Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 06.05.2000, Qupperneq 4

Lesbók Morgunblaðsins - 06.05.2000, Qupperneq 4
EFTIR JÓNAS ÞÓR Það var snemma árs 1893 að Kristján nokkur Benediktsson (seinna Benson) heyrði fyrstá Point Roberts minnst. Franskur maður, Disotel að nafni, sem kvæntur var íslenskri konu, Guðlaugu Jónsdóttur, 1 hafði ferðast um tangann og leist vel á landkosti. 1 Kristján tó k manninn trúanlegan og reifaði land- könnunarferð við landa sína í Bellinc jham. Þrír íslendingar slógust í för með honum. Lífið á Point Roberts: Meðan karlmennirnir voru langtímum í vinnu annars staðar komu konurn- ar saman og skiptu með sér verkum. íslendingarnir fengu margir vinnu í niðursuðuverksmiðjunum. Stúlkur gátu unnið sér inn 5-10 dali á dag. Myndin er af niðursuðuverksmiðjunni George & Barker Salmon Packing Co. LANDNÁMSTÍMABIL íslendinga í Vesturheimi, ef svo má kalla, hófst um 1870. Árlegar vestur- ferðir lögðust síðan af í upphafi fyrri heimsstyrjaldar árið 1914. Eitthvað var þó um að fólk flutti til Vesturheims síðar. Flestir sett- lust að í svokölluðum íslendinga- byggðum, þ.e.a.s. á svæðum þar sem Islend- ingar voru fjölmennir fyrir. En fjölmargir fóru ótroðnar slóðir og námu ókunn lönd. Tímabilið 1890-1910 er um margt merki- legt í sögu Norður-Ameríku sérstakleg þó vegna þess að þá var „vestrið" unnið, bæði í Bandaríkjunum og Kanada. í báðum þessum löndun tóku Islendingar þátt í landnámi og uppbyggingu lítt byggðra svæða í vestan- verðri álfunni. Einn slíkur staður var við Kyrrahaf í Bandaríkjunum. Lega og stærð Við landamæri Kanada, vestast í Washing- tonfylki er tangi sem heitir Point Roberts. Hann er í Whatcom County og er landfastur við Kanada en aðskilinn frá öllu landi Banda- ríkjamegin. Point Roberts er ávalur hryggur, hæstur austast en hallar lítið eitt alla leið vestur að sjó. Tanginn er ekki stór, tæplega fimm kílómetrar að lengd og rúmir þrír að breidd. Láglendi er mest suðvestan til þar sem lægst er landið rétt yfir sjávarmáli. Austan megin rís tanginn nokkuð yfir sjó og er þar fremur sæbratt. Þar þótti illt yfir- ferðar á landnámstímum en engir voru þá vegir. Þess vegna völdu landnemar sér leið eftir fjörunni ef þeir áttu erindi um tangann. Skógur var þéttastur á þessu svæði á land- námstímum og með öllu ófær þar til um hann var lagður vegur. Af eystri hlið tangans er útsýni sérstak- lega tilkomumikið til landsins. Þaðan sér yfir eyjar og sund en skipaleiðin liggur þar um og sjást skipaferðir ágætlega frá tanganum. Á björtum degi sést suðuroddi Vaneouver- eyju ágætlega en til austurs og sauðausturs á meginlandinu blasa við stórbrotin Catsc- hill-fjöll og rís Mt. Baker hæst. í norðri gnæfa Vancouver-fjöll, há og hrikaleg en í suðri, á sundunum, liggja svo eyjar, flestar smáar. En íslendingar voru ekki fyrstir til að kynnast kostum tangans. Frumbyggjar Elstu minjar um veru manna á Point Roberts eru nokkur þúsund ára gamlar. Fomleifafræðingar frá háskólum í British Columbia og Washington-fylki unnu að um- fangsmiklum rannsóknum um miðja öldina. Þeir fundu skeljalög, nokkuð þykk en innan um skeljarnar voru fiskbein, önglar, skutlar og hnífar. Þeir komust að þeirri niðurstöðu að þetta voru minjar um indíána af svokall- aðri Salishan-ætt. Þeir voru fyrst og fremst fiskimenn sem höfðust við á Kyrrahafs- ströndinni norðanverðri. Kynbræður þeirra frá því svæði sem nú er British Columbia og eins frá fylkum Banda- ríkjanna sunnar við ströndina fylgdu seinna í kjölfarið og veiddu fisk og tíndu skeljar. Nokkuð ljóst þykir að þangað komu þeir þegar fiskur gekk inn fjörðinn, sérstaklega þegar lax fyllti hvert sund og hverja vík. Evrópskir sæfarar, bæði spænskir og enskir fundu tangann á 