Lesbók Morgunblaðsins - 04.11.2000, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 04.11.2000, Blaðsíða 4
SALMAR Á BAROKKÖLD EFTIR -------- (jrpffrjtyígía £«r §tmmít'ju p.ijfuj pí'aímar(0. iQ.alynjirie píl urífoiwrjQJfcö föífajr j»gu oíj ísríenwm* I pföfrr.ur* íOm Œfyrifíi 53fgaimgM j ©tafgarö ena* 2??£ö iQtmnrt lag. PP/opp mrj't! ®«5f i altt ítitff gt.o/ íföpj? mtíf SQtar :a i diomi ixuii/ ÍQngu! z Xunga Jpiaípi: íii/ iQírrc «ut ptjiiu ig nufirfí vil, <S» Pmtl fítpar 0fyíföti þa/at f?u fum rter aíícr 3eröu a/íunngtera fa Siueí og Daptaií g)tpt/föi eOXcikn fprcr off tuima fnð. íiufafi Sffttm fií fauftmr mifr/ía ngaöe þo aö Dcpta íp:er/Síjlig fTvtlðe Z lofía ab minnafí þtfi/ mifrm! '£>ZD/ íií pa cffsícfs, «» 3fii# Upphaf Passíusálmanna. MARGRÉTI EGGERTSDÓTTUR Á dánardægri Hallgríms Péturssonar, 27. okt. sl., kom út á vegum Stofnun- _> ~ ar Arna Magnússonar fyrsta bindið í nýrri, fræðilegri heildarútgáfu á verkum hans. Margrét Eggertsdóttir sá um út- gáfuna og ritar inngang. EITT AF því sem varpað getur Ijósi á Hallgrím Pétursson (1614-1674) sem skáld er að skoða bókmenntalífið á Norður- löndum og í Þýskalandi á hans dögum. Sautjánda öldin er öld sálmakveðskapar einkum í þeim löndum þar sem lúthersk- ur siður festist í sessi. Af sálmaskáldum ber hæst í Danmörku Thomas Kingo (1634-1703), í Noregi Petter Dass (1647-1707). Á þessum tíma var bæði Noregur og ísland hluti af danska konungsríkinu og öll hlutu þessi skáld menntun sína að einhverju leyti í Kaupmanna- höfn. Allir komust seinna í þjónustu kirkjunn- ar, Kingo hlaut biskupsembætti á Fjóni, en Dass var sóknarprestur í héraði nyrst í Norð- ur-Noregi, á stað sem hann sjálfur kallaði „á hjara veraldar" (mod verdens ende). Allir ortu þeir sálma sem hafa orðið eins konar þjóðar- eign, þ.e. sálma sem sungnir eru enn þann dag í dag. Það eru sálmarnir sem hafa haldið nafni þessara manna á lofti en kveðskapur þeirra er i raun mun fjölbreyttari en marga grunar. Barokktímabilið Hallgrímur, Kingo og Dass eru uppi á tíma- bili í bókmenntasögunni sem venja er, a.m.k. erlendis, að kenna við barokk. Þeir eiga það ekki aðeins sameiginlegt að vera sálmaskáld, heldur eru þeir líka helstu fulltrúar barokksins hver á sinn hátt. Augljósustu einkenni þessa tímabils eru einveldi konungs og sterk kirkju- leg yfirráð. Þegar talað er um barokk er sem sagt ekki átt við sérstök stíleinkenni í kveð- skap heldur bókmenntatexta sem verða til á ákveðnu tímabili, í ákveðnu samfélagi, og bera þess ýmis merki, bæði varðandi val á yrkisefni og listræna framsetningu. Þeir sem fengist hafa við texta frá barokk- tímabilinu eru sammála um að vandi nútíma- lesanda sé einkum fólginn í því að komast aftur fyrir rómantíska tímabilið í bókmenntum og losa sig við þau viðmið sem því tengjast, t.d. hugmyndina um hið frumlega og skapandi skáld, um hið sjálfsprottna listaverk og text- ann sem lífræna heild forms og efnis. Á barokktímabilinu keppa skáld eftir því að yrkja samkvæmt hefðinni og leita gjarnan fyr- irmynda í fornum klassískum kveðskap en telja það engan veginn eftirsóknarvert að vera frumleg varðándi yrkisefni. Frumleiki og nýj- ungar fá hins vegar að njóta sín í fjölbreyttum bragarháttum, stflbrögðum og stundum orða- leikjum. Barokkbókmenntir verða til í ákveðinni deiglu, þar mætist gamalt og nýtt. í kveðskap er leitað aftur til fornaldar að fyrirmyndum