Lesbók Morgunblaðsins - 21.08.1999, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 21.08.1999, Blaðsíða 2
sín, „heldur listaverk sem fá ákveðið rými að láni - eitthvað sem tilheyrir ekki skúlptúr dags daglega. Rýmið og listaverkið verða eitt.“ Fyrirkomulag FIRMA ‘99-sýningarinnar gerir ráð fyrir að myndlistarmaðurinn vinni verk sín með starfssvið og eðli tiltekins fyrir- tækis í huga. Er það í samræmi við verklag flestra myndhöggvara í dag að vinna verk sín með hliðsjón af því umhverfí sem þeim er ætl- að að „virka“ í. Hins vegar er ekki með góðu móti hægt að segja verkin „standa“ í um- hverfi sínu - a.m.k. ekki í sömu merkingu og frakkaklæddar styttur bæjarins. Myndverkin geta bæði verið forgengileg og á hreyf- ingu/hreyfanleg. Að vinna fyrir ákveðið fyrirtæki getur þýtt að hugmyndakveikja verks sé allt frá tiltek- inni starfssemi sem unnin er í stofnuninni, t.a.m. erindi gesta/skjólstæðinga stofnunar- innar, til huglægra þátta á borð við andrúms- ioft. Þá getur verk á einn eða annan hátt hermt eftir ákveðinni fúnksjón eða ferli fyrir- tækis. Dæmi: „að bíða“ (SVR), að „lána út verk“ (Borgarbókasafn), „að vera bam“ (Dag- vist bama), „að flokka“ (Sorpa). Verk Helga Hjaltalín í Borgarbókasafninu er til að mynda hugsað til útláns og verður fært inn í tölvu- kerfið sem slíkt og strikamerkt. Tómarúm og hverfulleiki Miklar breytingar hafa orðið á inntaki og eðli höggmyndalistar á öldinni með tilliti tii inntaks rýmishugtaksins. Meðan höggmyndin stóð enn óhreyfanleg á stöpli sínum, meitluð í stein, smíðuð í málm eða tré, var rými verks- ins ekki annað en tómið eða tómarúmið í kringum efnismassann, bilið milli áhorfanda og verks, þetta merkingarlausa „ekkert" sem enginn tók eftir. Leiðin inn í nýja tegund af rými liggur í nokkram áföngum í gegnum verk nokkurra framkvöðla nútímaskúlptúrs fyrr á öldinni. A fyrsta stigi tilraunanna voru ný efni og tækni grandvöllur nýrra hugmynda um rými. Enn var þó um tiltölulega hefðbundna þrí- víddarhluti að ræða. Spænski myndhöggvarinn Conzalez komst að því á þriðja áratug aldarinnar, að með beit- ingu logsuðu þurfti höggmynd ekki að vera samfelldur efnismassi, heldur gat verið sam- skeyting hluta sitt úr hvorri áttinni. Með verkum sínum taldi hann sig vera að „teygja sig út í rýmið og teikna með því“, að búa tii áþreifanlegar þrívíddarteikningar í rými. í dag getur hins vegar teikning af þrívíðu myndverki hæglega komið í stað áþreifan- leika efnisins, sbr. verk Birgis Andréssonar um „útköll í tíma og rými“ við slökkviliðsstöð- ina í Skógarhlíð. Um svipað leyti, þ.e. á millistríðsáranum, er enski myndhöggvarinn Henry Moore far- inn að gera tilraunir með að leysa upp þung efnismögnuð form skúlptúra með tómarúmsá- hrifum. Hann gekk reyndar svo langt að segj- 1 ast kompónera verk sín „út frá loftgötunum". i Rýmið var orðið sýnilegt byggingarefni ekki síður en efnismassinn sjálfur. Áratug áður hafði listamaðurinn Marcel Duchamp sett fram þá hugmynd að listhlutur- inn þyrfti ekki að vera búinn til af listamann- inum sjálfum, heldur gæti hann nýtt sér hvaða tilbúinn hlut sem væri, þess vegna keyptan úti í búð. Hlutverk listamannsins væri eingöngu að gefa hlutnum gildi og merk- ingu listaverks. Fyrir bragðið urðu öll efni jafngild í stað nokkurra löghelgaðra efna myndhöggvara áð- ur, þar með taldir svokallaðir „fundnir" hlutir og ýmiss konar ólistræn, jafnvel forgengiieg efni. í klassískri höggmyndalist leituðust myndhöggvarar við að ná fram ímynd hins ei- lífa, tímalausa, algilda forms. Varanleiki var eiginleiki sem innbyggður var í fagurfræði verks. Hugmyndin um hverfulleika verks, þ.e. verk sem aðeins er til í skamman tíma, er hins vegar ný og tengist list sem upplifun. Tíminn er breyting og frá Bandaríkja- manninum Calder og fleiram er ættuð sú hug- mynd að skúlptúr geti verið hreyfanlegur. Höggmynd þurfti ekki lengur að vera kyrr- stæð standmynd. Hreyfingin gat þó verið inn- byggð í verkið á ólíka vegu, til að mynda sem breytilegt sjónarhorn áhorfanda. Ahorfandi er líkami á hreyfingu, hreyfanleg stærð sem gefur verki inntak og stefnu. Hið sama á raunar