18. öld. Einn þeirra, Fransisco Elisa, sá hann af skipi sínu árið 1791 og hélt hann vera eyju. Því nefndi hann hana Isla de Zepeda en ári seinna komust Galiano og Valdez að hinu sanna og nefndu tangann Punta Cepeda. Sama ár, 12. júní, hlaut tanginn loksins núverandi nafn þegar George Vancouver skírði hann í höfuðið á vini sínum, flotaforingjanum Henry Roberts. Vel er hugsanlegt að Vancouver hafi fyrstur hvítra manna stigið þar á land en 22. júní, 1792, kom hann á tangann seint að kveldi dags og gisti um nótt. Un frekari ferðir evrópskra landkönnuða er fátt vitað fyrr en 1824 þegar James nokk- ur McMillan, enskur sægarpur, sigldi inn á flóann og lýsti tanganum í dagbókum skips- ins. Þremur árum seinna, sumarið 1827, sigldi skútan Cadboro sömuleiðis að tangan- um og gengu fáeinir skipverjar á land. Aðal- erindi áhafnarinnar var hins vegar að kanna Fraser-ána og stofnsetja þar verslunarstað fyrir hið volduga breska félag, Hudson’s Bay Company. Ekki er vitað með vissu hvenær evrópskir landnemar í Ameríku hófu fiskveiðar af tang- anum en um miðja öldina ( 10. september, 1853) greinir The Columbian frá því að fáein- ir menn stundi laxveiðar á Point Roberts. Þess var getið að þeir stæðu stutt við, í mesta lagi nokkrar vikur í senn. En þessar frásagnir af veiðum á Point Roberts leiddu til þess að menn tóku að gefa tanganum gaum en um þessar mundir, um miðja 19. öld, hófust deilur milli Bandaríkjanna og Bresku Ameríku (Kanada) um landamæri ríkjanna. Deilt um tangann - ólöglegt landnóm Bandaríkin og Bretland gerðu landamæra- samning 15. júní, 1846. Hann var ekki sá eini sem þessi ríki gerðu sem beinlínis varðaði Point Roberts. Allt til ársins 1871 voru samningar gerðir um veiðar við tangann, búsetu og umferð. Þegar Breska Kólumbía varð hluti Kanada það ár var loks endanleg- ur samningur um landamæri undirritaður. Með honum urðu að engu tilraunir Banda- ríkjanna til að ná yfirráðum á allri strand- lengjunni frá Mexíkó norður til Alaska, sem þeir keyptu af Rússum árið 1867. Á árunum 1846-1871 voru deilur tíðar um Point Roberts og landamærin. Bandaríkja- menn ásökuðu íbúa Bresku Kólumbíu fyrir smygl á kjöti en norðanmenn gultu í sömu mynt og klöguðu áfengissmygl að sunnan. Tanginn þótti sérstaklega heppilegur smygl- urum vegna þess að aðeins var að honum komist sjóleiðina Bandaríkjamegin. Yfirlýsing Bandaríkjanna 13. september, 1859 breytti litlu en þar sagði að engum væri heimil búseta á tanganum eða að stunda þar fiskveiðar. Öll umferð um hann var sömuleið- is bönnuð en stjórn Bandaríkjanna taldi hann hemaðarlega mikilvægan. Þar skyldi í framtíðinni rísa bækistöð hersins. Aldrei kom herinn og þessi yfirlýsing gleyindist eða ekki var tekið mark á henni því ekki leið á löngu þar til menn settust að á tanganum í algjöru óleyfi. Upp úr 1870 fjölgaði fólki ört á Kyrrahafs- strönd og þótt Point Roberts væri ekki í al- faraleið fjölgaði landnámsmönnum smátt og smátt. Þeir reistu sér kofa og veiddu fisk sem seldist vel í þorpunum í grenndinni á meginlandinu. Sumir þeirra áttu vafasama fortíð en tanginn þótti prýðilegur felustaður fyrir skakamenn á flótta undan réttvísinni. Þóttu árin 1878-1888 sérstaklega róstusöm en þá var engin löggæsla. Norðan við landa- mærín stóð íbúum Kanada stuggur af „lýðn- um“ á Point Roberts og gekk svo langt að málið var tekið fyrir af stjórninni í Ottawa. Talsvert var fjallað um málið í dagblöðum t.d. lagði The Ottawa Telegram til, 17. apríl, 1888 að tanginn yrði annaðhvort keyptur af Bandaríkjunum eða hann fenginn í skiptum fyrir annað land til þess að kanadísk lög næðu yfir hann. Óöldinni þar yrði að linna. En tanginn freistaði ekki aðeins saka- manna heldur renndu eigendur fiskverk- smiðja til