Lesbók Morgunblaðsins - 13.12.1997, Blaðsíða 11
þeirra um skilning á mannlífinu umhverfis
okkur. Málfar vísinda er allt of fátæklegt
frammi fyrir því mannlífi sem kringum okkur
þrífst.
Kaldlyndi er næsti bær við einhverfu í erfða-
lendum mannlífsins. Þótt vitsmunirnir séu ekki
minni en gerist og gengur getur kaldlyndi
manns verið svo megnt að hann þrífst aðeins
við öfga annars manns, verður endurkast af
þeim. Grikkir áttu sér goðsögn um Ekko,
gyðju sem hlaut fyrir áhugaleysi á kynlífi
sviptingu sjálfræðis: eftir það gat hún aðeins
fundið til sín gegnum aðra. Vera hennar varð
bergmál. Svona á að fjalla um afbrigðin. Vel
má ætla að hinar myndrænu sagnir um
blóðsugur séu orðnar til fyrir viðleitni samfé-
lagsins til að brúa í milli venjulegs fólks og
óvenju mikils kaldlyndis. Drakúla og vampír-
urnar, Hitler og nasistarnir, Mússolíni og
svartstakkar eru líklega jafn ótímabundin fyr-
irbæri mannlífsins og þorgeirsboli, óður í ein-
stefnu sinni með húðina aftur af sér og þar á
Skotta og Móri. Nú bergmála kaldlyndir mark-
aðsöfl. Ef farið er skrefi lengra komum við að
fasískum vélbrúðum eins foringja. Eitt skref í
viðbót og þar höfum við Drakúla og vampýr-
urnar.
Tourette-einhverfir bergmála ófélagslega
jafnt sjálfa sig sem aðra. Sagnir um varúlfa
eiga líklega rætur að rekja til þessa afbrigðis.
Fyrri tíma fræði skýrðu allt út frá svipmóti
hluta og atburða með hátimbruðum kenning-
um um heim, mannlíf og tilgang og varð þá
minni hluti manna eins og einhverfir að sæta
afarkostum vegna sérþarfa sinna. En allir
höfðu merkingu fyrir alla hvort sem þeir voru
taldir illir eða góðir. Tourette-manni lærðist að
hann var varúlfur og því í senn dýr og maður.
Það er hann ekki frekar en við hin. Firring
þess myndlausa kom ekki til greina. Hún er
nútímafyrirbrigði.
Flokkun
Fyrr á tímum völdust litríkir menn til for-
ystu og afleiðingarnar voru eftir því. Þeir báru
með sér að hafa sérþarfir vegna frumlegra
vitsmuna. Nú er greind aftur á móti ekki tengd
forystuhæfileikum heldur námsgáfum, getunni
til að tileinka sér hugsanir og aðferðir annarra
manna.
Nú er öldin önnur. En menn, sem skáru sig
úr fyrir tíma lýðræðis, hvort sem var til lofs
eða last, voru líklega oftast mannlífsafbrigði.
Flokkai' þessara afbrigða eru ekki margir.
Hina helstu, ofvirka og einhverfa, hentar að
setja hvorn sínum megin við venjulegt fólk. í
hópi guðsmanna og rithöfunda vai- stærra hlut-
fall ofvirkra en meðal annarra manna. Lengst
frá þessum félagslega sinnuðu mönnum eru
þeir einhverfu þó ekki sé þar með sagt að guðs-
mennska eða rithöfundarskapur geti ekki hent
þeim í einstökum dæmum. Hefðbundinn skils-
munur ills og góðs er úrelt aðferð samfélagsins
til að lifa við afbrigðin sem hér um ræðir.
Fræðimenn fjalla núorðið um einhverfuróf og
skipa slíkum afbrigðum niður eins og litum í
litrófi. Þau blandast eins og litirnir. Vitsmuna-
legir afburðir, geníalítet, falla inn í þessa rað-
skipun í jaðri asperger-afbrigða, milli þeirra og
hinna venjulegu. Á sömu slóðum er slæðingur
af skyggnu fólki, seiðskröttum, eftirhermum,
minnis- og reikningslistarmönnum.
í upphafi máls var því lýst yfir að líklega
hefði söguþróun hvarvetna orðið fyrir tilstuðl-
un afbrigðilegs fólks. Og fer þá tíðarandinn eft-
ir því hvert afbrigðið er helstur áhrifaþáttm’.