við þegar listamaðurinn tekur sjálfur upp á því að gegna hlutverki byggingarefnis í verkum sínum, líkt og í gjömingi Oskar Vil- hjálmsdóttur. Gjömingur afneitar listaverld sem „hiut“, en er hvoratveggja rýmis- og tímaverk sem býður upp á ýmsa óvissuþætti í sköpunarferlinu. Verkið er aðeins til í núinu • sem upplifun, einu sinni. Áhorfandi Viðfangsefni klassískra myndhöggvara allt frá Grikkjum var fyrst og fremst maðurinn, mannslíkaminn, klappaður í stein í ýms- ► Morgunblaðið/ Morgunblaðiö/Ásdís 1 / JAROSLAW KOZLOWSKI - TÍMATÓM - (JIME VACUUM") Verkið er samansett af 24 vegg- klukkum sem hengdar eru upp á 12 bæjum Árbæjarsafns þar sem safngestir geta skoðað lífsháttu fyrri tíma. Hver klukka sýnir sinn tíma. Tólf þeirra ganga áfram, hinar tólf ganga aftur á bak og skapar það sérkennilegt tímabelti milli líðandi og liðinnar stundar. Þetta tilbúna tímagap (tóm) gerir það að verkum að staða safn- gesta til þess sem „er“ og þess sem „var“ er óljós, til þessarar samtengingar „líðandi stundar" og „þess sem var“. Þar sem safn- ið reynir að endurskapa hvers- dagslíf fólks sem var uppi fýrir eitt hundrað árum geta safngestir skynjað í hve marga ólíka farvegi sagan gæti hafa runnið (breyting- ar á mannkynssögunni) ef til dæmis eitt lítið atvik hefði tekið aðra stefnu (saga einstaklings). Ludwig Wittgenstein er höfundur setningarinnar sem er grunntónn verksins: „Hvað eina sem við get- um lýst gæti verið annað en það er.“ 2/INGA SVALA ÞÓRSDÓTTIR - STEFNUMÓT - A MEETING OF DIRECTIONS Efni: 660 m sex strengja girðing- arnet, 660 m gaddavír, 700 m stagvír, 5 kg girðingarlykkjur, 232 eirolíuvarðir sívalir girðingar- staurar og grjót. Áhöld: málband, hornspegill, tréhælar, snæri, staurabor, girðingarhneðja, sleggja, skófla, sög, girðingar- tangir, naglbítur og hamrar. Um- mál verksins 18,60 x 28 x 1,2 m. Verkið tók 195 vinnustundir og var unnið í samvinnu við starfs- fólk Fjölskyldu- og húsdýragarðs- ins. FIRMA '99 Sólstólar Helgu Guðrúnar Helgadóttur eru hluti sýningarinnar Strandlengjan (1998) FIRMA ‘99 er heiti á annarri sýn- ingu í röð þriggja stórsýninga sem Myndhöggvarafélagið í Reykjavík stendur fyrir í tilefni að 25 ára af- mæli sínu. Fyrsta sýningin var „Strandlengjan“ (1998), einhver fjölsóttasta myndlistarsýning í Reykjavík í áraraðir. Sýningin sem er dreifð um tíu staði víðsvegar í borgarlandslaginu er orðin til fyrir samstarf Mynd- höggvarafélagsins í Reykjavík og tíu opinberra fyrirtækja eða stofn- ana borgarinnar. Þá stendur menn- ingarborgin 2000 að verkefninu sem styrktaraðili. Þátttakendur eru tíu, þar af átta félagar í Myndhöggvara- félagi Reykjavíkur; Birgir Andrés- son, Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir, Haraldur Jónsson, Helgi Hjaltalín Eyjólfsson, Inga Ragnarsdóttir, Inga Svala Þórsdóttir, Ósk Vil- hjálmsdóttir og Þorbjörg Þorvalds- dóttir, auk tveggja gesta frá öðrum menningarborgum ársins 2000. Þeir eru pólski listamaðurinn Jaroslaw Kozlowski og Jukka Jarvinen frá Finnlandi. Sýningin mun standa yfir þá rúma fjóra mánuði sem eftir lifa af öldinni eða til 1. janúar árið 2000, utan tveggja verka, gjörnings sem aðeins verður framinn á opnunardaginn og verks sem mun standa í 28 daga frá opnun sýningarinnar. í Myndhöggvarafélaginu í Reykja- vík eru nú um 90 félagsmenn og er það til marks um mik- inn uppgang og grósku innan félagsins að á hverri sýn- ingu ér leitast við að tefla fram nýjum þátttakendum. FIRMA ‘99 verður opnuð formlega í dag klukkan 17 og er boðið upp á opnunarferð um sýninguna undir leiðsögn Auðar Ólafsdóttur listfræðings. Lagt er upp frá fyrsta verkinu í Árbæjarsafni klukkan 12:30. Næsti viðkomustað- ur er Húsdýragarðurinn í Laugardal, þá Vélamiðstöð Reykjavíkur við Skúlatún, biðskýli SVR á Hlemmi, Slökkvistöð Reykjavíkur við Skógarhlíð, Borgarbókasafn- ið við Þingholtsstræti, leikskólinn Tjarnarborg, Sundlaug Vesturbæjar, endurvinnslustöð Sorpu við Ánanaust og loks Reykjavíkurhöfn, þaðan sem leiðin liggur út í Engey. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS/FIRMA '99 21. ÁGÚST 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.