hans hýru auga. Á síðasta áratug 19. aldar risu niðursuðuverksmiðjur á tang- anum og atvinnulíf blómgaðist. Um þetta leyti kynnast íslendingar á Kyrrahafsströnd Point Roberts. íslendingar við Kyrrahaf Fyrsti íslendingurinn, sem vitað er með vissu að sest hafi að vestur við Kyrrahaf var Ólafur Jónsson. (seinna Oliver Johnson). Hann kom frá íslandi 1882 og eftir að hafa skoðað sig um í Manitoba og Norður-Dakóta flutti hann ári síðar vestur að hafi. Hann settist að í smáþorpi á Viktoríaeyju. Um 1890 voru fáeinar íslenskar fjölskyldur komnar til Bresku Kólumbíu en á næsta ára- tug fjölgaði þeim talsvert. Atvinna var stopul í fylkinu og þvældust heimilisfeður um fylkið vítt og breitt í atvinnuleit. Sunnan landa- mæranna, í Washingtonfylki, voru sömuleiðis fáeinir Islandingar í Seattle, Blaine og Bell- ingham. Það var snemma árs, 1893, að Kristján nokkur Benediktsson (seinna Benson) heyrði fyrst á Point Roberts minnst. Franskur mað- ur, Disotel að nafni, sem kvæntur var ís- lenskri konu, Guðlaugu Jónsdóttur, hafði ferðast um tangann og leist vel á landkosti. Kristján tók manninn trúanlegan og reifaði landkönnunarferð við landa sína í Belling- ham. Þrír slógust í för með honum, þeir Jón Ágúst Björnsson (seinna John Burns), Guð- mundur Laxdal og Sigurður Haukdal (ýmist þekktur sem Sam Samson, Sam Haukur eða Haukdal). Allir fundu þeir land, sem þeim líkaði en Kristján mun fyrstur íslendinga hafa reist sér þar hús hinn 7. mars, 1893. Þeir hófust handa við að hreinsa land og undirbúa til ræktunar en það var mikið verk því kjarr var þétt og skógur þó nokkur. Næsta vetur, líklega í febrúar eða mars, 1894, átti Kristján erindi til Viktoría og var Guðrún kona hans með í för. Dvöldu þau í Kanada um hríð. Hann greindi löndum sím um í eynni frá landnáminu á tanganum. I endurminningum sínum, sem Árni Sigurðs- son Mýrdal skráði 1953, segist hann hafa hitt Kristján í fyrsta sinn þá um vorið (apríl 1894). Ræddu þeir landnámið á tanganum drykklanga stund og lagði Kristján hart að Árna að setjast þar að. Kvaðst Árni í fyrstu hafa sýnt því lítinn áhuga. Hann hefði viljað vinna við vélar og taldi litlar líkur á slíku starfi í dreifbýlinu á Point Roberts. Kristján gafst hins vegar ekki upp og minntist á fiski- verksmiðjurnar, bæði á tanganum sjálfum svo og í Bellingham. Á næstu vikum og mánuðum ræddi fólkið í Viktoría framtíðarhorfur, sem ekki þóttu góðar. Þegar foreldrar Árna, Sigurður Sig- urðsson Mýrdal og Valgerður Jónsdóttir, tóku sig upp og fluttu á tangann 16. júní 1894, þá var Árni með. Hjónin tóku land og reistu hús. En sökum heilsuleysis Valgerðar sneru þau aftur til Viktoría en þar fékk hún betri læknishjálp. Voru þau á næstu árum eða allt til dauða Valgerðar 1912 ýmist í Viktoría eða á Point Roberts. Árni varð hins vegar um kyrrt og fékk fljótlega vinnu hjá stærstu niðursuðuverksmiðjunni á tangan- um. Alaska Packers Association. Á næstu árum fjölgaði íslendingum á Point Roberts og upp úr aldamótum (1904) voru þeir 93 eða liðlega helmingur íbúa. Helgi Þorsteinsson kom á tangann með íjöl- skyldu sína 1894 og undi sér þar vel frá upp- hafi. í greinargóðu bréfi til foreldra sinna 22. desember, 1895 lýsti hann fyrsta árinu á Point Roberts. Hann sagði veðráttuna hafa verið sérstaklega þægilega, - vetur mildan en sumar þurrt og hlýtt. Reyndar helst til of hlýtt því hagi hafi skrælnað en jarðrækt hins vegar gengið vel. Sagðist hann hafa náð sext- íu pundum bauna, öðrum fimmtíu af lauk, sæmilegu komi (maís), níu stórum sekkjum af kartöflum og fjórum af sykurrófum. Þar sem enginn var markaður fyrir þessar afurð- 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 6. AAAÍ 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.