Tíminn - 02.12.1966, Side 16
Hugsað heim um
LJL 'eftir Guðmund
llOll Halldórsson
IGrÞ-Reykjavílk, fimmtudag.
Komið er út í smábókaflokki
Menningarsjóðs sögusafnið „Hugs
að heim um nótt“, eftir Guð-
mund Halldórsson. Þetta er fyrsta
bók höfundar, en sögur eftir hann
hafa birzt í tímaritum.
í eftirmála um höfundinn seg
ir Hannes Pétursson: „Sagnagcrð
Guðmundar er unnin upp úr ís-
lenzku sveitalífi eins og því hefur
verið háttað frá styrjaldarlokum,
birtir sveitalífið frá sjónarhorni
æskumanns sem stendur á vega
skilum. Hugur hans stefnir ýmist
Guðmundur Halldórsson
heim eða að heiman, heim til
þess sem var, að lieiman til þess
sem orðið er. Á aðra hönd kyrrð
og fásinni, á hina umbrot og hraði.
Þessum almennu aðstæðum finnur
höfundur fastan stað á heimaslóð
um sínum, þar gerast sögur hans,
þar er allt saman komið á þröngu
sviði: árdalur.inn, þjóðbrautin,
skemmtistaðurinn."
Níu sögur eru í bók Guðmund
ar Halldórssonar. Nefnast þær
Messudagur, Haust, Forsjónin,
Annó 1959, Hugsað heim um nótt,
Burtför, Hljómur landsins, í fá-
sinninu og Mín kæra.
Guðmundur Halldórsson er nú
búsettur á Blönduósi. Hanu er
fæddur að Skottastöðum í Svart
árdal í Húnavatnssýslu 24. febrú
ar árið 1926 og er því á fertugasta
og fyrsta aldursári. Hann ólst upp
í Svartárdal við almenn bústörf,
en fluttist burt úr dalnum ásamt
foreldrum sínum árið 1963.
Þeim sem fylgzt hafa með
skrifum Guðmundar er það fagn
aðarefni að út skuli komnar sögur
eftir hann og eflaust mun þessi
bók verða til þess að vekja á hon
um athygli út fyrir þann hóp,
sean alltaf hefur verið þess vitandi
hvers hann er megnugur á sviði
sagnalistar.
MIKLAR UMRÆÐUR A ÞINGI
LÍ.Ú. UM BOTNVÖRPUVEIUAR
SJ-Reyfkjavík, fimmtudag.
Á þingi GÍÚ j dag voru lögð
fram áiit nefnda, m. a. um friðun
tilteikinna hrygningarsvæða nyíja-
fiska við hverskonar veiði um
hrygningartímann. Einnig var lagt
fram álit nefnda um að sjómanna
lögunum verði breytt varðandi
greiðslu til sjómanna í veikinda-
og slysatiifell'um.
M lágu fyrir fundinum tillögur
um auknar botnvörpuveiðar inn-
an fistkveiðitakmarkanna. Miklar
umræður urðu um þessar ti'llög-
ur og var afgreiðslu málsins ekki
lokið um kvöldmatarleytið, en
fundurinn átti að halda áfram eft-
ir kvöldmat.
Sjávarútvegsmálaráðherra, Egg-
ert G. Þorsteinsson, mun ávarpa
þingið á morgun, föstudag.
SUF OG FUF Á AKUREYRIEFNA
TIL FUNDAR UM NÝ VIÐHORF í
ÍSLENZKUM STJÓRNMÁLUM
FB-Reykjavik, fimmtud.
Stjórn Sambands ungra Fram
sóknarmanna
| heldur á föstu-
j dagskvöld norð-
j ur til Akureyrar,
I en þar mun hún
í dveljast um helg
ina, ræða við
unga menn. Er
þetta nýbreytni í
_ j starfi SUF og
Baldur ætlunin að
stjórnin heimsæki sem flesta
af kaupstöðum landsins í vetur
og fram á vor.
í sambandi við þessa för
stjórnarinnar, mun FUF á Ak-
ureyri og SUF gangast fyrir
saimeiginlegum fundi kl. 2 á
sunnudaginn á Hótel KEA. Þar
verða rædd ,.Ný viðhorf í is-
lenzkum stjórnmálum,“ og
verða framsögumenn Baldur
Óskarsson formaður SUF,
Björn Teitsson ritari og Ólaf-
ur R. Grímsson.
Björn
Ólafur
Deleríum Bubonis
sýnt í Borgaraesi
f kvöld verður leikritið Del
erium Bubonis frumsýnt í sam
komuhúsinu í Borgarnesi og
hefst sýningin klukkan 9 e. h.
í gær var uppselt á frumsýn-
inguna og langt komið að selja
á næstu sýningu, sem verður á
sunnudaginn. Þriðja sýning á
Delerium Bubonis verður svo
á þriðjudagskvöldið á sama stað
og sama tíima. Gert er ráð fyr
ir að aðeins verði um fáar sýn-
ingar ag ræða fram að jólum.
Þá hefur Tíminn frétt að litiar
líkur séu til þess, að leikritið
verði sýnt utan Borggrness.
Eins og kunnugt er, þá er
Delerium Bubonis eftir þá Jón
Múla og Jónas Árnasyni, og
er það nýlunda, að Jónas, fyrir
utan að leikstýra sýningunni í
Borgarnesi, leikur eitt helzta
hlutverkið í leifcnum.
