Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 14.09.1996, Qupperneq 10

Lesbók Morgunblaðsins - 14.09.1996, Qupperneq 10
í viðureign hans við hagmælta og kjaftfora nágrannakonu. Á Bakka fæddist þeim Hjálm- ari og Guðnýju drengur sem lifði, og árið eft- ir fjölgaði enn á heimilinu, þegar móðursystir- in á Uppsölum fluttist þangað ásamt tveimur dætrum sínum eftir lát Ólafs bónda. Búskapur ■ Nýjabae Ef til vill hefur Hjálmari þótt eitthvað þröngt um sig á Bakka og kannski haft augastað á betri beitarjörð. Slíka landkosti hefur Hjálmar talið sig fá í Nýjabæ í Austurdal og þar bjuggu þau hjón næstu fimm árin. Fyrir liðlega tveimur áratugum fór ég inn að Nýjabæ, sem er nánast inni á afrétti og minnir nútímafólk fremur á útilegumanna- hreysi en bújörð. Nú er hægt að komast á jeppa framhjá Merkigilinu og yfir Jökulsá á brú, en veginn þrýtur við kirkjustaðinn Ábæ þar sem enn er messað einu sinni á sumri. Þaðan er um klukkustundar gangur eftir löngu grónum götum inn að Tinná við eyðibýlið Tinnársel. Á eyri þar sem nú er mestan part möl og grjót eftir ágang Jökulsár, eru rústirnar af bæ Hjálmars. Yfirhöfuð er engin búskaparskil- yrði að sjá í Nýjabæ, en einhver túnbleðill og útslægjur hafa verið þarna. Þrátt fyrir mag- urt land búnaðist þeim Hjálmari og Guðnýju merkilega vel í Nýjabæ og var bústofn þeirra kominn uppí meðailag þegar ofbeldissinnaðir nágrannar neyddu þau í burtu. Þeir Jón bóndi Höskuldsson á Merkigili og Guðmundur Guð- mundsson í Ábæ voru yfirgangssamir ruddar og sáu ofsjónum yfir vaxandi búsmala Hjálm- ars. Kannski var Hjálmar ekki beint kjarkmað- ur en svo mikið var víst að hann taldi sig í lífshættu. Sagan segir að Guðmundur í Ábæ hafi gert honum fyrirsát á stórhættulegum svellbunka við Jökulsá og ætlað að flæma hann í ána með kirkjujárnið að vopni. Kannski var það fyrir illan grun, að Hjálmar fór aðra leið, svo Ábæjarbóndinn sá hann ekki fyrr en of seint, en skaut á eftir honum kirkjujárninu þegar Hjálmar komst á hæpnum ísi yfir Ábæj- ará. í Nýjabæ var ekki aðeins við mannlega fjendur að fást. Lengi hafði draugurinn Nýja- bæjar-Skotta verið illræmd, en Hjálmar gat að mestu haldið henni í skefjum með kynngi- mögnuðum kveðskap. Þessi efnahagslegu uppgangsár í Nýjabæ urðu hinsvegar mögru árin á skáldferli Hjálm- ars. Það helzta sem hann orti þar var níðbálk- urinn Tímaríma, sem fjallar um ijendur skálds- ins á nágrannabæjunum. Meinið var, að Hjálmar komst ekki með góðu móti af bæ nema fara um hlaðið hjá þeim. Og þeir reynd- ust honum illa eins lengi og hægt var. I bú- ferlaflutningunum frá Nýjabæ sat Jón á Merk- igili fyrir Hjálmari og tókst að ná spýtu, sem hann taldi sig eiga, af klyfjahesti. I áflogum sem af þessu hlutust slæmdi Hjálmar spýt- unni í handlegg Ingibjargar húsfreyju á Merk- igili; taldi hana ætla að veita bónda sínum lið. Svo var þó ekki, - bætti Hjálmar Ingi- björgu meiðslin með forkunnarfögrum, út- skornum kistli sem enn er til í vörzlu Þjóð- minjasafnsins og sýnir að Hjálmar var bæði listfengur og hagur í höndunum. Árin í Bólu Eftir flutningana frá Nýjabæ voru þau Hjálmar og Guðný til húsa á Uppsölum unz þau fengu til ábúðar eyðibýlið Bólstaðargerði, sem Hjálmar nefndi Bólu og hefur jafnan verið kenndur við síðan. Það var vorið 1836. Hjálmar bjó ekki í Bólu nema í sjö ár; hann var hinsvegar í aldarfjórðung í næsta áfangastað, á Minni-Ökrum. í Bólu varð Hjálmar fyrir þeirri raun að vera sakaður um sauðaþjófnað