Tíminn - 13.12.1966, Side 5
I
I'RIÐJUDAGUR 13. desember 1966
TIMINN
Imlim
Útgefandi: FRAMSÓKNAR'FLOKKURINN
Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Pórarinn
Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson. Jón Heleason og IndriSi
G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar Tómas Karlsson Aug-
iýsingastj.: Steingrímur Gíslason Ritstj.skrifstofur > Eddu-
húsinu, simar 18300—18305 Skrifstofur Bankastrætl ? At-
greiðslusími 12323 Auglýsingasiml 19523 Aðrar skrifstofur,
sími 18300 Askriftargjald kr 105.00 á mán ínnanlnnds — í
lausasölu kr. 7.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h. t.
Vandræðavörn Gylfa
ÞaS er vafalaust rétt hjá Alþýðublaðinu, að almenning-
ur hefur fengið meiri upplýsingar um verðstöðvunar-
stefnu ríkisstjórnarinnar af sjónvarpsþættinum „Á önd-
verðum meiði“, þar sem þeir ræddust við Gylfi Þ. Gísla-
son og Ólafur Jóhannesson, en af löngum umræðum á
Alþingi. Svo glöggt leiddu orðaskipti þeirra Ólafs og
Gylfa það í ljós, hvílík kosningabrella það er, þegar rík-
isstjórnin er að halda því fram, að hið svonefnda verð-
stöðvunarfrumvarp hennar leysi allan vanda. ’
Gylfi Þ. Gíslason er vafalaust sá ráðherrann, sem hefur
liprast tungutak og lagnastur er í því að verja hæpinn
málstað. Samt duldist það engum, sem fylgdist með þess
um orðaskiptum, að hann var frá upphafi í varnarstöðu,
og því betur, sem málin skýrðust, því augljósari varð
sýndarmennska ríkisstjórnarinnar í sambandi við verð-
stöðvunarfrumvarpið.
Ólafur sýndi fram á það 1 upphafi orðaskiptanna, að
stjórnin hefur í gildandi lögum allar þær heimildir til
verðstöðvunar, sem í frv. hennar felast, þegar sveitar-
og bæjarfélögin eru undanskilin. Hversvegna hefur rík-
isstjómin ekki notað þessar heimildir fyrr, fyrst hún
telur þær svo mikilvægar nú? Á undanförnum árum hef-
ur dýrtíð vaxið hér þrisvar til fjórum sinnum hraðar en
í nágrannalöndum okkar. Það hefur því sannarlega verið
þörf fyrir þessar aðgerðir fyrr, ef þær eru jafn mikils-
verðar og ríkisstjórnin vill nú vera láta.
Gylfi gat að vonum litlu svarað þessu.
Ólafur minnti á, að stjórnin hefði mjög hælt sér af
því, að hún hefði aukið frjálsræði í viðskiptum og teldi
það neytendum mest til hags. Verðstöðvunarfrumvarpið
væri ótvíræð yfirlýsing um, að þessi stefna hefði brugð-
izt og því væri spurning, hvort viðskiptamálaráðherra
ætti ekki að segja af sér, þar sem í frv. fælist algert van-
traust á fyrri stefnu hans.
Hér vafðist Gylfa enn að vonum tunga um tönn.
Þá benti Ólafur á, að verðstöðvunarfrv. fæli ekki i
sér neina bót fyrir útgerðina, en bátaútgerðin, togaraút-
gerðin og hraðfrystihúsin þyrftu á stórfelldri aðstoð að
halda. Hvað ætlaði ríkisstjórnin að gera í þessum málum?
Enn varð Gylfa svarafátt að öðru leyti en því, að þessi
mál væru til athugunar!
Þá sýndi Ölafur fram á, að fjárlagafrumvarp ríkisstjórn
arinnar væri síður en svo byggt á verðstöðvunarstefnu,
þar sem gert væri ráð fyrir, að útgjöld yrðu hækkuð um
einn milljarð króna eða rúm 20%. Hvernig ætlaði rfkis-
stjórnin að afla tekna á móti þessum auknum útgjöld-
um öðruvísi en að það leiddi til nýrra almennra hækkana
og verðbólgu? Hér varð Gylfa einnig svarafátt og mun
enginn lá honum það.
Gylfi var þannig í vörn allan tímann og aukin orða-
skipti hans og Ólafs leiddu það alltaf betur og betur í
ljós, að verðstöðvunarfrumvarp ríkisstjórnannnar leysir
ekki þann vanda, sem nú er glímt við, þ.e. erfiðleika at-
vinnuveganna og dýrtíðarhækkunina, sem mun hljótast
af útgjaldahækkun fjárlaganna.