Myndin var tekin í kaffiihléi
á æfingu fyrir nokkru síðan, og
á henni eru f. v.: Geir Björns
son, Freyja Bjarnadóttir, Hilm
ir Jóhannesson, Þórhildur Lofts
dóttir, Sigrún Símonardóttir
hvíslari, Jónas Árnason, höfund
ur, leikari og leikstjóri, Oddný
Þorkelsdóttir undirleikári, Þórð
ur Magnússon, Friðjón Svein-
björnsson, Sigríður Héðinsdótt
ir og Jón Pétursson-
(Tímamynd: K-J.)
40 BILAR TEPPTIR A
H V ALF J ARD ARSTRO N D
KJ-Reykyjavík, fimmtudag.
Á tímabili í gærkvöldi voru
fjörutíu bílar a. m. k. tepptir
vegna ófærðar á þjóðveginum
skammt frá Kalastöðum á
Hvalf járðarströnd, og voru
þeir allir á leið vestur og norð
ur um land.
Þarna voru bæði á ferðinni litl
ir fólksflutningahílflr, jeppar og
stórir áætlunar og vöruflutninga-
bílar. Var ófærðin á veginum
þarna mikil, allt norður fyrir Fiski
læk í Melasveit, en úr því fór
færðin að batna. Að vísu var ekki
samfelld ófærð á þessum kafla, en
víða var mjög slæmt yfirferðar,
og alófært öllum bílum. Veghef-
ill ruddi brautina fýrir bílana, en
það tafði nokkuð er hann fór út
af veginum við Laxárbrú.
Stórir bílar sem fóru frá Reykja
vík um klukkan fimm og -upp í
Borgarnes, voru ekki komnir á
leiðarenda fyrr en undir mið-
naetti, eri venjulega er þessi vega
lengd farin á þrem tímum. Háir
ruðningar eru komnir sumsstaðar
beggja megin vegarins á þessari
leið, en þess á milli er vegurinn al
auður. Búast má við að þungfært
verði þar sem ruðningarnir eru í
kvöld, ef heldur áfram að skafa,
en í morgun og fram á miðjan dag
var þessi leið sæmilega fær.
Ekkert vit er í að leggja. upp á
litlum bílum, án þess að hafa ná-
kvæmar spurnir af færðinni áður,
eða þá að vera í samfloti við
aðra bíla.
Þrengslavegurinn hefur verið
þungfær í dag, og ekki farandi
þar um nema á stjórum bílum og
jeppum
24 KLUBBAR HAFA
VERIÐ STOFNAÐIR
23. og 24. Klúbburinn Öruggur
akstur voru stofnaðir á Norður-
landi um síðustu helgi sem hér
segir:
Á Hofsósi lgugardaginn 26. nóv.
í fundarsal kaupfélagshússins.
Fundarstjóri var Björn Jónsson
hreppstjóri í Bæ, en íundarritari
Kristján Jónsson bóndi og kaup
félagsformaður á Óslandi. Félags
svæði hins nýstofnaða klúbbs er
Skagafjörður austan Héraðsvatna.
í stjórn voru kosnir:
Framhald á bls. lö.
17 stiga frost á Hveravollum
SJ-Reykjaví'k, fimmtudag.
Samkvæmt upplýsingum frá
Veðunstofunni í dag var talsvert
mikið frost um allt land, mest var
frostið á Hveravölluf, 17 stig, en á
láglendi var frostið 7—10 stig.
Veðurhæðin var almennt 4—6 vind
stig á lándinu, léttskýjað á Suður
landi, en él allt frá Vestfjörðum
og suðurfyrir Reyðarfjörð.
Ýmislegt bendir til að aftur taki
að hlýna um hdgina.
Á Bretlandseyjum var í dag
hvasisviðri og rigning.
Ekki er óalgengt að það komi
harðir frostkaflar á þessum tíma
árs og í nóvember í fyxra var harð
ur frostakafli.
Borað eftir bæði heitu og
köldu vatni í Bolungarvík
KRJUL-Bo'lungarvík, fimmtudag.
Hér hafa verið boraðar fjiírar
holur í Ieit að köldu vatm. Úv
einni holunni fást nú 50—60 tonn
af vatni á sólarhring. Það var ís-
húsfélagið, sem stóð fyrir tilraun
þessari, og hefur nú leit* vatn að
frystihúsi sínu, en það er um 500
mctra leið. Hættir íshúsfélagið þv>
að fá vatn úr vatnsveitu 15oiung.tr-
víkur, og er þá von til þcss, að vatn
aukist almennt, en mikið heiur
borið á vatnsskorti hja íbúum
þorpsins, aðallega þegar unnið
liefur verið í íshúsinu.
Einnig hefur verið ha'dið áfram
leit að heitu vatni í Gilslandi. Þar
hafði verið boruð 55 metra djúp
hola, og hitinn reyndist vera 30
stig. Síðan varð að hætta borun,
en nú hefur verið hafizt handa
aftur, og holan er orðin 70 metra
djúp. Ilins vegar er ekki hægt að
segja enn til um þao, hvort hit,-
inn sé meiri, eftir því sem neðar
dregur ,þar sem dæla verður köldu
vatni í holuna á meðan á borun
stendur.
Jóhannes Norda!
svarar fyrirspurn-
um um efna-
hagsmá!
Kaffiklúbbur
FramsóOoiarfé
lags Reykja-
víkur og FUF
kemur saman
í fyrsta sinn á
vetrinum í átt
hagasal Hótel
Sögu n- k.
Ilaugardag kl.
3 síðdegis.
Gestur fundarins verður
Jóhannes Nordal bankastjóri
og mun hann svara fyrir-
spurnum um efnahagsmál.
Félagsmenn eru eindregið
hvattir til að mæta vel og
stundvíslega.