Lesbók Morgunblaðsins - 06.05.2000, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 06.05.2000, Blaðsíða 7
John Keats (1795-1821): „Beauty is truth, truth beauty, that is all/ Ye know on earth, and all ye need to know.“ Tónlistin eru brot úr nokkrum óperum eftir Mozart. Skilyrðislaus ástarjátning Lubovitch til feg- urðarinnar vakti upp spurningar, þegar Lubo- vitch kynnti verkið fyrir blaðamönnum, m.a. umhvort að baki tilvitnuninni lægi einhver kald- hæðni. Það væri öldungis ekki, fullvissaði hann viðstadda um. Fegurðin væri honum eitt og allt. Þessi fegurðardýrkun Lubovitch breyttist þó á sviðinu í hálfgert skranyfirbragð. Innst á svið- inu er stofa eins og á tímum Mozarts með sem- bal og þar voru söngvararnir klæddir í búninga Mozart-tímans inni á bak við svarleita blæju, sem skildi þá frá sviðinu. Útlitið minnti helst á mynd á ódýrum konfektkassa og vakti ekki góðar væntingar. Dansararnir dönsuðu framan við Mozartstof- una, klæddir hvítum, léttum og einfoldum bún- ingum í algjörri mótsetningu við rókóko-of- hlæðið að baki þeim. Einhvem veginn náði þessi samsuða dansins, Mozarts, einfaldleika og smekkleysu aldrei að renna saman í neitt, sem nálgaðist heiid, hvað þá að hún væri áhrifamikil. Sýningin komst aldrei lengra en að vera vand- ræðagangur. En það var þó þess virði að sjá ballettinn til að heyra sungið „Soave sia il ven- to“úr Cosi fan Tutte. Hápunktur í nútímaklassík Að mati John Taras er Symphony in C líkt og kennslustund fyrir dansara, áhorfendur og danshöfunda í öllu því, sem klassískur ballett hefur upp á að bjóða. Nokkurs konar flugelda- sýning klassíska baliettsins. Það er auðvelt að fallast á það sjónarmið Taras þegar uppsetning hans og Colleens Neary rennur yfir sviðið. Taras er upptekinn af hvað Balanchine var mikill snillingur í að fella dansinn að tónlistinni. Symphony in C er gott dæmi um það. Tónlistin, sem er eftir George Bizet, hreinlega líður inn í dansinn og lifnar í honum á undraverðan og hrífandi hátt. En undirstaðan undir þessu er að ballettflokkurinn dansar svo af þeim geislar. Balanchine samdi ballettinn upphaflega fyrir ballett frönsku ópemnnar, þar sem hann var fmmsýndur 1947. Það er glæsileikinn franski með snert af sýndarmennsku á léttu nótunum, sem gegnsýrir ballettinn, þar sem skiptast á hópdansar í fjómm þáttum með sólópari í hverjum, auk hóps af dönsumm, sem gegna veigameira hlutverki en hópurinn. Yfirbragðið er fallegt, létt og hrifandi og þrískiptingin í sólódansara, og hina tvo hópana gæðir ballettinn margfeldni og dýpt sem gerir sýninguna svo hraða og margslungna. A þess- um bakgmnni nutu stjömudansarar eins og Caroline Cavallo og Alexei Ratmansky, Silja Schandorff og Kenneth Greve sín til fullnustu. Hér er á ferðinni sýning, sem ballettunnendur geta hlakkað til að berja augum. Silja Schandorff og Kenneth Greve í Symphony in C eftir George Balanchine. Ljosmynd/Martin Myndtskov Ranne BALLETTIUPPSVEIFLU Eftir mannaskipti er Konunglegi danski ballettinn greinilega kominn á gott ról eins og SIGRÚN DAVÍÐSDÓTTIR sá á nýjustu uppsetningu flokksins. RÍR ballettar, þar af tveir nýir, vom framsýndir nýlega á Konunglega við feykigóðar undirtektir áhorfenda og gagnrýnenda. Eftir öldudal undanfarin ár og tíð mannaskipti virðist nú vera farin að færast ró yfir flokkinn. Dansgleðin geislar af dönsumnum og yljar áhorfendum um hjarta- rætur. Annar nýi ballettinn er eftir Bretann Tim Rushton, sem hefur búið í Danmörku um árabil og dansað með Kongunglega ballettinum. Hinn er eftir bandaríska danshöfundinn Lar Lubo- vitch, sem hann samdi sérstaklega fyrir Kon- unglega ballettinn. Þriðji ballettinn er nútíma- klassíker, Symphony in C eftir George Balanchine, sem John Taras, gamall samstarfs- maður Balanchine, setti upp hér ásamt Colleen Neary, 1. ballettmeistara við Konunglega og fyrmm sólodansmey hjá Balanchine. Svipmynd úr Englum alheimsins „Skildi þetta vera ballett byggður á Englum alheimsins?" var fyrsta hugsunin þegar tjaldið var dregið frá og við blöstu hráir veggir og mannverur, sem hjúfmðu sig upp að veggjun- um. Þetta leit út eins og stílfærð og listræn út- færsla á lokuðu deildinni á Kleppi. „Dominium" kallar Rushton ballett sinn, latneskt orð er vísar til valda og yfirráðasvæðis, þar sem Rushton notar inngang að nýrri óperu eftir Philip Glass, „The Civil Wars“, auk nýsam- innar hörputónlistar eftir Martin Ákerwall í lokin. Verk Glass er fyrir hljómsveit og söngv- ara og Rushton fellir söngvarana inn í sýning- una á skemmtilegan hátt. Þama fer allt saman, dansinn, sjónræn áhrif sviðsmyndar, búninga og ljósa, bæði hvað varðar liti, rými og tónlist. Sex karldansarar em lokaðir inni á þessari lokuðu deild eða svæði, þar sem konur standa yfir og horfa á þá. Um síðir opnast hurð, dans- mey fetar sig inn og dansar á móti einum dans- aranna. Það er spilað á tilfinningar innilokunar, yfirráða og valds á einfaldan, stílfærðan og sterkan hátt í magnaðri sviðsmynd og Ijóssetn- ingu. Það em þau Marie-Pierre Greve og Alexei Ratmansky, sem dansa parið, bæði tvö í hópi at- hyglisverðustu dansara Konunglega balletts- ins. Greve hefur mjög sérstaka útgeislun, nær einhverju sem liggur á mörkum hins sjúklega og sem ýtir undir vott af óhugnaði, sem liggur í loftinu. Eftir þetta er óhætt að hlakka til fleiri verka frá Rushton. Skrankenndur fegurðaróður Lubovitch notar einnig söngtónlist, en lengra ná varla hliðstæður verka þeirra Rushtons. „All ye need to know“ sækir heiti sitt í ljóðlínur úr „Ode on a Grecian um“ eftir breska skáldið VERKEFNI KONUNGLEGAÁ KOAAANDISTARFSÁRI VERDI - GAMALT OG NÝTT HJÁ BALLETTINUM KONUNGLEGA óperan hefur undan- farin ár hafið starfsárið með ókeyp- is útitónleikum á Friðriksbergi. I ár ætlar ballettinn að hafa sama hátt- inn á og byrja starfsárið með útisýningu á Kastellet, gömlu virki steinsnar frá litlu haf- meyjunni. Þeir sem verða í Kaupmannahöfn 12. ágúst þegar óperan verður með tónleika sína og 28. ágúst þegar ballettinn verður í Kastellet ættu að nota tækifærið og fara, því þetta em einstakar samkomur. Líkt og hjá flestum óperahúsum í heimin- um mun Verdi setja svip á komandi starfsár óperunnar, því 2001 er hundrað ára dánar- afmæli meistarans. Hjá ballettinum fara saman uppsetningar á klassískum ballettum eins og Þyrnirósu í uppsetningu Helga Tómassonar og glæný verk. Að vanda skipt- ast á gamlar og nýjar uppsetningar í báðum listgreinum. Verdi í norrænu samhengi Upphaf óperustárfsársins verður að vanda í Spndermarken á Friðriksbergi. Fólk safnast saman í tæka tíð, lætur fara vel um sig á teppum á grasflötinni, hefur með sér mat og drykk og nýtur tónlistarinnar undir beru lofti. Og aðsóknin er ekki til að kvarta yfir, því þarna hafa komið um 15 þúsund manns. Komandi starfsár er það fyrsta, sem hinn nýji óperustjóri Kasper Holten hefur skipu- lagt upp á eigin spýtur. Hann hefur áður leikstýrt óperum og það ætlar hann að gera áfram. Fyrsta uppsetning hans við Konung- lega verður ópera Tjækovskís, Spaðadrottn- ingin, auk þess sem hann setur upp nýja barnaóperu. Tvær barnaóperur verða frumsýndar í samvinnu við óperuna í Ystad í Svíþjóð og alls verða 72 sýningar á þeim á Eyrarsundssvæðinu. Eyrarsundsbrúin verð- ur opnuð í sumar og barnaóperurnar eru hluti af viðleitni til að undirstrika gildi land- fastra tengsla landanna tveggja. Carmen kemur upp í nýrri uppsetningu í desember, þar sem norska söngkonan Randi Stene fer með aðalhlutverkið. Hún hefur áð- ur sungið hlutverkið á Konunglega með eft- irminnilegum hætti. Aðeins verður flutt ein Wagner-ópera á komandi starfsári, en það er Parsifal. Holten segir það þó ekki neina stefnubreytingu, heldur aðeins að í ár verði áhersla á að bæta við fleiri verkum eftir Strauss og Verdi. Capriccio eftir Strauss verður sett upp í fyrsta skipti. Mozart