Lesbók Morgunblaðsins - 06.05.2000, Blaðsíða 19
Ljósmynd/lvan Kynd
Danny Dyer, Lia Williams og Steven Pacey í hlutverkum þjónsins, Suki og Russel í Dagamun.
HÁSKALEG
AFMÆLIS-
VEIZLA
Brezka skáldið Harold Pinter stendur nú á sjötugu.
Hann býður ti il afmælisveizlu í Almeida-I eikhúsinu í
London, þar sem hann leikstýrir tveimur verka sinna^
því fyrsta og því nýjasta, saman til einnar sýningar.
FREYSTEINN JÓHANNSSON fór í afmæ lisveiz una
Harold Pinter
Ljósmynd/lvan Kyncl
HERBERGIÐ (The Room)
er fyrsta leikrit Harold
Pinter, sem leikið var á
sviði; það var fi-umsýnt lö.
maí 1957 hjá leiklistar-
deild Háskólans í Bristol.
Pinter skrifaði það í nóv-
ember 1956, þegar hann
lék í leikriti Rattigan, Separate Tables, í
Pavilion Theatre í Torquay. Fyrir milli-
göngu kunningja hans, Henry Woolf, komst
leikritið í hendur Auriol Smith, sem var að
leita að efnivið í einþáttungakvöld hjá leikl-
istardeild Bristol-háskóla. Henry Woolf leik-
stýrði og lék sjálfur eitt hlutverkið, Kidd
húsvörð. Herbergið varð vinsælt viðfangs-
efni leikklúbba og í janúar 1960 setti höf-
undurinn það á svið hjá The Hampstead
Theatre Club. Henry Woolf lék þá Kidd aft-
ur og í afmælissýningunni nú er hann enn á
ferðinni í þessu hlutverki.
Herbergið komst svo á svið í West End í
The Royal Court Theatre og var fyrst sýnt
8. marz 1960 í leikstjórn Anthony Page og
meðal leikenda var ungur leikari, Michael
Caine að nafni.
Einsherbergisheimur
í Herberginu leiðir Pinter okkur inn í
heim Rose og Bert. Rose malar endalaust
meðan hún hitar te og býr til beikon og egg,
sem hún leggur með brauði og smjöri á borð
fyrir Bert, sem situr þar þögull og les tíma-
rit. Af hverju mælir Bert ekki orð frá vörum
meðan Rose lætur dæluna ganga? Af hverju
kemur hún aftur og aftur að því öryggi og
skjóli, sem Herbergið veitir? Og hver er það
eiginlega, sem býr í kjallaranum? Leikritinu
vindur svo fram með stöðugum innrásum í
herbergisheim Rose; það er Kidd húsvörður,
sem kemur reyndar í tvígang, það eru
Sands-hjónin ungu, sem hafa fengið þau
skilaboð hjá kjallarabúanum að það sé að
losna herbergi í húsinu - herbergið, sem
Rose og Bert búa í. Svo er það Riley - blindi
blökkumaðurinn, sem kemur með fortíðina í
farangrinum, kallar hana Sal og ber henni
skilaboð frá föður hennar um að koma heim.
En það er Bert sem kemur heim og fyllir
herbergið af grófleika og ofbeldi, sem endar
með því að hann drepur Riley. Rose stendur
eftir á sviðinu, heldur fyrir augun og segir:
Sé ekkert: Ég sé ekkert. Ég sé ekkert.
Með hlutverk Rose fer Lindsey Duncan,
Steven Pacey leikur Bert, Lia Williams og
Keith Allen leika Sands-hjónin og George
Harris leikur Riley. Þetta eru allt stólpaleik-
arar, sem leikrit eftir Harold Pinter er full-
sæmt af. Öll leika þau líka í hinum einþátt-
ungi kvöldsinSj nema George Harris og
Henry Woolf. I síðara leikritinu; Dagamun
(Celebration) koma svo til viðbótar m.a.
