Lesbók Morgunblaðsins - 21.08.1999, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 21.08.1999, Blaðsíða 4
NÝTT verk eftir Gunnlaug Briem verður frumflutt á Menningarnótt og verður notað til að kalla fólk saman fyrir flugeldasýninguna við Reykjavíkurhöfn. Fimm trommuleikarar og tveir slagverksleikarar taka þátt í flutn- ingnum sem fer fram aftan á tengivagni sem ekur frá Hljómskálagarðinum, út Lækjargöt- una og að höfninni. „Það má segja að þetta sé margþætt því það þarf allt að hanga saman, veðrið, hitastig- ið og stemmningin, til að verkið njóti sín til fullnustu," segir höfundurinn, Gunnlaugur Briem. „En ef það verður logn og stilla þá á þetta að heyrast yfir allt höfuðborgarsvæðið.“ Það var fyrir tilstilli umboðsskrifstofunnar 1000 þjalir að þess var farið á leit við Gunn- laug að hann semdi verk fyrir Menningarnótt. Gunnlaugur er nú búsettur í Englandi og kom því sérstaklega heim til að æfa og flytja verk- ið. „Mér finnst heiður að því að vera beðinn um að gera þetta og að fá að velja mér þá hljóðfæraleikara og hljóðfæri sem ég vil nota. Það er toppurinn að fá tækifæri til að skrifa og flytja sína eigin tónlist." Verkið er um 35 mínútur í flutningi og reynir, að því er Gunnlaugur segir, mikið á þá sem flytja það. „Þeýta er líkamlega krefjandi og kallar á úthald. Ég er búinn að velja saman hóp af mönnum sem hafa mikla reynslu. Sum- ir þeirra eru úr klassíska geiranum og leika með Sinfóníuhljómsveit Islands en svo taka líka þátt í þessu tveir ungir menn sem mér fínnst gaman að geta gefíð tækifæri til að vera með.“ Gunnlaugur segist vera spenntur að sjá og heyra hvernig til tekst en ekkert þessu líkt hefur áður verið reynt á íslandi. Hann segir að í verkinu renni saman sín reynsla og bak- grunnur af klassískum slagverksleik sem og hinar ýmsu tónlistarstefnur sem hann hefur fengist við í gegnum tíðina. „Ég er að tvinna saman klassískan slagverksleik og svo afrísk og kúbönsk stef. Þannig má líka segja að þetta sé svolítið fjölþjóðlegt stykki," útskýrir Gunnlaugur og bætir við að krafturinn komi þó frá Islandi. „Þetta er eiginlega eins og íslensk kjöt- kveðjuhátíð og við fögnum því að senn fer í hönd sláturtíð. Við keyrum á gönguhraða og þeir sem vilja heyra allt verkið verða að koma með okkur.“ Trommað af list. Gunnlaugur Briem og félagar hafa æft stíft undanfarið. Morgunblaðið/Sverrir AFRÍSK-ÍSLENSK SIAGVERKSMESSA NÝTT LÍF í LÆKJAR- GÖTU ÚTIBÍÓ er nýjung í dagskrá menn- ingarnætur. En Kvikmyndafélag Is- lands, sem til að mynda hefur staðið að Stuttmyndadögum^ætlar að bjóða gestum í bíó utan á Islandsbanka í Lækjargötu. Viðburður fyrir alla Hugmyndin er þekkt víða erlendis og útibíó eru algeng á kvikmyndahá- tíðum í þeim borgum í Evrópu sem búa við hlýrra loftslag. „Eg hef séð þetta erlendis," segir Júlíus Kemp kvikmyndaleikstjóri sem hefur veg og vanda af skipulagningu útibíósins. „Síðan var ég náttúrulega í bænum á menningarnótt í fyrra og sá að það var fullt af litlum atburðum innan- dyra, en lítið um stóra sjáanlega at- burði sem margir gætu upplifað í einu. Hann bætir við að í raun hafi bara flugeldasýningin verið undir þessum formerkjum og því hafi hug- myndin að útibíói fæðst. Sami búnaður og í Sevilla Júlíus segir hugmyndina ekki hafa verið erfiða í framkvæmd. En búnað- urinn sem notaður verður er sá sami og Islendingar notuðu á sýningarbás sínum á heimssýningunni í Sevilla á Spáni. „Þetta er eins og hvert annað verkefni sem hrint er í framkvæmd það er bara gert.