Tíminn - 02.12.1966, Qupperneq 8
TÍjVLINN
Unnsteinn Olafsson
Unnsteinn var HúnveUiingur.
Hann var íæddur á Stóru-Ásgeirsá
í Víðidal 11. febrúar 1913, sonur
Ólafs bónda þar Jónssonar Skúla-
Eonar á Söndum í Miðfirði. Móð-
ir Unnisteins var Margrét Jóbann-
esdóttir frá Útibleiksstöðum í Mið
firði. Unnsteinn var mjög frænd-
margur í Vestur-HúnavatnssýSlu,
og stóðu að honum sérstaklega
traustar ættir, dugmikils sveita-
fðltos. Afi hans, Jón Skúlason á
Söndurn, var annálaður höfðingi
og aflamaður og hjálparhella sveit
unga sinna á erfiðum tímum bæði
í heyskorti og matarskorti. Þótt
nok'kuð sé liðið síðan þessir frænd-
ur fluttust frá Söndum, er enn
talað um Sanda og þá frændur
frá Söndum með hlýhug og aðdá-
un.
Á kreppuárunum 1930—1940
áttu flestir bændur í miklum erf-
iðleikum, bæði vegna sölutregðu
á afurðum og lágs verðlags, en
einnig vegna fjárpesta. Það var
ekki árennilegt fyrir unga menn
á þeim á-rum að gera landbúnað
að lífsstarfi. En samt var það svo
á þessum örðugu timum, að tals-
vert stór hópur ungra og mana-
vænlegra bændasona fór til út
ianda til að nema ýmis konar
vísindi og sérgreinar landbúnaðar
ins, og á kreppuárunum eignaðist
þjóðin fyrst svo fjölmennan hóp
Háskólamenntaðra landbúnaðar-
fræðinga að um munaði. Mennt-
un er ekki einhlít, en þegar gáf-
aðir manndómsmenn afla sér
menntunar og ganga af óeigin-
gjörnum áhuga til starfa, fer aldr-
ei hjá því, að efni verði í nokkra
sögu. Nú em tveir af þessum
bændasonum, sem réðust i það á
■kreppuárum búskapar að afla sér
menntunar í þágu atvinnugrein-
ar feðra sinna, fallnir í valinn.
Runólfur heitinn Sveinnson, sand
græð'Slustjóri, féll fyrir rúmum
áratug í miðri orrustu sinnar hug-
sjóna- og framfarabaráttu. Og nú
berst mönnum sú fregn, að Unn-
steinn Ólafsson, skólastjóri Garð
yrkjuskólans á Reykjum, sé all
ur.
Ég þekkti Unnstein í tvenns
konar ham. Við áttum samleið um
tveggja ára skeið við nám í Land-
búnaðarháskólanum í Kaupmanna
höfn, og minnist ég hans þar fyrst
fyrir þann eldlega áhuga, sem
hann hafði á viðfangsefni sínu.
Hann hlakkaði til að komast heim
til að reyna og rannsaka, hvað
hægt væri að gera á íslandi f garð-
yrkjumálum, og hvernig hagnýta
mætti jarðhitann á því sviði.
Hann var líka sérlega heppinn
og hamingjusamur. Okkur fannst
honum berast allt upp í hendurn-
ar. Staðan beið hans heima að
loknu prófi, að veita forstöðu
Garðyrkjuskóla ríkisins. Hann var
fyr9ti háskólagengni garðyrkju-
maður íslands að fara heim til
að stofnsetja fyrsta garðyrkju-
skóla þjóðar sinnar. Og þetta var
áhugamál heillar þjóðar, — þjóð-
ar sem var í þann veginn að sigr-
ast á örðugleikum heimskrepp-
unnar. Það var að vora eftir
þungan vetur. Unnsteinn var
sannarlega vormaður. Hann var
vígreifur, gáfaður og fallegur mað
ur með hugsjónaeld og fullkomna
menntun. Hann kvæntist í Dan-
mörku sinni ágætu konu, Elnu, og
var hann þá enn við nám. Já, ég
minnist þe.siara ára, vissulega var
til mikil lífshamingja og vorhug-
ur meðal ungra, íslenzkra bænda-
sona í kreppunni gömlu þrátt fyr
ir allL
skéBastjéri
Og Unnsteinn tók til starfa.