Andy de la Tour, Susan Wooldridge, Thom-
as Wheatley og Danny Dyer.
Það hefur mikið blek runnið úr penna
Pinters síðan hann skrifaði Herbergið. En
strax í þessu fyrsta verki hans má greina nú
gamalkunnugt handbragð á textanum, þar
sem lífsháskinn sprengir svo oft ljóðrænt
andrúm orðanna í loft upp og þögnin er látin
segja meira en mörg orð. Svo sérstæður er
stíll hans, að hann hefur hlotið sitt eigið
nafn í orðabókum og er kallaður pinterískur.
Ég hef mitt skap
Herbergið hefur mér vitanlega ekki verið
leikið á Islandi, en næsta verk hans, Afmæl-
isveizlan, sem reyndar féll í fyrstu upp-
setningunni á West End 1958; fall sem
reyndist fararheill, hefur verið sýnt nokkr-
um sinnum. Þá hafa Þjóðleikhúsið og Pé-
leikhópurinn sýnt Húsvörðinn og Pé-leik-
hópurinn líka Heimkomuna, Alþýðuleikhúsið
sýndi Liðna tíð, Eins konar Alaska, Kveðju-
skál og Elskhugann og Örlítill verkur og Af
jörðu hafa verið flutt í útvarpi, en það síðar-
nefnda samdi Pinter 1996 og er það hans
síðasta verk fyrir Dagamun.
Þannig telst mér til að níu af verkum
Pinters hafi verið leikin á íslandi, en Daga-
munur, sem frumsýnt var á dögunum er
hans 29. leikrit. Hin eru; The Dumb Waiter
(1975), The Hothouse (1958), A Night Out
(1959), Night School (1960), The Dwarfs
(1960), The Collection (1961), Tea Party
(1964), The Basement (1966), Landscape
(1967), Silence (1968), Monologue (1972), No
Man’s Land (1974), Betrayal (1978), Family
Voices (1980), Victoria Station (1982)
Mountain Language (1988), Party Time
(1991) og Moonlight (1993).
Líf Harold Pinter hefur alitaf ólgað rétt
eins og leikrit hans. Fyrstu verkin komu
höfundinum á framfæri, en færðu honum
hvorki frægð né fé. Hann hafði í sig og á
með því að leika í annarra leikritum. 1956
gekk hann að eiga Vivien Merchant og þau
eignuðust soninn Daniel. En þótt á ýmsu
gengi gafst Pinter aldrei upp og 1960 færði
Húsvörðurinn honum þá velgengni, sem
hann þráði, en með henni trosnaði líka upp
úr hjónabandinu. Pinter átti vingott, við Joan
Bakewell (leikritið Svik er byggt á sambandi
þeirra), en kynntist svo Antoniu Fraser. Þau
fluttu saman 1975, Merchant sótti um skiln-
að og fimm árum síðar giftust Pinter og
Fraser. Daniel, sem þótti um margt kippa í
rithöfundakynið, varð fyrir áfalli í Oxford og
dró sig í hlé frá skarkala heimsins. Þeir
feðgar hafa að sögn ekki talazt við í sjö ár.
Pinter hefur með leikritunum verið at-
kvæðamikill á leiksviðinu, bæði sem leikari
og leikstjóri. Hann hefur samið handrit fyrir
sjónvarp og kvikmyndir og skrifað sögur og
ljóð. Ofan á allt þetta hefur hann svo tekið
virkan vinstri þátt í þjóðmálaumræðu líðandi
stundar, m.a. stofnaði hann á sínum tíma
samtök til höfuðs thatcherismanum.
