Lesbók Morgunblaðsins - 14.09.1996, Side 11
Á BAKKA í Öxnadal hófu þau Hjálmar og Guðný búskap. Teikning eftir greinarhöfundinn.
ar voru aðeins ellefu og sex ára, fékk Hjálmar
konu til að annast um heimilishald. En þau
áttu ekki skap saman; Hjálmar frávita af sorg
og ugglaust ekki auðveldur { umgengni. Svo
fór að konan hætti í vistinni og yfirgaf heimilið
í fússi.
Búinu var skipt milli Hjálmars og barnanna
og þau fóru á tvist og bast nema Guðrún, sem
var áfram hjá föður sínum, ókvænt, en eignað-
ist með tímanum fimm lausaleiksbörn. Það er
eftirtektarvert að við uppskrift á búinu kemur
í ljós, að skáldið hefur átt næsta lítinn bóka-
kost. Þar eru aðeins nokkrar algengar guðs-
orðabækur og ein Biblía „rotin“. Hús Hjálm-
ars, eða öllu heldur kofi hans á Minni-Ökrum,
var lítil kytra með „10 pallfjalanefnum og
hurðarflaki fyrir“.
Það átti samt fyrir skáldinu að liggja að búa
í þessari þröngu vistarveru í heilan aldarfjórð-
ung. Margt var þá til mæðu. Elzta dóttirin
lynti ekki við föður sinn og fór í burtu, en
Olafur sonur hans tók holdsveiki og varð þung
byrði á Akrahreppi. Sorglegur atburður var
það líka á Minni-Ökrum, þegar lítill dótturson-
ur Hjálmars, augasteinn afa síns, drukknaði í
bæjarlæknum. Að Hjálmar skyldi tóra hefur
líklega verið að þakka hjónunum í Djúpadal,
sem sendu honum mat.
Það fór þó svo að Hjálmar taldi sig ekki
geta risið undir þeirri örbirgð sem á hann var
lögð ásamt heilsuleysi og sótti um sveitarstyrk
frá Akrahreppi svo sem frægt hefur orðið.
Hefði styrkurinn verið veittur, væri trúlega
allt gleymt. En þeir synjuðu og Hjálmar orti
í vanmætti sínum og reiði kvæði sem birtist í
Norðanfara haustið 1870. Engin sveit hefur
fengið önnur eins eftirmæli, meðal annars:
Félagsbræður ei fínnast þar,
af frjálsum manngæðum lítið eiga.
Eru því flestir aumingjar,
en illgjarnir þeir sem betur mega.
Undan þessari svipu sveið lengi í Akra-
hreppi. En þarna hafði Hjálmar í fyrsta sinn
vakið verulega athygli og sú athygli náði suð-
ur til Reykjavíkur og varð til þess að ónafn-
greindur maður sendi skáldinu peningagjöf.
Þetta snart Hjálmar djúpt og þakklætinu var
komið áleiðis í frægri vísu:
Víða til þess vott ég fann,
þó venjist oftar hinu,
að Guð á margan gimstein þann,
sem glóir í mannsorpinu.
Eyrir 20 árum kom ég að Minni-Ökrum og
hitti þar mann sem sýndi mér síðustu leifarnar
af húskofa Bólu-Hjálmars; dálítinn veggstubb
úr klömbruhnaus. Mér þykir líklegt að nú sjá-
ist ekkert eftir af honum lengur. Það var þó
þama sem Hjálmar orti flest sinna beztu ljóða.
Og á árunum á Minni- Ökrum hóf hann fyrir
alvöru að safna því saman, sem hann hafði
ort. Árið 1852 tók hann að rita það í 16 blaðs-
íðna hefti og þau urðu 16 talsins. Um sextugt
sá hann sitt fyrsta kvæði á prenti í tímaritinu
Húnvetningi. Á Landsbókasafni eru þar að
auki geymdir 'þykkir doðrantar með vísum og
kvæðum Hjálmars, sem Þorsteinn bókaskrifari
frá Málmey safnaði og bjargaði frá glötun.
