn tekur um 20 mínútur í flutningi og hentar
því vel til sýninga í kaffihléum á vinnustöðum.
Með aðalhlutverk í sýningunni fara Gunnar
Gunnsteinsson, Margrét Kr. Pétursdóttir og
Valgeir Skagfjörð sem einnig semur tónlistina
í sýningunni. Um útlit sýningarinnar sér Krist-
ín Björgvinsdóttir.
í leikþættinum er brugðið upp kunnuglegum
myndum af samskiptum karla og kvenna.
Gunnar og Margrét leika par eða hjón sem
karpa stöðugt um alla hluti, við fylgjumst
með þeim í bílnum þar sem karlinn situr við
stýrið en konan er sífellt að sífra um að hann
hafi nú ekki tekið rétta beygju og viti ekkert
hvert hann sé að fara, við fylgjumst með því
þegar karlinn segir konunni óviljandi eða af
einskæru tillitsleysi að hún sé nú farin að fitna
svolítið og við heyrum þau kýta um gagn-
kvæmt áhugaleysi, svo eitthvað sé nefnt.
Valgeir er svo í hlutverki eins konar miðlara
sem ýmist tekst að sætta þau með skynsam-
legum ábendingum eða dregur þau sundur og
saman í háði.
„Slegið er á létta strengi," segir Gunnar,
„þannig að þegar við höfum hlegið svolítið
að sjálfum okkur getum við litið í eigin barm.“
„Og það er reyndar það sem við höfum
verið að gera hér á meðan á æfingum hefur
staðið," bætir Margrét við, „spunnist hafa
miklar umræður um samskipti kynjanna og
fólk hefur verið að segja reynslusögur úr sam-
böndum sínum.“
„Við höfum fengið ágætis útrás við að klaga
makana,“ skýtur Valgeir inn í kíminn.
MENNING/
LISTIR
í NÆSTU VIKU
MYNDLIST
Ásmundarsafn
Mótunarárin í list Ásmundar Sveinssonar.
Kjarvalsstaðir
Sýn. á málverkum og skúlptúrum eftir súr-
realistann Matta frá Chile. Sýn. á verkum
Jóhannesar Sveinssonar Kjarval í austursal
til 22. desember. Sýn. á nýjum verkum
eftir Guðrúnu Gunnarsdóttur til 19. októ-
ber.
Gerðuberg
Sjónþing Brynhildar Þorgeirsdóttur til 6.
október.
Sjónarhóll
Sýn. á verkum Brynhildár Þorgeirsdóttir
til 6. október.
Listhús 39
Árni Rúnar sýnir til 25. september. Glugga-
sýning Aðalheiðar Ólafar Skarphéðinsdótt-
ur.
Norræna húsið
Ulla Fries sænskur grafíklistamaður sýnir
í anddyri Norræna hússins til 29. septem-
ber. *
Gallerí Stöðlakot
Marta María sýnir til 29. september.
Ingólfsstræti 8
Hulda Hákon sýnir.
Listasafn Kópavogs
Sýn. Síkvik veröld til 29. september.
Þjóðminjasafnið
Sýning á silfri til septemberloka.
Hafnarborg
Arngunnur Ýr sýnir til 16. september.
Helga Magnúsdóttir sýnir í Sverrissal til
15. september.
Gallerí Fold
Gréta, Elsa Margrét Þórsdóttir, sýnir til
15. september, Þórdís Elín Jóelsdóttir sýnir
í kynningarhorni til sama tíma.
Gallerí Greip
Valgerður Guðlaugsdóttir sýnir til 15 sept.
Gallerí Listakot
Guðrún Þórisdóttir sýnir.
Gallerí Sólon Islandus
Guðrún Guðjónsdóttir sýnir til 18. septem-
ber.
Við Hamarinn
Bjarni Sigurbjörnsson sýnir til 22. septem-
ber.
Gallerí Hornið
Gréta Mjöll Bjarnadóttir sýnir til 18. sept-
ember.
Nýlistasafnið
Kaldal - aldarminning til 15. september.
Listasafn Siguijón Olafssonar
Yfirlitssýning á verkum Siguijóns. Opið
laugardaga og sunnudaga kl. 14-17. Kaffi-
stofan á sama tíma.
Myndás
Ljósmyndasýning Lárusar S. Aðalsteins-
sonar til 20. september.
Gallerí AllraHanda - Akureyri
Þórey Eyþórsdóttir sýnir til 23. sept.
Galleríkeðjan - Sýnirými
Sýnendur í september: í sýniboxi: G.R.
Lúðvíksson. í barmi: Einar Garibaldi Eiríks-
son. Berandi er: Bruno Mussolini.
TONLIST
Laugardagur 14. september
Judith Gans og Jónas lngimundarson í Di-
graneskirkju kl. 17.
Sunnudagur 15. septembcr
LEIKLIST
Þjóðleikhúsið
Nanna systir frums. lau. 21. sept.
í hvítu myrkri frums. lau. 14. sept., sun.,
fös., lau.
Borgarleikhúsið
Ef ég væri guilfiskur sun 15. sept., fim., fös.
Stone Free lau. 14. sept., lau.
Skemmtihúsið
Ormstunga lau. 14. sept, sun.
Kaffileikhúsið
Hinar kýrnar lau. 14. sept., sun., lau.
Islenska óperan
Galdra-Loftur ópera eftir Jón Ásgeirsson
lau. 14. sept.
KVIKMYNDIR
MÍR
Reglubúndnar kvikmyndasýningar hefjast
að nýju eftir sumarleyfi sun. 15. sept. kl.
16; fjórar heimildarmyndir um jafnmarga
rússneska kvikmyndagerðarmenn og tón-
skáld.
Upplýsingar um listviðburði sem óskað er
eftir að birtar verði í þessum dálki verða
að hafa borist bréflega fyrir kl. 16 á mið-
vikudögum merktar: Morgunblaðið, Menn-
ing/listir, Kringlunni 1, 103 Rvík. Mynd-
sendir: 5691181.
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 14. SEPTEMBER 1996