Harold Pinter er lýst sem skaphörðum
manni, sem taki engu eða engum þegjandi
og hljóðalaust. Það er haft eftir eiginkonu
hans, að hann taki engu fyrirvaralaust nema
leikreglunum í krikket. I nýlegri svipmynd
var vitnað til þess, að hann hefði látið þessi
orð falla, þegar hann tók við einni viður-
kenningunni: „Ég veit vel, að sumir hafa lýst
mér sem torræðum, fálátum, stífum, hvöss-
um. uppstökkum og fráhrindandi.
Ég hef mitt skap eins og aðrir!
Gagnrýnandinn David Benedict tekur upp
í umfjöllun sína um afmælissýninguna tvær
setningar úr nýja leikritinu, sem hann segir
mega heimfæra upp á höfundinn. Fyi-ri setn-
ingin fjallar um klúra vísu á þá leið, að hún
sé hefðbundin og með stæl. Þessa lýsingu
segir Benedict að megi nota til þess að lýsa
ferli Pinters í hnotskurn. Og þegar eigin-
maðurinn gengur of langt, segir eiginkonan
meinfýsin, að það sé ekki honum líkt að ráð-
ast beint að hlutunum, því yfirleitt dulbúi
hann árásina í dísæt orð. Þetta segir Ben-
edict að sé það næsta sem Pinter hefur kom-
izt því að lýsa sjálfum sér sem leikritaskáldi.
Harold Pinter er nú hylltur sem sá lista-
maður, sem hafi lyft brezkri leiklist í hvað
hæstar hæðir á sinni tíð. En þótt friður hafi
nú skapazt um Harold Pinter og menn vilji á
þessum tímamótum taka honum fagnandi úr
krappri siglingu um lífsins og listarinnar
ólgusjó, þá er hann sjálfur greinilega ekkert
á þeim buxunum að setjast á friðarstól.
Maður sem sendir samtímanum annað eins
skeyti og Dagamunur er, hann er hvorki að
friðmælast við sjálfan sig eða aðra.
Orð vega menn
Þótt leiðin sýnist löng um þau 43 ár, sem*.
eru á milli Herbergisins og Dagamunar, þá
skilur þau aðeins að stutt hlé á sýningunni í
Almeida.
Samt er munurinn mikill; - á yfirborðinu.
Það er einhver myrk lífsgáta í Herberginu,
sem heldur manni í heljarfjötrum. Daga-
munur gerist hins vegar á fínu veitingahúsi,
þar se'm öllu íburðarmeiri réttir en te, egg
og beikon eru á boðstólum. Þar snæða menn
önd og drekka Valpolicella með. Umræðurn-
ar eru líka fjörlegri, enda menn að gera sér
dagamun í tilefni brúðkaupsafmælis. Daga-
munur er þess vegna oft á tíðum fyndið
verk. En hláturinn er allur uppi við. Það er
lífsháski undir niðri, alveg eins og í Her-
berginu. Afbrýðisemin, biturleikinn, hatrið
og klúrheitin, það er allt saman þarna, það
kraumar hins vegar bara undir niðri, o$it
brýzt aldrei upp á yfirborðið. Á veitingá-
staðnum er enginn drepinn, ekkert lík liggur
eftir og enginn stendur uppi í lokin blindað-
ur af atburðarásinni. Menn vega bara hver
annan með orðum og halda svo allir heim á
eftir.
Þetta nýjasta verk Pinters er umfram allt
grimm og háðsk mynd af nýríku fólki, sem
brosir framan í heiminn, en er bæði gróft og
viðskotaillt inn við beinið.
minn kynnti mér leyndardóm lífsins
og ég er enn í honum miðjum. Ég finn bara
ekki leiðina út,“ segir þjónninn í niðurlagi
þessa nýjasta leikrits Harold Pinter. Það er
ekki von. Hurðin opnast ekki út. Harohjl
Pinter hefur fundið leyndardómi lífsins leið-
ina inn að hjarta leikhúsgestsins.
Það er svo spurning, hvernig heilsu menn
hafa til að lifa slíkt hjartaáfall af.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 6. MAÍ 2000 1 9