Hann lá hvergi á liði sínu^ Hann
kom skólanum upp, hann reisti
og rak umfangsmikla garðyrkju-
stöð, hann reyndi margvíslegar
nýjungar, — já, hann gerði svo
ótalmarga hluti fyrir ótrúlega
lítið fjármagn. Við vinir Unm-
steins komumst eitt sinn að þeirri
niðurstöðu í samræðum, að það
væri skaði, hversu fjárhagur Garð-
yrkjuskólans hefti Unnstein og
héldi aftur af honum. Það var
því líkast, er gæðingi er haldið
ií skefjum með allt of stífu taum-
haldi. Menn éíns ' 'ðg‘" Únhsteinn
eiga-að fá að gera það sem þeim
sýnist, og þá má aldrei skorta
fé. Þeir starfa af ákafa og ást
á verkefninu. Þeir reyna hundrað
hluti meðan miðlungsmenn reyna
einn eða engan. Þeir skila þjóð
sinni miklum arði. Þeir bæta
landið bæði raunverulega og einn
ig í vitund þjóðar sinnar, og er
það kannske mest um vert.
Svo liðu árin, þennan eldheita
hugsjóna- og starfsmann, vantaði
eldsneyti. Og þá eyddi hann af
sjálfum sér. Hann fórnaði starfi
sínu og áhugamálum af lifsorku
sinni. í slíku ástandi barðist þessi
hetja síðustu ár ævi sinnar. Með
hálfri orku æskuáranna var hann
kominn vel á veg með að reisa
skóla sínum nýtt hús, fagurt stór-
hýsi, sem ber honum gott vitnl
Þar má sjá bæði hagsýni, fegurð-
arskyn og framsýni, allt borið
uppi af húnvetnskri reisn.
Það mætti rita langt mál, og
stikla þó aðeins á stóru, um störf
og áhugamál Unnsteins Ólafsson-
ar, en hér er ekki timi eða rúm
til þess. Heldur var það ætlun
|mín með línum þessum að minn-
i ast góðs drengs og vinar, sem ág
mat mikils, og minningu hans tel
ég vera góða eign þjóðar minn-
ar.
Unnsteinn var skemmtilega
heill og opinn í fasi, eins og hátt-
ur er margra Húnvetninga. Und-
irferli, leikaraskapur og yfirborðs-
mennska var í mikilli fjanægð
frá honum. Hann var glaðsmna,
hávær og hláturmildur. Þeir sem
töldu sig hafa efni á að kasta
steinum að Unnsteini Ólafssyni í
önn dags, þyrftu máske einhvem
tíma að endurskoða afstöðuna til
hans og sinnar eigin stærðar.
Unnsteinn varðist ekki alltjf árás
um, því að hann var friðsamur
og vildi fremur yrkja tjóð um
góða menn og fögur málefni en
standa í blaðadeilum. Það er eng-
inn vafi á, að Unnsteinn gerði
meira en flestum öðrum mönnum
hefði tekizt að framkvæma fyrir
sama fjármagn og hann hafði úr
að spila. Ekki er ég viss um, að
slíkur maður hefði orðið fyrir
minni árásum, ef hann hefði haft
meira framkvæmdafé og látið enn
meira að sér kveða.
Ég votta konu hans og börn-
um samúð mina við fráfall hans.
Ég veit það verður hljótt og tóm-
legt á Reykjum í bili. Lognið
merkist ætíð glöggt, er storma
lægir. Gunnar Bjarnason.
Deyr fé,
deyja frændr,
deyr sjalfr et sama.
En orðstírr
deyr aldrigi,
hveims sér góðan getr.
Unnsteinn Ólafsson, skólastjóri
Garðyrkjuskóla ríkisins að Reykj
um í Ölfusi, lézt í Landsspítalan
um þann 22. þ. m. eftir skamma
legu aðeins 53 ára gamall.
Hann var skólastjóri Garðyrkju
skólans frá stofnun hans árið 1939
til dauðadags.
Hann var fyrsti maður, sem
hafði það hlutverk með höndum
að móta og stjórna þeirri stofnun,
sem kenndi bæði bóklega og verk
lega garðyrkju.