Hitt getur samt verið. að frv. geti gert eitthvert gagn
Því mun Framsóknarflokkurinn ekki bregða fæti fyrir
það, þar sem það felur líka yfirleitt ekki í sér aðrar heirn
ildir en þær sem eru þegar í lögum, og flokkurinn hefur
áður samþykkt. Svo aðþrengd eru stjórnarblöðin að
verða sbr. Alþ.bl á sunnudaginn, hð þau telia frumvarp-
inu orðið helzt til bóta að Framsóknarmenn séu ekki á
móti þvít
Ingvar Gísiason, alþm.:
Á að skattleggja gamalmenni?
Hvað á að gera fyrir gamla
fólkið?
Þessi spuming er brýn í vel-
ferðarþjóðfélagi nútímans.
Henni má svara með ýmsum .
hætti, en höfuðatriði hlýtur
það að vera, að reynt sé að búa
þannig að öldruðu fólki, sem
komið er af venjulegum eða
lögheiguðum starfsaltirj, að það
geti eftir sem áður lifað við
sem bezt ytri kjör, sæmilcgan
fjárliag og gott atlæti. Um þetta
er víst enginn ágreiningur, a.
m. k. ekki í orði kveðnu.
Mikið skortir þó á, að þessu
inarkmiði hafi verið náð enn
sem komið er. Fjárhagsafkoona
margra gamalmenna er ótrygg
og vöntun á ýmiss konar að-
stöðu því til lianda. Ellilífeyrir,
sem almenningi er ætlaður, er
óneitaniega lítill, þegar miðað
er við fram fær:;i ukostnað í land
inu. Sá, sem ekkert hefur ann-
að sér til framfæris, hefur því
úr Iitlu að spila, enda oftast
svo að fólk getur alls ekki lifað
af ellilífeyri einum saman og
þarfnast því viðbótar. T. a. m.
nægir ellilífeyrir ekki til þess
að greiða dvalarkostnað á elli-
heimilum, hvað þá annað.
Mikil framför verður það,
þegar búið er að koma á scm
víðtækustu lífeyriskerfi, —
kerfi, sem nái til allra stétta
þjóðfélagsins og allir eigi kost
á að njóta. Það.mál er í undir-
búningi, enda full samstaða
milli stjórnmálaflokkanna um
að leiða það farsællega til
Ivkta. Að vísu eru allmargir
lífeyris- og eftirlaunasjóðir
þegar starfandi í landlnu og
er vart hugsanlegt annað en að
slíkir sjóðir starfi yfirleitt
áfram sem sjálfstæðar stofnan- 1
ir í eða samhliða almennu líf- -
eyriskerfi, sem þá nái fyrst og
fremst til þeirra einstaklinga
og stétta, sem ekki hafa enn
öðlazt lífeyrisréttindi með að-
ild aðiöðrum lífeyrissjóðúm. Á
það ekki sízt við um bændur
og verkamenn, tvær fjölmenn-
ustu stéttir þjóðfélagsins. Þeg-
ar starfsgetu þeirra þrýtur í
ellinni, verða oft og einatt slík
umskipti á högum þeirra, að
beinlínis er kvíðvænlegt. At-
vinna þeirra er enginn gróða-
vegur. Afkoma þeirra er kom-
in undir stöðugri vinnu og tekj
urnar ekki meiri en svo, að rétt
hrekkur til framfærslu og
greiðslu opinherra gjalda frá
ári til árs. Eignamyndun þeirra
á langri ævi er ekki svo mikil,
að þeir geti lifað af eignatekj-
um. Hitt er algengara, að ævi-
langur sparnaður verði svo sem
að engu, ekki sízt ef um pen-
inga er að ræða, ellegar broti
þess, sem raunverulega hefur
Ingvar Gíslason
verið kostað til eignanna. Svo
mikið er víst, að slíkt ástand
hvetur ekki til sparnaðarvið-
leitni, enda til lítils að skír-
skota til hennar cins og komið
er fjármálaástandinu hér á
landi.
Óvissan um afkomuna á elli-
árum hefur það oft í för með
sér, að gamlir menn eru ófúsir
að hætta störfum á eðlilegum
tíma og rýma sæti sín fyrir
þeim, sem yngri eru, sem þó
er nauðsyn. Hitt ber einnig
ósjaldan við, að gamlir og slitn
ir menn, sem gjarnan vildu
hætta störfum og er það nauð-
syn af heilsufarsástæðum,
treystast ekki til þess og geta
það hreinlega ekki vcgna þeirr
ar óvissu, sem bíður þeiira við
umskiptin. Þetta á ekki sízt við
um bændur. Afkoma þeirra er
bundin afrakstri búskaparins,
sem byggist á eigin vinnu.
Eign þeirra og sparnaður ligg-
ur í jörðinni og því, sem á
lienni er. Þessar eignir verða
ekki fluttar um set. Þær gefa
ekki af sér tekjur án þess að
vera nýttar. Og nýting þeirra
er í rauninni óarðbær öðrum
cn ábúandanum, eigandinn get
ur ékki vænzt mikilla leigu-
tekna af jörð sinni og söluand-
virði liennar oftast lítið. f mörg
um tilfellum reynast fasteignir
bænda óseljanlegar. M- ö. o.:
Margur bóndinn er bundinn
við jörð sína óeðlilegum fjár-
hagsböndum og situr á henni
lengur en heilsa hans leyfir,
en vilji hann höggva á þessi
bönd og hverfa frá jörðinni, þá
bíður hans alger óvissa um
það, sem við tekur.
