Lesbók Morgunblaðsins - 26.10.1996, Page 3

Lesbók Morgunblaðsins - 26.10.1996, Page 3
LESBÖK MORGUNBLAÐSEVS ~ MIWINÍ./IJSHR 42. TÖLUBLAÐ - 71. ÁRGANGUR EFNI DÓMKIRKJAN í Reykjavík er 200 ára um þessar mund- ir. Af því tilefni kemur út saga hennar í tveimur bindum eftir sr. Þóri Stephen- sen. Fyrra bindið er um byggingarsögu kirkjunnar, sem spannar ótrúlega langan tíma og segir merkilega sögu um þjóðfé- lagsaðstæður, allsleysi og skort á verk- menningu. Gísli Signurðsson hefur litið á bókina og unnið úr henni úrdrátt um þessa sögu. NÍGER er eitt af fátækustu löndum Afríku, landlukt á Sahel-svæðinu suður af eyði- mörkinni Sahara. Því er oft ruglað sam- an við Nígeríu, segir greinarhöfundur- inn, Kristín Loftsdóttir, mannfræðinemi, sem var þar í vettvangsrannsókn og býr þar nú meðal hirðingja og er það þáttur í námi hennar. Hermóöur og Hóðvör leikfélagið í Hafnarfirði er með aðsetur í gömlu Bæjárútgerðinni og eitt umtalað- asta leikhúsið á höfuðborgarsvæðinu. Sýningar þess hljóta einróma lof áhorf- enda. Fyrst „Himnaríki," sem átti að sýna fimmtán sinnum - ef vel gengi - en var sýnt áttatíu og fimm sinnum, í Hafnar- firði, Bergen, Stokkhólmi og Bonn. Sús- anna Svavarsdóttir segir sögu þessa kröft- uga leikhúss, sem nú sýnir Birting, leik- gerð upp úr verki Voltaires. Og fólkið flykkist til Hafnarfjarðar í leikhús. TÓMAS GUÐMUNDSSON HAUSTNÓTT Mánaljós og silfur um safírbláa voga! Og senn er komin nótt. — Það skelfur eins og strengur sé strokinn mjúkum boga. Og stjörnuaugun loga á djúpsins botni demantskært og rótt. En bráðum rísa vindar við yztu sævarósa, um unn og strendur lands. Og bylgjuföxin rísa sem beðir hvitra rósa, og boðar norðurljósa í períuhvítum stormi stíga dans. En fjærst í dýpstu myrkur og lengra en augað eygi, er aðrír sofa rótt, á eirðarlausum flótta um auða hafsins vegi, á undan nýjum degi, fer stakur már um miðja vetramótt. Tómas Guðmundsson, 1901-1983, var fró Efri Brú í Grímsnesi. Aó loknu nómi í lög- fræði bjó hann í Reykjavík og varð fyrstur aðfluttra skólda til að yrkja með aðdóun um borgina og borgarlífið. En nóttúran var honum einnig hugstætt yrkisefni eins og Ijóðið hér að ofan ber með sér. RABB VARLEGA er farið með heilbrigðis- hugtakið. Oft er það notað þannig að mörkin verða óskýr bæði á milli heilbrigðis og hamingju og á milli heilbrigðis og mannkosta. Fyrri ruglandinn á sér meðal annars rætur í frægri skilgreiningu Alþjóða heilbrigðis- málastofnunarinnar frá 1946: „Þann skilning verður að leggja í hugtakið heil- brigði að maður sé ekki aðeins laus við sjúkdóm eða önnur vanheilindi heldur að hann njóti fullkominnar andlegrar, líkam- legrar og félagslegrar vellíðanar." Erfitt er að átta sig á skýrri merkingu þessarar hugmyndar, en þó virðist ljóst að hún standi nær hamingju en heilbrigði. Með þessu er ég ekki að segja að heilsa og vellíðan séu ótengd. Heilbrigði skilar sér í líkamlegri og andlegri vellíðan, en fé- lagsleg vellíðan veit ég ekki hvað er. Þessi víðtæka skilgreining greinir á engan hátt á milli þess sem er mönnum skað- legt og hins sem veldur þeim óþægindum eða vanlíðan. Þar með er hún gagnslaus viðmiðun fyrir starf heilbrigðisstétta. Það er ekki hlutverk þeirra að gera fólk ham- ingjusamt, heldur að draga úr böli sem stafar af völdum sjúkdóina, fötlunar eða slysa, og þegar bezt lætur að fyrirbyggja það. Það er í verkahring heilbrigðisstétta að vinna gegn þeim þáttum sem skaða heilsu manna, en ekki að berjast við þau margvíslegu fyrirbæri sem kunna að valda fólki óþægindum eða vanlíðan. Sorg fylg- ir til dæmis oft djúpstæð vanlíðan, en hún er fjarri því að vera sjúkleg; öðru nær: það er heilbrigðismerki að fínna til við ástvinamissi og fráleitt væri að heilbrigð- isstéttir gripu inn í slikt ferli í því skyni UM HEILBRIGÐI að stilla kvalirnar. Það er líka fráleitt að líta á það sem óheilbrigt ástand að svíða undan félagslegu ranglæti. „Félagsleg vellíðan“ er því ekki bara óljóst hugtak, heldur beinlínis varasamt í þessu sam- hengi. Það er óumdeilanlegt að heilbrigði ræðst af líkamlegum, andlegum og félags- legum þáttum, en ekki er þar með sagt að hún sé samsuða þessara þátta. Þessu tvennu á ekki að rugla saman. Heilbrigði mín er ásigkomulag mitt til líkama og sálar, en ekki þeir margvíslegu þættir sem hafa áhrif þar á. Heilbrigði er ekki einung- is háð félagslegu umhverfi heldur einnig