Lesbók Morgunblaðsins - 21.08.1999, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 21.08.1999, Blaðsíða 3
BLAÐAÐ í GÖMLUM SKJÖLUM Morgunblaðiö/Jim Smart Einkabréf geta verið mikilvægar sagnfræðiiegar heimildir segir Svanhildur Bogadóttir. í BORGARSKJALASAFNINU verða opn- ar dyr fyrir gesti á Menningarnótt. Þar munu leikararnir Vigdís Gunnarsdóttir og Friðrik Friðriksson lesa upp úr gömlum skjölum, Eggert Þór Bernharðsson sagn- fræðingur fjallar um næturlíf í Reykjavík sl. 50 ár og boðið verður upp á skoðunar- ferðir um nýtt húsnæði safnsins. „Við höfum verið fjarri miðborginni en fluttum í þetta nýja húsnæði nú í vor, þannig að þetta er í fyrsta skipti sem við getum tekið þátt í Menningarnótt," segir Svanhildur Bogadóttir borgarskjalavörður. Hún segir safnið hafa fullan hug á að nýta sér það tækifæri til kynningar, en nokkuð beri á ranghugmyndum hjá fólki um skjala- söfnin, t.d. hvað varðar geymslur þeirra. „Það þekkja flestir opinber skjöl og tengja Borgarskjalasafnið þeim, en hér eru einnig geymd skjöl frá öllum borgarstofn- unum. Eins erum við með einkaskjalasöfn, þar sem geymd eru bréf frá einstaklingum, félögum og fyrirtækjum,“ útskýrir Svan- hildur. En hún kveður þá ánægjulega þró- un hafa átt sér stað undanfarin ár að safn- inu hafi borist fjöldi skjala frá einstakling- um. „Þau skjöl gefa mun fjölbreyttari mynd af mannlífi Reykjavíkur heldur en opinberu skjölin." Skjölin sem valin eru til upplestrar gefa ekki einungis mynd af þeim skjölum sem safnið hefur að geyma, heldur draga þau líka upp skemmtilega mynd af lífi í borginni fyrr á öldinni. Svanhildur nefnir sem dæmi bréf frá 1943 þar sem Útvegsbanldnn kvartar yfir staðsetningu pylsusölu, sem í bréfinu er sögð laða að óæskilega viðskipta- vini. „Það er talað um lýðinn sem safnast þar saman þegar degi tekur að halla og á lágnætti. Þá er tilgreint að sumir séu þar komnir til að fá sér meira í staupinu hjá þeim sem eiga eftir lögg í glasinu og aðrir til að gera upp fomar eða nýjar sakir við félaga sína,“ segir hún og bætir við að lýsingin gæti aUt eins hafa komið frá Héraðsdómi um síðustu helgi. Að sögn Svanhildar kemur fólk í auknum mæli með bréf ættingja og jafnvel einka- bréf sín til varðveislu hjá safninu. „Fólk getur líka sett þau skilyrði að það fái enginn að komast í þau í ákveðinn tíma nema með þeirra leyfi. Við vonum síðan að þegar fólk heyrir þessar lýsingar á lífinu í Reykjavík fyrr á öldinni þá skilji það betur mikilvægi þess að varðveita einkabréf." Upplestur í Norræna húsinu NOKKRIR FREMSTU RITHÖFUNDAR DANA NOKKRIR af helstu rithöfundum Dana heiðra Reykja- vík með nærveru sinni á menningamótt en þeir eru hingað komnir til þess að taka þátt í Islandsheimsókn Dönsku akademíunnar, sem þeir eru félagar í. Rithöfundarnir sem lesa úr verkum sínum í Norræna húsinu í dag em Benny Andersen, Jorgen Gustava Brandt, Inger Christensen, Klaus Rifbjerg, Jens Smær- up Sorensen, Pia Tafdmp og Soren Ulrik Thomsen. Dagskráin hefst kl. 16 með inngangi Jorns Lunds, pró- fessors og ritara Dönsku akademíunnar, en kynnir dagskrárinnar er Torben Brostrom prófessor. Auk ofan- talinna er með í för Mogens Brondsted prófessor. Fé- lagar í Dönsku akademíunni em háskólamenn og rit- höfundar og em þeir tilnefndir til h'fstfðar. Markmið félagsskaparins er að „standa vörð um danska tungu og hugsun, einkum í bókmcnntum". „Okkur Islendingum er mikill sómi sýndur með þess- ari virðulegu heimsókn. Hér em á ferðinni góðir gest- ir, nokkrir af fremstu rithöfundum Dana, þekktur mál- vísindamaður og tveir bókmenntafræðingar," segir Auður Hauksdóttir, lektor í dönsku við Háskóla ís- lands, og bætir við að það sé einstakt tækifæri fyrir ís- lendinga að eiga þess kost að hlýða á svo marga danska rithöfunda og fræðimenn í