Án efa er það mikil nauðsyn
að gera margvíslegar nýjar ráð
stafanir í sambandi við afkomu
og aðbúð aldraðs fólks. Kemur
þar m. a. til aukinn stuðningur
við byggingu og rekstur elli- og
hjúkrunarheimila, svo og stuðn
ingur við byggingu hagkvæmra
íbúða handa öldruðu fólki, sem
sjálft er fært um að sjá um
sig og vill vera út af fyrir sig.
Sem betur fer eldast margir
svo vel, að þeir þurfa ekki að
vera upp á aðra komnir um
daglega timönnun og eiga því
ekki crindi á elliheimili.
Margt aldrað fólk er vel fært
til léttrar vinnu og vill vinna
fyrir sér meðan heilsan leyfir.
Vinnulöngun þess og vinnu-
geta kemur þjóðfélaginu að
margvíslegu gagni, ekki sízt
meðan skortur er vinnuafls á
ýmsum sviðum. Er full ástæða
til þess að greiða fyrir verk-
færu öldruðu fólki að þessu
leyti með því m. a. að láta það
sitja fyrir ýmsum störfum, sem
því henta.
í þessu sambandi vil ég leyfa
mér að minna á málefni, sem
Iítill gaumur hefur verið gef-
inn, en er mikið réttlætismál
gagnvart öldruðu fólki. Þar á
ég við skatt- og útsvarsfríðindi
aldraðra. Ég held, að ekki geti
liðið á löngu áður en full við-
urkenning fæst á því, að al-
mennt sé óþarfi og tæpast við
liæfi að skattleggja gamal-
menni, t. d. fólk, sem náð hef-
ur sjatugsaldri. Ég held, að ef
þjóðfelagið hefur annars efni
á að gera eitthvað fyrir aldrað
fólk, þá sé slíkur viðurgerning-
ur cinna fyrirhafnarminnstur.
Augljóst er, að almcnnt er
starfsævi manna Iokið um sjö-
tugt, enda lögbundið aldurshá-
mark í vissum starfsgreinum.
Rétt til ellilífeyris öðlast menn
67 ára. Varla eru slík ákvæði
sett út í bláinn. Þær hljóta að
byggjast á einhverri mcðaltals
reglu, sem taka verður mark á.
Þar með er ekki sagt, að starfs
getan sé þorrin, þaðan af síður
starfsviljinn. Hvorttveggja
kann að endast lengur hjá
fjölda manns og engin ástæða
til þess að hafa það að opin-
berri féþúfu, þótt ýmsir hafi
vilja og getu til að vinna nokk-
uð fram eftir elliárum. Þjóðfé-
lagið munar almennt ekkert
um að veita slíku fólki undan-
þágu frá opinberum gjöldum.
Að sjálfsögðu yrði að setja
ákveðnar reglur um slík skatt-
friðindi. Þau geta tæpast orðið
alger eða náð til hvers einasta
tilviks. En um allan þorra
manna ætti slík regla við og er
sanngirnismál.
ÞRIÐJUDAGSGREININ
Islenzk bókmenntasaga
Ríkisútgáfa námsbóka hefur gef
ið út þriðju útgáfu af íslenzkri
bókmenntasögu eftír Erlend Jóns
son kennara. Fyiíst kom bókin út
árið 1960- Þessi nýja útgáfa er
óbreytt frá hinni síðustu að öðrn
leyti en því, að bætt hefur veríð
við bókina kafla um tímabi’ið
1550—1750. Bókin, sem er 160
bls. er fyrst og fremst ætluð til
notkunar í framhaldsskólum, þar’
sem lesnar eru bókmenntir frá
þeim tíma, er hún nær yfir í
henni er fjallað um níutíu oe
þrjá höfunda og getið um helztu
bókmenntategundir, oókmennta-
stefnur og sérkenni þeirra. Bók’n
skiptist — auk inngangs — i eftir
farandi ellefu kafla:
Lærdómsöld — Fræðslustefnan —
Rómantíska stefnan — Alþýðu-
skóld — Upphaf skáldsagnagerðar
— Raunsæisstefnan — Symbólism
inn — Brautryðjendur í leikritun
— Ljóþagerð frá 1918 — Laust
mái frá 1918 — Leikhús og leik
ritun.
í bókinni eru níutíu og fimm
myndir, m. a. allmargar skreyting-
ar eftir Bjarna .Tónsson listmálara.
Setningu og prentun önnuðust
Prentsmiöja Hafnarfjarðar o,g Lit-
brá h. f.
\