Lesbók Morgunblaðsins - 21.08.1999, Blaðsíða 1
I-
MENNINGARNÓTT
MENNINGARNÓTT í MIÐBORGINNI er nú haldin í fjórða skipti. í fyrra
gerðu um 30.000 manns sér ferð í bæinn og líkt og áður er lögð áhersla
á að sem flestir viðburðir séu fólki að kostnaðarlausu.
MENNING
LISTIR
ÞJÓÐFRÆÐI
IÁR er setning Menningarnætur í
Lýðveldisgarðinum við Hverfisgötu.
En Menningarnótt er orðin fastur
liður í menningarlífi borgarinnar og
fjölgar þátttakendum ár frá ári.
Verkefnisstjórn heldur utan um
viðburði næturinnar og sér um
hugmyndavinnu, skipulagningu og
kynningarmál. Stjórnin fundar allt árið um
kring og hefur því margt breyst frá því að
Menningarnótt var haldin í fyrsta skipti, en
þá var aðeins mánuður til undirbúnings.
„Við höfðum á litlu öðru að byggja en
metnaði og tiltrú á að hægt væri að breyta
ímynd miðbæjarins, sem á þessum tíma var
ekki nógu góð," segir Elísabet B.
Þórisdóttir, forstöðumaður Gerðubergs og
formaður verkefnisstjórnar. Viðburðum
fjölgar stöðugt og því er unnið markvisst að
því að hefja dagskrána fyrr.
Trommuhljómar kalla folk á
flugeldasýninguna
Flugeldasýningin er kl. 22.24 tö að koma
til móts við fjölskyldufólk og þátttakendur í
Reykjavíkurmaraþoninu, en þá á að vera
komið myrkur skv. almanaki Þjóð-
vinafélagsins. „Til að vekja athygli fólks á
breyttum tíma hennar, hefst frumflutningur
á trommuverki Gunnlaugs Briem kl.22.00.
Þeir trommuhljómar ættu að óma um alla
miðborgina og kalla alla niður á höfn," segir
Elísabet. Hún bætir við að flugeldasýningin
marki því að þessu sinni ekki formleg lok
dagskrárinnar, því ýmsir viðburðir hefjist
ekki fyrr en að henni lokinni.
„Við erum ekki að búa til nýja listahátíð
VAKAÐ
AF LIST
Elísabet B. Þórisdóttir segir
Menningarnótt eiga að
einkennast af fjölbreytileika.
eða nýjan 17. júní. Heldur er tilgangur
Menningarnætur sá að stuðla að samkennd
og áhersla lögð á að allir, einstaklingar,
fjölskyldur, fyrirtæki og stofnanir, sameinist
um að beina athygli sinni að gróskunni sem
ríkir í menningarlífi borgarbúa."
Fyrirtæki nota Menningarnótt sem
tsekifæri til að þakka fyrir sig
Þeim fyrirtækjum fjölgar sífellt sem taka
þátt í Menningarnótt. „Fyrirtæki og
stofnanir gera sér nú grein fyrir að með
þátttöku sinni geta þau haft veruleg áhrif á
sína ímynd," segir Elísabet. En
Landsbankinn og Visa hafa frá upphafi verið
helstu stuðningsaðilar næturinnar. „Síðan
hafa fyrirtæki eins og SPRON, Samskip og
BM Vallá bæst í hópinn og styðja þau
ákveðna viðburði af miklum myndugleik."
Menningarstofnanir Reykjavíkurborgar
leggja einnig sitt af mörkum og fyrirtæki
eins og Mál og menning og Gallerí Fold nota
tækifærið til að þakka viðskiptavinum sínum
með því að gefa þeim eitthvað til baka.
„Nánast allir sem eitt sinn hafa tekið þátt
eru virkir þátttakendur aftur."
Mikil hugmynda- og skipulagsvinna
liggur að baki verkefnis eins og
Menningarnætur og telur Elísabet það skila
sér að núverandi stjórnarmeðlimir hafa
verið með frá upphafi. „Við vinnum stöðugt
úr hugmyndum, reynslu og ábendingum
sem okkur berast og keppumst við að
styrkja grunninn. Okkar hlutverk hlýtur
líka að vera að forðast endurtekningar því
Menningarnóttin á að vera breytileg ár frá
Morgunblaðið/Svenir
Eldsmiður að störfum á menningarnótt 1998.
1r
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS/MENNINGARNÓTT 21. ÁGÚST 1999 1