Tíminn - 11.12.1966, Blaðsíða 5

Tíminn - 11.12.1966, Blaðsíða 5
5 SUNNUDAGUR 11. desember 1966 THVIINN Þórarlnn og hidriði G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Kartsson Aug- lýsingastj.: Steingrimur Gíslason Ritstj.skrifstofur t Kddu- húsinu, símar 18300—18305. Skrifstofur: Bankastrætl 7. Af- greiðsiusimi 12323. Auglýsingasími 19523 Aðrar skrifstofur, sími 18300 Áskriftargjald kr 105.00 á mán. Innanlands _ t lausasölu kr. 7.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h. t. Skattbyrðin MorgimblaSið heldur áfram að skattyrðast út í Tím ann vegna þess að Tíminn hefur bent á það, að hjá því geti ekki farið, þegar Reykjavíkurborg ætlar að auka álögur sínar um 18% í krónutölu og ríkissjóður um meira en milljarð króna á næsta ári en tekjur manna eiga að standa óbreyttar miðað við þessa árs tekjur, að skatt- byrði larunþega muni aukast. Morgunblaðið heldur því fram, að Tíminn beiti þarna freklegum föisunum, vegna þess, að skattþrep og skatta frádráttur muni verða leiðréttur til samræmis við vísi- tölu framfærslukostnaðar. Vísitala framfærslukostnaðar er ekki til mikils halds unga fólkinu t. d. sem býr í nýju húsunum. Síðan 1959 hefur vísitala byggingarkostnaðar hækkað skv. skýrslum Hagstofunnar um 126% en á sama tíma og þessi stórkostlega hækkun hefur orðið á bygg- ingarkostnaðinum hefur húsnæðiskostnaðurinn í vísitölu framfærslukostnaðar aðeins verið hækkaður um 40%. Húsnæðiskostnaður meðalfjölskyldu er talinn í vísitölu framfærslukostnaðar aðeins 1200 krónur á mánuði. Morgunblaðið segir, að leiðréttingar á skattþrepunum samkvæmt vísitölunni muni tryggja það að menn greiði ekM hærra hlutfall af tekjum sínum í beina skatta og útsvör á næsta ári en þeir hafa gert á þessu Jafnvel þótt það væri tryggt að skattstigar yrðu leið- réttir svo vel að menn gréiddu ekki hærra hlutfall af skattskyldum tekjum sínum en áður, hlýtur greiðslu- byrðin hjá einstaklingunum að vaxa af þeirri einföldu ástæðu, að menn greiða skatta sína árið eftir að tekjurn ar féllu til og þess vegna hafa verðbólguhækkanir kaup gjalds í raun létt nokkuð greiðslubyrðina á því ári, sem skattarnir greiðast af fyrra árs tekjum. Þetta verður bezt skýrt með einföldu dæmi. Sé miðað við það, sem lík- lega er nærri lagi, að 40% af skattskyldum tekjum manna fari í beina skatta og gjöld greiðir maður, sem hafði 120 þús. króna skattskyldar tekjur árið 1965 kr. 48 þús. í skatta á þessu ári. Hafi verðbólguhækkun kaupgjalds frá árinu 1965 orðið ca. 10% yrðu skattskyldar tekjur þessa einstaklings 132 þús. á þessu ári. 40% af þeim í beina skatta og skyldur eru 52.800 krónur og það á hann að greiða á næsta ári. Með „stöðvunarstefnunni" eiga tekj ur hans hins vegar ekki að aukast þannig að skattskyldar tekjur hans á næsta ári eiga að vera 132 þús. eða þær sömu og í ár. Miðað við 10 mánaða innheimtu vex því greiðslubyrði hans á næsta ári miðað við skattskyldar tekjur þess árs úr 4.800.— kr. á mánuði þessa 10 inn- heimtumánuði í 5.280 krónur á mánuði á næsta ári, þótt full leiðrétting fáist á skattstigum, sem dregið er í efa. Greiðslubyrðin vegna skatta af mánaðarlaunum þessa 10 innheimtumánuði hefúr því aukizt að meðaltali um 10% en greiðslubyrðin í heild miðað við innheimtu skatta af tekjujn næsta árs mun aukast úr 36.3% í 40% miðað við skartskyldar tekjur bæði árin Þetta eru staðreyndir sem verða elcki hraktar. Það er Ijóst, að til þess að skattbyðrin á næsta ári aukist ekki frá því sem hún var á þessu ári verður að lækka álagn- ingarstiga til jafns við verðbólgumuninn á árunum 1965 og 1966 vegna þess að skattar af tekjum greiðast árið eftir að fyrir þeim er unnið. „Stöðvunarstefnan“ þýðÞ því ekki stöðvun á aukini skattheimtu í vasa almennings. Walter Lippmann ritar um alþjóðamál: Þeim fjölgar, sem vantreysta niðurstöðum Warrennefndar Erfitt er að skera úr um réttmæti efasemdanna. KENNEDY FORSETI OG ROBERT BRÓÐIR HANS. Robert Kennedy hefur látið í ljós fyrir hönd ættmenna Kennedys forseta, að þau telji slkýrslu Warrennefndarinnar fullnægjandi og hafi ekki áhuga fyrir nýrri rannsókn málsins. SÚ varð niðurstaSa Warren nefndarinnar, að Oswald hefði ráðið Kennedy forseta af dog- um einn og óstuddur. Hér heima hefur margur ® dregið þessa niðunstöðu í efa, og heita má, að erlendis rengi hana allir. Vissir þættir mál.