Hann var ungur að árum er
hann hóf starf sitt, sem skólastjóri
við þessa nýju stofnun, fullur af
áhuga og starfsþreki, vel menntað
ur og áræðinn, enda hvikaði hann
aldrei frá settu marki í baráttu
sinni fyrir velferð skólans. Hann
helgaði' þessari stofnup alla ,sína
starfskrafta og það var hans von
að sjá nýjan og veglegan skóla rísa
af grunni að Reykjum sem mennta
setur garðyrkjunnar í landinu. Sú
von var í þann mund að rætast.
er hann féll frá, því að bygging
nýja skólans er hafin og komin vel
á veg eins og hann vildi, að hún
yrði, og er ég viss um að þar hefði
ekki verið betur ráðið af öðrum
um skipan alla. Er vonandi að
þeim beri gæfa til að feta fót-
spor hans, sem við stjórn staðar-
ins taka. Það er oft stormasamt í
kring um þá menn, sem ber hærra
en aðra eða skara fram úr á ein-
hverju sviði. Það er eins og vakni
minnimáttarkendin hjá aukvisun
um og tilhneigingin til að níða
skóinn niður af þeim, sem framar
standa, en Unnsteinn stóð ætfð
sem klettur úr hafinu, og vopnin
snérust í höndum andstæðingsins
enda var hann maður mjög vel
gefinn og vel máli farinn og átti
aldrei í neinum vandræður með
að finna hugsunum sínum orð.
Eg, sem þessar fáu ljnur rita,
átti því láni að fagna að vera nem
andi hans við Garðyrkjuskólann
og minnist ég hans sem frábærs
skólastjóra og kennara, og þó nú
séu liðin rúm 22 ár síðan ég vfir
gaf þennan stað, sem nemandi,
minnist ég enn fjölmargra kennslu
stunda hjá honum, því að kennsl
an var lifandi og frjó og oft farið
út fyrir það, sem í bókunum stóð.
Nú hin síðari ár urðu kynni okk
ar Unnsteins meiri í gegnuon fé-
lagsmál okkar garðyrkjumanna og
kom þá skýrt í ljós, að hann vildi
allt af mörkum leggja til fræðslu
og framgangs garðyrkjunnar í
landinu og hafa engir reynzt þar
traustari en hann. Að síðustu vil
ég þakka þér Unnsteinn, allar þær
stundir, sem ég átti undir hand
leiðslu þinni, nemandi og eru mér
nú ómetanlegur fjársjóður á lífs
leiðinni, ennfremur ráðleggingar
óg margar góðar ábendingar á
síðari árum.
Eftirlifandi eiginkonu og börn
um votta ég innilega samúð.
Svavaf F. Kjærnested
FOSTUDAGUR 2. desember 1966
Eitt af því sem sýnir hve
sjónvarpið íslenzka stendur
raunar tæpt er deilan við
tæknimennina, sem leyst var
á síðustu stundu fyrý- útsend
ingu á miðvikudag. Stofnunin
er enn í þeirri mótun, að ekk
ert má út af bera svo ekki komi
til stöðvunar eða vandkvæða
við útsendingar. Við höfum áð
ur bent á þá staðreynd, að
stofnunin er svo fáliðuð, að
menn eru þar ekki við hendina
til skipta, ef um forföll er að
ræða. En sjónvarpig heldur á-
fram og smám saman vex því
fiskur um hrygg. Það er raun
ar forvitnilegt að fyigjast með
svona fyrirtæki í mótun, vegna
þess að það á framtíðina fyrir
sér og á eftir að stækka og efl
ast og verða eitt af hinum sjálf
sögðu hlutum hins t'aglega lífs
í landinu. Byrjunarerfiðleikarn
ir, sem við er aö etja í dag.
heyra brátt sögunni til og þeim
sem hana vilja kynna sér sið
ar meir.