einu. Auk þess að koma fram á dagskránni í Norræna húsinu munu félag- ar akademiunnar hitta fslenska kollega sfna og skiptast á skoðunum við þá. Forseti Islands, Ólafúr Ragnar Grfmsson, býður þeim að Bessastöðum, þeir fara á Þingvöll og heimsækja Auði Laxness f Gljúfrasteini. Bókmenntadagskráin er framlag Norræna hússins til Menningarnætur í Reykjavík og hefst hún kl. 16 í dag. Kjarvalsstaðir: Gjörningaklúbburinn og Þóroddur Bjamason. Borgarskjalasafn Reykjavíkur, Tryggva- götu 15: Leikaramir Vigdís Gunnarsdóttir og Friðrik Friðriksson lesa úr bréfum varðveitt- um á safninu, þar sem fram kemur lýsing á borgarlífinu og merkum atburðum sem gerð- ust í Reykjavík á fyrri hluta aldarinnar. Ráðhús Reykjavíkur: Vestfirskar söngperl- ur í flutningi Ingunnar Sturludóttur, Þómnn- ar Ömu Kristjánsdóttur og Herdísar Jónas- dóttur. Sigríður Ragnarsdóttir leikur á píanó. Listasafn Islands við Fríkirkjuveg: Valdi- mar Kolbeinn Sigurjónsson leiloir á kontra- bassa. Penninn/Eymundsson, Austurstræti: Djas- stríó Guðmundar Steingrímssonar spilar ásamt Regínu Óskarsdóttur fram eftir kvöldi. Flex, Bankastræti 11: Teena Palmer djass- söngkona syngur. SPRON og Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar, Skólavörðustíg. Skemmtidagskrá til miðnættis. Borgarbókasafnið, Þingholtsstræti 29a: Vala Þórsdóttir leikkona les 260 sm langt Ijóð af svölum safnsins. Kl. 21:30 Ingólfstorg. Tónleikar með hljómsveitinni Skítamóral. Dansleikur með hljómsveitinni á Broadway síðar um kvöldið. Iðnó: Tröllaböm við Tjörnina - fjölskyldu- dagskrá. Borgarbókasafnið, Þingholtsstræti 29a: Bragðið á leik í bókasafninu. Landsbanki íslands, Austurstræti: Dixielandhljómsveit Ama ísleifssonar leikur af fingrum fram. Listasafn íslands: Leiðsögn um sumarsýn- ingu safnsins. Vinnustofa barna verður opin til kl. 23. Útitaflið við Lækjargötu: Danshópur eldri borgara undir stjóm Sigvalda danskennara. Skólavörðustígur: SPRON og Herrafata- verslun Kormáks og Skjaldar bjóða til skemmtidagskrár til miðnættis. Þar skemmta m.a. Magga Stína og Sýrapolkasveitin Hr. Ingi R., brassband og töframaður. Farið verður í leiki, vegleg verðlaun í boði. Kl. 22:00 „Trommað af list“ Fram- flutningur trommuverks fyrir sjö trommur eftir Gunnlaug Briem á tengivagni sem ekur frá Sóleyjargötu um Lækjargötu og að hafn- arbakkanum. íslenska óperan: Opið hús. Listasafn Islands: Valdimar Kolbeinn Sig- urjónsson leikur á kontrabassa. Kl. 22:24 Reykjavíkurhöfn: Flugelda- sýning í umsjá Hjálparsveitar skáta í Reykja- vík. Kl. 23:00 Lækjargata: Útibíó til mið- nættis. Arnarhóll: Ljósaveisla. Iðnó: Dansleikur með hljómsveitinni Six- pack latino til kl. 1. Listasafn íslands: Útimyndir - listsýning undir beram himni. Bíóborgin, Snorrabraut: Forsýning á kvik- myndinni The Big Swap, en hún verður fram- sýnd á Kvikmyndahátíð 27. ágúst. Einnig sýnd kl. 1. Kl. 23:1 5 Fríkirkjan: Sameiginleg helgistund Dómkirkju og FiTkirkju. Anna Sigríður Helgadóttir, Hörður Bragason og fleiri flytja létta tónlist. Kári Þormar org- anisti leikur á orgelið fyrir athöfnina. Prestar sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson og sr. Jóna Hrönn Bolladóttir. Kl. 23:30 Aðventkirkjan, Ingólfsstræti 19. Miðnæturmessa með léttu ívafi. Aðrir atburðir Listhús Ófeigs, Skólavörðustíg 5: Listhús Ófeigs, Meistari Jakob og Inga Elín, gallerí, opna samsýningu. Gallerí Reykjavík: Nýtt gallerí opnað á Skólavörðustíg 16. Gallerí Fold, Rauðarárstíg 14. Listamenn vinna á staðnum. Þiykkt verður á fyrstu grafíkpressu landsins, teiknisamkeppni fyrir börn og fleira og fleira. Heitir drykkir og sæt- ar kökur. Opið til eitt eftir miðnætti. Húsnæði Myndhöggvarafélags Reykjavík- ur, Nýlendugötu 15. Gísli Kristjánsson sýnir skúlptúra. Opið til miðnættis. Hnoss, Skólavörðustíg 