-- ins verða til þess að auka van trúna, þar sem ekki hefur tek- ist að skýra þá á sannfærandi hátt. Þetta elur á grunsemd- unum. Mörgum veitist einna erfið- ast að kyngja því, að Oswaid skyldi vera skotinn til bana í aðalstöðvum lögreglunnar. Mjög erfitt er að trúa, að þetta hafi verið einskær til- vilj-un, einvörðungu stafað af J handvömm lögreglunnar og ekki verið af sama toga spunn- ið og morðárásin sjáif. EVRÓPUMENN fást fæstir til að trúa, að unnt hefði verið að skjóta Oswald til bana nema með þegjandi samþykki lögreglunnar. Þeir em þvj yfir leitt á einu máli um, að þarna hafi verið um að ræða sam- . særi, sem lögreglan hafi verið áfram um að dylja; i Það elur mjög á þessum grun, að lögreglunni í Dallas skyidi reynast um megn að veita forsetanum viðhlítandi vernd. Ennfremur skjóta víða upp kollinum grunsemdir um, að Oswald hafi á einhvern hátt verið riðinn við njósnir. Til þess þykir benda, hve auð- velt honum veittist bæði að kom-a til Sovétríkjanna og fara þaðan aftur. Atoennin-gur sættir sig yfir- leitt ekki við hina opinber-j niðurstöðu Warren-nefndar- innar, bæði af þessum áður töldu ástæðum og öðrum. Þess vegna fjöl-gar þeim s-töðugt, bæði hér heima fyrir og er- lendis, sem hallast á þá sveif, að málið beri að ta-ka upp að nýju og leitast við að ske-ra úr um ai-lan vafa. Að mín-u viti ve-ltur allt á þeirri s-purningu, hvort mögu- legt sé að upplýsa vafaatriðin. Er unnt að gera sér sæmiilegar vonir um, að nýjir rannsak- endur gætu komizt að sann- færa-ndi niðurstöðu? Ef nýji-r kannendu-r gætu fengið þessu áorkað yrði það að sjálfsögðu til óumræðilegs létti, fyrir alla aðila. Sú krafa hef-u-r ærið mikið til síns máls, að niður beri að kveða ailiar efase-mdir, sem á kreiki eru, allri h-ulu og grunsemdum í sambandi við morð Kennedys forseta þurfi að svipta burt í eitt skipti fyrir öll. En spurnim-gin er, hvort mögulegt sé að koma þessu í kring. Eru horfur á, að aðrir dómarar, sem sæti tækju sen; eins kon-ar yfirréttur, legðu annan skilning í upplýsíngarn ar, sem Warren-nefndin tók ek-ki ti-1 athugunar, en gætu • leitt ti-1 allt annarrar niður- stöðu en hún komst að? Sam- þykkt kröfunnar um, að opin- ber rannsókn málsins sé tek- in upp að nýju, hlýtur að byggjast á jákvæðum svörum við þessum spurnin-gum. SPURNINGUNUM, sem fram voru bor-nar hér á und- an, hefur ekki enn verið svar- að j-átandi. í hæsta la-gi er hægt að fullyrða, að fyrir hendi sé röks-tuddur grun-ur, ef til vill einkum þó um það atriði,- hve mörgum skotum hafi ver- ið skotið og þá þar af leið- andi, hvort árásanmennirnir hafi verið fleiri en ein-n. Ég aðttiyilliist þ-á skoð-un, að endurupptaka rannsókn-arinn- ar geti ek-ki að svo stöddu svipt burt þeirri leyndai-dóms- hulu, sem umlykur málið. Gild ástæða er til að halda, að gát- uraar, sem enn eru óleystar, haldi áfram að vera það. Að mínu viti verður helzt dregin af þessu sú ályktun, að enda þótt að opinber endur- upptaka rannsóknarinnar, — t.d. í höndum nýrrar þing- nefndar, — geti efeki að svo stöddu skorið úr öllum vafa- atriðum, þá ætti að vera til ein-hver heiðarlegur aðili, ó- háður bæði stjórnmálalega og fjárhagslega, en þess um kom- inn að kanna nýjar túlkanir fram kominna upplýsin-ga og nýjar upplýsingar, sem dreg-n- ar kunna að verða fram í dags- ljósdð í framtíðinni. ÉG Á, fyrir mitt leiti, ekki von á, að auðið verði að svo stöddu að afla nýrra upplýs- inga, sem skýri málið í veiga- mi'klum atriðum. En vissan um, að ran-nsókn málsins sé ekki endanlega lokið, og viðurkenn in-gin á því, að enn séu efa- semdir á kreiki, jafnvel þó að við vitum ekki, hvernig eigi að skera úr um réttmæti þeirra ætti að geta dregið úr ókyrrð inni, sem saurgar sorg þessa átakanlega hanm-leiks. En ég óttast ei-gi að síður, að við hljótum að géra ráð fyrir að verða enn um langa framtíð að lifa við áleitni spurnin-ga, sem ekki verður svarað afdráttarlaust. Sem man-nlegar verur eigum við auð vitað mjög erfitt með að sætta okkur við þetta. Útgefandi: FRAMSÓKNARIFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson. Jón Helgason

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.