Lesbók Morgunblaðsins - 13.12.1997, Blaðsíða 16
p (X
Morgunblaðiö/Þorkell
LISTASAFN íslands býður á hverjum vetri yfir 8.000 nemendum í grunn-, gagnfræða-, og
framhaldsskólum í Reykjavik og nágrenni til kynningarferða um sýningar safnsins. Rakel Pét-
ursdóttir, deildarstjóri fræðsludeildar safnsins, hefur að undanförnu leitt nemendur um sýn-
ingu á verkum Gunnlaugs Schevings.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
NEMENDUR í 8. bekk Hagaskóla hafa unnið sjálfstætt að verkefninu Fantasía í tengslum við
sýningu Listasafnsins.
ÁSTHILDUR Jónsdóttir myndmenntakennari leggur mest upp úr því að nemendur læri að
skoða og njóta myndlistar. Böðvar Sturluson ber undir hana lokafrágang við mynd sína af
fljúgandi sjóræningjaskipi í íslensku landslagi.
Safnafræðsla verður sífellt
veigameiri þáttur í starfsemi
listasafna. Að undanförnu hef-
ur fræðsludeild Listasafns Is-
lands boðið skólanemum leið-
sögn um yfirlitssýningu á verk-
um Gunnlaugs Schevings.
Hulda Stefánsdóttir kynnti sér
starfsemi fræðsludeildarinnar
og vinnu nemenda í mynd-
mennt við Hagaskóla í kjölfar
heimsóknar á safnið.
FRÆÐSLUDEILD Listasafns ís-
lands hefur frá árinu 1987 boðið
skólabömum allt frá 5 ára aldri
leiðsögn um sýningar safnsins.
Tekið er á móti hópum bama og
unglinga alla virka daga frá kl. 8
til 16. Stór hluti gmnn- og fram-
haldsskóla í Reykjavík og ná-
grenni nýtir sér þessa þjónustu og á hverju
skólaári sækja um 8.000 nemendur sýningar
safnsins. Rakel Pétursdóttir, deildarstjóri
fræðsludeildar Listasafns Islands, segir að
safnafræðsla sé mál málanna hjá listasöftium
í dag og áberandi sé hversu mikið söfn víðs
vegar um heim beri sig eftir að efla list-
fræðslu við almenning. Þeir sem komnir era
af skólaaldri geta einnig sótt fyrirlestra og
leiðsögn á vegum safnsins og töluvert er um
að hópar panti leiðsögn um sýningar, jafnvel
utan opnunartíma. Kennarar era hvattir til
að nýta sér myndlistarfræðslu safnsins til
áframhaldandi vinnu í skólum. Meðal þeirra
fjölmörgu skólanema sem að undanfömu
hafa skoðað sýningu á verkum Gunnlaugs
Sehevings era nemendur Asthildar Jónsdótt-
ur, myndmenntakennara í Hagaskóla. Litið
var inn í kennslustund hjá Asthildi, rætt við
nemendur og skoðað hvemig safnafræðslan
hefur nýtst með beinum og óbeinum hætti til
kennslu.
Myndlist má nálgast með ýmsum hætti og
meginmarkmið með myndlistarfræðslu
bama og unglinga er að rækta með þeim
sjónræna skynjun fyrir umhverfinu. „Dag-
skráin sem við bjóðum upp á mótast af sýn-
ingunni hverju sinni en ég held að hægt sé að
fullyrða að við höfum reynt flestar þær leiðir
sem viðkenndar era við listfræðslu ung-
menna á söfnum. Mikilvægt er að gefa þeim
tækifæri til að nálgast listina á eigin forsend-
um og ég legg mikið upp úr því að þau geri
eigin athuganir," segir Rakel. „Það er mis-
jafnt eftir aldri bama hvaða leið er valinn til
kynningar á myndlist, við höfum t.d. sýnt
bömunum fram á skyldleika myndlistar-
sköpunar við önnur listform og þannig hafa
bæði tónlistarmenn og dansarar komið fram
á þessum kynningum."
Áhuginn vex með
hverri heimsókn
Arangur af kynningu á starfseminni innan
framhaldsskólans er sýnilegur í auknum
komum nemenda á því skólastigi á safnið.
Samantekt á komum skólahópa á safnið árið
1996 leiddi í ljós að nánast allir grann- og
framhaldsskólar nýttu sér þessa þjónustu.
Leikskólakennarar sýna safninu einnig mik-
inn áhuga og árlega gengst fræðsludeildin
fyrir kynningarfundum íýrir nema við Fóst-
urskóla Islands. Yngstu bömunum er gjam-
an boðið að vinna sjálf eigin myndverk, ým-
ist í sýningarsölunum eða í vinnustofu bama
sem er í kjallara safnsins. I desember er
boðið upp á sérstaka dagskrá fyrir böm og
sunnudaginn 14. desember frá kl. 14 verður
starfrækt jólakortasmiðja þar sem gestum
býðst að gera jólakort og fræðast um verk
Gunnlaugs Sehevings. Rakel segir að tals-
vert hafí verið gert af því að fara með sýn-
ingar safnsins út á land auk þess sem skólar
á landsbyggðinni sæki sýningarnar hér í
Reykjavík. „Mikilvægast er að börn læri að
umgangast safnið og gera það að venju sinni
að koma hingað og eiga stund með sjálfum
sér og myndlistinni. Það er greinilegt að
hugarfar barna og unglinga breytist eftir því
sem þau koma oftar, þau fara smám saman
að átta sig betm- á því í hverju myndsköpun
er fólgin," segir Rakel.
