Lesbók Morgunblaðsins - 06.05.2000, Side 15

Lesbók Morgunblaðsins - 06.05.2000, Side 15
Oft þurfti að spyrja til vegar því kennileiti eru fá og hirðingjar færa ger sín oft á milli beitarhaga. Ljósmyndir/Ásta Ólafsdóttir Ger í Góbí-eyðimörkinni. við Rauðhólana, er þekkt. Þama báru risaeðlur beinin sem síðar steingerðust og búið er að festa saman og stilla upp í rismiklum sölum vestanhafs og austan svo við mennirnir getum séð ferlegheitin sem á undan okkur gengu á þessarijörð. Það vai- árið 1920 að Bandaríkjamanninum Roy Chapman Andrews, metnaðarfullum og dugandi steingervingafræðingi, tókst að safna nægilegu fé til þess að geta skipulagt rannsókn- arleiðangur með fjölda vísindamanna inn í Gobí-eyðimörkina. Upphaflega lagði hann leið sína þangað til að leita að týnda hlekknum, frummanninum. Hann fann ekki aðeins týnda hlekkinn. Hann fann íyrstu risaeðlueggin og beinagrindur fjölda risaeðlutegunda sem ráfað höfðu um á þessum slóðum fyrir rúmum 70 miHjónum ára. Síðan hafa aðrir leiðangrar grafið á þessu svæði með skeiðum eða jarðýtum og oft með góðum árangri. Nú er eðlilega búið að banna að fiytja þessar náttúruminjar úr landi. Eg lagði af stað á risaeðluslóðir ríðandi á kameldýri, eftir að rússnesk hermannastígvél í hirðingjastfl höfðu verið dregin á fætur mína, því kamelbóndanum fannst íþróttaskór út í hött á reiðmanni. Nokkrum dögum áður hafði ég farið í reiðtúr á hesti og sat þá í mongólskum hnakki. Hann er smíðaður úr tré og aðeins þunn motta lögð yfir til að sitja á. Þótt ég hafi aldrei áður ferðast á kameldýri var það ævintýri mér ekki til mikils gamans þar sem þessi seinasti reiðtúr minnti ennþá óþægi- lega á sig. Lét ég samt sem ekkert væri og fór í kapp- reiðar í kamelskundi við Batmagne, hirðingja- soninn broshýra, sem fylgdi mér eins og væri ég langt að komin uppáhaldsfrænka hans. Þegar ég steig af baki á brún Logandi Rauð- kletta greip mig ógurleg löngun til þess að finna þó ekki væri nema litlafingurkjúku af risaeðlu- unga eða örðu af eggjaskum. Klifruðum við Batmagne saman niður klettana og veltum um steinum í leit að beinum eða eggjaskurn. Fann ég loks brot af sveru beini sem ég bar laumu- lega inn á mér meðan ég krönglaðist aftur upp klettana. Komin upp á gilbarminn sýndi ég beinið hróðug trúnaðarmanni mínum bflstjór- anum. „Þetta bein,“ hneggjaði hann og lék, „er lær- leggur af hesti". Þar fór það. Settumst við nú öll upp í bflinn og ókum fram hjá lítilli tjöm, vin í eyðimörkinni sem er frumskilyrði þess að hirðingjalíf þrífist á þess- um slóðum. Bílinn stöðvaði á svæði með mnna- gróðri. Þama var eina runnategundin sem vex í Góbí og ber laufblöð. Fæstar af greinunum vom samt laufgaðar heldur dauðar og uppþorn- aðar og því tilvalin sprek í eldinn. Bmtum við sprekið og söfnuðum því í bflinn. Að verkinu loknu gekk ég ein út í þuskann og settist þar niður og hlustaði. Aldrei á ævi minni hef ég heyrt aðra eins þögn. Ekkert heyrðist nema suð sem ég vissi að var í minni eigin blóð- rás. Þegar sprekið var komið í bflinn ókum við til baka í gerið. Húsmóðirin, sem var nokkra yngri en ég, eldaði handa okkur grjónagraut og spann handa mér á snældu sína mórautt band úr úlfaldahári sem minjagrip. Hún sýndi mér fjöl- skyldumyndir og sagði mér af bömum þeirra hjóna sem væm 4. Þrjú þeirra væm í skóla en Batmagne sem væri 13 ára og læs væri heima því þau þyrftu á hjálp hans að halda. Gamli maðurinn í hominu hjá þeim væri faðir hennar. A meðan bflstjóri og húsbændur spjölluðu fór ég í vettvangskönnun um umhverfið með hon- um Batmagne vini mínum. Lékum við okkur að því að grípa smáeðlur af jörðinni og klóra þeim á