Lesbók Morgunblaðsins - 14.09.1996, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 14.09.1996, Blaðsíða 3
LESBÖK MORGÖVBLAÐSINS - MENMNG/USTIR 36. TÖIUBLAÐ - 71. ÁRGANGUR EFNI HJÁLMAR JÓNSSON Fréttamyndir ársins heitir sýning, sem verður opnuð i Kringlunni í dag. Þar eru sýndar myndir úr stærstu og þekktustu fréttaljósmynda- samkeppni, sem haldin er, og einnig er sérsýning á myndum ljósmyndara Morg- unblaðsins. Forsíðumynd Lesbókarinnar er úr myndröð, sem fékk fyrstu verðlaun í flokkinum Fólk í fréttum. Hana tók Derek Hudson fyrir tímaritið Life og hún sýnir vansköpuð börn bandarískra her- manna sem börðust í Persaflóastríðinu, en sýklavopnum eða geislun, sem feðurn- ir urðu líklega fyrir, er kennt um fæðing- argallana. Hjálmar Jónsson kenndur við Bólu er 200 ára á þessu ári, en enginn veit um afmælisdag- inn og enginn veit nákvæmiega hvernig hann leit út. Af þessu til- efni skrifar Gísli Sigurðsson um skáldið Bólu- Hjálmar og rifjar upp æviferil hans, sem hófst í Eyjafirði, en var lengst af bund- inn við Blönduhliðina og Akrahrepp. Á Jótlandi býr vefarinn, Ragnhild Kjolberg, sem leyf- ir öðrum að njóta með sér náttúrunnar og tónlistar með því að skipuleggja tón- leika heima hjá sér. Sigrún Davíðsdóttir sótti hana heim, þegar tónlist Atla Heim- is Sveinssonar tónskálds var flutt af Signýju Sæmundsdóttur söngkonu og nor- rænum tónlistarmönnum. Á dagskrá voru gömul og glæný verk. Tölvan hefur haldið innreið sína sem kennslutæki í skólunum, en verkfærin ein og sér eru ekki nóg. Til þess að bæta úr brýnni þörf hefur Sigurður Daviðssson kennari í Hjallaskóla i Kópavogi liannað tvö íslensk kennsluforrit, annað um jarðfræði, hitt um íslenska málfræði. Ágústína Jónsdótt- ir hefur kannað málið og skrifar um það grein. SÁLARSKIPIÐ Sálarskip mitt fer hallt á hlið og hrekur til skaðsemdanna, af því það gengur ilia við andviðri freistinganna. Sérhverjum undan sjó eg slæ, svo að hann ekki fylli, en á hléborðið illa ræ, áttina tæpast grilli. Ónýtan knörinn upp á snýst, aldan þá kinnung skellir, örvæntingar því ólgan víst inn sér um miðskip hellir. Bítur mér fyrir nesin naum, í Naustavík hjálpar hvergi, óláns því hrekst ístriðan straum og steyti á Smánarbergi. Sundur þá leysir feigðar flök og festir í jarðar iðri, eitthvað burt flæmist öndin slök, illverka reifuð fiðri. Sýnist mér fyrir handan haf hátignarskær og fagur brotnuðum sorgar öldum af upp renna vonar dagur. Hjálmar Jónsson, löngum kenndur við Bólu, er fæddur 1796. 200 óra afmæl- is hans er minnsf með umfjöllun á bls. 8-11 og vísast til hennar. Á VOGAR- SKÁLUM RABB EG VIL bara hafa hærra kaup en prentari, - um annað er mér eiginlega sama, - sagði góðkunningi minn og mikill sósíalisti í kjarabaráttu blaða- manna fyrir löngu. - Mér er alveg sama í hvaða launa- flokki ég lendi, ég vil bara hafa hærri laun en . .. stjóri - sagði annar stjóri eitt sinn í votta viðurvist en báðir voru stjórarnir yfirmenn virtra opinberra stofnana og áttu í stöðugum metingi hvor við annan. Svona ummæli sjást yfirleitt ekki á prenti. Slíkur málflutningur er ekki borinn á borð fyrir almenning í kjarasamn- ingum. Ekki beinlínis. En er þetta samt ekki hreyfiaflið í mörgum kjaradeilum? Þegar meinatæknar hafa fengið kjarabót eftir langvarandi verkföll geta þá hjúkrun- arfræðingar verið minni menn? Og hvað þá um læknana? Það hlýtur að vera útilok- að fyrir sérfræðinga að sitja við sama borð og heilsugæslulæknar. Svo virðist sem starfsheiðurinn sé ekki bara í veði, heldur sjálf æran - manngildið! Þótt heilbrigðisstéttir séu teknar hér sem dæmi gegnir svipuðu máli um aðra starfs- hópa. Kjarabaráttan minnir á mannjöfnuð konunga til forna. Við.þurfum jafnvel ekki að skoða heimildir um erlenda þjóðhöfð- ingja til að finna hliðstæður heldur er nóg að líta í okkar eigin íslendingasögur. Þar segir frá köppum sem voru fúsir að falla, jafnvel fyrir fúlmennum, eí fyrir þá voru greidd viðunandi manngjöld en einhvers konar verðskráning mun haf a verið í gildi samkvæmt fornum lögum. Slík viðhorf má orða svo í stuttu máli: - Launin sem greidd eru fyrir mig, lifandi eða dauðan, eru mælikvarði á sjálfan mig, störf mín og breytni. Séu þau lág hef ég verið veginn og léttvægur fundinn. Ekki er ég betur að mér í hagfræði en svo að ég hef litla hugmynd um samkvæmt hvaða reikningskúnstum laun hinna ýmsu stétta eru ákvörðuð. Trúlega á hið sama við um allan almenning en þó virðist yfir- leitt vera talið að löng skólaganga jafngildi góðum