persónulegum lífsháttum hvers einstakl- ings, tilfinningalífi hans og skapgerð. Raunar má færa rök fyrir því að menn verði öðru fremur að huga að sálinni ætli þeir að stuðla að líkamlegri heilsu. „Heilsa fylgir hófi“, segir máltækið. Nú er hófsemi ein af höfuðdygðunum og það kann að eiga sinn þátt í því að mönnum hættir til að leggja aðjöfnu heilbrigði og mannkosti. Það er þó ekki síður varasamt en að rugla saman heil- brigði og hamingju. Þegar við tölum um heilbrigða manneskju höfum við tilhneig- ingu til að leggja mun víðari skilning í það en æskilegt er. Þannig virðist það stundum vera innfalið í hugmyndinni um heilbrigða manneskju að hún sé ábyrg og áreiðanleg, gjafmild og glaðlynd, ef ekki beinlínis skemmtileg. Heilbrigði er þá gert að eins konar fyrirmyndarhug- mynd um heilsteypta manneskju. Hættan sem þessu fylgir er að farið sé að meta öll frávik frá þessari fyrirmynd sem óheil- brigð og sjúkleg. Þar með er farið að „sjúkdómsvæða" svið mannlífsins sem lýtur í raun öðrum lögmálum. Lykilhugtök hins siðferðilega lífs eru frelsi og ábyrgð sem fela í sér möguleika manna til að ráða sér sjálfir og bæta líf sitt. Sjúkdóm- ur er aftur á móti ástand sem einstakl- ingurinn ræður ekki við. Þetta virðast mér vera þýðingarmikil rök fyrir því að þrengja heilbrigðishugtak- ið. Heilbrigð manneskja er ekki gallalaus í siðferðilegu tilliti, heldur einfaldlega ein- staklingur í góðu líkamlegu ástandi. Ég vil því líta á heilbrigði sem þröskuldarhug- tak en ekki sem fyrirmyndarhugmynd. Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að skil- greina sjúkdóm og heilbrigði sem líkamleg fyrirbrigði en leggja jafnframt mikla áherzlu á þá andlegu og félagslegu þætti sem eru ófrávíkjanlegur hluti bæði af sjúkdómssamhenginu og bataleiðinni. Ég minni líka á að lifandi mannslíkami er eining efnis og anda. Mönnum sést iðu- lega yfir þetta mikilvæga atriði vegna þess að þeir eru ýmist fastir í tvíhyggju sálar og líkama eða í vélfræðilegri ein- hyggju sem vanmetur sálarlíf mannsins. Ef menn vilja endilega reyna að skil- greina heilbrigði, held ég að vel megi dusta rykið af hugmyndum Platons um það efni. Þegar maður er heilbrigður, segir Platon, rækir hver líkamshluti vel sitt hlutverk og líkamsheildin gerir sitt gagn. Þetta heilbrigðishugtak vísar til góðs líkamsásands og eðlilegrar líffæra- starfsemi. Hugmyndin um gott líkams- ástand vísar síðan óhjákvæmilega til þess sem menn eru færir um að gera. „Sá sem getur elskað og unnið er heilbrigður", sagði Freud. Með þessu orðalagi bendir Freud réttilega á að heilbrigði birtist ekki síður í samskiptahæfni okkar en starfs- hæfni. Þar með tengjast líka heilbrigði og mannkostir. Sá sem er ófær um að mynda góð tengsl við sjálfan sig og aðra er ekki heilbrigður. Einstaklingurinn þarf hins vegar hvorki að hafa vinnu né að vera ástfanginn til þess að teljast heil- brigður. Heilbrigð manneskja er fær um að axla ábyrgð, þótt hún kunni af ein- hveijum ástæðum að gera það ekki. Þessar hugmyndir þeirra Platons og Freuds um heilbrigði fela ekki í sér svör við því hvernig manneskjan á að lifa. Þetta kann að vera til marks um einn mikilvægan mun á heilbrigðum mönnum og heilbrigðum dýrum. Það er eflaust ekki heilbrigður skógarþröstur sem ekki býr sér hreiður og það er vanheill íkorni sem ekki safnar hnetum, því að lífsmynzt- ur þessara dýra og tegundareðli er svo njörvað niður af náttúrunni. Manneskjan hefur aftur á móti náð að slaka svo á böndum náttúrunnar að svigrúm hefur skapazt fyrir fjölbreytta lífskosti sem heilbrigð manneskja getur nýtt sér, þótt þeir séu mismunandi lofsverðir frá sið- ferðilegu sjónarmiði. Þetta er einmitt meginástæðan fyrir því hversu varlega verður að beita heil- brigðishugtakinu. Þess eru fjölmörg dæmi í sögunni að fólk hafi verið misrétti beitt í krafti hugmynda um heilbrigði og sjúk- leika. Ég er ekki að halda því fram að dómar um heilbrigði séu ekki gildisdóm- ar. Öðru nær: Heilbrigði er gott og æski- legt ásigkomulag manneskjunnar til lík- ama og sálar. En slíkum gildisdómum, sem vísa til starfsemi mannslíkamans, á ekki að rugla saman við siðferðilega dóma um hegðun og lífsmáta. Ég segi ekki að það sé sjúkleg málnotkun, en hún er hvim- leið. VILHJÁLMUR ÁRNASON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 26. OKTÓBER 1996 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.