Árið eftir að ádrepan fræga birtist um Akra-
hrepp urðu eigendaskipti að Minni-Ökrum og
varð Hjálmar þá, 75 ára gamall, að hrekjast
þaðan. Þau Hjálmar og Guðrún dóttir hans
fengu þá inni í kotinu Grundargerði. Þar voru
hús ákaflega niðurnídd og vitaskuld ótæk sem
Heimildir:Bólu-Hjálmarssaga eftir Simon Dala-
skáld, 1911. Feigur Fallandason eftir Sverri
Kristjánsson og Tómas Guómundsson, 1955,
Bólu-Hjálmar eftir Eystein Sigurásson, bókaútg.
Menningarsjóðs, 1985, Hjálmar Jónsson frá
Bólu- Æviágrip, þættir. Finnur Sigmundsson tók
saman.
mannabústaður. Þar hírðust þau feðgin samt
í tvö ár; Hjálmar „kvalinn af óyndi“ og varð
að þola þar húskulda og ljósleysi. Helzt var
hægt að hafast við undir sæng, enda komst
skáldið lítt úr rúminu, heyrnin auk þess dvín-
andi, hendur og fætur að visna. Bústofninn
var ein kýr, tvö hross og fjórar eða fímm ær.
Vorið 1873 skrifar Hjálmar að þann vetur
hafí hann bágastan lifað og ekkert getað skrif-
að, „því hendumar voru allar í stokki af kulda".
Búskap þeirra feðgina í Grundargerði lauk
vorið 1873 og eftir það átti Hjálmar athvarf
á Starrastöðum í Lýtingsstaðahreppi til vors
1875. Á Starrastöðum var Hjálmar þjóðhátíð-
arárið 1874, þegar sá merkisatburður varð í
lífi hans, að kunnir menn föluðu útgáfurétt
að kvæðum hans gegn árlegri þóknun á meðan
hann lifði. Þetta voru tveir prestar og einn
alþingismaður og þeir gengu frá þessum gern-
ingi á prestsetrinu á Mælifelli, þá á leið suður
á þjóðhátíðina. Hjálmar mun við þetta tæki-
færi hafa afhent þeim þjóðhátíðarkvæði sitt.
Allt hefur það verið mikil upplyfting öldruðu
skáldi og mesti sigurdagur í lífí þess.
Heimilisfólkið á Starrastöðum var vinveitt
Hjálmari og honum leið nú mun betur og
hresstist allur; jafnvel svo að hann tókst á
hendur ferð norður til Akureyrar, þá 77 ára.
Auk þess voru honum nú farnar að berast
gjafír.
Skammt var til leiðarloka; samt var hrakn-
ingum Hjálmars ekki lokið. Björn á Starrastöð-
um varð að bregða búi; Hjálmar þá 79 ára og
ekki til stórræða. Ekki gáfust önnur úrræði
en þau, að fátæk hjón, sem um stundarsakir
höfðu fengið að búa í beitarhúsunum frá
Brekku, skammt frá Víðimýri, buðu Hjálmari
að hafa þar húsaskjól meðan annars væri leit-
að. Ekki átti skáldið þá neinna kosta völ ann-
arra en þiggja þetta boð góðhjartaðs fólks.
Hrakningum Hjálmars Jónssonar frá Bólu
var brátt lokið. Hann lézt í beitarhúsunum 25.
júlí þá um sumarið og var jarðaður í Miklabæ.
Á leiði hans þar stendur minnisvarði um skáld-
ið.
Fyrir skömmu átti ég leið um Skagafjörð á
fögrum júlídegi með tíbrá yfir eylendinu og
Mælifellshnjúkur var tignarlegur að vanda.
