Lesbók Morgunblaðsins - 06.05.2000, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 06.05.2000, Blaðsíða 14
EIN Á FERÐ í MONGÓLÍU - SÍÐARI HLUTl Á FERÐ MEÐ TÚMBÍR BÍL- STJÓRA í GÓBÍ- EYÐIMÖRKINNI Systkini í Suður-Góbí EFTIRÁSTU ÓLAFSDÓTTUR GÓBÍEYÐIMÖRKIN er gífurlegt landflæmi sem liggur bæði í Ytri- og Innri-Mongólíu. Lítil úr- koma fellur á þessu svæði og sólardagar eru fleiri en 260 á ári að meðaltali. Munur á hita sumars og vetrar er frá +40° C til -40° C. Stormur geisar oft og á vorin berst fínn sand- urinn með vindinum alla leið til Peking. Þegar ég var þama var um 15 stiga hiti um hádegi en féll niður fyrir frostmark á nóttunni. Það hafði snjóað áður en ég kom, svo að í lautum og drögum lágu litlir snjóskaflar. í Góbí-eyðimörkmni er margvísleg náttúra en eyðileg. Landið er hrjóstrugt og virðist ekki byggilegt. Ger eru engin sjáanleg. Jarðvegur er sendinn með stöku grastóm hér og þar. 10 kameldýr standa yfírveguð og narta af og til í grastó. Fjær þjóta léttfættar gasellur yfir sléttuna. Þama er auðvelt að efast um það að jörðin sé hnöttur. Þar sem himinn og jörð mæt- ast er mjög líkiega brúnin á flatkökulaga ver- öldinni. Vegir vom varla sýnilegir nema sem slóði eft- ir annan bfl sem þama hafði áður ekið einhvem tíma í vikunni. Sandöldur em ekki algengar í landslaginu heldur em þær á afmörkuðum svæðum. Á einu slíku gekk ég eftir 4 metra háum ölduhryggjum og dáðist að gáróttu munstrinu sem vindurinn hafði mótað í gulan sandinn. Þar sem ég sat þama á einni öldunni og stundaði rannsóknir mínar kom ríðandi til mín hirðingi til að for- vitnast og leita frétta. Spjölluðum við um tíðina og skepnuhald eins og bænda er siður með því að teikna hin ýmsu dýr í sandinn máli okkar til skýringar. Hann dró með nokkram strikum upp góða teikningu af kameldýri á meðan kind- in mín leit út eins og köttur. Dáðist ég að dýra- teikningum hans sem báru mjög af mínum. Héldum við Túmbír bflstjóri nú áfram ferð okkar. Við komum að geri og heilsaði hann fjölskyld- unni með því að kalla kveðjuorðin sem þýða bókstaflega: „Haldiði hundinum" þótt enginn hundur sé nálægt. Ganga þá húsbændur út úr "gerinu og taka á móti gestum. Var honum fagnað vel af eldri konu og dótt- ursyni hennar, unglingsdreng, sem þama bjuggu og héldu hjörð kinda og geita. Veitingar voru bornar fram og fengum við þjóðardrykkinn aigri að drekka sem nú var gerjuð úlfaldamjólk, áfeng á við bjór. Leit ég í kringum mig innanstokks á meðan bílstjórinn sagði fréttir úr kaupstaðnum. Snjó hafði verið safnað í bala og fotur til þess að láta hann bráðna. í útsaumuðum verum sem lágu við vegginn voru sængumar og við hliðina var handsnúin saumavél. I hópinn bættust nokkrir gestir sem komu ríðandi úr nágrenninu. Gran- aði mig að skemmtisögumar sem Túmbír sagði væru frásagnir af skrítnum ferðamönnum því viðstaddir hlógu undrandi að frásögnum hans. Eftir að hafa staldrað við um stund kvöddum við og aftur var ekið af stað. Nú ætlaði bflstjór- inn að stytta sér leið og beygði út úr hjólförun- um sem sem hann hafði ekið eftir. En snjórinn hafði bráðnað í eftirmiðdagssól- inni og vatnið sigið niður í jarðveginn og orðið að aurbleytu sem