22. Eldsmiðir að störfum og unnið verður að tréskurði við verslunina. Listasafn ASÍ við Freyjugötu. Sýning Stef- áns Jónssonar „Án titils". Brynhildur Guð- mundsdóttir sýnir málverk í gryfju. Safnið opið til kl. 22. Árbæjarsafn verður opið fram eftir kvöldi. Veitingar í Dillonshúsi. Verslunin 38 þrep Laugavegi 76. Glugga- sýning Rögnu Róbertsdóttur myndlistar- manns. Skemmtun í leikfangaversluninni Liver- pool, Laugavegi 25. Trúður skemmtir í versl- uninni kl. 14-15 og Skólahljómsveit Kópavogs leikur undir stjóm Össurar Geirssonar kl. 15-16. Fóa feykirófa, Skólavörðustíg la. Böm spila á hljóðfæri í versluninni. Opið til mið- nættis. Málverkasýning Helga Hálfdánarsonar í Antikhúsinu og Frímerkjamiðstöðinni, Skólavörðustíg 21. „Dans á rósum“ í Grófinni. Blómálfurinn, Fríða frænka, Kirsuberjatréð og Kogga, neðst á Vesturgötu. Hljómlist, óvæntar uppá- komur, léttar veitingar, rósasýning, lukku- pottur, spákona o.fl. Músík og myndir, Austurstræti býður 20% afslátt af íslenskri tónlist frá kl. 18-24. Bókamarkaður Pathfinder, bóksölunni Klapparstíg 26, 2. hæð, stendur fram á nótt. Veitingahúsið Við Tjörnina, Templara- sundi 3. Kokkabandið Puntstráin og óvæntar uppákomur. Menningamæturtilboð. Kofi Tómasar frænda, Laugavegi 2. Lista- maðurinn Kitta Pálmadóttir heldur sýningu á verkum sínum. Lifandi tónlist um kvöldið. Kaffitár, suður-amerísk stemmning til kl. 1. Ráðhúskaffi, Ráðhúsi Reykjavíkur. „Speg- ill, spegill, herm þú mér“. Sýning Ane Henden Motzfeldt. Hugleiðingar listamanns- ins um lýtaaðgerðir. Opið til miðnættis. Vegamót, Vegamótastíg 4. Djasskvöld. Tríó Andrésar Þórs, Tríó Hafdísar Kjamma og Óskar Guðjónsson ásamt tríói spila að lok- inni flugeldasýningu. Listdans á torginu. Ari í Ögri, Ingólfsstræti 3. Lifandi tónlist á sólpalli síðdegis. Áhöfnin á Hálfbræðram skemmtir um kvöldið. Fjölbreytt Menningar- næturtilboð. Dansíþróttafélagið Gulltoppur kemur fram á nokkram stöðum í miðborginni. Götuleikhúsið verður með uppákomur í strætó. Bílastseði Eftirtalin bílastæðahús verða opin kl. 9:30 til 4 án endurgjalds: Vitatorg við Vitastíg, Bergstaðir við Bergstaðastræti, Traðarkot við Hverfisgötu gegnt Þjóðleikhúsinu, Kola- port við Kalkofnsveg, Ráðhúskjallari við Tjarnargötu. Strætisvagninn Stæði og strætó mun aka frá bílastæðum við Háskóla íslands að Ráðhúsinu frá kl. 15 á 15 mínútna fresti til miðnættis. Snyrting Klósett er staðsett við Kolaportið austan- vert og á bílastæðum Alþingis við Vonar- stræti. Bankastræti 0 er opið til kl. 2. Upplýsingaþjónusta Upplýsingaþjónusta í Ráðhúsi Reykjavík- ur er opin til miðnættis og þar er hægt að leita upplýsinga um viðburði á Menning- arnótt. Ef liðsinnis er þörf á Menningarnótt, leitið þá til Upplýsingaþjónustunnar í síma 563 2005. í neyðartilvikum skal hringja í neyðarlínu allra landsmanna, 112. Lekun gatna Búast má við lokunum gatna í miðborginni á Menningarnótt. Einhverjar lokanir verða á Laugavegi, Skólavörðustíg, Hverfisgötu, Lækjargötu og víðar frá kl. 16 og fram eftir kvöldi. SVR Strætisvagnar Reykjavíkur aka sam- kvæmt áætlun til miðnættis. Leið 6 mun aka í Vesturbæ samkvæmt kvöld- og helgaráætl- un til kl. 1:32. Næturvagnar aka frá kl. 0:30 á 30 mínútna fresti til kl. 5. Vinsamlega athugið að dagskráin er ekki tæmandi og að einhverjar breytingar kunna að verða á henni. Verkefnisstjóri Menningarnætur 1999 er Hrefna Haraldsdóttir. í stjórn Menningar- nætur era Elísabet B. Þórisdóttir, forstöðu- maður Gerðubergs, Ómar Einarsson, fram- kvæmdastjóri ÍTR, Ágúst Ágústsson, mark- aðsstjóri Reykjavíkurhafnar, og Anna Mar- grét Guðjónsdóttir, verkefnisstjóri þróunar- áætlunar miðborgar. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS/MENNINGARNÓTT 21. ÁGÚST 1999 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.