Tíminn - 13.12.1966, Síða 6

Tíminn - 13.12.1966, Síða 6
mikidúrval hagstætt $$m£íi!p€ TERYLENE 'Polycster TÍMINN Aðalifundur Bandalags kvenna í Reykjavík var haldinn dagana 7.-9. nóv. 1966. Fundinn sóttu 66 fulltrúar frá 22 kvenfélögum í Reykjavík með samtals yfir 7000 félagskonum. Frú Aðalbjörg Sigurðardóttir, sem verið ihefur formaður Banda- lagsins meir en 20 ár, baðst und- an endurkosningu. Þakkaði fund- urinn henni frábær og ómetan- leg störf í þágu kvennasamtak- anna og var hún einróma kjör- in heiðursformaður Bandalagsins. Stjóm Bandalags kvenna í Reykjavík skipa nú: Guðrún P. Helgadóttir formaður Soffía Ingvarsdóttir ritari Guðlaug Bergsdóttlr, gjaldkerL Þessar tillögur voru samþykkt- ar á aðalfundi Bandalags kvenna 7.—9, nóvember 1966. Tillögur. I. ÁfengismáL I. Aðalfundur bandalags kvenna í Reykjaví'k, haldinn 7. og 9. nóv. 1966, íagnar þvi að fram hefur komið á Alþingi frurn- varp til laga um breytingu á áfengislögunum, sem er í heild til mikilla bóta, ef að lögum verður. Sérstaklega telur fundurinn mik- ilvægt, að einhverju veitingahúsi verði ætlað að hafa fullkomna þjónustu án vínveitinga á hverju laugardagskvöldi og með því gefa ungu fóM tækifæri til að skemmta sér án áíengis. Skorar fundurinn á Alþingi að samþykkja frumvarp iþetta. Ii BtiliHiilTIBMMMHMBBHMB Athugið okkar hagstœða vöruverð Verð: Á 7 ára kr. 1890.— Á 8 ára kr. 1950.— Á 9 ára kr- 2025.— Á 10 ára kr. 2135.— Á 11 ára kr. 2250.— Póstsendum. 2. Aðalfundur Bandalags kvenna í Beykjavík, haldinn 7. til 9. nóv. 1966, telur alveg óvið- unandi að tóbaksauglýsingum hef- ur farið sífjölgandi upp á síðkast- ið og eru nú í öllum útsendingum íslenzka sjónvarpsins. Vill fundur inn enn á ný endurtaka áskor- un sdna til háttvirts Alþingis og rfikisstjórnar að láta þingsálykt- unartillögu Magnúsar Jónssonar fjánmálaráðherra, um bann við tóbaksauglýsingum verða að .lög- utm. IL HeilbrigðismáL A. Slysavarnir. 1. Fundurinn skorar á þorgar- búa — og þá fyrst og fremst aHa foreldra — að stemma algjör- lega stign við leik barna á afcveg- um og annars staðar þar sem vélknúin tæki, svo sem bifreiðar, skurðgröfur, vélskóflur og önnur stórvirk vinnutæki geta skaðað þau. ' 2. Fundurinn vill áminna for- eldra að gæta bama sinna í ná- lægð staða, þar sem hætt er við drukknun. Á þessu ári hafa sjö sjö börn á aldrinum 2—10 ára dmkknað og sex var naum- lega bjargað frá drukknun. Hafa þessi slys einkum borið við á þeim tíma, sem fjölskyldur fóru í sumarleyfi. 3. Fundurinn vill áminna hús- mæður að forðast slys af völdutn skaðlegra efna, með því að geyma slík efni þar, sem böm ekki ná til. Alls konar ræsti- og hreinsi- efni á ekki að geyma í skápum niður við gólf svo sem skápum undir eldhúsvöskum. Þá skal sér- staklega varað við að hella hættu- legum efnum í ílát undan mat- vælum og drykkjarföngum, svo sem í gosdrykkjaflöskur. Sjálf- sögð varúð er að merkja greini- lega öll ílát, sem skaðleg efni eru geymd í. Greinargerð: Við samanburð al- þjóðlegra heilbrigðisskýrslna (1951—60) hafa íslendingar átt því láni að fagna að vera meðal þeirra þjóða, er hæstan meðal- aldur telja og lægstan ungbarna- dauða, en slí'kt mun talinn vottur menningar og góðs skipuiags heil- brigðismála. Nú munu innan skamms verða reiknaðar út tölur af þessii tagi fyrir árabiiið 1961 til 1965 og hefur landlæknir látið þau orð falla, að þvi miður óttist hann að okkar sómi fan þverr- andi, fyrst og fremst vegna hinna tíðu slysfara. 