Tíbetar höfðu þann sið, meðan þeir voru sjálfra
sín, að láta einn mann um foi’ystu þjóðarinnar
jafnt í andlegum sem veraldlegum efnum. Þeg-
ar nýr maður átti að taka við fóru prestar á
stjá að leita hans samkvæmt siðvenju sinni.
Það er leitað meðal barna að endurfæddum
æðstapresti. Og kann vel að vera að leitað sé
merkja um ódæmigerða einhverfu.
Helstur annmarki trúarbragða austurlanda
er skortur á samfélagsvitund. Hin kunna þjóð-
saga um Buddha lýsir honum sem dæmigerð-
um asperger-einhverfum. Hann var prins sem
naut ofverndar í foreldrahúsum. Hending réð
að þjáning mannanna varð honum að áhuga-
máli sem vék burt öðrum alla hans tíð. En líf-
stefnan varð að ganga upp í æðri vitsmunum
en persónunnar vegna þess einkennis að varla
er um sjálf að ræða í hversdaglegum skilningi
orðsins. Tíbetar eru nú niðurlægðir frammi
fyrir átrúnaði nútímans á verkmenningu lík-
lega vegna þess hve samstillt þjóðin öll er að
lúta félagslegri forustu manns sem ónæmur er
á daglegt vafstur.
Að lokum: Hvað ef saman renna erfðaþættir
ofvirkni og einhverfu? Félagsfærni og innræti
einbúans? Slíkur maður þrífist líklega vel við
reglur trúarbragða en þó með sjálfstæðum
hætti. Þar með aukast líkur á trúarlegri endur-
nyjun sem náð geti til margra. Ætla má að í
þessum mun felist yfirburðir kristni yfir trúar-
brögð austurlanda. Kristnin gerir ráð fyrir at-
hafnafrelsi, jöfnuði. -
En nútímamenning hefur sagt skilið við
þessi þróunaröií. Nú eru það verkin sem tala.
Höfundur er rithöfundur.
Mynd: Guðný Svava Strandberg
SMÁSAGA EFTIR ÖNNU MARÍU
ÞÓRISDÓTTUR
Þegar allur englaskarinn
var floginn hjá sveif Gabríel
yfir fjárhúsið og virti fyrir
sér hina heilögu fjölskyldu.
Hann var dálítið hreykinn
af því sem hann sá.
GABRÍEL var orðinn mjög
þreyttur. Þessar löngu
söngæfingar voru farnar
að taka á krafta hans. En
mikið stóð til, það vissi
hann engla best. Það var
hlé eftir góða æfinga-
skorpu. Kórfélagar sátu á
skýjabólstrum og röbbuðu saman. Gabríel sat
afsíðis á litlum skýhnoðra og studdi hönd undir
kinn. Hann gladdist í hjarta sínu yfii’ þeim
miklu ábyrgðarstörfum sem honum höfðu ver-
ið fengin. Fyrst boðunin og svo þetta. En það
tók á kraftana. Að fljúga til Jarðar með þessi
mikilvægu skilaboð. Fyrst til Sakaríusai’ gamla
og svo til þessarar ungu, hræddu meyjar sem
var nánast barn. En mikil vai’ ánægja hans
þegar honum hafði tekist að sannfæra hana um
náð guðs. Svo var honum líka kunnugt um heit-
mann meyjarinnar, hinn trausta Jósef. Þetta
myndi allt fara vel, hugsaði hann með sér þá.
Og nú var hann að æfa þennan stóra englakór
og átti að stjórna honum þegar stundin rynni
upp.
Gabríel skyggndist til austurs. Ekki sást
táknið enn. En hann fann á sér að nú nálgaðist'
stóra stundin.
Hann stóð upp og kallaði: „Byrjum aftur.
Við skulum taka stóra lofsönginn."
Kórfélagarnir svifu hver á sirin stað og æf-
ingin hélt áfram.
„Dý-----rð sé gu-----ði
í u-----pphæðum....“
Gabríel sló af. Dimmum, raddmiklum bassa
hætti til að draga tónana of lengi. „Hvað oft á
ég að segja þér að halda ekki tóninum svona
lengi, Esra?“ sagði Gabríel.
Aftur var byrjað: „Dý----rð...“
Gabríel sló strax af. Snaggaralegur tenór
kom of fljótt inn eins og honum hætti oft til að
gera.
„Jósúa, þú verður að passa þig á þessu,“
sagði Gabríel og nú gætti mikillar óþolinmæði í
röddinni.
Jósúa laut höfði og skammaðist sín dálítið og
kom auðvitað of seint inn næst fýrir bragðið.