og skömmu síðar bilaði heilsan. Ugglaust leið Hjálmari vel í upphafi búskaparins í Bólu, en síðar varð þjáningin heimilisföst þar. Bærinn stendur allhátt uppi í hlíðinni aust- an við Uppsali og setja Bólugilið og fossarnir í því sinn svip á umhverfið. Framundan dreifa Héraðsvötnin úr sér á breiðum eyrum; handan þeirra Tungusveitin og Mælifellshnjúkur að baki. Ég ljósmyndaði það sem eftir stóð af bæ Hjálmars fyrir 21 ári. En ekkert fær að vera í friði. Enda þótt jörðin sé ekki í ábúð hefur endilega þurft að láta jarðýtu jafna út hinar fornu bæjartóftir. Þar er nú ekkert að sjá, en skammt undan er ósmekklegur sumarbústaður úr aflögðum rútubíl. Neðan við túnfótinn er svo minningarreitur um Hjálmar sem færri sjá nú orðið vegna þess að þjóðvegurinn hefur verið færður niður á eyrarnar. Af búskap Hjálmars í Bólu segir fátt fyrstu tvö árin. Hann hefur þurft að gera upp húsin og öll hafa þau verið smá í sniðum. Hjálmar orti nú meira en áður og ugglaust hefur hann stundum „að liðnum löngum degi“ gengið upp með gilinu og tyllt sér niður í fallegan hvamm, eins og Hannes Pétursson skáld segir í kvæði sínu Bólugil: RÚSTIR Nýjabæjar í Austurdal. Þar í mikilli afskekkt búnaðist Hjálmari vel en varð nánast að flýja frá fjandskap nágrannanna. Teikning eftir greinarhöfundinn. Wv\ bab (^U\[Rim\9cvUto (Íc, 0)(n.vita.n- ív til (E-trxfcu: QtrevVt, gdng þm STextt- bxrruut .Staer 4x\CPrafbr úrcu.tut>., //, (im^arbar leggf£ (bdb, 'S.taxtii taiar mc^/ C)er t"öag-en n-trtoraurt Pöjjnoliar Srfng þe|f{ búiit er. '/2, ^LtU:bmUitúm þcx> Cí)T]m.r á,trioebbit: Sraxr buarííóitxftL/Slíyal^öig niinffeLVUníteúbb, ■ [ÍtdH:, UmfabmCBtXJfítt ffcibb tóí. V u>- þuíSalmm-búþtg S’hra^.btaft - Vneb þ-e^ct b 0.3 s, \ VJor þob eingtcuSj'dneim. c?)culð,(t>ífb 5TLfirÝj’a.l&búk . ttuui ut-bomcms . -forfjál bíb 09 iicik, btimsftú^ulðbúb þá -Jpébaifer, þaf þvá tfefc meb þév. 'i ‘Ýtuarþdnbþuui.faþt.rfi|?,uibt[an* klceba.-þanííltxícu:bq€, þáþeiratrabbcUijV * í) V exft" þ e!v, en Sf imm tnóV fcúm bretbW et. IC oStQvetrba^vcit þúxSíRDLpióbjSRiguAr »<£jibtLvfagub þljób lifu:- Og f^rvrþanj^fesvvB^Sfo^lifiQxif^^. MINNI-Akrar í Akrahreppi. Þótt veggir hlaðnir úr klömbruhnaus standi lengi, stóð lítið eftir af húsi Hjálmars fyrir 20 árum. Þarna bjó hann í aldarfjórðung og orti þar flest sín beztu Ijóð. Að ofan: Rithönd Hjálmars. Klettagil þröngt með fossa er falla hátt úr fjalli, brattar urðir, dumbrauð þil lyngsyllur grænar, grös á htjúfum stöllum nú gengur ekki framar lotið skáld til fundar við þig grýtta götuslóð. Oft kom hann hér að liðnum löngum degi. í loðnum heiðarhvömmum einn hann sat og kvöldið ieið við dyn þinn, djúpa gii. Hann greypti þína fossa er falla þungt fjórir í hárri röð af gneypum snösum í stökur, þar sem beiskju og böii varpar bláklappað innrím neðar orð af orði rammauknu falii; þar sem heiftarhug hendinga milli stöðugt styrkar, hraðar steypa í fossum bragorð traust og forn. Sauðaþjófnaðarákæran haustið 1838 setti Bóluheimilið í uppnám og hefur áreiðanlega sært Hjálmar djúpt, svo viðkvæmur sem hann var. Nútímafólk á líka erfitt með að skilja hversu aivarlegur glæpur sauðaþjófnaður var í bændasamfélagi 19. aldar. Engin haldbær rök voru fyrir ákærunni, en nágrannabændur höfðu ekki heimt fé til fulls og kannski hafði það einhver áhrif, að fyrrverandi nágrannar og óvinir í Austurdal höfðu reynt að koma þjófnaðarorði á Hjálmar. Við húsleit í Bólu fannst kaggi með kjöti eins og