4. Aðalfundurinn þakkar starf Slysavarnarfélags íslands, meðai annars áminningar þær, sem lesn ar em á þess vegiun í Rikisút- varpinu. Jafnframt þakkar fund- urinn og vill vekja athygli á ávarpi því, sem Umferðarnefnd IReykjavífcur og lögreglustjórinn í Reykjavík hafa sent fbreldrum og foriiáðamönnum sjö ára skóla- bama í Reykjavík. Ávarpið er á þessa leið: „Nú, þegar barn yðar hefur skólagöngu, liggur leið þess ef tU vill yfir fjölfarnar umferðargöt- ur, þar sem hættur leynast. Við viljum því biðja yður að fylgja barninu fyrstu dagana til skólans og velja öruggustu leið- ina. Þegar sú leið er valin, þarf að hafa eftirfarandi í huga: 1. Að stytzta leiðin er ekki ailt- af sú bezta. 2. Ef hægt er, þá látið barnið fara yfir merktar gangbrautir, þvi þar á öryggið að vera mest. 3. Leggið sérstaka áherzlu á að útskýra fyrir baminu hvað því ber að varast og kennið þvi einföld- ustu umferðarreglur. GEFJUN KIRKJUSTRÆTI Tillöp samþykktar á aðalfundi Bandalags kvenna 7.-9. nóvember ÞRIÐJUDAGUR 13. desember 1966 EINAR SKÚLASON EYMANN F. 10. febr. 1900. D. 5. des. 1966. Þingvörður frá 1953 til dauðadags. Hefði átt að lifa lengur. Lagði dyggð í verk sín öll- Sannkallaður sóma drengur — Saknar hús við Austurvöll. Karl Kristjánsson. Mjög þýðingarmikið er að búa bamið hæfilega snemma af stað, svo það þurfi ekki að flýta sér um of. Minnizt þess, að á hverjum vetri slasast í umferðinni fjöldi barna á skólaaldri, mörg þannig, að þau jafnvel mánuðum og ár- um saman eru hindmð fná að taka þátt í leikjum og stðrfum félaga sinna. í vetur verður leitazt við að Ifræða barnið og leiðbeina því um umferðarmál og treystum við á samstarfSvilja yðar.“ B. GeðvemdarmáL 5. Fundurinn vill beína þeirri áskorun til heilbrigðisyfirvalda og almennra borgara, að láta ekkerf ógert, sem stuðla má að aukinni geðvemd iog bættri aðhlynningu geðsjúkra. Greinargerð: Vegna skipulags hafnarsvæðis við Sundin mun Kleppsspítaiinn verða lagður nið ur. Nýbyggingar Landspítalans og Borgarspítalans til þarfa geð- sjúkra eru efcki áætlaðar svo rúm- góðar að þær tafci þann sjúkl- ingafjölda, sem nú þegar er til vistar á Kleppi, hvað þá þann aukna fjölda, sem búast má við á næstu áratugum. Vegna getu- leysis á lausn þessa mikla þjóð- arvanda er ekki vanþörf að draga svo úr sjúkdómsorsökum sálræns eðlis sem frekast er kostur með eflingu geðverndarstarfseminnar. Framkvæmd þess máls mætti flokka þannig að nefna Geðvemd- ardeild bama við Heilsuvemdar- stöð Reykjavíkur lið nr. 1. Sú starfsemi hefur hlotið skilning borgaryfirvaldanna þannig að stöðinni er ætlað aukið rými, þeg- ar Slysavarðstofan flytur suður 1 Fossvogsspítalann. Sérmenntað fólk skortir, en styrkir til náms verða væntanlega látnir í té af hálfu borgaryfirvalda svo um muni. Lið nr. n má svo nefna væntanlegt heimili fyrir tauga- veikluð