Æfingin hélt áft’am. Gabríel gat ekki annað
en brosað með sjálfum sér þegar hann horfði
yfir þennan sundurleita hóp ungra og gamalla.
„Mikið er á einn engil lagt,“ hugsaði hann
með sér þegar hann horfði á gamlan, ábúðar-
mikinn bassa belgja út kinnarnar eins og hann
væri að blása í blásturshljóðfæri. „Ég skil ekk-
ert í hvernig honum tekst að syngja svona,“
hugsaði Gabríel og hristi höfuðið.
Dökkhærður, grannur tenór hallaði undir
flatt og ruggaði sér í takt meðan hann söng.
Gabríel forðaðist að horfa á hann. „Maður
verður sjóveikm' að horfa á þetta til lengdar."
Marta í sópraninum, bai-mmikil júfferta með
ljóst, sítt englahár sem klæddi hana alls ekki,
tók svo rosalega á á hæsta tóninum að það skar
í eyrun. „Ég þarf að tala við hana í ein'rúmi,"
hugsaði Gabríel.
En þolinmæði hans var loks nóg boðið þegar
hann tók eftir því að tveir sópranar í öftustu
röð voru alls ekki að syngja heldur hvíslast á.
„Hvað heldur þú að standi til?“ hvíslaði önn-
ur.
„Ekki veit ég það. En eitt er víst að Gabríel
veit það. Hann hefur svo góð sambönd þarna
uppi.“ Hún gaut augunum upp á við og þær
gáfu hvor annarri rækileg olnbogaskot.
Enn sló Gabríel af og ætlaði að fara að ávíta
þessa ósvífnu sóprana. Þá gall við skær engils-
rödd:
„Gabbi! Hún Angela litla er alveg að pissa á
sig,“ sagði Rut eldri systir hennai’.
„Gabbi! Ekki nema það þó!“ hugsaði Gabríel.
Hann vissi svo sem að kórfélagar kölluðu hann
þetta sín á milli. En að ávarpa hann svona yfn’
alla! „Æ, hún hefur hlaupið á sig, englakornið,"
hugsaði hann.
Angela litla sat á ofm’litlum skýjapúða og
reri fram í gráðið.
„Flýttu þér burtu með hana,“ sagði Gabríel
og Rut leiddi litlu systur af stað. En æ, Gabríel
gat ekki komist hjá að sjá ofurlitla englabunu
renna út í geiminn.
Rut tók um axlirnar á litlu systur, hristi
hana og ávítaði. Angela litla lét það ekkert á
sig fá, horfði Ijómandi augum og geislandi
brosi á Gabríel og sagði hári’i röddu: „Búin!“
En nú hafði Gabríel fengið nóg. Hann sneri
sér snöggt við.
Og sjá! Stóra stjarnan var stigin upp á him-
ininn. Geislastafir hennar dreifðust yfir dimma
Jörð. Sá skærasti var nú yfir Betlehemsvöllum.
Gabríel skipaði sínu fólki í fylkingar og hróp-
aði hljómmikilli, karlmannlegri röddu: „Nú af
stað!“
Evlalía, fríður, dökkhærður alt, horfði aðdá-
unaraugum á Gabríel. Hann var nú myndarleg-
ur! Og röddin svo sterk og karlmannleg. Allh-
vissu að Evlalía var dauðskotin í Gabríel.
Allur englaskai’inn þandi vængina og hóf
flugið. Súgur vængjatakanna hljómaði í geimn-
um eins og herlúðrar. Ósvífnu sópranarnir
fundu til sterkrar verndartilfinningar þegar
þær sáu stutt og tíð vængjatök Angelu litlu.
Þær tóku hvor undir sinn handlegg hennar og
bókstaflega báru hana á milli sín. Dökkhærði
tenórinn tók Rut litlu að sér og létti henni flug-
ið.
í svölu myrkri næturinnar höfðu fjárhirð-
arnir á Betlehemsvöllum vafið að sér fátækleg-
an klæðnað sinn. Sumir sátu, aðrir stóðu og
studdu sig við löngu stafina sína en kindurnar
lágu jórtrandi í einum hnapp á milli þeirra.
Skyndilega varð bjai’t eins og um hádag,
jafnvel bjaitara. Birtan var yftrnáttúrleg,
næstum bláleit. Felmtur greip alla bæði menn
og dýr sem risu á fætur í ofboði.
Og sjá! Gríðai’stór engill kom svífandi ofan
úr geimnum og staðnæmdist rétt hjá þeim.
