Lesbók Morgunblaðsins - 04.11.2000, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 04.11.2000, Blaðsíða 13
FRAMTIÐAR- MÚSÍK Safn yfir samtímamúsík, helgað poppstjörnunni Jimi Hendrix, hefur risið í Seattle og höfundurinn er frumlegasti arkitekt samtímans, FrankO. Gehry. ✓ STÓRUM dráttum má segja að í lok 20. aldar vinni meiripartur arkitekta heimsins í anda þess módemisma, sem fyrr á öldinni tók sér fyrir hendur að dauðhreinsa bygg- ingar af öllu óþarfa skrauti. Þessi hugsun gat af sér harðlífi í arkitektúr, sem náði hámarki um 1960 með byggingum sem nú er víða verið að brjóta niður. Síðan hafa menn að vísu haldið áfram í anda módernismans, en aukið ýmsum tilbrigðum við stefið. Aðeins örfáir arkitektar hafa fengið tækifæri til að láta gamminn geisa; teikna stórhýsi sem skera sig úr öllu sem áður er þekkt. Utzon fékk tækifæri til þess þegar hann teiknaði ópemhúsið í Sydney og sams- konar tækifæri fengu Renzo og Piano við hönnun Pompidou-listamiðstöðvarinnar í Par- ís. Enda þótt Pompidou Center hafi alla tíð vakið athygli og aðdáun leið langur tími án þess að séð væri að þessi hönnun hefði víðtæk áhrif. Það gerist í raun og vem fyrst í aldarlok með verkum bandaríska arkitektsins Franks 0. Gehrys. Það er engu líkara en hann hafi týnt reglustikunni sinni og snúið sér alfarið að formmótun í tölvu. Með nýja Guggenheim-safninu í Bilbao á Spáni vakti Gehry verulega athygli, en að sjálfsögu hefur margt niðrandi verið sagt um þá byggingu og engin undur, svo byltingar- kennd sem hún er. I framhaldi af henni hefur Gehry verið ráðinn til að teikna annað Gug- genheim-safn í New York. Nú er hvorttveggja, að Gehry fer mikinn og beinlínis til þess ætlast að hann teikni eitthvað gersamlega óvenju- legt. Frá nýjasta stórvirki Gehrys hefur nýlega verið sagt í tímaritinu The Architectural Rev- iew, en það er safn yfir samtímamúsík í Seattle í Bandaríkjunum. Vera má að einhver hnjóti um þetta, að byggt sé safn yfir músík, en það er ekki einsdæmi og má benda á poppmúsíks- afn í Sheffield á Englandi og ein af stóra stjörnunum í arkitektúr, I.M. Pei, teiknaði Rock and Roll-safn í Cleveland í Bandaríkjun- um. Það að menn ákváðu að hefjast handa í Seattle og byggja músíksafn má rekja til þess að þaðan er poppgoðið Jimi Hendrix. Ekki svo að skilja að Gehry tæki hugmynd- inni fagnandi: „Þetta eru ekki mínai- ær og kýr, ég hlusta á Haydn,“ sagði hann. En þetta var verkefni þar sem hann gat fengið alveg frjálsar hendur og með því frelsi hefur Seattle- borg fengið nýtt kennileiti á svæðinu þar sem heimssýningin var haldin 1962. Safnið í Seattle minnir á Guggenheim-safnið í þá vera að málmklætt ytra byrði er sjaldnast með beinum línum, en því oftar með formum sem minna á sjálfa náttúrana. Aðalhvelfingin er að utanverðu úr ryðfriu stáli sem hefur ver- ið meðhöndlað með sýru og virðist tilsýndar eins og risastór steinn. Aðrir hlutar safnsins eru „mekkanískari" í útliti, en það er þó fyrst og fremst að innanverðu að fjör færist í leikinn og er það ugglaust í anda Jimi Hendrix. Vinnubrögð Gehrys era í hæsta máta nú- tímaleg. Hann notar tölvutækni við hönnunina og með tölvutækni er málmurinn sveigður og teygður. Spurningin er að hve miklu leyti Gehry hef- ur markað tímamót og hvort þetta nýstárlega svipmót sé sú framtíðarmúsík sem verði stíll 21. aldarinnar. Á forsíðunni má sjá verk eftir unga og óþekkta arkitekta, Domenique Jakob og MacFarlane, sem fenu það verkefni að hanna nýtt veitingahús í Pompidou-listamið- stöðina þegar endurbætur fóra fram á henni nýlega. Margskonar pípur og sver rör hafa frá upphafi einkennt þetta hús og hafa höfundarn- ir hannað svo gildar pípur, að inni í þeim sum- um era sérstakar vistarverar. Að sjálfsögu er það í beinu framhaldi af upphaflegri hönnun þeirra Renzos og Pianos, en það má líka sjá áhrifin frá Gehry gægjast þarna í gegn. GÍSLISIGURÐSSON Ytra byrðið á hluta tónlistarsafnsins í Seattle er úr ryðfríu stáli, sem gert er hvítt með sýru. Til vinstri: Innanhússhönnun eftir Gehry og félaga. Við Times Square í New York hefur nýlega verið byggt íburðarmikið kaffihús þar sem vel er hátt til lofts og þar hefur Gehry látið gamminn geisa. Efnið er gler og samlímdar plötur. Til hægri: Stálhjálmur yfir aðalinngangi safnsins í Seattle minnir á aðra fræga byggingu eftir Gehry, Guggenheim-safnið í Bilbao. Djarfleg litanotkun í forsal hússins og burðarvirkin höfð vel sýnileg. Safnið í Seattle. Oft er sagt um byggingar Gehrys að þær séu eins og hús að hruni komið eftir jarðskjáifta. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 4. NÓVEMBER 2000 1 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.