eðlilegt mátti telja í sláturtíðinni, en grunsamlegt þótti að taði hafði verið hlaðið að kagganum, sem gat þó verið fullkomlega eðlilegt vegna þrengsla í kofanum. Ekki varð síður til að auka á grunsemdir að eldur varð laus í kofanum skömmu eftir húsleitina og brann þar allt. Er skemmst frá því að segja að nær heilu ári síðar kvað Lárus Thoraren- sen, sýslumaður Skagfirðinga, upp þann dóm að ákæruatriðin hefðu ekki verið nægilega þung á metunum til sakfellingar, heldur ættu þau Bóluhjón „fyrir réttvísinnar frekari ákær- um í þessu máli frí að vera“. Áður hafði Hjálmar eins og frægt er orðið, leitað til skáldbróður síns, Bjama amtmanns Thorarensen á Möðruvöllum, án þess að fá frá honum neinn stuðning og ekkert annað en þann embættishroka sem var að vísu dæmi- gerður fyrir tíðarandann á 19. öld, en gerir Bjarna að minni manni í augum nútímafólks. Fáir voru betur kunnugir heimilisfólkinu í Bólu og högum þess en sóknarpresturinn, séra Jón Jónsson á Miklabæ. Hann hafði á sínum tíma gift Hjálmar og Guðnýju, skírt böm þeirra og oft verið þar gestur. Lárus sýslumaður leit- aði vitnisburðar hjá séra Jóni meðan ákæran var rannsökuð. Hjá honum fékk sýslumaður þá lýsingu, að Hjálmar sé „sérlega vel gáfað- ur“ og hafi „mikla þekkingu á guðfræðiefn- um“. Um sambúð þeirra hjóna segir prestur- inn, að „sterkar bráðlyndis sinnishræringar á stundum kunni fyrir hvorutveggja að glepja“. Að öðru leyti segir séra Jón að Bóluhjónin séu „óágeng og óáleitin við aðra“ og ennfrem- ur: „Um ófrómleika þeirra get ég ekki vitnað eða hefí um hann heyrt talað hér, unz slíkur misgrunur upp kom á næstliðnu hausti..." I bók sinni um Bólu-Hjálmar segir Finnur Sigmundsson landsbókavörður svo: „Hjálmar varð aidrei samur maður eftir þá smán, sem nágrannar hans leiddu yfir heimili hans með þjófaleitinni haustið 1838. Heilsa hans bilaði, og næstu árin hrakar honum stöðugt. Býlið sem hann hafði tekið ástfóstri við, er honum ekki lengur sá griðastaður, sem hann hafði dreymt um, framtíðarvonirnar að engu orðnar. En konan, sem hafði lifað súrt og sætt með manni sínum frá því hann vann ástir hennar við fyrstu sýn fyrir tæpum tveim áratugum, brást honum ekki á þessari öriagastund. En að ieiðarlokum fékk hún andríkari og heitari eftirmæli en nokkur íslenzk kona hefir hlotið frá maka sínum fyrr eða síðar." Ekkjumaóur 6 Minni-Ökrum Sjúkleiki Hjálmars ágerðist svo á árunum 1842-43 að hann varð nær ófær til iíkamlegr- ar vinnu. Auk þess sótti nú á hann þunglyndi og lífsleiði í vaxandi mæli. Þegar svo var kom- ið treysti hann sér ekki til að halda áfram búskap. Bóla var leigð öðrum, en Hjálmar og Guðný settust að í húsmennsku á Minni-Ökr- um, sem blasa við með Glóðafeyki í baksýn þegar ekið er frá Varmahlíð áleiðis til Akur- eyrar. Aðeins voru tvö yngstu bömin í heimili með þeim, en bústofninn orðinn smár; átta ær í kvíum og ein kýr og nokkur hross. Þetta hefur augljóslega verið líf í sárri fátækt og ekki batnaði í ári þegar lífsvonin, þessi eina kýr, bar ekki eins og til stóð um veturinn. „Hver stundin er mér hér leið og Iöng,“ sagði Hjálm- ar í sendibréfi. Reiðarslagið fékk skáldið síðan á næstu Jónsmessu þegar Guðný dó. Örvinglaður af sorg skrifaði hann tengdamóður sinni bréf; segir konuna standa uppi ókistulagða en sjálf- ur sé hann einskis megnugur. Þar sem dæturn- 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 14. SEPTEMBER 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.