gleymist ekki, því Brúðkaup Fígarós verður á fjölunum og einnig La Boheme eftir Puccini. Tvær nýjar Verdi-uppsetningar verða á dagskrá, Otello og Grímudansleikurinn, sem bætast við tvær eldri uppsetningar, La Traviata og Falstaff. í lok starfsársins að ári, 27. maí - 2. júní, verður svo Verdi-hátíð, þar sem áherslan verður lögð á Verdi í nor- rænu samhengi. Grímudansleikurinn byggir á sænskri sögu og í fyrirlestrum, með sýn- ingum óperanna fjögurra og tónleikum verður þessi þráður rakinn frekar. Nútíminn gleymist ekki. Þrjár óperur eft- ir Brecht og Weill verða aftur á dagskrá, Das Berliner Requiem, Der Lindberghflug og Dei Sieben Todsunden. Þær verða settar upp saman á sýningu, sem þótti á sínum tíma einstaklega áhrifamikil. I ár var frumsýnd ný dönsk ópera eftir Poul Ruders, Tjenerindens fortælling, byggð á bók Margaret Atwood. Sýningin vakti gífurlega athygli, þótti bæði sterk, áhrifamikil ogí anda bókarinnar. Það er hins vegar meiri rómantík en óhugnaður yfir Holger Danske frá 1789 eftir Friedrich Ludwig Aemilius Kunzen, þýskt tónskáld, sem um hríð bjó í Kaupmannahöfn. Þar varð hann fyrir áhrifum af dönsku sögunni um Holger danska, hetjunni, sem vaknar þegar Danmörku er ógnað. Þyrnirós Helga Tómassonar og fleiri stórverk Kastellet er eins og leiktjöld í sjálfu sér; fjarska fallegt umhorfs þarna og þar verður sett upp svið fyrir ballettinn og hljómsveit- ina. Til þessa upphafs eru ballettunnendur öragglega famir að hlakka og svo er bara að vona að veðurguðirnir verði framtakinu hliðhollir. Þyrnirós í uppsetningu Helga Tómasson- ar við tónlist Tjækovskís var ákaft hrósað þegar hún var fyrst sett upp hér 1993. Mið- arnir seljast alltaf upp á stundinni og sama verður vísast nú, en eins og sjá má hér að neðan er þó ekki öll von úti um að fá miða. Svanavatnið, annar klassíker við tónlist Tjækovskís, verður áfram á dagskrá og sú sýning er einfaldlega himnesk. Og enn meiri rómantík verður að hafa í Giselle. Bítlar og ballett útiloka ekki hvortannað. John Neumeier ballettmeistari í Hamborg samdi á sínum tíma ballettinn Yesterday fyrir Konunglega við samnefnt lag bítlanna og fleiri lög og sá ballett er nú aftur á dag- skrá. Rómeó og Júlía er annar ballett Neu- meiers, við tónlist Prokofievs, sem enn verð- ur tekinn upp, mörgum til óblandinnar gleði. Nútímaklassíker eins og George Balanchine gleymist ekki og meðal annars verður hrífandi uppsetning á Symphony in C aftur á dagskrá. Auk þess em nýrri verk eftir danshöfunda eins og Tom Rushton, breskan dansara og danshöfund, sem býr nú í Danmörku og hina bandarísku Lilu York, sem um árabil dansaði í New York með ball- ettflokki Paul Taylor. Fransk-danski ballettmeistarinn Auguste Bournonville starfaði í Kaupmannahöfn á tímum Fjölnismanna. Kermessen i Bruggen er ballett frá 1851, byggður á hollenskri sögu og gott dæmi um verk meistarans, sem Konunglegi ballettinn geymir eins og sjá- aldur augna sinna. Ballettinn er í uppsveiflu þessi árin eftir tíð mannaskipti, nú síðast með hinni bresk- áströlsku Mainu Gielgud, sem tókst ekki að glæða dansgleðina. Það virðist allt annað núna að sjá ballettinn undir stjórn danska dansarans Aage Thordal-Christensens, sem sér til trausts og halds hefur hina banda- rísku eiginkonu sína Colleen Neary sem 1. ballettmeistara. Alltaf hægt að fó miða Það er kannski of mikið sagt að alltaf sé hægt að fá miða, en það er þó þannig að þegar miðasalan opnar kl. 13 daglega eru settir í sölu miðar á sýningu dagsins, ef uppselt er. Það er því ekkert annað en að freista gæfunnar, mæta snemma og sjá hvort þetta hefst ekki. Ef ekki er uppselt eru miðar á sýningar kvöldsins seldir á hálf- virði eftir kl. 17. Heimasíða hússins er: www.kgl-teater.dk og síminn í miðasölunni er 00 45 33 69 69 69. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 6. MAf 2000 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.