tekjumöguleikum. Sú er nú ekki raunin. Þótt námsbrautir hafi verið lengdar og menntunarkröfur aukist í fjölmörgum greinum hafa afleiðingarnar fremur orðið þyngri greiðslubyrði námslána en auknar tekjur. Hressir krakkar, sem starfa hjá tölvufyrirtækjum og líkamsræktarstöðvum, bera miklu meira úr býtum en hámenntað fólk í stofnunum Háskólans sem ætti að vera ærulaust samkvæmt þeirri kenningu að mannorðið fari eftir verðlagningu á vinnumarkaði. Til allrar hamingju er sú kenning ekki algild. Þótt undarlegt megi virðast hafa sumir ánægju af störfum sínum og telja að eftirtekjan sé ekki einungis sam- kvæmt kjarasamningi heldur einnig á öðr- um nótum. Mér finnst svolítið skondið þegar tals- menn hálaunahópa koma í sjónvarpið og fullyrða með jarðarfarasvip að þeir gegni svo mikilvægum störfum að þjóðin ætti að sjá sóma sinn í að losa þá undan áhyggj- um af lífsafkomu sinni. En hvað um þá sem beijast í bökkum og geta engan veg- inn látið enda ná saman? Gegna þeir þá svo nauðaómerkilegum störfum að þeir eigi ekki betra skilið en stöðugar áhyggjur af morgundeginum? Að sjálfsögðu væri best að enginn þyrfti að burðast með slík- ar áhyggjur og þegar öllu er á botninn hvolft erum við hlekkir í einni og sömu keðju samfélagsins þar sem allir eru ámóta mikilvægir - læknirinn, tölvunarfræð- ingurinn, sjómaðurinn og fiskverkakonan. Þótt sum störf séu metin til hærri launa en önnur er alls ekki þar með sagt að þau séu eitthvað merkilegri. Sumir starfshópar eru einfaldlega eftirsóttari en aðrir á viss- um tímum. Sumir eru líka sniðugri en aðrir við að hamla gegn fjölgun sem vald- ið gæti offramboði í stéttinni. Hér spilar nefnilega inn í hið sígilda lögmál um fram- boð og eftirspurn þótt ekki skýri það launapólitíkina að fullnustu né heldur þann mannjöfnuð sem hún hefur í för með sér. Sumir starfshópar og stéttir eru í þeirri einstæðu aðstöðu að geta stöðvað heilar framleiðslugreinar, samgöngur til og frá landinu og þjónustu sem telja má lífsnauð- synlega. I krafti sérstöðu sinnar geta slík- ir hópar knúið fram hærri laun en aðrir eins og dæmin sýna. Þegar einum hópi hefur orðið nokkuð ágengt fer sá næsti á kreik og þannig koll af kolli. Allir reyna þeir að færa viðsemjendum sínum og þjóð- inni allri heim sanninn um hversu mikil- vægir þeir séu og þeim beri að standa jafn- fætis þeim sem gátu troðist fram fyrir. Fögur fyrirheit stjórnvalda og atvinnurek- enda um að nú beri að draga úr launamun í landinu með því að bæta kjör láglauna- fólks verða orðin tóm því að enginn vill síga aftur úr í goggunarröðinni. Lægstu launin verði því áfram lægstu launin og mannvirðingarstiginn helst lítt eða ekkert breyttur. Sennilega er engin formúla til fyrir full- komlega réttlátri tekjuskiptingu og kannski er það ekki nema mannlegt að stéttir og starfshópar reyni að halda sínum hLut í þjóð- artekjunum. Hitt er svo allt annað mál að launin, sem fólk ber úr býtum fyrir störf sín, segja oft harla lítið til um mikilvægi þeirra. Að fenginni reynslu tel ég að að- hlynning sjúkra og aldraðra sé virðingar- verðara starf sen ýmiss konar verktaka- starfsemi sem veltir milljónum. Flest höfum við spurnir af pótentátum sem raka saman fé með óheiðarlegum hætti, t.d. með áfeng- is- og fíkniefnasölu til unglinga. Dettur nokkrum heilvita manni í hug að þeim ber meiri virðing heldur en samviskusömum ríkisstarfsmanni á lágum launum? Og hvað um alla þá sem stunda svarta atvinnustarf- semi án þess að blygðast sín fyrir? Eigum við að líta upp til þeirra af því að þeir vaða í peningum og geta leyft sér meiri munað en Pétur og Páll. Svari nú hver fyrir sig. Að sjálfsögðu vilja flestir vera metnir að verðleikum. Það er bara ekki hægt að meta allt til fjár og hið mikilvægasta í lífinu verð- ur trúlega aldrei metið á þann hátt. Sé maður sannfærður um að hann sé vanmet- inn og rúinn virðingu verður hann vansæll. Sá sem vinnur af áhuga og sannfæringu um að hann geri gagn finnur tilgang í störf- um sínum og það er meira virði en flest annað. Við þurfum sjálf að leggja mat á störf okkar og breytni og það mat getur verið alveg óháð þeim launaflokkum sem við lendum í. Sá sem telur það sáluhjálpar- atriði að hafa úr meiru að moða en „fúll á móti“ verður seint ánægður með sinn hlut því að hann hefur verið veginn og léttvæg- ur fundinn á sínum eigin vogarskálum. C GUÐRÚN EGILSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 14. SEPTEMBER 1996 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.