böm, sem Bamaveradar- félagið gengst fyrir að safna fé til. Þessi heimilissjóður er enn svo rýr, að óvíst er hvenær hægt er að nýta hann til raunverulegra bygginganframkvæmda, sem vonir standa þó til að verði í nánasta nágrenni Borgarsíptalans nýja. Að lokum skal svo nefna lið nr. III, en það er psychiatrisk sjúkra deild bama við annaðhvort Borg- arspítalann eða Landsspítalann og þar eð nokkuð langt virðist í land með þann áfanga má ætla að heimili tugaveiklaðra barna, sem nefnt er að framan, yrði fynst tilbúið og sinni til að byrja með þörf þeirra bama, sem síðar fengju inntöku á psychiatrisku sjúkradeildinni. Bent skal á, að langt um fleiri böm eru í þörf fyrir vist f sérheimili taugaveikl- aðra barna (þaðan sem þau geta sótt skóla likt og heilbrigð böm) en þau börn, sem æskilegt er að leggja inn á sjúkradeild til með- höndlunar. 6. Fundurinn vili beina þeirri áskonun til Útvarpsráðs að fá sér- fróða menn til að flytja stutta þætti um uppeldismál (samanber hina stuttu þætti um íslenzkt mál) sem orðið gætu uppalendur til au'kins skilnings á hiutverki sínu oig stuðlað þannig að aukinni geð- vemd innan heimilanna. 7. IXmdurinn skorar á land- tokni að beita sér fyrir því, að leitt verði í lög, að framkvæmd verði Phenylketonuria þvagrann- sófcu fyrir öll böm fædd á ís- landL SMk þvagrannsókn er nú framkvæmd af heilsuvemdarhjúkr unarkonum Reykj avíkurborgar fyr ir skjólstæðinga þeirra, til greia- ingar á FöUingssjúkdómi. 8. Fundurinn skorar á land- tokni að hlutast til um, að gerð- ar verði ráðstafanir til þess, að böm, sem haldin eru Föllings- sjúkdómi geti notið þess aðbún- aðar. sem nauðsynlegur er til þess að firra þau hinum geigvænlega afleiðingum sjúkdómsins. C. Heymarhjálp. 9. Fundurinn vill benda á nauð- Framh. á Ms. 10. YFIRLYSING frá Bókaútgáfonni Þjóðsögu. Að marggefnu tilefni viB Bóka- útgáfan Þjóðsaga upplýsa eftirfar- andl: Á forlagi Þjóðsögu kom út nú í sumar bókin „Árið 1965. Stórvið- burðir þess í myndum og máli “ Þetta er verk, sem út kemur á níu þjóðtungum með úrvali mynda af öllum viðburðum heims er markverðastir geta talizt ár hvert. Fjórðungur þessara mvnda eru litmyndir, heilar síður eða opnur. Blaðsíðufjöldi síðasta árs er um 300. Á íslandi hafa undanfarin tvö ár verið útlendir menn að selja danska bók, sem fljótt á litíð er ekki alveg óáþekkt að efni, og standa sumir í þeirri trý, að hér sé um sama verk að ræða, og munu seljendur hafa viljað láta í veðri vaka, við þá er ekki þekkja tíl, að hér væri um hma sömu bók að ræða. „Árið- 1965“ í útgáfu Bókaút- gáfunnar Þjóðsögu er allt annað verk, bæði hvað efnisvali við kem ur ásamt ytra formi, auk þess sem bók þessi mun í framtíðinni flytja einnig íslenzkar öndvegisfréttir i myndum og máli, þar með er ís- land orðið hluttakandi í þessu al- þjóðiega verki. Útgáfan vill hér með benda á þetta, er ag framan greinir, svo að þeir ,er eiga eftír að verða eig- endur þessa verks, viti hið sanra, svo og þeim, er af m:sgáningj og í góðri trú hafa keypt annað eu þeir ætluðust til. Bókaútbgáfan Þjóðsaga, Hafsteinn Guðmundsson.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.