bakinu og við að taka myndir til skiptis hvort af öðm og láta myndavélina taka mynd af okkur saman. Þegar ég kvaddi fjölskylduna með litlum gjöfum kvaddi öldungurinn mig af stakri hlýju, en hann hafði annars lítt blandað sér í samræð- urnar heldur reykt pípu sína. Það var auðséð að hann hafði á yngri áram verið höfðinglegur maður í útliti og mundi líklega tímana tvenna. Heimsókn útlendings eins og mín var þeim auð- fmnanlega góð tilbreyting í hversdagslegu amstri. Skrítið hvað hversdagslegt líf þeirra var mér mikill framandleiki. Nú var ekið heimleiðis og kom ég til baka til Dalanzadgad eftir að dimmdi. Komin heim á hótelið spjallaði ég eilítið við starfsstúlkurnar á orðfárri ensku. Fékk sjóð- andi heitt vatn á brúsa, sötraði mitt te og lagðist til svefns í öllum fötum í ísköldu hótelherberg- inu. Daginn eftir skein sól aftur í heiði og Alta dreif mig út á flugvöll, löngu áður en mér fannst tímabært að mæta þar. Hún hafði frétt að það væri ríflega yfirbókað í vélina. Á flugvellinum var stór ferðamannahópur sem átti farmiða og forgang með vélinni, fyrir utan okkur öll hin. Alta notaði nú öll sín sambönd og klókindi til þess að ég kæmist með. Næsta flugferð var ekki fyrr en eftir nokkra daga en þá átti ég að vera lögð af stað með lestinni til Peking. Þetta tókst hjá henni auðvitað og ég flaug til Úlan-Bator og tók leigubfl að farfuglaheimilinu. Hitti ég þar aftur útlenda ferðalanga, félaga sem ég hafði kynnst þar áður. Gisti ég þama seinustu nótt mína í Mongólíu áður en ég lagði aftur af stað með rússnesku lestinni sem kom frá Moskvu með viðkomu í Úl- an-Bator á leið til Peking. Til Peking kom ég nokkmm dögum áður en 50 ára aímæli alþýðulýðveldisins Kína var hald- ið hátíðlegt hinn 1. október síðastliðinn eins og menn muna. Að verða vitni að því þegar Kínverjar undir- búa og halda hátíð með þátttöku hálfrar millj- ónar manna og að fylgjast með mannhafinu á götunum þegar þessi iðjusama þjóð tekur sér frídaga er annað ævintýri og önnur saga. Höfundurinn er myndlistarmaður í Reykjavík. NIS PETERSEN NÆTUR- REGN ARNHEIÐUR SIGURÐAR- DÓTTIR ÞÝDDI Fall blíða regn - fall hljótt, færðu moldinni kraft ogfjall- anna andardrátt oghreinan sólvermdan ilm. Fall þú regn með lágværum þyt og lát hvísla ljóði í regnsins nið, lát það rata til trjánna í limgerð- inu heima. / Þetta miðnæturregn er tár míns hjarta sem hefur svimað af kossum og falli sólar á nóttu, en breytist í bjartan hlátur á danskri sumarnótt. Blás vindur - blás blítt í nætur- húminu oghressilega við kofann minn þessi ljúfí þýði vindur og hljóðlátt regnið, sem af ups- um drýpur. Blás vindur - blás upp dynfari! brátt hvíslar nóttin að trjánum mínum, sem dafna best heima íkjarrinu þar, að öll þessi ljóð oglitbrigði jarðar og líka ilmurinn sem berst að vitum mér sé hlátur næturinnar, hlátur hinnar dönsku sumarnætur. Höfundurinn er danskt skóld. FRIÐJÓN A. MARINÓSSON MARTRÖÐ í svörtu myrkri stíga hýenur trylltan dans hinna fordæmdu í rauðri birtu deyjandi elds leika englar á strenglausar hörpur I hvítu myrkri fel égmig á fremsta bekk SIGRÍÐUR SIGMUNDSDÓTTIR VERULEIKI Veruleikií drauma minna veröld sem fýrnist ei í fjölvíddum alheimsins sem gaf mér hugsun um sig hjartnæm snerting langana minna í ljósi logandi sálar ískini stjarnanna í glitvefí mánanna í eldfíjóti sólarinnar við dans vetrarbrauta fínn éggleði þess ergleðina gaf snerti ást þess er ástina veitti lifí sælu þess er lífíð gat draumurí veröld veruleikans. Höfundurinn er húsmóðir í Reykjavík. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LiSTIR 6. MAÍ 2000 1 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.