Ég stöðvaði bílinn við veginn niður af Vatns-
skarðinu og gekk yfir mýrina að tóft beitarhús-
anna frá Brekku. Hross vora á beit í valllend-
inu umhverfis tóftina. Veggirnir, hlaðnir úr
klömbruhnaus, stóðu merkilega vel. Alit var
undarlega kyrrt nema hvað spóinn vall ein-
hversstaðar í fjarska. Hér lifði aldrað skáld
sínar síðustu stundir á viðlíka fögrum sumar-
degi. Hér stóð hann meðan stætt var; vinirnir
horfnir og:
ég kem eftir kannski í kvöld
með klofinn hjálm og rofinn skjöld,
brynju slitna, sundrað sverð og syndagjöld.
„Hjálmar varð aldrei
samur madur eftir þá
smán sem nágrannar
hans leidduyfir heim-
ili hans meó þjófaleit-
inni haustib 1838.
Heilsa hans biladi og
næstu árin hrakar
honum stöðugt. “
Finnur Sigmundsson.
HJÁLMAR var mjög hagur og listrænn
útskurðarmaður eins og þessi skáphurð
ber með sér. Skápurinn er varðveittur í
byggðasafninu í Glaumbæ.
Sjálfur var Hjálmar listfengur skrifari. Að
yrkja og skrifa og lesa handskrifaðar bækur,
sem gengu milli manna, hefur orðið honum
andlegt bjargarráð. Manna fróðastur var hann
talinn um fornar sagnir og naut sín vel í vina-
fagnaði, helzt hjá Húnvetningum. Af ýmsu
má ætla að Hjálmar hafi ekki verið innhverf-
ur, lieldur mannblendinn og kunnað vel að
meta góðan félagsskap.
Hrakningar i ellinni
HJÁLMAR JÓNSSON
EPITAPHIUM
PASTORIS
(Eftirmæli um prest)
Þarna Hggur letra grér,
lýðir engir sýta.
Komi nú allir hrafnar hér
hans á leiði að skíta.
Hangir of leiði huldan blá,
hún mun vitni bera,
hvernig var hann. Það skal þá
þjóðum kunnugt gera.
Guði og Mammon særi sór
sanna skyldu rækja,
sem bóndi og djákn í búri og
kór
beggja rétt að sækja.
Góðverka varð sjónin sjúk,
svartan bar á skugga,
ágirndar því flygsufjúk
fennti á sálar glugga.
Út svo blindur æfi sleit,
ellin kom með fári,
en værðar hlýri á vegginn reit:
„Vopnin leggðu af, dári!“
Nísti og hristi nákalt lík
napurt heljarkulið,
því góðverkanna götótt flík
gat það hvergi hulið.
Óskapnaðar út í rið
öndin nam sér steypa,
því sjálft helvíti væmdi við
vofu slíka að gleypa,
FYRSTA VÍSA
HJÁLMARS
Karlinn skjagar út og inn,
er að jaga strákhvolpinn,
en Völku klagar kjafturinn,
að krakkinn nagar spóninn
sinn.
Tilefnió var aó drengurinn var aó noga
spóninn sinn og Valgeróur stjúpmóóir hans
klagoói hann fyrir föóur hans.
Hjólmar orti þetta þrevetur
UM SÖLVA
HELGASON
Heimspekingur hér kom einn
í húsgangsklæðum,
með gleraugu hann gekk á
skíðum,
gæfuleysið féll að síðum.
MANNSLÁT
Mínir vinir fara fjöld,
feigðin þessa heimtar köld,
eg kem eftir, kannske í kvöld,
með klofinn hjálm og rofinn
skjöld,
brynju slitna, sundrað sverð
og syndagjöld.
GUÐNÝ
(1845)
Drúpi eg höfði,
daprar rúnir
eyddra æfidaga
hefi eg að mæla
í hinzta sinn
á köldu konu bijósti.
Ung varstu forðum
á mitt gefin
vald að drottins vilja;
kærleikur sannur
þá knýtti bönd
fast með frænda ráði.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 14. SEPTEMBER 1996 II