Skrif okkar um sjónvarpið
byggjast meðal annars á því
að við viljum að sem flestir
geti fylgzt með ýmsum innan
og utanhússmálum sjónvarps-
ins, einmitt nú, þegar það er í
mótun. Gagnrýni okkar á ein-
staka þætti þess er líka sett
fram yegna þess að allt er
þetta nýtt fyrir okkur, og
þörf á því að sem flestir hug
leiði hvað fram fer í sjónvarp
inu og hvernig. í sambandi við
það má t. d. nefna, að í síð-
asta sjónvarpsþætti okkar kom
fram sú skoðun varðandi inn-
lendan fréttamyndaþátt, að þar
hefði ekki verið um nógu
skarpt fréttamat að ræða. Auð
vitað eru alltaf deildar mein-
ingar um fréttamat, og það
þekkja þeir bezt sem á blöðum
vinna. Hins vogar er ekki verið
að deila á félagasamtök og
starfsemi þeirra, þótt látið sé
í ljós, að sú starfseroi jafnist
ekki á við stórviðbuiði. Hún
er jafngóð fyrir því. Vísast í
þessu efni til fréttamyndar af
fyrirlestri á vegum Varðbergs-
Fyrirlesturinn var fluttur af
mætuim manni um merkt efni i
virðulegum félagsskap Það at
riði var ekki til umræðu hér
í þættinum, heldur var fjallað
um fréttir sem slíkar og mat
á þeim.
Erlendu fréttaþættimir eru
stöðugt að verða betri og betri,
og eiginlega er ekki lengur rétt
nefni að kalla þáttinn „Frá lið
inni viku“, því að í gærkvöld
t. d. voru flestar fréttirnar al-
veg nýjar. Fyrir nokkru fékk
sjónvarpið myndritunartæki,
sem gerir því kleift að fá frétta
ljósmyndir frá víðri veröld sam
dægurs.
Þátturinn um Denna dæma
lausa vakti óskipta athygli
yngri kynslóðarinnar, enda var
hann afar skemmtilegur.
Minnisstæðastir þættir úi
dagskránni eru þáttur Luey
Ball, Dýrðlingurinn Flintstone
og erlendu fréttamyndirnar.
Þetta heyrir maður hjá fólki.
sem fylgjist með sjónvarps-
sendniga. Ekki er hér um sér
staklega menu.igarlega þætti
að ræða, en þeir eru skemmti
legir og spennandi (Dýrlingur
inn). Auðvitað verður annað og
alvarlegra efni að fylgja með,
en ástæða er Ul að vara við
því, að verið sé með þætti í
sjónvarpinu, á meðan dagskrá
in er ekki meiri en þetta, sem
varða aðeins fámennan hóp
áhugamanna, og einnig er á-
stæða til að vara við því að
sýna kvikmyndir í sjónvarpinu,
sem fólki þykja ekkj skemmti
legar. Af nógu er að taka, þar
sem kvikmyndir eru. Lengi
hafa kúrekamyndir verið vin-
sælar hjá kvikmyndahúsgest-
um, svo eitthvað sé nefnt en
ekkert er því til fyrirstöðu að
kynna sér hjá kvikmyndahús
um hvers konar myndir eru
mest sóttar og hafa það til
hliðsjónar
Stjórnendur sjónvarpsins
verða aS hafa í huga, að það
er ekki fyrir neðan virðingu
neinnar menn:ngarstofnunar
að miðla skemmtilegu efni.
Á dagskránni í kvöld eru
tveir skemmtilegir þættir. Kl.
20.30 er þáttur Luey Ball, en
nú á hin rauðhærða valkyrkja
að stjórna kosningum, og ger-
ist væntanlega eitthvað sögu
legt, eins og yfirleitt í kosning
um, jafnvel þótt alvörumeira
Viggo Spaar
fólk sé á ferli en Lucy. Og kl.
21.45 kemur Dýrlingurinn. Þátl
urinn nefnist „Hamingjuhrólf-
ur“, sem er fomt orð og gott
og líklegast komið úr e;a-
hverjum rímnakveðskap. Símon
Templar hefur að vísu aidrsi
heyrt rímur kveðnar, en hann
getur verið jafngóður í þætti
um einhvern hamingjuhrólf fyr
ir því.
Annars hefst dagskráin á inn
lendum fréttaþætti í máli og
myndum. Næst koma íþróttir
og á eftir Lucy-þættinum þátt
ur um Dalai Lama, sem sam-
kvæmt trúarbrögðum Tíbet-
manna er endurholgaður guð.
Iíann er nú landflótta, endur-
holdgaður og allt.
Kl. 21.25 er stutt teiknimynd
byggð á hugmyndum Hoffnungs
en fimm mínútum síðar kemur
töframaðurinn Viggo Spaar
fram á sjónarsviðið og sýnir list
ir sínar.
Dagskrárlok eru svo kl. 22.
35. Þulur er Ása Finnsdóttir.
*