en jafnframt er markmiðið að skapa kveðskap sem lýtur nýjum fagurfræðilegum Iögmálum. Fram til þessa hafði kveðskapur á latínu þótt miklu merkilegri og fegurri en kveðskapur á móðurmálinu. Á barokktímabilinu er latnesk- ur kveðskapur enn þá mikilvæg fyrirmynd, ekki síst að því leyti að þar gátu skáldin lært þá tækni sem þótti ómissandi, tækni sem grund- völluð var á klassískri mælskulist og stflbrögð- um. Hið nýja markmið var að yrkja á móður- málinu en hafa jafnframt hinar klassísku fyrirmyndir að leiðarljósi. íslenskur kveðskap- ur hafði óneitanlega sérstöðu að því leyti að hér var löng hefð fyrir því að yrkja á móður- málinu. Hverfulleikinn og heimsins lystisemdir Á barokktímabilinu er áberandi áhugi á að yrkja um forgengileik heimsins, fallvalt lán og dauðann. Eitt af þekktustu kvæðum Kingos fjallar um „forfængelighed“ eða hégóma og þar kveður hann heiminn og allt sem heimur- inn hefur upp á að bjóða lið fyrir lið, auðæfi, heiður, vináttu og ást, en gleðst jafnframt yfir því að allt þetta muni hann hljóta í annarri mynd þegar þessu lífi lýkur. Það væri mis- skilningur að halda að Kingo hefði verið á móti öllum þessa heims gæðum, hann hafði þvert á móti kynnst ýmsum heimsins lystis- emdum, t.d. við dönsku hirðina. Hann orti ást- arljóð í því formi sem þá var mest í tísku, í hjarðljóðastíl. Þótt ort sé um ákveðnar pers- ónur eru þær ekki nefndar sínu rétta nafni heldur gefin nöfn hjarðmeyja og hjarðsveina úr klassískum bókmenntum, elskendurnir eru að leika sér úti í guðsgrænni náttúrunni á undurfögrum stað úti í sveit og efnið er oftast erótík og afbrýðisemi. Hin elskaða nefnist hjá Kingo Candida (hin bjarta), hún leikur sér í skóginum og ljóðmælaiidi sem fylgist með henni gegnum laufþykknið grætur í laumi vegna þess að hjörturinn er búinn að finna hindina sína en Candida og hann hafa ekki enn þá náð sam'an. Barokktímabilið einkennist af sterkum and- stæðum sem meðal annars koma fram í ástríðufullum lýsingum á fegurð, skrauti, valdi og frama en einnig í skáldskap sem brýtur allt þetta niður og sýnir andhverfuna. Hverfulleik- inn er skáldum hugstæður en auk þess beinist athyglin mjög að hrörnun líkamans, eyðingu efnisins og dauðanum, að lýsa því hvernig orm- ar naga lík í jörðu er algeng mynd. Þá mynd notar Hallgrímur í kvæði þar sem hann teflir saman stundlegum veraldlegum gæðum og ei- lífum verðmætum. Hann orti andlátssálma þar sem hann lýsir eigin sjúkleika og yfirvofandi dauða. Á svipaðan hátt orti Petter Dass harm- ljóð um sjúkdóm sem hann hafði barist við í sex ár. Ferðasálmar og önnur tækifæriskvæði Onnur vinsæl kveðskapargrein þar sem oft- ar kveður við bjartari tón eru tækifæriskvæð- in, kvæði sem ort eru vegna tímamóta í lífi fólks. Það eru brúðkaupskvæði, ferðaljóð, erfí- kvæði, kvæði ort í tilefni þess að einhver hefur hlotið embætti, að barn er fætt eða bók er komin út. Heilræðakvæði ýmiss konar voru einnig vinsæl og kvæði sem höfðu fræðandi og uppbyggilegan tilgang. Hallgrímur og Kingo ortu báðir ferðasálma sem hefjast reyndar næstum því á sömu orðum: „Ég byrja reisu mín / Jesú í nafni þín“ segir Hallgrímur en Kingo: „I Jesu himmelspde navn / min rejse jeg begynder". Hjá báðum öðlast ferðalagið dýpri merkingu. Kingo segir t.d. að um leið og hann sé búinn að koma sér þægilega fyrir í vagni sínum verði honum hugsað til þess hvað tíminn líður hratt (hvað tímans