bíllinn festist í og sökk því meira sem hann spólaði. Dreif þegar að 3 unglinga ríðandi á hestum. Eftir nokkur orðaskipti þeystu þeir eitthvað út í buskann á fákum fráum en komu svo aftur með skóflu og viðarbúta til að setja undir hjólin, ef hægt væri að mjaka bílnum yfir á þá í stað þess að hann sykki í dýið. Var nú mokað og ýtt, kíkt undir bílinn, spark- að og spekúlerað en ekkert dugði. Frómt frá sagt var mér hreint ekkert illa við það að festast þarna. Ger gömlu konunnar sem við vorum nýbúin að yfirgefa var aðeins í kHó- metra fjarlægð og ég þóttist viss um að hún mundi lofa mér að gista um nóttina ef bfllinn næðist ekki upp. Sem og varð. Þegar tók að skyggja beiddist bílstjórinn gistingar fyrir mína hönd og var það auðsótt mál. Sjálfur ætlaði hann að sofa í bflnum og freista þess að koma honum upp í morgunsárið. Gamla konan og unglingurinn komu síðan með- Ijómandi góða súpu með heimatilbúnum núðl- um og þurrkuðu geitakjöti handa mér og bíl- stjóranum. Sofnaði ég síðan í öllum fötum í svefnpoka mínum á gólfinu hjá konunni sem undraðist hversu dúðuð ég ætlaði að sofa. Sjálf skreið hún undir sæng sína í undirkjól sýndist mér. Ég er óvön þeim næturkulda sem Mongólar myndu líklega kalla ferskt loft. Eftir að eldurinn hefur slokknað í ofninum tekur næturkulið við .og fer niður fyrir frost- mark á þessum tíma árs. Ekki vissi ég hvemig ferðinni lyki ef ekki tækist að koma bílnum upp úr aumum, því eng- Þrátt fyrir felli og neyðarástand eru Mongólar glaðlegt fólk og gestrisið. Batmagne hirðingjasonur. in dráttartæki vom til í nágrenninu. Á tveggja sólarhringa ferðalagi höfðum við ekki mætt einum einasta bíl og voram þó á ferðamannaleið. Eftir að hafa safnað þurru spreki settist hús- móðirin hjá greinarhöfundinum og þær reyndu að spjalla saman með látbragði. Gleði mín var því óblandin þegar við um morguninn heyrðum bílhljóð nálgast og stöðv- ast fyrir utan. Brosmildur bflstjórinn kom inn með blöðrur á höndunum og þáði morgunverð. Eftir að þessi indæla kona og gestgjafi minn hafði skrifað niður heimilisfang sitt svo ég gæti sent henni myndir, kvaddi ég oggaf henni fyrir næturgreiðann krukku með rússneskri sultu sem ég átti í farteski mínu. Það var mér þó nokkur spum hvernig hirð- ingi sem býr á flatri eyðimerkurgrund staðset- ur sig á veraldarkortinu svo bréf til hans komist til skila. En þá er þess að minnast að póstþjón- ustan var „fundin upp“ af Mongólum á tímum Djengis Khans, svo ekki er ástæða til að van- treysta þeim í þeim efnum. I Góbí er algengt að bændur haldi ka- meldýrahjarðir. Þetta eru harðgerð dýr sem þola langvarandi þurrka og geta léttilega borið tjald og búslóð á milli bithaga. Ullin af þeim er nýtt og mjólkin drakkin. Hirðingar í Góbí hafa oft betri aðgang að mjólk en vatni. Kindakjötið er því algengt að sjóða í mjólk. Var nú ferðinni heitið að Byanzag sem kallað er „Flaming Red Clifs“ upp á ensku eða Log- andi Rauðuklettar. Bergið í þeim er rauðleitt og í kvöldsólinni verða þeir sem glóandi. En það er ekki fyrir það sem þetta svæði, sem er á stærð 1 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 6. MAÍ 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.