Norreen aldamótalist
ó netinu
Síðastliðinn tvö ár hefur listasafnið tekið
þátt í tveimur stórum samstarfsverkefnum
Norðurlandanna um myndlist fyrir ungt
fólk. Ný öld, norræn framtíðarsýn - Árið
2002 var verkefni sem unglingar á aldrinum
12-18 ára unnu í samstarfi við listamenn og
fjallaði um sýn þeirra á nánustu framtíð og
hvemig þau gætu á skapandi hátt átt þátt í
mótun þeirrar framtíðar. Heimasíða verk-
efnisins er: this.is/cybercity
I fyrravetur tók listasafnið svo þátt í sam-
starfsverkefni allra þjóðlistasafna á Norður-
löndum. Skólabörnum var falið að vinna
sameiginlega að uppsetningu heimasíðu um
norræna aldamótalist. Nemendur í 8. bekk í
Hagaskóla tóku þátt í verkefninu fyrir Is-
lands hönd. Krakkarnir komu í listasafnið og
völdu sín uppáhaldsverk úr safni íslenskrar
framherjalistar og ljósmyndir af verkunum
voru síðan færðar inn á heimasíðuna ásamt
kynningum á listamönnunum. A heimasíð-
unni var haldin dagbók þar sem nemendur
skiptust á skoðunum um verkin. Þetta er í
fyrsta sinn sem hægt er að líta á einum stað
sýnishorn yfir norræna aldamótamyndlist á
alnetinu. Slóðin er:wit.no/Nordens_Barn
Rakel segii' möguleika margmiðlunar við
myndlistarfræðslu fjölmarga og að heimasíð-
an gefi kennurum tækifæri til að tvinna sam-
an myndlistarfræðslu um öll Norðurlönd.
Listasagan og eigin
hugmyndaheimur
Þegar litið var inn í myndmenntarkennslu
hjá 15 nemendum 8. bekkjar í Hagaskóla
voru þeir að vinna að verkum undir yfir-
skriftinni Fantasía. Myndmenntakennarinn
Asthildur segist reyna að nýta sér ferðir á
Listasafn Islands bæði með beinum og
óbeinum hætti við kennslu, eins og nú þegar
fantasíumálverkið í myndlist hafi verið tekið
fyrir í framhaldi af verkum Gunnlaugs
Schevings, af vængjuðum konum og ofvöxn-
um beljum í ýkjustíl. Nemendum hafi meðal
annars verið bent á verk Marcs Chagalls í
þessu samhengi. Mjög skiptar skoðanir vora
meðal hópsins á list Gunnlaugs og sumum
þótti nóg um alla sjómennina. Þau vora
reyndar flest á því að góð myndlist væri „fal-
legri,“ meira slétt og felld líkt og eldri verk
Gunnlaugs og Bassabáturinn frá 1930 er í
uppáhaldi. Eitthvað virtist Gunnlaugur hafa
sett mark sitt á myndefnin því ein myndin
var af sjóræningabáti sem býr yfir tækni-
búnaði til flugs og á annarri var fljúgandi,
vængjuð stúlka. Þeir Arnljótur Astvaldsson
og Egill Þórarinsson höfðu búið til heim
kynjavera svartholsins. „Þetta er herra Illur
sem er tvíburabróðir Mahoks en þeir eru
óvinir og því rænir Illur alltaf þegnum bróð-
ur síns og setur í svartholið,“ segir Egill.
Skvísan er eiginkona Mahoks. En hvað
fannst þeim um Gunnlaug Scheving? Sýning-
in var ágæt og myndmennt er að minnsta
kosti skemmtilegri en stærðfræði. Rósa
Signý Gísladóttir er að mála sjálfsmynd.
Hún stendur undir peningaskýi og seðlunum
rignir yfir hana. „Mér fannst sýningin allt í
lagi og skemmtilegast var að skoða allar
skissumar. Myndefnið höfðaði ekki til mín
en ég hafði gaman af því hvað hann notaði
mikið af sterkum litum,“ segir Rósa. Karen
Briem er að vinna mynd af fígúra sem er
annaðhvort á leiðinni upp til himna eða niður
til heljar. „Hún hefur bæði gott og vont í sér
og lífskertið er að brenna upp svo á öðram
hvorum staðnum endar hún. Mér datt reynd-
ar í hug öldugangurinn í einni mynd Gunn-
laugs þegar ég var að mála logana sem um-
lykja fígúrana," segir Katrín. „Það var gam-
an að fara á sýninguna því andrúmsloftið á
safninu er allt annað og virðulegra en hér í
skólastofunni. Ég hafði mest gaman af að sjá
skissumar hans því oftast sjáum við lista-
verkin fullunnin og erfitt er að átta sig á
vinnuferli listamannsins. Uppáhaldsmyndin
mín er þó ekki eftir Gunnlaug Scheving held-
ur eruþað Utigangshestar eftir Jón Stefáns-
son.“ Asthildur segir að það sé aldrei að vita
nema í einhverjum nemendanna búi efni í
myndlistarmann en myndlistarkennslan miði
þó fremur að því að nemendur læri að skoða
og njóta listarinnar. „Mér finnst mikilvægast
að vekja nemendur til umhugsunar um
myndlist í umhverfinu og gildi hennar, því
við eram íyrst og fremst að ala upp
listnjótendur. Og það leikur enginn vafi á því
að á listasöfnum verður ungt fólk fyrir sjón-
rænni reynslu sem það býr að síðar.“
1 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 13. DESEMBER 1997