vagn aki hratt), sólin minnir hann á að hamingjusólin er hverf- 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 4. NÓVEMBER 2000 Hallgrímur Pétursson. ul, ferðalagið sjálft er táknrænt fyrir lífshlaup hvers og eins. Ovíst er hvaða ár Hallgrímur orti sinn reisu- sálm en ljóst er að sá sem þar talar er á leiðinni heim. I sálminum er leikið með hugtök eins og móðurjörð, föðurland, föðurleg náð guðs og jafnframt verður smám saman ljóst að ferða- lagið hefur víðari merkingu, ævin sjálf er ferð og takmark hennar er föðurlandið á himnum. Slík framsetning er dæmigerð fyrir kveðskap barokktímans, skáldin áttu að láta sér detta í hug alls kyns tengingar út fyrir efnið og mjög vinsælt var að tefla saman andstæðum og hlið- stæðum. Mikilvægast af öllu var að sjá trúar- lega, táknræna merkingu í hverju smáatriði. Oft er efni kvæðisins einföld hugmynd sem síðan er sett fram í alls kyns tilbrigðum, ekki ólíkt því sem tíðkast í tónlist frá barokktíman- um þar sem ákveðið stef er endurtekið á ótal vegu. í einum þekktasta sálmi Petter Dass er efnið einfaldlega þetta: Allt sköpunarverkið á að lofa Drottin og ef það gleymist, ef mennimir vanrækja hlutverk sitt munu aðrar skepnur, t.d. fiskamir í sjónum, sjá um lofgjörðina; ef gamla fólkið bregst munu börn í móðurkviði taka upp á því að syngja Guði lof o.s.frv. Það sem einkennir þennan sálm er markviss sam- setning, í hverju erindi er tekið fyrir ákveðið atriði, teflt saman hliðstæðum og andstæðum en allt stefnir þó að síðasta atriði kvæðisins sem er samkvæmt hefð lofgjörðin, eins konar lokasamhljómur verksins. Dass er reyndar þekktastur fyrir kvæði sitt Nordlands trompet sem er lýsing á og um leið lofgjörð til heimahaga hans í Norður-Noregi, þetta kvæði er til í íslenskri þýðingu Kristjáns Eldjárns (Norðurlandstrómet). Slíkar lýsingar á ákveðnum stöðum eða svæðum voru vinsælar á barokktímanum, t.d. að lýsa borg eins og Kaupmannahöfn eða ákveðnum hverfum innan hennar. Kingo orti m.a. lofkvæði um dönsku eyna Samso. Það er ekki tilviljun að á þessum tíma yrkir Bjarni Gissurarson (1621-1712) kvæði sem eru lýsing á landi og landkostum í sveitum á Austurlandi. Ádeilukvæði Það hefur lengi tíðkast að líta á sautjándu öldina sem myrkt og ömurlegt tímabil í sögu landsins. Á síðustu árum og áratugum hafa sagnfræðingar (t.d. Helgi Þorláksson í riti sínu Sautjánda öldin) sýnt fram á að menn hafa haft tilhneigingu til að ýkja mjög allt sem miður fór á þessari öld og jafnframt horft fram hjá ýmsu sem gott var og jákvætt. Vinsæl kveðskapar- grein á sautjándu öld var ádeilukvæði. Eins og nafnið ber með sér deila skáldin þar á ýmislegt sem þeim þótti miður fara. Þessi kvæði hafa gjarnan þótt sönnun þess hvað aldarfarið var slæmt. Það hefur hins vegar gleymst að sams konar kvæði voru vinsæl um alla Evrópu á sama tíma og það sem meira er, þau sóttu gjarnan fyrirmyndir sínar til klassískra bók- mennta. I Danmörku er talað um „verssatire" eða ádeilu í bundnu máli sem einkennist oft af háði, skopi og jafnvel árásargimi. Stefán Ól- afsson (1618-1688) orti ádeilukvæði sem hefur titilinn Um þá fyrri öld og þessa. Þar er stillt upp andstæðum þess sem var og er, áður fyrr lifðu menn í friði og sátt við náttúmna en sam- tíðin einkennist af spillingu og ágirnd. Það kann vel að vera að Stefán hafi haft eigin sam-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.