Yngsti smalinn, Palti, hafði kúrt sig niður
hálfsofandi með minnsta lambið í fanginu. Það
var svo hlýtt að hjúfra sig að því í næturkulinu.
Palta brá svo mjög að hann tók sprettinn eitt-
hvað út í buskann með litla lambið í fanginu.
Og engillinn sagði: „Verið ekki hræddir,
hirðar. Ég færi ykkur gleðifregn. Frelsari er
fæddur! Hann er í líki barns sem lagt hefur
verið í jötu.“
Allt í einu fyllti englaskari loftið yfir þeim og
hóf upp stóra lofsönginn:
„Dýrð sé guði í upphæðum
og friður á jörðu með mönnum
sem hann hefur velþóknun á.“
Fjárhirðai’nir fylltust lotningu og fleygðu
sér til jarðar.
„Við skulum fara og leita barnsins. Það hlýt-
ur að liggja í fjárhúsjötu inni í Betlehem,“
sagði Hóseas, elsti og reyndasti smalinn.
Hópurinn hélt af stað og allar kindurnai’
líka. Ljósstafur stóru stjömunnar vísaði veg-
inn. Hann beindist að litlu fjárhúsi við hlið eins
gistihússins í borginni.
Varlega nálguðust hirðai’nir og gægðust inn
um gættina. Þar sáu þeir unga og fríða konu og
roskinn mann sem stumruðu yfir reifastranga
sem lá ofan á hálminum í lítilli jötu. Lítill ljós-
stafur frá stjörnunni stóru lýsti gegnum rifu á
þakinu til að ungbaminu yrði ekki of bjai’t í
augum.
Friður og hamingja umvafði foreldrana og
Hóseas sá ekki betur en gullinn baugur sælu
og ástar væri að myndast um höfuð móðurinn-
ai’ og greinilegur gullbaugur umlukti höfuð
barnsins.
„Engillinn sagði líka að hann væri frelsari,“
hugsaði Hóseas með sér lotningarfullur.
Ofurlítið kumr heyrðist úr litla ljóranum efst
á kofagaflinum. Allir litu upp. Þarna var Palti
litli kominn með lambið í fanginu og hafði af
óttablandinni forvitni klifrað upp á þekjuna.
Bæði störðu þau stórum augum á ungbai-nið og
foreldra þess.
„Uss!“ hvíslaði Hóseas og studdi fingri á vör
sér til merkis um að Palti og lambið mættu
ekki trufla hinn helga heimilisfrið með hávaða.
Gabríel hélt aftur af englahjörðinni sem vildi
óð og uppvæg fylgja bendingu stjörnustafsins.
„Bíðið!“ kallaði Gabríel skipandi. „Fjárhirð-
arnir eiga að vera fyrstir til að sjá frelsarann."
Innan stundar tilkynnti hann: „Nú megið þið
leggja af stað. En fljúgið eins hægt og hávaða-
laust og þið getið og nú syngjum við vöggu-
ljóð.“
Hægt og hátíðlega sveif englaskarinn inn yf-
ir Betlehem og söng fagra vöggusöngva, afai’
ljúflega.
Englaaugun sáu gegnum órofna þekjuna.
Friður og sæla gagntóku alla við að horfa á
ungbarnið sofandi í værð í jötunni litlu, umvaf-
ið ást og umhyggju foreldranna.
„Af hverju eru kindurnar inni hjá barninu?“
spurði Angela litla skæm engilsrödd. „Ó, hvað
pabbinn og mamman eru góð við það. Ég hef
aldrei séð neitt svona fallegt."
Þegar allur englaskarinn vai’ floginn hjá
sveif Gabríel yfir fjárhúsið og virti fyrir sér
hina heilögu fjölskyldu. Hann vai’ dálítið
hreykinn yfir því sem hann sá. Hann hafði mik-
ið komið við sögu þeirra miklu atburða sem
voru að gerast. Hann þurrkaði svitann af enn-
inu með svölum daggai'klút og flaug á eftir
hópnum.
Angela litla var farin að dotta og nær hætt
að hreyfa vængina. Gabríel tók hana í faðminn
sinn stóra. Hún andvarpaði þungt og var um
leið steinsofnuð.
Englaskarinn sveif í átt til náttstaðar. Eng-
inn nema Gabríel kom auga á úlfaldana þrjá
langt, langt í fjarska sem báru konunga á
ki’yppum sínum og bai’ við stjörnubjartan him-
ininn.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 13. DESEMBER 1997 1 1