“ Myndin sem valin hefur verið til sýningar er gamanmynd Þráins Ber- telssonar Nýtt líf. Fólk getur því staldrað við og hlegið um stund eða staðnæmst og horft á alla myndina. „Það verður gaman að sjá hvernig þetta kemur út og hvernig fólk bregst við, það er hvort það sest nið- ur og horfir á myndina.“ TROLLA- BÖRN VIÐ TJÖRNINA Tröllabörnin munu skemmta gestum í Iðnó með leikritinu Kraftar. í IÐNÓ verður boðið upp á fjölskyldudagskrá á Menningarnótt. Flutt verður leikritið Kraft- ar, rithöfundar lesa úr verkum sínum og leikin verður tónlist. Dagskráin byrjar á heila tímanum og er um 40 mínútur að lengd. Fyrsti dagskrárhluti hefst kl. 17.00 og sá síðasti kl. 21.00 og þannig gert ráð fyrir að allir nái niður að höfn fyrir flugeldasýningu. Hægt verður að kynna sér tímasetningu viðburðanna í gluggum Iðnó. Þetta er í fyrsta skipti sem boðið er upp á fjölskyldudagskrá af þessari stærð á Menning- arnótt. En Harpa Arnardóttir, leikkona og einn skipuleggjenda, segir alla geta fundið þar eitthvað við sitt hæfi. „Þetta er hugsað sem barna- og fjölskyldudagskrá, þannig að þarna geti fjölskyldufólk á öllum aldri fundið eitthvað fyrir sig. Þótt dagskráin sé skipulögð með börnin í huga eru barnabókmenntir ekki síður fyrir fullorðna," segir Harpa og bætir við að það séu jú þeir fullorðnu sem lesi bækurnar fyrir bömin, sérstaklega þau yngstu. Með þetta í huga var ákveðið að hafa lestur hvers höfundar stuttan, þ.e. um fímm til sjö mínútur að lengd. Ný og gömul verk Harpa segir viðbrögð við dagskránni í Iðnó hafa verið mjög góð. „Það taka allir svo vel í þetta og eru jákvæðir gagnvart Menning- arnótt." En meðal þeirra rithöfunda sem taka þátt eru Þórarinn Eldjárn, Andri Snær Magnason, Illugi Jökulsson, Guðrún Helga- dóttir og Kristín Helga Gunnarsdóttir. Rithöf- undarnir lesa flestir úr eigin verkum, en einnig úr þýðingum sínum og mun Vilborg Dagbjarts- dóttir til að mynda lesa dæmisögu úr Biblíunni. Að sögn Hörpu kannast áheyrendur við mörg verkanna. Önnur eru þó það ný af nálinni að þau hafa ekki ennþá komið út á prenti. Andri Snær Magnason mun til dæmis lesa brot úr óútkominni sögu, Sagan af bláa hnettinum. Þá munu sumir rithöfundanna myndskreyta sögur sínar með skyggnum. Rithöfundar leika stórt hlutverk í þessari fjölskyldudagskrá, en einnig verður sýnt leik- ritið Kraftar og er það leikhópurinn Tröllabörn sem sýnir, en verkið léku þau á alþjóðlegri bamaleiklistarhátíð í Toulouse í Frakklandi við góðar viðtökur. Leikendurnir eru 10-12 ára krakkar úr leiksmiðju Kramhússins og fjallar verkið um sköpun heimsins á ljóðrænan og gamansaman hátt. Þeir tónlistarhópar sem fram koma eru Piltar og stúlka og Berrössuð á tánum sem notið hafa töluverðra vinsælda hjá yngri kynslóðinni, en einnig kemur fram hóp- urinn Hundur í óskilum sem mun m.a. rappa Gunnarshólma. Þá mun Ása Ketilsdóttir flytja barnagælur, en 90 barnagælur hafa verið hljóðsettar eftir hana hjá Árnastofnun. „Ég vænti þess að þarna geti verið smáfólk og upp í unglinga, fullorðna og gamalt fólk,“ segir Harpa og bætir við að hún voni að fjöl- skyldan geti setið þar saman. „Það er gaman að fara með ung börn á svona viðburð, því það fara allir saman á Menningarnótt og þetta er hátíð fyrir börn ekki síður en fullorðna. Þetta er líka afmæli og börn gleðjast meira yfír af- mælisdögum en aðrir og eiga því greiðari að- gang að afmæli borgarinnar, því þau skilja virkilega út á hvað það gengur." 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS/MENNINGARNÓTT 21. ÁGÚST 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.